Morgunblaðið - 31.03.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.1963, Blaðsíða 3
f Sunnudagur 31. marz 1963 MORCVNBLAÐ1Ð Sr. Bjarni Sigurðsson, IXIosfelli: Foreldralán Svipmynd úr Tröö Listaverk, steinar úr Borgar- firði og holdanautahúðir setja svip sinn á Trðð veitingastofa opnuð í dag f DAG eftir hádegi verður opnuð ný veitingastofa i Aust- urstræti. Ber hún nafnið Tröð og er á annarri hæð í Aust- urstræti 18 (sama húsi og Bókaverzl. Sigfúsar Eymunds- sonar). Þar verða á boðstól- um ýmsar gerðir kaffis, kökur, brauð, gosdrykkir o. fl. Einnig verða l»ar til sýnis og sölu listaverk og listiðnaður t. d. myndlist, keramik, silfur og gull, prentlist, auglýsinga- tækni, grafík, húsagerðarlist o. fl. Tröð, Frjáls menning og Al- menna bókafélagið hafa sam- ráð um sýningarnar og veitir Knútur Bruun, fulltrúi sýn- ingarnefndar, upplýsingar þeim, sem áhuga hafa á að sýna þar. 1 gær var fréttamönnum boðið að skoða hina nýju Veit- ingastofu, sem er mjög vdstleg og sérstæð. Sveinn Kjarval, húsgágnaarkitekt, teiknaði hana og sá um innréttinguna. Er hún séiýega listræn og vönd uð. Þegar Tröð opnar, verða þar til sýnis málverk eftir Kristján Davíðsson, listmálara, silfur og gullmunir eftir Jóhannes Jóhannesson, keramik eftir Steinunni Marteinsdóttur, aug lýsingateikningar eftir Krist- ínu Þorkelsdóttur. Einnig sýna þar Jósef Reynis, arkitekt, Gísli Halldórsson, arkitekt, og Sveinn Kjarval, húsgagnaarki- tekt. Framkvæmdastjóri Traðar, Halldór Gröndal, veitinga- maður, skýrði fréttamönnum frá því að þessi fyrsta sýning hefði verið höfð sem fjölbreytt ust til þess að gefa hugmynd um þá möguleika, er sýningar- veggirnir veita. Veggirnir eru úr viði og er gerð þeirra nýj- ung. Hugmyndina átti Sveinn Kjarval. og kallar hann nýj- ungina System Islandia. Sagði Sveinn Kjarval fréttamönnum, að kosturinn við þess gerð veggja væri, að þar mætti hengja hvað sem væri og taka það af aftur án þess að nokkuð sæist á veggjunum. Þeir væru jafnfallegir eftir sem áður. Bekkir og stólar í veitingastofunni eru klæddir holdanautahúð, brúnni og ljósri. Neðri hluti veggjanna er þakinn fallegum steinflís- um úr Borgarfirði og þegar komið er inn í Tröð, er á hægri hönd blómaker, sem þakið er steinflísum. í því eru kaktusar og grænar plöntur frá Hvera- gerði. Við spurðum Halldór Grön- dal nánar um veitingarnar, sem verða á boðstólum í Tröð. Sagði hann, að Expresso-kaffi vélin, sem þar er, væri frá BOÐUNARDAGUR Maríu nefn ist þessi drottins dagur: Heil ver þú, sem nýtur náðar guðs.“ Hinir djúpvitru Kínverjar telja aldur mannsins ekki frá fæðingu, heldur frá upphafi með göngubímans. Þjóðtrúnni ís- lenzku duldist ekki heldur, að einstaklingnum væri um margt sköpuð örlög frá fyrsta fari og sálarástand móðurinnar um með- göngutímann hefði rik og varan- leg áhrif á fóstrið í móðurlífi. Vísindin hafa staðfest, að það er rétt. Vestur í Bandaríkjunum hef- ir læknir nýlega greint frá at- hyglisverðum tilraunum, sem hann hefir gjört á kornabörn- um. Þær sanna, að hjartsláttur móðurinnar hefir áhrif á og verður samofinn fóstrinu um meðgöngutímann. Með því að taka hjartsláttinn á segulband og látá hann svo kveða við eyra nýfædds barns komst hann að raun um, að það þreifst betur og var værara en jafnaldrarnir allheilbrigðir. Og ekki verður villt urn fyrir náttúrunni, því að ekkert annað hljóð eða eft irlíking getur komið í hjartslátt- arins stað. Og jafnvel fram eft- ir aldri komast börnin fyrr Ítalíu og af nýjustu gerð. Gæti hún lagað kaffi af ýmsum styrkleika og einnig væri hægt að fá kaffið mismunandi brennt. Halldór sagðist hafa gert samning við nokkra bak- arameistara um, að þeir bök- uðu sérstakar kökur fyrir Tröð, bæði eftir dönskum upp. skriftum og einnig uppskrift- um, sem þeir gerðu sjálfir. Fyrir utan kaffið og kökurnar sagði Halldór, að Tröð myndj hafa á boðstólum brauð, gos- drykki, súkkulaði, mjólk, sæl gæti og tóbak. Fyrirtækið Tröð h/f var stofnað haustið 1962 og eru eigendur þess þeir sömu og veitingahússins Nausts. Sveinn Kjarval, arkitekt, sem sá um innréttingu Traöar og Halldór Gröndal, veitingamaöur, frkvstj. veitingastofunnar. — Évtúsénkó Framhald af bls. 1 borð við versta áróður aftur- haldssinna. Er skáldið sagt vera á sömu skoðun og þeir, pem mest hafa viljaS gera til að grafa und- an þvi, sem áunnizt hefur, frá því byltingin var gerð 1917. Þá er frekar vikið að Évtúr sénkó í „Pravda" í gær, föstu- dag. Þar segir m.a.: ,,Það verður ekki komizt hjá því að segja, að Évtúsénkó hefur ekki þvegið hendur sinar í augum ráðamanna (skáldið flutti yfir- bótaræðu fyrir nokkru). Ýmis- legt af því, sem komið hefur fram í yfirbótaræðu hans, gefur til kynna, að hann hafi allg ekki gert sér grein fyrir því, sem ligg- ur að baki mistökum hans.“ Þá var Évtúsénkó gagnrýndur harðlega á fundi soýézka rithöf- undafélagsins nú í vikunni. — Shepilov Framhald af bls. 1 hælinu. Þar var hann úr- skurðaður geðveikur og ófær til allra starfa — og á þeim forsendum var honum veitt- ur örorkustyrkur, 60 rúblur á mánuði, til framfærslu. Með íinhverjum hætti slapp hann þó til Moskvu og settist að í ibúð sinni þar, en hann hafði aðeins verið bar brjá daga. þegar íbúðin var tekin af hon um — og hann „borinn út“. Sneri hann þá aftur til Frunze. í október sama ár ætlaði sjáifur framkvæmda- stjóri kommúnistaflokksins i Kirgiz að senda Shepilov til vinnu á samyrkjubúi einu þar, en Shepilov neitaði að fara. Var hann þá úrskurðaður haldinn „ólæknandi geðveiki" og sendur á geðveikrahæli að nýju. værð og sofna á miklu skemmri tíma við undirleik hjartsláttar- ' ins en nokkurt annað hljóð eða algjöra þögn. Og náttúran sér um sig, þar sem hún fær að þró- ast óáreitt. í ljós hefur komið, að þorri mæðra heldur barni sínu við barm sér vinstra meg- in, í hjartastað. • Hve nær hefjum við undir- búning að fæðingu barna okk- ar? Ef til vill er það sannmæli, að sá undirbúningur sé jafnaldra okkur sjálfum. Og margir eiga vissulega metriað Döllu biskups- móður að vilja eignast „inn göf- ugastá soninn, er. á Islandi mun fæðast.“ Því er til þess undir- búnings vandað eftir föngum. Og stundum kernur það þá eins og af sjálfu sér, að foreldrar eigi barnaláni að fagna. Fyrir hitt verður þó ekki synjað, að sum börn, og þau eru of mörg, fagna ekki foreldraláni. Útburðaxvæl hefir löngum skorið í eyrun þar, sem menn fóru um uggvæna staði; ætla mætti, að þetta bergmál sam- vizkúbitsins ásæki þjóðina ekki framar. Og sé svo, hvort er það heldur af því, að ungbörn eru ekki lengur borin út eða sam- vizkunnj hefir förlast rómur? Hver getur svarið fyrir að hann hafi ekki gefið barni sinu steina fyrir brauð né höggorm fyrir fisk? Hve margir eru þeir foreldrarnir, sem ekki kaupa börnin sín af sér í stað þess að sinna þeim? Sú kemur þó vissu- lega tíð, að þau þykjast upp úr því vaxin að þurfa á sinnu þeirra og forsjá að halda. Og hve nær var hún þá slitin líftaugin, sem lá þar á milli? Og þegar ílla fer: Hve nær var skilizt við barnið á því hjarni, þar sem það veslast og visnar til að verða út« burður sinna eigin foreldra? — Á þitt barn foreldraláni að fagna? • „Heil ver þú, sem nýtur náð- ar guðs.“ Þannig er heilsað hverri móður, hverju foreldri. Meðgöngutími heilbrigðar móð- ur minnir helzt á' aðdraganda morgunsins, þegar fyrirheitin rætast. Ekkert undur mannlifsing kemst til jafns við fæðingu barnsins, þessarar ósjálfbjarga veru, sem óðara töfrar til sín allá elsku mannshjartans. Og til þess er guðleg náð ein fallin að vaxa hvert af öðru, þay af okk- ur og við af þeim. í þessu undri sameinast tilfinning og trú í ein- um brennidepli fremur en nokk- urs staðar elLa. Við vögguna hlýtur hún að hafa orðið til hin fyrsta trúarjátning. Og María, guðsmóðirin, naut þessarar náðar með sérstökum hætti. Við tilbiðjum haria ekki, en virðum nafn hennar full lotn- ingar. Hún verður okkur táikn- mynd hreinustu og göfugustu kennda móðurinnar, ríkustu hamingju hennar og geigvænleg- ustu þjáningar. , Og frá hinum fyrsta boðun- ardegi ljómar um hana dýrð drottins. Og með því að fylgja þeim geislastöfum staðnæmast augun á Kristi. Hver er hann, að hún skuli af honum verða á- gætust meðal kvenna? — „Eng- inn hefir nokkurn tíma séð guð; sonurinn eingetni, sem hallast að brjósti föðurins, hann hefir veitt oss þekking á honum.“ Og trúin á hann er líftaug þín til guðs. Hún er mynd, sem býr í hjartanu, þó að augað sé í myrkri. söngur, sem vaggar i sálinni, þó að eyrað sé í þögn. ilman, sem titrar í andrúmsloft- inu, þó að moldareim leggi upp úr opinni gröf. Og meðan við leggjum okkur barnið að barmi — í hjartastað, — rækjum við þá þrevju foreldrisins að veita því fyrsta áskvn heilaerar trúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.