Morgunblaðið - 04.04.1963, Síða 13

Morgunblaðið - 04.04.1963, Síða 13
Fimmtudagur 4. apríl 1963 MORCUISBLAÐID 13 Þórður Jónsson, Látrum: purningum svarað Á 13. SÍÐU Morgunblaðsins 6. jnarz sl. voru tvær greinar sem Vöktu athygli mína, þó sín á hvern hátt. Þar skrifaði Sigurð- ur Þórðarson á Laugabóli um frið un arnarins, og segir að lokum, að við Vestfirðingar skulum vernda öminn og afkvæmi hans, eins og við getum og sönnum heiðursmönnum sætmi, ég er Sig Urði sammála um það. Hin greinin er skrifuð af Bjarna Andréssyni, og heitir: „Á að banna íslendingum að veiða fisk?“ Að baki þessara tveggja greina virðast liggja tvö ólík sjónarmið. Get ég ekki að því gert, að mér fellur betur sjónar- mið Vestfirðingsins á Laugabóli, enda er ég sjálfur Vestfirðingur, sem hefir lítilsháttar umgengist dýra- og jurtalífið, bæði til sjós og lands í okkar harðbýla lands- hluta. Ég mun því fyrir mitt leyti, svara þeim spurningum sem Bjarni Andrésson leggur fyrir lesendur blaðsins með grein sinni. 1. spurning: „Á að banna fs- lendingum að veiða fisk?“ Þessu svara ég neitandi, vonandi kom- umst við aldrei í þá aðstöðu, að okkur verði bannað að veiða fisk á miðum okkar, hitt vitum við þegar, að við einstaklingarnir fá um. ekki að ráða veiðitækinu á ákveðnum svæðum, og tel ég það skynsamlegt. 2. spurning: „Á að ala upp fiskistofna hér við ströndina handa öðrum þjóðum, seim fisk- veiðar stunda í Norður-Atlants- hafi?“ Þessari spurningu svara ég eindregið játandi. Þegar við færð um út fiskveiðitakmörkin í fjórar mílur, voru það megin rökin fyr ir málstað okkar að allar þjóðir sem fiskveiðar stunda í Norður- Atlantshafi mundu njóta góðs af útfærzlunni, þetta reyndist líka svo og það í svo ríkum mæli að einnig Bretar viðurkenndu það. Þetta var og ein megin röksemd in fyrir útfærslunni í 12 mílur, og Við svíkjum bæði sjálfa okkur og aðra, ef við gerum ekki allt sem við getum til að halda við og auka fiskistofnana í Norður-At- lantshafi. Mér finnst því all ein- kennilegt að þessi spuming skuli yera borin fram af sjómanni. 3. spurning: „Menn vilja banna þorskanetaveiðar, aðrir vilja banna dragnótaveiðar, og enn aðr ir vilja takmarka síldveiðar, og nú síðast banna þorsknætur. Er þetta heilbrigður hugsunarhátt- ur?“ Ég tel að hann sé ekki óeðli- legur, þegar þess er gætt hvað mikið er í húfi fyrir okkur sem byggjum þetta land, ef við eða aðrir göngum of nærri þeim fiski stofnum, sem lífsafkoma okkar byggist ennþá svo mikið á,- og mun gera í náinni framtíð, og um alla framtíð. Engum mun detta í hug að banna okkur að veiða fisk í sjó eða vötnum. Um vatnafiska er það að segja, að almennt mun þar ræktunar aðferðin tekin upp varð andi þær veiðár, svo virðist, sem betur fer, að rányrkju muni þar svo til lokið. Þær veiðiaðferðir, 6em líklegar eru til að vera stofn inum hættulegar eru bannaðar með öllu, eða þá mjög takmarkað er. Árangurinn verður, meiri og árvissari veiði. Öðru máli gegnlr um þá fiska, 6em lifa eingöngu í sjó, og eru veiddir þar. Við höfum nú í notk un mörg veiðitæki, og eru einkum tvær gerðir þeirra sem margir telja, að með ótakmarkaðri notk un á ótakmörkuðum svæðum, gætu orðið þess valdandi að fiski 6tofnar okkar gengju til þurrðar. Það eru net, einkum nælonnet, og hverskonar botnvörpur. Netin vegna þess að þau eru helzt notuð og með beztum árangri. þegar fiskur er að ganga á hryggningar svæðin, og á hrygningarsvæðun- um sjálfum, auk þess talið að ef net tapast, að þá haldi það áfram að veiða engum til gagns, um lengri eða skemmri tíma. Öllum er ljós sú staðreynd, sem Bjarni Andrésson bendir á í grein sinni: „Sá fiskur, sem veiddur er, hann hrygnir aldrei framar", Þess vegna er það, að margir eru þeirrar skoðunar, að friða beri ákveðin svæði, þar sem fisk urinn fær að hrygna í friði, áður en hann er veiddur. Mér finnst ekki óeðlilegt þótt menn láti sér detta þetta í hug, hitt firinst mér óeðlilegra, að menningarþjóð sem á jafn mikið undir því að sjávar afli haldist og okkar þjóð, að hún skuli ekki koma þessu í fram- kvæmd, meira en orðið er. Hitt tækið er botnvarpan, hún er talin hættuleg vegna þess að hún eyði miklu af ungviði .engum til gagns, og spilli lífsskilyrðum þess við botninn, enda hefir svo sem kunnugt er, stærsta gerð hennar, togvarpan verið bönnuð innan landhelgi, aðrar gerðir liennar, svo sem humartroll, rækjutroll og dragnót, hafa verið leyfð með takmörkunum innan landhelginnar. Allt tel ég þetta byggt á eðlilegum hugsunar- hætti. Hitt tel ég óeðlilegan hugs unarhátt, að ef eitthvað af þess- um tækjum, reyndist öðrum frem ur vera skaðlegt fiskistofnum okk ar, mikið umfram það sem afla- magnið sem það veiðir gefur til- efni til, að það skuli þá ekki með öllu bannað, eins og til dæmis dragnótin, því sennilega höfum við ekki enn þá í notkun, nokkurt tæki sem jafn skaðlegt er okkar framtíðar fiskveiðum og dragnót ina. Með henni hefir tekizt að gjoreyða fiski af svæðum við ströndina, þar sem skilyrði voru fyrir hendi að beita henni með fullum árangri, á litlum svæðum, ekki af því að magnið, sem veidd ist væri svo mikið, heldur að ungviðið var drepið í hrönnum, og lífsskilyrðum fyrir það sem eftir lifði spillt, eða eyðilögð. Fiskurinn flúði, sá er undankomu var auðið. Þessari skaðsemi drag nótarmnar segir Bjarni Andrés- son að enginn sjómaður trúi. Að vísu veit ég ekki hvað hann káll ar „sjómenn", en hér á Vest- fjörðum eru margir menn, sem hafa stundað og stunda sjó sem trúa þessu, enda hafa þeir öðrum fremur dýrkeypta reynzlu af þessu eyðingartæki. Aðalvíkin, þessi gullkista, sem var, hygg ég að sé eitt ljósasta dæmið um eyð ingarmátt dragnótarinnar. Þar eru nú eydd fiskimið og eydd byggð. Hér var hún svo til búin að eyða Patreksfjörð og flóa af fiski, á fáum árum, en líkur benda til, að hann ætlaði að ná • sér upp aftur að nokkru, eftir nokkurra ára hvíld frá dragnót- inni, einkum með ýsuafla. En það hvarf fljótlega þegar dragriótih var leyfð aftur. Þannig mætti lengi telja. Að þetta sé aðeins tilviljanir, af allt öðru tilkomn ar vil ég ekki trúa, fyrr en fiski fræðingar okkar sanna að svo sé. Bjarni Andrésson segir í grein sinni, að hann hafi aldrei séð sjóinn óhreinkast við drag- nótaveiðar. Eg rengi hann ekki um það, en smávegis gæti þó ruglast við botninn, þó ekki gætti á yfirborði á 20—40 faðma dýpi. Hann segist heldur aldrei hafa orðið var við nokkurn botngróð- ur á sandi eða leir. Eg rengi hann heldur ekki um það. En samt sem áður á það sér stað, þar sem honum er ekki spillt, og þar úir og grúir af smá lífverum, sem eru æti fiskanná, en maður getur get- ið sér til um, hvernig umhvorfs ■ muni vera þegar búið er að draga dragnótina aftur og fram um stað inn dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, og ár eftir ár. Vitánlega er þá ekki lengur um nokkurn botngróður eða lífverur að ræða nema fiskana sem synda um yfir auðnirihi, í leit að þeim lífsskilyrðum, sem þar áttu að vera og þeir þekktu. Afleiðingin verðvu: sú að smásaman yfirgefur fiskurinn staðinn og leitar eitt- hvað annað. Eg veit ekki hvort við Bjami Andrésson lifum það, að fiski- Þórður Jónsson fræðirtgar skýri það fyrir mönn- um á óvefengjanlegan hátt, hvers vegna dragnótin er svo gífurlegt eyðingartæki, sem raun ber vitni um. En ég er sannfærður um að þeir eiga eftir að gera það. Bjarni Andrésson segir að vin- ur sinn Jón Árnason á Akranesi hafi borið fram á Alþingi frum varp um að friða Faxaflóa fyrir veiðum með dragnót undir því „yfirskini að Faxaflói sé svo þýð- ingarmikil uppeldisstöð fyrir ung viðið“, en telur þó að tilefnið muni vera hagsmunir nokkurra trillubáta. Ja, margur sjómaður- inn mundi nú ætla að það væri ekkert yfirskin að Faxaflói væri uppeldisstöð. Eg efast ekki um, að Jón Árna- son alþingismaður, með flutningi þessa frumvarps eignist marga vini, einnig meðal þeirra, sem hann hefir aldrei séð eða heyrt, og að sjónarmið hans sé það eitt að vinna þjóðarheildinni gagn með þessu frumvarpi, ven ekki noklcrum trillubátum, þótt þeir njóti einnig góðs af. Vona ég að fieirí þingmenn fari að dæmi hans og afbiðji dragnótina frá strönd- um sinna kjördæma. Bjarni Andrésson kemst að þeirri niðurstöðu í grein sinni, að dragnótin _og við íslendingar eyð Um ekki fiskistofnunum í Norður Atlantshafi nema að litlu leyti. Stórþjóðirnar eigi þar miklu meiri hlut að, með sínum hundr- uðúm togara og þúsundum ann- arra skipa. Ekki rengi ég þetta. ÍEn viði sem fiskveiðiþjóð, sú mesta í heimi pr. mann, ættum að setja metnað okkar í það, að eiga þar engan hlut að, heldur gera okkar bezta til að efla fiski stofnana, svo þeir geti gefið okk ur og öðrum þjóðum sívaxandi arð. Kjörorð okkar til sjós og lands á að vera, ræktun í stað rányrkju, þá mun okkur vel vegna. Bjarni telur að það sé fleira en mannshöndin, sem verður ung viði fiskanna að grandi. Það er alveg rétt, og nefnir hann Haf- súluna í Eldey og svartfuglinn við Látrabjarg, sem hann telur að hafi fjölgað mikið síðan 1928. í því sambandi vil ég benda hon um á, að fuglinn við Látrabjarg hefir fækkað verulega síðan 1928. Á stórum svæðum, þar *m áður var alsetið af fugli, er nú aðeins fugl og fugl á stangli. Kemur fækkunin aðallega fram á Nef- skeranum (Stuttnefju). Getur þar margt hjálpað til. Lífsskilyrði þessa fugls hafa stórlega versnað við bjargið á síðustu árum. Múkk anum fjölgar verulega, en honum fylgir gras og gróður, sem Nef- skerinn getur ekki liðið, auk þess sem allir fuglar forðast sambýli við múkkann. Fækkunin almennt getur einnig stafað af því, hversu mikið ferst af fugli í olíu, sem rekur um höfin. Annars er það staðreynd, að aðalfæða svartfugls ins við Látrabjarg er ekki þorsk seiði, þótt svo kunni að vera í einstökum tilfellum með fugla, sem flækjast inn á fjörðum. Hvort Súlunni fækkar eða fjölgar veit ég ekki um. En hér er ekki um neitt nýtt fyrirbæri að ræða, eða aukna ágengni þess ara fugla, riema síður sé, heldur hafa þeir verið til og þurft að borða, svo lengi sem við höfum sagnir af, og á þeim tíma sem hver fjörður og flói moraði af fiski, svo ef um rýrnun á fiski- stofnunum er að ræða, þá benda allar líkur til þess að manns- höndin og hennar tæki, eigi þar mestan hlut að. Fiskifræðingar okkar telja nú, að þorskstofninn sé um það full nýttur. Sé svo, sem ég hef enga ástæðu til að rengja, hvað á þá að gera til að mæta vaxandi veiði, Valtýr minn. ÞVI oftar sem ég les menn- ingarpistla þína í Mbl. verður mér betuir ljóst, hvílíkur grán- isti þú ert — og þó mistækur eins og allir húmoristar. í síð- asta pistli varstu diálítið gust- meiri í skopinu, en þú átt að þér, og talaðir bæði um leikmanns- sjónarmið og svo hitt, að almenn- 'ingur væri oft lengi að átta sig. í þessu samibandi varstu svo eitthvað að minnast á sýning- una hans Kára, kollega þíns, og þú tókst það fram að þú gæt- ir ekki „tekið við henni“ með neinum sérstökum fögmpði. En í þetta umrædda skipti vildi nú svo til, að „almenningurinn“ þinn var svo fljótur að átta sig, að hann var búinn að kaupa hana alla áður en þú komst til að veita henni „viðtöku“. Þú varst m.ö.o. of seinn — og það varð ég líka! Ég ætlaði nefni- lega að kaupa eina mynd. Þegar þú hélzt þína ágætu sýn- AKRANESI, 2. aprfl — Slysa- varnardeildin Hjálpin á Akra- nesi hélt aðalfund sinn 28. marz sl. Fundurinn var óvenju vel sóttur og mætti erindreki Slysa- varnafélagsins þar. Björgunarsveit hefur verið starf andi um langt árabil til björg- unar úr sjávarháska undir for- ustu Axels Sveinbjörnssonar, kaupmanns. Hefur hann unnið þar miikið og fórnfúst starf um nær 3 áratugi. Hann hefur nú beðist undan að þurfa að gegna því lengur. Var honum þökkuð gifturík þjónusta fyrir slysa- varnir. Sú breyting var nú gerð á til högun deildarinnar í Slysavörn- um, að stofnuð var sérstök björg unarsveit fyrir slysavarnir á landi. Og hefur þá hvor sveitin sínu ákveðna hlutverki að gegna, og vaxandi þörf fyrir þennan íisk? Er það skynsamlegt að ganga á stofninn, sem þá vitan- lega gefur minnkandi arð með hverju ári sem líður? Það virðist alveg fráleitt, það mundi_ skyn- samlegra, meðan stofninn er tal inn enn óskertur, að gera þær ráðstafanir, sem liklegar þætti til þess að ungviðið kæmist sem mest á framfæri, nægi það ekki án mikillar skerðingar á afla- magni, en við því megum við varla, en sem komið er, liggur ekkj annað fyrir en klekja út þorskseiðum í uppeldisstöðvum. Á því ætti ekki að vera nein vandkvæði hér á íslandi með nú tímatækni. Bjami Andrésson segir að lok um að hann og aðrir sem veiðar hafa stundað með dragnót undan farin sumur 1 Faxaflóa, vilji fá að stunda þær áfram, og mótmæli því harðlega frumvarpi Jóns Árnasonar um friðun Faxaflóa fyrir dragnót. Það var haft eftir einum skipstjóra þegar bátur hans var tekinn í þriðja sinn á nokkrum dögum, að ólögleguxn veiðum í landhelgi, að hann hefði þarfara að gera en elta varðskipin í höfn. Þannig viljum við stundum ráða okkur og gerð um okkar sjálfir, án afskipta ann- arra, og þarf ekki að vera neitt óheilbrigður hugsunarháttur, en „Með lögum skal land byggja“, Látrum, 23. marz 1963. Þórður Jónsson. ingu í vetur hafði ég sízt minni ánægju af henni en sýningu Kára — en eina mynd fékik ég þó hjá þér áður en allt var upp- urið — og er ég þaklklátur fyrir það. Ég hef orðið fyrir þeirri lífs- reynslu að kynnast við marga málara, og þegar hugurinn reik- ar með breiðfylkingu íslenzkra listmálara finnst mér einhvern veginn þið Kári vera svo skemmtilega áþekkir hvor öðr- um. Ekki þó sérstaklega sem málarar, heldur sem persónu- leikar. Þið eruð báðir kátir og hressilegir piltar, heilsuhraustir átakamenn, — og alltaf boðnir og búnir til að dæma uin ann- arra manna verk, þó að það kosti ykkur bæði tíma og erfiði. Leyfi ég mér þvi að benda Tímanum á að náða Kára sem fastan mál- verkaskrlbent blaðsins — á með an þú leikur þér í Morgunblað- inu. S.R. önnur á sjó og hin á landi. Rílkti mikill áhugi á því að skipuleggja sveitirnar sem bezt, og búa þær nauðsynlegum og góðum tækj- um. 1 þvi sambandi má geta þess að slysavarnadeild kvenna gaf björgunarsveitunum vandaðan sjónauka. Er hann gefinn í til- efni af því hörmulega slysi þegar þriggja ára drengur varð úti fyrir skömmu í Flókadal í Borg- arfirði og í minningu um hann. Formaður beggja björgunar- sveitanna verður Þorsteinn Þor- valdsson, en nýtur þó aðstoðar sérstakrar sveitastjóra. Núyerandi stjórn slysavarna- deildarinnar skipa Bergur Arn- björnsson, bifreiðaeftirlitsmað- ur, formaður, Karl Helgason, símstjóri, ritari, og Þonsteinn Torfason vélstjóri, gjaldkeri. — Oddur. „Að kynnast við marga málara66 Hjálp á Akranesi stofnar björgunarsveit á landi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.