Morgunblaðið - 04.04.1963, Page 20

Morgunblaðið - 04.04.1963, Page 20
20 MORCUlSBl,AÐlÐ Fimmtudagur 4. apríl 1963 — GefiS nokkrar krónur, góði maður. Ég verð að kaupa mér nýtt belti. — Já, jæja..ef hann er hér á ferðinni, svaraði hún önug- lega. Og það varð. Leiguva,gn var einmitt að setja frá sér farþega skammt þarna rá, við torgið, og Hesba steig upp í hann. Laurie heyrði skæra rödd hennar, er hún sagði við ökumanninn: — Til Café Royal og eins fijótt og þér getið. Laurie lokaði dyrunum hægt og gekk upp aftur, ringlaður. Hún hafgi ekki einu sinni boðið honum góða nótt. Bara farið og það var eins og hún væri sár- fegin að sleppa. 11. Hesba sveipaði að sér kápunni, sem hún var í og haliaði sér aftur á bak í vagninum, en um leið fann hún til mikils léttis, rétt eins og hún hefði iengi verið að synda móti straumi og væri nú fyrst almennilega að ná and- anum. Hún andaði að sér ísköldu næturloftinu og andvarpaQi af ánægju. Án þess að vita af því, var hún farin að hlusta á reglu- lega hófaskelli hestsins og hringl- ið í beizlinu, þegar hann hristi höfuðið — það var eins og hann nyti líka tilverunnar á þessai kvöldi. Hún var þreytt og dálítið syfjuð og hefði viljað aka svona áfram lengi, lengi, því að þegar ferðinni væri lokið yrði bún ag fara að hugsa um, hversvegna hún hefði tafizt. Um leið og hún steig út úr vagninum, kom Alec Dollworth þjótandi yfir gangstéttina, greiddi ökumanninum farið og sagði: — Klukkan er nákvæm- lega tíu. En ”ég hefði beðið til ellefu. Komdu nú inn og heils- aðu upp á hana Elsie. Hann var berhöfðaður og Ijósa hárið var úfið og augun ljómuðu af fögnuði. Kannske hafði hann fengið sér ofmikið að drekka, datt henni í bug. Hann leiddi hana inn í salinn, þar sem allt var fullt af rauðum flos-húsgögnum og gylltum speglum og hvítum borðdúkum. Þarna var mikið skvaldur og há- vaði inni og loftið þykkt af tó- baksreyk. Þegar hún nálgaðist borðið, var hún þess vör, að tfenn augu horfðu á hana með mikilli athygli. Annað var Is- amibard Phyfe, sem hún vissi, að var orðinn haagri hönd sir Dan- iels, síðan Carmichael gamli komst á eftirlaun, en hitt var rauðhærð stúlka, en augnaitiílit hennar var hiutlaust og svip- laust og því ólíkt tilliti Phyfes, sem var ekkert nema aðdáunin. Svo að þetta er þá Elsie, systir hans, hugsaði Hesba. ■— Elsie, sagði Aiec. — Þetta er hún Hesba Lewison. Phyfe hafði staðið upp og heiisaði henni með handabandi, en Elsie Dillworth sat kyrr og iét ekki sjá hendurnar á sér. Hún kinkaði aðeins kolli stutt- lega, þegar Alec sagði: — Þetta er Elsie, systir mín. Hesba settist niður og Alec tók kápuna af öxlum hennar Og breiddi hana á stól að baki henni. Um leið Og hann sýndi af sér þetta litla kurteisisbragð, tók hún eftir því, að Elsie horfði ekki á hana, heldur á hann, rétt eins og hún væri að reikna eitthvað út í huganum. Þetta andlit gerði hann óróleg- an, fannst Hesbu -*• það var svo frítt en svo sviplaust, og svo var rauða hárið, hvíta hörundið og grænu augun. Izzy Phyfe Oig missti gaffal á gólfið. Elsie hreyfði sig eitthvað klaufalega greip ósjálfrátt eftir honum til að stöðva hann í fallinu, og Hesba sá, að hægri höndin á henni var bækluð. HÚn var með stórt, blátt ör í lófanum og það var eins og þetta kreppti hönd- ina saman, svo að tveir lengstu fingurnir beygðust inn í lófann. Þetta gerðist allt í einu andar- taki og aftur voru hendur Elsie komnar í kjöltu hennar. En nú varð hún þess vör, að Hesba hafði tekið eftir þessu og sagði, eins og ögrandi: — Fallegt, finnst þér ekki? — Elsa, Elsa! sagði Alec, eins og huggandi, en hún lét ekki huggast. Hún stóð upp og sagði: — Það er víst tími til kominn að fara heim. 12. Hve lengi á þetta svo til að ganga? hugsaði Alec. Ætlar hún aldtei að geta sætt sig við það, sem óumflýjanlegt er. Hann hafði átt í brösum með að fá hana til að koma með sér. Henni þótti gaman að fara eitthvað út í stóru borgina, sem.hreyf hana enn — en bara annaðhvort alein eða með honum einum. Einkum þótti henni gaman að fara á hljómleika eða í leikhús. Margt kvöldið höfðu þau gengið heim saman af hljómleikum, arm í arm, eins og elskendur, og stein þagað. Hún lét þá hrífast af tón- listinni, sem hún mundi aldrei sjálf geta framleitt, síðan hníf- stungan lamaði höndina á henni, fyrir tíu árum. Tíminn hafði grætt það sár á sálu hennar, þó að hún yrði þess enn vör og fyndi sig yfirgefna og vonsvikna. Og þessi kreppta hönd hennar nægði til þess, að hún gat ekki tekið í höndina á neinum, og því varð hún æ frábitnari því að hitta fólk og kynnast því. Þar af leiddi affur, að hún varð æ háð- ari Alec, og þv£ varð henni, óafvitandi, æ verr við hvert vinahót, sem hann sýndi henni. Þau höfðu íbúð í Lincolns Inn og þennan morgun, þegar hún var að leggja á borðið, stóð Alec við gluggann og horfði á trén úti fyrir, sem nú voru í vétrar- búningi sínum, dökk og skjöld- ótt. Honum þótti vænt um þenn an stað, þar sem jafnvel tré gátu vaxið inni í miðri heimsborginni. Hann hafði aldred kunnað við sig í útborgunum eða í sveit, en hann elskaði tré. Nú var hann að hugsa um það, sem hann' hafði sagt við Hesbu Lewison í gær. Að hann hefði boðið Elsie að borða með sér úti á aðfangadagskvöldið í Café Royal. En það hafði hann bara alls ekki gert. Honum hafði snögg- lega dottið í hug að bjóða Hesbu út, en hafði ekki kunnað við að bjóða henni einni. Hann vildi ekki láta ðana lesa neitt meira út úr þessu boði en vert var, en sjálfur vissi hann ekki, hversu mikið var lesandi út úr því. Hann vissi bara, að stundum var hann spenntur, en stundum leið honum vel í návist Hesbu. Hann þekkti lítið til hennar, en eitt- hvert hugboð sagði honum, bæði út fná verkum hennar og henni sjálfri, að innst inni ættu þau margt sameiginlegt. En hann vildi ekki bjóða henni einni, ef ske kynni, að. það óróaði hana, Og heldur ekki vildi hann léta Elsie finnast hann vera að van- rækja hana. Svo hafði hann fund ið upp þetta boð, sem lausn á bvorumtveggja vandanum, og nú sneri hann sér frá glugganum og að góða kaffiilminum og sagði: — Elsie. Nú er aðfangadagur. Við verðum að gera okkur ein- hvern dagamun. Við skulum borða í kvöld á Café Royal. — Eigum við að fara ein? spurði hún. Bollinn var kominn hálfa leið upp að vörum hans. Hann setti hann aftur á undirskálina, teygði sig yfir borðið og lagði höndina á bækluðu höndina hennar, sem lá á borðdúknum. — Sjáðu til, Elsie, sagði hann. — Við getum ekki haldið svona áfram til ei- lífðar nóns. Ég er fcuttugu og átta ára og þú tuttugu og sjö, oig vonandi eigum við bæði eftir mörg ár að lifa. Og þá getum við ekki alltaf setið svona oig haldið 1 höndina hvort á öðru. Það var eins og hún fyrtist. — Þú hefur þá boðið einhverjum fleirum? — Já. — Er það nokkur, sem ég þekki? —Jæja, ég hef boðið tvehnur, sagði Alec og var fljótur að skálda það upp. —Þú þekkir Izzy Phyfe Og svo er Hesba Lewison. Þú hefur lesið söguna hennar í Dunkerleys. Mér datt í hug að þú hefðir gaman af að kynnast henni. Hún er ekki nema uriglingur — miklu yngri en við. SHÍItvarpiö Fimmtudagur 4. apríl 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar 14.40 „Við, sem heima sitjum" (Sig ríður Thorlacius). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Famburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Margrét Gunnarsdóttur og Valborg Böðvarsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Af vettvangi dómsmálanna (Hákon Guðmundsson hæsta- réttarritari). 20.20 „Lítil frímúrarakantata" K. 623, eftir Mozart. 20.25 Leikhúspistill: Leiklist 1 Reykjavík fyrir 60 árum (Sveinn Einarsson). 21.00 Frá Menton tónlistarhátíð- inni í Frakklandi: Strengja- kvartett í e-moll, op. 59 nr. 2. eftir Beethoven. Amadeus kvartettinn leikur. 21.35 Erindi: Sjö furðuverk fom- aldar; Fyrra erindi. (Jó- hannes Teitsson, Hraungerði, Garðahreppi). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. ; 22.10 Passíusálmar (46). 22.20 Kvöldsagan: „Svarta skýið** eftir Fred Hoyle; XIV. (Örn- ólfur Thorlacius). 22.40 Djassþáttur (Jón Múli Árna- son). 23.10 Dagskrárlok. ALLTAF FJÖLGAR YOLKSWAGEN manno bíll! Hann er ódýr í rekstri og með loftkældri vél. Hann hefur sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli og lætur vel að stjóm við erfið skilyrði. Hann er með nýtt, endur- ■s, bætt hitunarkerfi. Volkswagen-útlitið er ailtaf eins og því eru endursölu- möguleikar betri. — VERÐ FRÁ KR. 121.525— PANTIÐ TÍMANLEGA SVO AÐ VIÐ GETUM AFGREITT EINN TIL YÐAR FYRIR VORIÐ. HEILDVERZLUNIN HEKLA H F Laugavegi 170- -172 — Reykjavík — Sími 11275. 6 KALLI KUREKI tK - * Teiknarú Fred Harman — Ég ætla að leysa hana. f — Þér verðið að trúa mér. Hann rændi bankann, þar sem ég vinn, og tók mig með sem skjálkaskjól. — Hlustaðu ekki á hana. Hún hef- ur skap eins og sár björn. Hún er fjúkandi vond af því að ég þvingaði hana til að koma heim með mér aft- ur. Hún mundi segja hvað sem væri til að koma mér í vanda. — Ég veit ekki hvort ykkar lýgur. Við skulum reyna að gera við þetta hjól, svo ég geti losnað við að horfa á þig. — Það er ekki hægt að gera við þetta hjól. Að minnsta kosti er það of seint. Fresturinn er að renna út. r.fr VÖRUHAPPDRÆTTI SIBS 16250 VÍNNINGARl Fjorði hver miði vinnur að meðallalif Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur, Lægstu 1000 krónur. Oregið 5. hvers mánaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.