Morgunblaðið - 31.03.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.1963, Blaðsíða 2
2 MORCVNTtl. 4Ð1B Sunnuctagur 31. marz 1963 f gær fengu fjögur skip síld á Hraunsvík og komu með afl- ann til Reykjavíkur. Þessa mynd tók ljósmyndari Mbl. fyrir tveimur dögum er Stapafellið kom hlaðið síld, sem það fékk á Hraunsvíkinni. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) 300 í Neytenda- samtökin á 4 dögum FJÓR.A fyrstu daga félagssóknar Neytendasamtakanna í tilefni 10 ára afmælisins bættust þeim um 300 félagsmenn. Flestir innrita sig gegnum síma samtakanna 1 97 22, en nú hafa bókaverzlanir Sigfúsar Eymundssonar og ísa- íoldar tekið að sér að afhenda 7/7 fermingar- g'n'a o, llmvötn ar tegundir alla: fáanleg- Bopu.ktSslá- Lækjartorgi THRIGE STJÖRNU - ÞRÍHYRNINGS- ROFAR íyrir 1—10 ha og 10—30 ha. RAFMAGNSMÓTORA fyrirliggjandi ÆSéu sími. STORR 11620 Tæknideild. nýjum félagsmönnum skírteini sín og þau 3 tölublöð Neytenda- blaðsins, sem hver nýr félags- maður fær við innritun. í tilefni 10 ára afmælisins bár- ust Neytendasamtökunnm fjöldi heillaóska innanlands og utan, Fyrsta kveðjan kom frá Alþjóða stofnun neytendasamtaka í Haag, en hin íslenzku samtök eru með- al stofnenda hennar. Sérstök kveðja barst frá Norrænu sam- starfsnefndinni um neytendamál- efni, þar sem lýst var ánæigju yfir því, að ísland er nýlega orð- inn aðili að þeirri nefnd, sem er fastanefnd á vegum Norður- landaráðs. Hefur viðskiptamála- ráðherra tilnefnt Svein Ásgeirs- son formann Neytendasamtak- anna, fulltrúa íslands í nefnd- inni. Hið alþjóðlega samstarf, sem neytendasamtök hafa tekið upp, getur konr.ið íslenzkum neytend- um að miklum notum, svo mjög sem neyzluvörur eru fluttar inn. Til þess þarf fyrst og fremst að auka útgáfustarfsemi Neytenda- samtakanna, svo að hægt sé að birta sem mestar upplýsingar, sem okkur varða, úr ritum hinna erlendu neytendasamtaka, en til þess hafa hin íslenzku sam- tök ein rétt. Árangur félaga- sóknar þeirrar, er nú stendur yfir, ræður því nokkru um það, hversu mörg rit hægt verður að senda hverjum félagsmanni á þessu ári. Afmælisrit er í prent- un. SATEEN TWILL VERÐ KR. 364.oo Fundur um há- skóla- og vísinda- starfsemi STEINGRÍMUR Hermannsson verkfræðingur, framkvæmda- stjóri Rannsóknarráðs ríkisins, og dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor eru nýlega komnir heim frá Strasbourg, þar sem þeir sátu fund á vegum Evrópuráðsins í nefnd, sem fjallar um æðri mennt un og vísindastarfsemi í Evrópu. Á fundinum var m. a. fjallað um þessi atriði: — rannsóknir, sem ntú er unnið að, á skipulagningu háskóla, námsefni þar og gildi háskóla- prófa. — samband háskóla og óháðra rannsóknarstofnana. — nýjar aðferðir við tungumála- kennslu. • imenntun verkfræðinga. — ráðstefnu, sem halda á í Belgíu í haust til að ræða um vanda- mál, sem upp hafa komið vegna mikiliar fjölgunar og stækkunar æðri menntastofn- ana. — stúdentaskipti í Evrópu. Styrkleili radíó- vitans kannaður FLUGVÉL Landhelgisgæzlunnar, Sif, fór í gærmorgun til Vest- mannaeyja með starfsmenn Flug- málastjórnarinnar. Flogið var umhverfis Eyjar og var tilgangurinn að reyna styrk- leika radióvitans þar. Lækkanirnar hafnar Á TÍMUM verðbólguþróunar- innar voru hér stöðugar verð- hækkanir og aldrei bar það við, að álögur væru minnk- aðar eða vöruverð lækkaði. M e ð viðreisnarráðstöfunum var miðað að því að koma á jafnvægi, svo að verðbólgu- þróunin stöðvaðist. Slíkt jafnvægi var að nást 1961, þegar kommúnistar í samvinnu við Framsóknar- menn hleyptu af stað vinnu- deilum og kröfðust svo mik- illa kauphækkanna, að úti- lokað var, að viðreisnin, sem þá hafði aðeins verið í gildi í eitt ár, gæti staðið undir þeim. Af þessu leiddi nýjar verðhækkanir, eins og öllum var fyrirfram ljóst. E n Viðreisnarstjórnin styrkti efnahaginn að nýju og jafnframt gerði hún þá fyrstu ré.ðstafanimar til að lækka vöruverð, þegar tollar á fjöl- mörgum vörutegundum voru lækkaðir, samhliða innflutn- ingsfrelsi, svo að margar nauðsynjavörúr lækkuðu stór lega í verði. Nú hefur sá árangur orðið af viðreisnarráðstöfunum, að nýjar verðlækkanir em hafn- ar. Með breytingu á tolla- lögum em tollar lækkaðir um hvorki meira né minna en 100 millj. kr. og sú lækkun kemur fram í vöruverði á fjölmörgrum sviðum. Þetta er aðeins byrjunin á þeirri tolla- lækkunarstefnu, sem hlýtur að fylgja í kjölfar heilbrigðs efnahagslífs. Þá hefur einnig verið kunn gert ,að sementsverð hafi verið lækkað. Þar er einnig um að ræða ávöxt af því blómlega efnahagsástandi, sem nú er í íslenzku þjóðlífi. Auðvitað fást kjarabætur ekki einungis með hækkuð- um vinnulaunum. Hitt er ekki síður mikilvægt að stemma stigu yið verðhækkunum og leitast við að lækka verð smám saman. Það er sú stefna sem fylgir í kjölfar viðreisnarinnar ,ef verkalýðs- baráttu er stillt í hóf. Bíl hvolf ir austan Fjalls L A U S T fyrir hádegi í gær fó»- Moskvitz-bíll frá Reykjavík út af, þar sem Stokkseyrarvegur og Eyrarbakkavegur mætast. Engin slys urðu á mönnum og bíllinn skemmdist mjög óveru- lega. Mun hjólbarði hafa sprungið og ökumaðurinn misst vald á bílnum, sem fór á hvolf utan vegarins. 9. og 10. erindið í DAG verða flutt 9. og 10. er- indið í erindaflokki Félagsmála- stofnunarinnar og þar með lýkur erindaflokknum. Sigurjón Björnsson, sálfræðing ur, .flytur fyrra erindið, sem fjallar um uppeldisáhrifin á til- finningaþroskann og andlegt heil brigði einstaklingsins, en Hannes Jónsson, félagsfræðingur flytur síðasta erindið, sem er um ham- ingjusömu fjölskylduna. Fyrra erindið hefst kl. 4 e.h. í samkomusala Hagaskóla. Mikil aðsókn hefur verið að er- indaflokki þessum og hafa að stað aldri sótt hann um 300 manns. Sýning Kára Eirlkssonar í Listamannaskálanum ÞEGAR Kári Eiríksson hélt sína fyrstu sýningu í Listamannaskál- anum fyrir nokkrum árum, skrif aði ég mjög vinsamlega um þá sýningu og spáði því, að hann ætti framtíð fyrir sér á lista- brautinni. Ég hélt því einnig fram, að Kári væri hæfileika- maður, og held því raunar enn fram, en þessi sýning, er hann hefur komið fyrir í Listamanna- skálanum, er að öllu leyti miklu síðri en fyrri sýning hans, og veldur mér miklum vonbrigðum. Á þessari sýningu eru tvö mál- verk, sem sýna það greinilega, að Kári getur skapað góð verk, ef hann kærir sig um. Þessar myndir, sem ég er að tala um, eru „Ljósaskipti“ no. 13, og '„Snjór á húsþökum“ no. 53. Bæði þessi verk ná fullkomlega til- gangi sínum í myndbyggingu og litameðferð. Hér tekst Kára að sannfæra mann um listrænar til- finningar og túlkar fyrirmynd- irnar á einfaldan og hreinskilinn hátt. Því miður verður ekki sama sagt um önnur verk á þessari sýningu. Ég veit ekki, hvað veld- ur, en það er engu líkara en hann hafi gersamlega snúið baki við hinu myndræna og stokkið út í tilraun, sem algerlega hefur mistekizt. Hann vill auðsjáan- lega beita nútímatækni (tach- isma) en halda samt fyrirmynd- unum í málverkinu. Sem sagt spila á tvö hljóðfæri í senn, en útkoman verður því verri, sem þessi hugmynd hefur náð fastari tökum á málaranum. Verkin verða sundurlaus og yfirborðs- kennd, og eftir því sem þessi sýn- I f NA /5 hnútar 1 / SV 50 fmutor X Sn/M* t ÚSi <* \7 Siúrir B Þrumur vtrali KuUttSil HiUtUf H.Hmt L*Lmii í GÆR var austan hægviðri frostmarkinu. í sunnanveðri hér á landi og hiti nálægt Skandinaviu var vægt frost. ing er betur skoðuð, verður sii staðreynd æ ljósari, að jafnvel heildarsvipur sumra einstakra mynda sé það márgtættur sund- ur, að eftir verði einfaldlega hrærigrautur, sem er ekki sæm- andi sama listamanni og málað hefur þær tvær myndir, er ég hef þegar nefnt. Vonandi á Kári eftir að átta sig á þessu, því að það væri sorglegt, ef hann eyddi hæfileikum sínum á slíkan hátt. Það er grundvallaratriði í öll- um listgreinum, að listaverk séu sköpuð innan viss ramma í ein- hverjum stíl. Það kemur ekkert málinu við, hvaða stíll er notað- ur, ef listaverkið er ekta í eðli sínu, þá fyrst nær það tilgangi sínum og ber svipmót listamanns ins. En þegar eitt er tekið héðan og annað þaðan og öllu hrært saman í sömu skál, vill bragðið verða nokkuð blendið. Þetta eru svo augljós sannindi, að hver maður, sem fæst við listir, ætti að hafa gert sér grein fyrir því, en það eru margir leikmenn, sem einmitt hafa skemmtun af með- alveginum og rýna eingöngu i yfirborðið. Það er stundum furðu lega erfitt fyrir almenning að hugsa. Það er einmitt verkefni listamannsins að leiða fólkið frá grámóðu hversdagsleikans og sýna því þann raunverulega heim, er þeir hafa uppgötvað og séð með sínu næma auga. Þetta gerir t. d. Jóhannes Kjarval í list sinni, svo að dæmi sé nefnt. En sá heimUr verður að vera heil- steyptur og sannfærandi, að öðr- um kosti hefur listamaðurinn alls ekki upplifað það, er hann tjáir. Það eru margir annmarkar á þessari sýningu, en ég nenni ekki að eltast við það í einstökum atriðum. En ekki er ég hrifinn, og mér finnst það leitt að þurfa að taka svo neikvætt við þessari sýningu. Kári Eiríksson hefur hæfileika, en það er algerlega í hans sjálfsvald sett, hvernig hon- um tekst að notfæra sér þá. Eftir að hafa kynnzt þessari sýningu, þori ég ekki að spá um framtíð Kára sem listamanns. Hann er eljumaður til vinnu og ekki vant ar hann áræðið, en það fer minna fyrir listrænum tilþrifum á þess- ari sýningu en æskilegt er, og aflið hefur ráðið hér meiru en viðkvæmnin. á», Valtýr Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.