Morgunblaðið - 26.03.1963, Síða 12

Morgunblaðið - 26.03.1963, Síða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. marz 1963 JKwpntMflfrifr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasðlu kr. 4.00 eintakio. INNLIMA KOMMÚN- ISTAR ÞJÓÐVÖRN? Ijjóðvarnarmenn hafa nú * boðið kommúnistum fullt samstarf við þingkosn- ingarnar, sem fram imdan eru, en krefjast þess jafn- framt að fá tvö þingsæti. Þeir hafa boðizt til að leggja flokk sinn niður, ef kommúnistar vilji taka við leifum hans og upphefja tvo af „leiðtogun- um.“ Með þessu tilboði hafa Þjóð varnarmenn sjálfir lýst því yfir, að flokkur þeirra hafi engu sjálfstæði hlutverki að gegna í íslenzku þjóðlífi, stefnumál hans séu hin sömu og þeirra, sem svarið hafa heimskommúnismanum eiða og einbeita kröftum sínum að því að vinna fyrir erlendan málstað. Hitt er svo annað mál, að kommúnistar eru ekki sér- staklega hrifnir af því að lána atkvæði til að koma á þing Bergi Sigurbjömssyni, Gils Guðmundssyni eða Guðríði Gísladóttur. Enn er því ekki hægt að segja með vissu, hver niðurstaðan verður af þeim umræðum, sem fram hafa farið. En hvernig sem fer um samstarf kommúnista og Þjóð varnarbrotsins, þá er hitt víst, að mikil óeining ríkir í röð- um kommúnista sjálfra. Þar er hver höndin uppi á móti annarri og miklir erfiðleikar á að ganga frá framboðum. ÖTTAST ATHAFNIRNAR Ctjómarandstæðingar em nú ^ rnjög uggandi yfir því, hve athafnasöm Viðreisnar- stjórnin er og hve almenns trausts hún nýtur. Nýlega brauzt þetta út í kommúnista málgagninu og þar var sagt: „Á Alþingi peðrar ríkis- stjórnin frá sér einu stór- frumvarpinu af öðru, um tryggingarmál, bókasöfn, tón- listarskóla, loftferðalög, höf- undarétt o.s.frv. ó.sfrv. og boðuð er breyting á tollskrá og sjálf framkvæmdaáætlun- in mikla....“ Viðreisnarstjómin sjálf og þau þing, sem haldin hafa verið á valdatíma hennar em hin athafnasömustu í sög- unni. Þess vegna er engin furða, þótt stjórnarandstæð- ingar séu uggandi. Raunar má segja, að það sé heldur ekki furða, þótt Tíminn gleðj- ist ofboðslega yfir því, að vegalög munu ekki verða af- greidd á þessu þingi, því að blaðinu hefði ekki bótt gott í efni, ef þau hefðu bætzt við öll stórmálin, sem fyrir voru. Undirbúningur þeirrar lög- gjafar hefur verið mjög tíma- frekur og mikið og gott starf hefur verið unnið, en ennþá hefur ekki tekizt að undirbúa málið þannig, að fært væri að afgreiða það á þeim skamma tíma, sem er til þingslita. En þótt vegalög séu ekki endanlega afgreidd á því þingi sem nú situr, þá hefur Viðreisnarstjórnin engu að síður unnið í þessu máli, ekki síður en öðrum, mikilvægt starf, því þegar á næsta þingi ætti að vera hægt að taka þessi stórmál til endanlegrar afgreiðslu, þar sem miðað væri við stórauknar fram- kvæmdir í vega- og gatna- málum. Á tímum Viðreisnarstjóm- arinnar hafa fjárframlög til vegamála raunar aukizt geysi mikið og framkvæmdir aldrei verið eins miklar og að und- anförnu. Engu að síður er það álit Viðreisnarstjórnar- ir.nar, að enn meira þurfi að gera í þessum málum og þess vegna hefur hún unnið að undirbúningi að nýrri vega- löggjöf, sem ætti að verða lokið áður en þing kemur næst saman. TVÆR SPURN- INGAR Fyrir nokkrum vikum hamr- * aði Tíminn á því, að við- reisnarstefnan leiddi til þess að tekjuskiptingin væri mjög ranglát. Morgunblaðið spurði þá, hverjir það væru sem of mikið bæm úr býtum, ein- hverjir hlytu þeir að vera, ef tekjuskiptingin væri óréttlát. Blaðið spurði að því, hvort þeir sem of mikið fengju, væru t. d. sjómenn eða verk- fræðingar, bændur eða lækn- ar, hvort verzlunin fengi of mikið eða iðnaðurinn, útgerð- in eða landbúnaðurinn o.s.frv. Við þessari spurningu fékkst aldrei svar. Hins vegar var um skeið hætt að tala um hina ranglátu tekjuskiptingu. En sl. sunnudag er Tíminn tek- inn til við iðjuna á ný og segir viðreisnina „stuðla að stórfeldu ranglæti í tekju- skiptingunni“. Hin framan- greinda spurning Morgun- blaðsins er hér endurtekin. Ef svar fæst við henni, ef hægt að ræða málið við Tím- ann, annars er um að ræða UTAN ÚR HEIMI RÍKISSTJÓRN Sóiralíu sleit s.l. mánudag stjórnmálasam- bandi við Bretland vegna á- greinings um landamæri Sóm- alíu og Kenya. Landamæri þessi eru óskýr, og er óttast að komið geti til alvarlegra árekstra þar þegar Kenya öðl- ast sjá.lfstæði. Krefjast Sóm- alir þess að norð-austurhér- uð Kenya verði innlimuð í Sómalíu. Héruð þau, sem u>m er deilt em strjálbýl og, að því er virðist, ekki verðmaet, þótt brezkt félag sé að bora eftir VV Arabía Sudan j í Afríka. \\0 / .:í|>íój>ia \ -"'rv Jl \Jú My&r •m'VíktorÍK-vahr i V /y Tdnga^ikas/7 Kortið sýnir Sómalíu og nærliggjandi lönd. Landakröfur Sdmalíu Krefjast lansvæða 1 Eþíóplu, Franska Sómalllandi og Kenya olíu — hing>að til án árang- urs — syðst á þessu svæði. Þetta er samfelld sandauðn, sumsstaðar kjarri vaxin, en engin á rennur þar. Vegirn- ir eru aðeins sandruðningar, opnir átta mánuði ársins, og aðeins farnir í bílalestum. En Sómalir, sem telja að Hamíta uppruni þeirra hefji þá yfir aðra blökkumenn í Kenya, álíta að þjóðarsómi þeirra sé í veði í þessu málL Stjörnutáknið. Þegar lýðveldið Sómalía (sem er um 745 þúsund fer- kílómetrar og telur 1.864.000 íbúa) var stofnað 1. júlí 1960, var hinn nýi fáni þess dreg- inn að húni í fyrsta sinn í höfðuborginni Mogadishu. Fáninn er fimm tinda stjarna á bláurn grunni og táknar ein in,gu allra Sómala Norður- Afríku. Nýja lýðveldið nær aðeins yfir tvö af þeim fimm landsvæðum, sem stjarnan á að tákna, görnlu ítölsku ný- lenduna umihverfis Mogadishu og það sem -áður var Brezka Sómalíland. Þrátt fyrir orðasennur og ógnanir eiga Sómalir enn jafnt langt í land varðandi þessa einingu og þeir áttu fyrir þremur árum. Þriðji tindurinn lýtur stjórn Frakka, þ.e. Franska Sómalíland. Það hefur helzt til síns ágætis hafnarborgina Jibouti, en um þá borg fara allir aðflutning- ar til Eþíópíu og þaðan ligg- ur járnbraut til Addis Ababa. Fjórði tindur stjörnunnar táknar héruðin Haud og Oga- den í Eþíópíu. Þessi héruð eru byggð Sómölum, sem beita þar úlföldum sínum og naut- gripum. Fimmti tindurinn er ekki einungis stærstur — hann nær yfir um 260 þúsund fer- kílómetra svæði — heldur einnig verðmætastur. Hér er um að ræða norðurhéruðin í Kenya, sem nefnd eru NFD (Northern Frontier District). Krefjast Sómalir þess að öll þessi landsvæði, vestur að Rudolfvatni og suður að Tana- fljóti, verði innlimuð í Sóm- alíu. ÞægHegt frávik. Landsvæði þetta er rúmur þriðjungur af Kenya og langt frá því að vera eingöngu byggður Sómölum. Vestur- svæðin eru t.d. aðallega byggð mönnum ættuðum frá Eþíó- píu. Þessir ættflokkar eru flest ir andvígir Sómölum og vilja alls ekki sameinast Sómalíu, þótt þeir kvarti yfir því að stjórn Kenya hafi ekki sinnt þeim sem skyldi að því er varðar vegi, skóla og sjúkra- hús. í augum stjórnar Sómalíu er þessi útþenslustefna þœgi- legt frávik frá erfiðleikunum heima fyrir, vonleysi, fjár- hagserfiðleikum og skorti á erlendum gjaldeyri til kaupa á nauðsynjum. Hefur þvi stjórnin gert sitt til að beina hugum íbúanna að landakröf- unum .sérstaklega varðandi NFD. Sómalir eru vanir ætt- flokkabardögum. Það er sið- ur hjá þeim að vana alla karl- menn, sem handteknir eru í þessum átökum, og nauðga kvenföngum. Þeir eru alls ó- hræddir við að leggj a út í styrjöld till að ná yfirráðum í NFD. Þeir eru mjög óánægð ir með þá fyrirætlun Breta að sameina austursvæðin Wajir, Garissa og Mandera og helming Moyale svæðis í sér- stakt Sómalíhérað, með nokk uð viðtæka stjórn innanhéraðs mála, en þó hluti af Kenya Vopn frá Sóm.alíu. Ættarflokkar þeir í NFD, sem eru hlynntir Bretum og Kenya, óttast samtök, er nefn- ast „Skilnaðarher Sómala", og segja að samtökin fái vopn frá Sómaliu. Þegar fréttist um árekstra við landamærin fyrir tiu dögum, sendi stjóæn- in í Nairohi, höfuðborg Kenya vopnaða lögreglusveit og flokk hermanna til landamærahérað anna. Þó eru ekki miklar lik- ur á því að Sómalir geri til- raun til að hertaka landamæxa svæðin meðan Kenya er enn undir brezkri stjórn. En leið- togar blökkumanna í Kenya eru margir hverjir að endur- skoða kröfur sínar um að brezki herinn hverfi úr landi áður en Kenya fær sjálfstæði. Um mánaðamótin febrúar- marz hélt stjórn Kenya her- æfingar í NFD. Sýndu æfing- ar þessar ljóslega að Kenya- herinn er illa undir það bú- inn að mæta utanaðkomandi árás. Niðurstaða æfinganna — sem ef til vill er tilviljun að haldnar voru einmitt nú — er sú að varnarherinn arhernum og biðja um aðstoð þurfti að hörfa undan árás- brezkra hersveita, flugvéla og skriðdreka frá Aden og Kýpur. Sú staðreynd að stjórn Sómalíu mótmælti þessum her æfingum á þeim grundvelli að þæi* væru ögrun, sýnir að þetta atriði hefur ekki farið fram hjá henni. Morgunblaðið nennir varla að eltast við. í landhelgismálinu hefur verið spurt annarar spurning- ar, sem lesendur Morgunblaðs ins kannast við. Framsóknar- menn hafa sem sagt verið spurðir að því, hvort þeir vildu nú standa að samþykkt um 12 mílna alþjóðareglu, eins og við Islendingar börð- umst fyrir á Genfarráðstefn- unum. Við höfum nú náð 12 mílna friðun, jafnframt því sem við höfum lýst yfir að við munum halda áfram útfærslu utan 12 mílnanna. Við erum því frjálsir að öllum aðgerð- um okkar í framtíðinni, en vorum á Genfarráðstefnunum reiðubúnir til að binda hend- venjulegar Tímafalsanir, semur okkar. Framsóknarmenn hafa held ur ekki fengizt til að svara þessari spurningu, og hafa nú algerlega gefizt upp í deilun- um um landhelgismálið, og mun sú uppgjöf lengi í minn- um höfð, því að aumlegra und anhald þekkist varla í ís- lenzkri stjómmálasögu. Það finna kommúnistar líka, því að þeir em nú komn- ir fram á völlinn og byrjaðir að hjálpa bandamönnum sín- um í Framsóknarflokknum. Þannig skrifar Magnús Kjart- ansson mikla grein sl. sunnu- dag, þar sem hann byrjar á að tala um það, að beita eigi rökum í umræðum, en endar á því að fara með hver ó- sannindin öðrum augljósari. Af því tilefni mætti spyrja hann spumingarinnar, sem Tíminn hefur ekki þorað að svara. Það fer raunar ekki á milli mála, að kommúnistar hér á landi mundu vilja lögfesta 12 mílur sem alþjóðareglu og eru hinir reiðustu út af því, að þannig skyldi ekki fara. Það er stefna Rússa og þeir styðja hana auðvitað. Sjálf- sagt lýsir Magnús Kjartans- son því þó ekki yfir á þessu stigi, svo mikið hefur hann lært af Castro vini sínum á Kúbu, sem mótmælti því harðlega, að hann væri komm únisti, meðan hann var að komast til valda, en montaði af því eftir á, að hann hefði alla tíð kommúnisti verið og getað blekkt menn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.