Morgunblaðið - 31.03.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.1963, Blaðsíða 12
12 MORCUNBL4ÐIÐ Sunnudagur 31. marz 1963 mrttifsiMðlHfr Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðadstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakiö. „EF ÆVIBRÉF VOR VERÐA LESIN /'kft hefur verið um það deilt, ^ hvort rétt sé eða skyn- samlegt að birta og gefa út í bókum sendibréf látinna manna. Margir hafa verið því andvígir og bent á, að sendi- bréf séu oftast slíkt einkamál og að óviðurkvæmilegt sé að gera þau heyrumkunn. Flestir bréfritarar hafi ekki ætlazt til að bréf þeirra yrðu birt. Aðrir telja að birting slíkra bréfa sé oft nauðsynleg til þess að gefa rétta mynd af þeim, sem þau rita, og feli auk þess í sér margvíslegan fróðleik, sem mikill fengur sé að. Sigurður Guðmundsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, hinn vitri maður og mikli hugsuður, tekur þessi atriði til meðferðar í síðustu ræðu sinni „á sal,“ er hann kvaddi nemendur og samkennara sína. Hann skýr- ir frá því, að hann hafi und- anfarna daga „rýnt í kynstur bréfa, sem tugi ára hafa leg- ið óhreyfð í hirzlum mínum.“ Síðan kemst hann að orði á þessa leið: „í bréfahrúgu minni var sitthvað fært í letur, sem ber- sýnilega átti eigi að fara lengra en til viðtakenda, átti að gleyma en ekki að geyma. Ég seldi því síbrennandi eld- inum í miðstöðvarkötlum skólans fjölda bréfa, bæði sjálfs míns bréf (til foreldra minna) og vinabréf. Slík pappírsgögn biðu sama dauð- daga og galdramenn á 17. öld. Þér sjáið undir eins hvað mér gekk til; ég vildi eigi geyma skjöl né letur, sem mér og föllnum samferðamönnum var álitshnekkir að (eða þeir eða ég vildu síður, að væru í minnum höfð). Vera má að þessi bréfa- brenna orki tvímælis, ég sé barnalega hörundsár, bæði fyrir sjálfs míns hönd og gamalla lögunauta. Sér og ekki högg á vatni þótt vér brennum nokkur bréf sjálfra vorra og annarra. Eftir verð- ur samt sem áður, örmol bréfa, er Ijóstrar upp um oss glöpum vorum og grómi, van- þroska vorúm og hégóma- skap.“ Sigurður Guðmundsson sér að hætti hygginna manna tvær hliðar á málinu, en nið- urstaða hans verður þó sú, að hann villi eigi geyma „skjöl né letur, sem mér og fölln- um samferðamönnum var álitshnekkir að“. Þau selur hann „síbrennandi eldinum.“ En hinum ágæta skólameist ara finnst að það þurfi að gera þessu máli frekari skil, og þá kemst hann að orði á þessa leið: „I könnun bréfa vorra varð ar mestu hvað kemur í ljós um þróun vora og þroskafer- il, hvort vér höfum verið drengir, þ.e. „vaskir menn og batnandi“, samkvæmt hinni frægu skilgreiningu Snorra, eða vér höfum verið ódreng- ir, þ.e. blauðir menn og versn andi. Lífskviða sú, er eftir oss er kveðin, fer eftir hvort vér víkkum eða þrengjumst af lífsskilningi og áhuga, styrkjumst eða veikjumst að manndómi og vilja, eftir því sem dagamir fjölga. Ef ævi- bréf vor verða lesin, verður að líkindum að því spurt, hvort vér höfum síþróazt inn í sjálfa oss og hagsmuni vora, eða vér höfum síþanizt út fyr- ir sjálfa oss og lagt stund á annarra gengi og fremd. Ef til vill meiðir orðið ævi- bréf einhvem yðar. Sumum yðar finnst það ef til vill sér- vizkulegt og tilgerðarlegt. En vera má, að það festist yður í minni.“ Þessi ummæli hins merka skólamanns eiga vissulega er- indi til þjóðar hans. í þeim felst ráðlegging og speki, sem öllum er hollt að hugleiða. ÞJÖÐFYLKING- ARMENN Á UNDANHALDI ¥ Trslit stjómarkosninganna í Bifreiðastjórafélaginu Frama eru enn ein sönnun þess, að þjóðfylkingarmenn, Framsókn o g kommúnistar eru á undanhaldi innan verka lýðssamtakanna. Framboðs- listi lýðræðissinna hlaut 215 í báðum deildum félagsins samtals 294 atkvæði en Fram- sóknarmenn og kommúnistar sameiginlega 229 atkvæði. í síðustu kosningum í félaginu, þ.e. þegar kosið var til Al- þýðusambandsþings á sl. hausti, urðu úrslitin þau að listi lýðræðissinna hlaut 215 atkvæði en listar Framsókn- ar og" kommúnista samtals 242 atkvæði. Lýðræðissinnar hafa þannig bætt við síg 79 atkvæðum síðan á sl. hausti en þjóðfylkingarmenn tapað 13 atkvæðum. Þegar á þessi úrslit er litið og ennfremur úrslitin í Iðju, félagi verksmiðjufólks, og fleiri verkalýðsfélögum, verð- ur ljóst.að fólkið innan laun- Þegar de Gaulle og Bidault hittust fyrst GEORGE BIDAULT, fyrrver- andi forsætisráðherra Frakk- lands hefur mikið komið við fréttir að undanförnu og má búast við, að meira heyrist frá honum, áður en lýkur. Bid- ault hefur lýst því yfir, að hann muni ekki hætta bar- áttunni gegn de Gaulle, Frakk landsforseta, fyrr en „frelsi ríkir í Frakklandi að nýju“ og eru menn ekki í vafa um, að OAS samtökin muni enn gera tilraunir til þess að ráða forsetann af dögum. Sérfræðingar leynilþjónust- unnar telja de Gaulle í meiri hættu nú en nokkru sinni fyrr. Þeir segja að andstæð- ingar hans gætu margsinnis verið búnir að ráða hann af dögum — t.d. á ferðum hans í Alsír — ef ekki hefði verið slíkur ágreiningur milli for- ystumanna OAS um hvort það væri heppileg ráðstöfun. Nú sé Alsírmiálið hinsvegar úr sögunni og barátta OAS- manna orðin næsta vonlítil, en örvæntingarfull. Margir forystumenn samtakanna eru í fangelsi, þar á meðal Ar- goud, sem talinn var af mörg- um höfuðpaurinn sjálfur. Því er talið, að þeir fyrrverandi hershöfðingjar og liðsforingj-. ar, sem enn ganga lausir, muni gera sitt bezta til þess að ráða de Gaulle af dögum, aðallega í hefndarskyni, því mjög sé ósennilegt, að forystu menn OAS nái völdum þótt forsetinn falli frá. Menn hafa mikið velt vöng- um yfir því, hvers vegna George Bidauilt tók svo skyndilega að sér forystustarf í OAS samtökunum. Hann og de Gaulle voru samstarfsmenn árum saman. Kom því hvarf Bidault á sínum tíma og yfir- lýsing hans í nafni OAS flest um mjög á óvart. En ýmsir sem telja sig vel til þekkja staðhæfa, að vinátta eða hlýja hafi aldrei verið milli George Bidault og Charles de Gaulle, heldur hafi samstarf þeirra verið í hæsta máta ópersónu- legt og nánast kuldalegt. Nú hafi kuldi þessi snúizt í hat- ur. ★ ★ Nýlega birtist í bandaríska blaðinu Sunday Herald grein um Bidault og de Gaulle, skrif uð af fréttamanni blaðsins í París. Fer hann þar nokkrum orðum um starf Bidault í frönsiku neðanjarðarhreyfing- unni á styrjaldarárunum og feril hans eftir að hann hvarf frá Frakklandi fyrir uþ.b. ári. Fréttamaðurinn segir ennfrem ur, að Bidault hafi elzt mjög á þessu eina ári og líti út fyrir að vera miklu eldri en 62 ára. Þá sé hann sagður drekka úr hófi fram. En síðast en ekki sízt segir fréttamaðurinn frá því, þegar þeir Bidault og de Gaulle hittust í fyrsta sinn — og segir Bidault sjálfan hafa sagt sér málavexti fyrir mörg- um árum. Hér fer á eftir stuttur úrdráttur, úr þeim hluta greinarinnar er segir frá þessum fyrsta fundi þeirra andstæðinganna: Dagurinn var 25. ágúst 1944. París hafði verið frelsuð, og lítill, feiminn, fremur illa klæddur maður stóð á tröpp- unum á ráðhúsi Parísar, titr- andi af eftirvæntingu og á- kafa. Eftir þessari stund hafði hann beðið í meira en heilt ár, — beðið, barizt dg hætt lífi sínu til þess að fá að hitta Charles de Gaulle hershöfð- ingja, manninn frá Lorraine, hinn rómaða foringja frjálsra Frakka. Hann gat vart tára bundizt. Þessi m.aður var George Bid ault, sem átti tvívégis eftir að verða forsætisráðherra Frakk lands. Hann var þá enn lítt þekfctur, en hafði frá því í ágúst 1943 verið foringi and- spyrnuráðsins í Frakklandi og aðalfulltrúi de Gaulle gagnvart frönsku þjóðinni. En þeir höfðu enn aldrei hitzt að málL Þegar Bidault var kynnt- ur fyrir foringjanum, varð hann fyrir miklum vonbrigð- um. Hann hafði búizt við hlýju hjartanlegu faðmlagi og jafnvel gallískum kossum á báðar kinnar — en þess í stað horfði hershöfðinginn kulda- lega niður á litla manninn — Bidault var þá a.m,.k. tutt- ugu centimetrum lægri lægri vexti en de Gaulle ;— kinkaði kolli og sagði „góðan dag, herra,“ og sneri sér að næsta manni. manna. Enda telja margir, sem þessa atburðar minnast að andstaða hans gegn hers- höfðingjanum nú eigi fyrst og fremst rætur að rekja til hans. Bidault hlaut utanríkisráð- herrastöðu í stjórn de Gaulle á sínum tíma vegna frammi- stöðu sinni í andspyrnuhreyf- ingunni og menn, sem rætt hafa við Bidault, eftir að hann gerðist leiðtogi OAS manna, segja, að hann hafi hugann mjög við forystustarf sitt þar, — og hann telji andspyrnuna gegn de Gaulle nú hliðstæða andspyrnu frjálsra Frakka í styrjöldinni. Bidault gleymdi aldrei þessu andartaki — þessari Bidault og de Gaulle hundsun í viðurvist fjölda þegasamtakanna er aj5 snúa baki við þjóðfylkingarflokk- unum. Verkalýðurinn treyst- ir ekki bandalagi kommúnista og Framsóknarmanna fyrir málum sínum. SIÐLAUS ÍÞRÖTT Fyrir nokkrum dögum gerð- ist það á hnefaleika- keppni vestur í Los Angeles í Bandaríkjunum, að heims- frægur hnefaleikakappi var í upphafi keppni sleginn til bana., Þannig lauk þeirri keppni. Sú spurning hlýtur að vakna, hve lengi þessi sið- lausa íþró^tt muni verða iðkuð um meginhluta hins siðmennt aða heims. Það hefur oft kom ið fyrir áður, að hnefaleika- menn hafa verið barðir til bana. En þessi ljóta og grimma íþrótt er samt iðkuð áfram meðal margra menn- ingarþjóða. Það er okkur íslendingum til hins mesta sóma, að Al- þingi bannaði hnefaleika hér á landi fyrir nokkrum árum, Er ekki annað vitað en að því banni hafi verið rækilega framfylgt, eins og lög standa til. Hið mikilsvirta og merka blað, New York Times, birtir nýlega forystugrein, þar sem það krefst þess að hnefaleik- ar verði bannaðir. Það vítir harðlega að þessi „sóðalega' athöfn“ skuli vera kölluð „íþrótt“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.