Morgunblaðið - 04.04.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.04.1963, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 4. apríl 1963 MORcryniAÐíÐ 23 Danir veita fé til Færeyjaflugvallar „Maöur og kona“ í Kópavogi undir leikstjórn Haralds Björnssonar — talið, aö nauðsynlegum undirbún- ingi verði lokið innan þriggja mánaða Einkaskeyti til Morgunblaðsins. Kaupmannahöfn, 3. apríl. F J ÁR VEITIN G ANEFND danska þingsins samþykkti í dag að veita hálfa milljón danskra króna til lagfæringa og endurbóta á flugvellinum við Vagöy í Færeyjum. Þann- ig mun tryggt, að af flugferð- um verði milli Færeyja, Nor- egs og íslands. — Milljón rikari Framhald af bls. 24. konu Brynjólfs, í kaffivagnin- um vestur á Grandagarði, þar sem hún væri við afgreiðslu, en hann væri líklega í bíó. Þar vestur frá hittum við ekki aðeins Guðrúnu, heldur einnig Brynjólf og yngstu dóttur þeirra, Aðalbjörgu, en Brynjólfur hafði farið aðsegja konu sinni tíðindin. — Forstjóri happdrættis- ins kom heim til min graf- alvarlegur og spurði mig hvort ég spilaði í happdrætti. Þeg- er ég hafði játað því tilkynnti hann mér að ég hefði unnið íbúð, sem væri eitthvað rösk- lega milljónar virði, en ég er ekki farinn að átta mig á þessu enn. — Ætlið þér að flytja í xbúð ina? — Ég veit það ekki fyrir víst eim. Annars reyni ég að vera jarðbundinn, og er þegar farinn að velta fyrir mér hvort vinningurinn sé skattfrjáls. — Hafið þið séð íbúðina? — Nei, ég veit ekkert um hana nema það sem mér var sagt í kvöld. Hann sagði að það fylgdu teppi og heimilis- vélar, og að hún væri 6 her- bergja, en ég veit ekki einu sinni hvar hún er. — Ég hef nú alltaf kunnað bezt við mig í Vesturbænum, segir konan, en þetta er ábyggilega mjög skemmtileg íbúð. — Við spyrjum dóttur þeirra hvort hana langi til að flytjast inn í Álftamýri, en hún segir, að þótt það sé mik- ið af skurðum þar sem sé gam en að leika sér í vilji hún hvergi vera í skóla nema í Melaskólanum, og svo í Haga- skólanum, þegar hún verður eldri. Hún er í sjöunda himni samt, en foreldrar hennar sýna meiri stillingu. Við endurtökum hamingju- óskir okkar og yfirgefum þessi heppnu hjón, sem enn eru að reyna að átta sig á hveraig sé að hafa á einni kvöldstund aukið eignir sínar um milljón. — Skákeinvígið Framhald af bls. 2. Eftir 58 leiki gaf Botvinnik skák- ina. Þá náði Petrosján Botvinnik að vinningum. Botvinnik vann eem kunnugt er 1. skákina en eíðan urðu 3 næstu jafnteflL Þessi vinningsskáik Petrosjáns var stórmerk að mörgu leytL Skipzt var á drottningum þegar í 9. leik. Það einfaldaði taflið ©g gaf Petrosján möguleika til sóknar á drottningarvæng sem hann nýtti mjög vel. Sjötta skákin var tefld I gær. Henni lyktaði með jafntefli svo •ð þeir hafa nú hvor um sig 3 vinninga. Jafnframt þessari fjárveit- ingu varu veittar 250.000 kr. til reksturs flugvallarins, og er búizt við, að nauðsynleg- um framkvæmdum við hann verði lokið innan tveggja til þriggja mánaða. Kaj Lindberg, samgönguimála- ráðher~a, hefur lagt á það á- herzlu, að til greina komi að verja 13 milljónum danskra króna til algerrar endurbygging ar á flugvellinum, þannig, að hægt verði að koma á föstum flugsamigöngum við Danmörku. Þó er því lýst yfir, að í athugun sé, hvort ekki kunni að verða hentugra að nota þessa fjárhæð, verði hún veitt, til að byggja nýjan flugvöll á öðrum stað. Áð flugi því, sem hefst strax og viðigerð á Vagöy-flugvelli — Varaformabur Framh. af bls. 24. tilboð til þjóðvamarmanna. Var 'þeiw boðið 1. sæti í Reykja- neskjördæmi, 4. sæti í Reykja- víik og 2. sæti í Norðurlands- kjördæmi eystra. Geir Gunnarsson taldi sig sjálf- kjörinn til þess að skipa 1. sæti í Reykjaneskjördæmi, þegar bú- ið var að sparka Finnboga Rút, og veitti flokksdeildiín í kjör- dæminu hairða mótspyrnu gegn því að eftirláta þjóðvarnarmönn- um þetta sæti, en varð þó að lokum að fella sig við ákvörðun fJakksstjórnarinnar í þeim efn- um, enda hefði annað varðað brottrekistri úr flokknum skv. 22. gr. laga komimiúnistaflokíks- ins. Ætlun komimiúnista er, að Gi'ls Guðmundsson skipi þetta sæti, þrátit fyrir miklar efasemd- ir í þeirra hópi um að hann muni ná kjörL Bergur heimtar öruggt þingsæti Þrándurinn í Götunni fyrir sam vinnu kommúnista við þjóðvörn er hins vegar Bergur Sigurbjörns san, sem krefst öruggs sætis í Reykjavík. Þessari kröfu eiga komimúnistar mjög erfitt með að verða við, þar sem gífurleg gremja rikir þeirra á meðal í garð Bergs. Telja þeir hann hafa splundrað miðnefnd samtaka hernámsandstæðinga svo, að sam tökin hafa niú verið óstarfhæf um langt skeið. Binnig telja kommúnistar varhugavert að treysta Bergi og óttast að.hann muni svikja þá við fyrsta tæki- færi komist hann á þing. Erfiðleikar í samningum við þjóðvörn eru þó aðeins hluti af þeim vandamálum, sem komm- únistar eiga við að striða vegna framiboðanna fyrir kosningarnar í vor. Háværar raddir eru um það innan flokksins, að Alfreð Gísla- son skuli víkja af listanum í Reykjavík og er það eindregin ósk miðstjórnar kommúnista- flokksins að svo verði. Málfunda- félag jafnaðarmanna hefur hins vegar iýst því yfir, að það sé ekki til viðræðu um neinar breyt ingar á stöðu Alfreðs á listan- um og við það situr. Það er til marks um þá örvæntingu, sem ríkjandi er í herbúðum komm- únista, að einn ræðumanna á fuilltrú ará ð sf undi n um á mánu- dagskvöldið taldi, að það mundi ganga kraftaverki næst, ef tak- ast mætti að halda flokknum saman, eftir það sem á þeim fundi hefði gerzt lýkur, standa Flugfélag Islands og Flugfélag Færeyja. Er Mbl. innti Örn Johnson, forstjóra Flugfélags íslands, eft- ir því í gærkvöld, í hverju verka skipting þessara tveggja félaga væri fólgin, þá gaf hann þau svör, að Flugfélag Færeyja myndi annast afgreiðslu, en Fj. sjálft flugið. Þá skýrði Örn Johnson enn fremur frá því, að í fyrramálið, fimmtudag, myndu fulltrúar F.í. halda til Kaupmannahafnar til að ræða tæknilegan útbúnað flugvallarins í Færeyjum. Hefj- ast viðræður íslenzku fulltrúanna við danska aðila síðar í þessari viku. Helgarráðstefna i N.K. LAUGARDAG efnir Heimdallur til ráðstefnu um Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans. Ráðstefnan hefst kl. 1 12.30 með hádegisverðarboði i I Miðstjómar Sjálfstæðisflokks- ins. Eftirfarandi 6 inngangs- erindi verða flutt. 1. Már Elísson: Efnahagsmála ráðstefna Sjálfstæðisflokks ins. 2. Þór Vilhjálmsson: Utanrík- isstefna Sjálfstæðisflokks- ins. 3. Gunnar G. Schram: Sjálf- stæðisflokkurinn og vel- ferðarríkið. Sunnudagur — kl. 2 í Valhöll 4. Magnús L. Sveinsson: Sjálf- • stæðisflokkurinn og verka- lýðurinn. i 5. Bjarni Beinteinsson: Við- / horf Sjálfstæðisflokksins till samvinnu við aðra flokka. I 6. Birgir ísl. Gunnarsson: t Skipulag og starfsemi Sjálf- í stæðisflokksins. Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig til þátttöku á skrifstofu Heimdallar í sima 18192 — 17102. LEIKFÉLAG Kópavogs frumsýn- ir í kvöld Mann og konu eftir Jón Thoroddsen. Leikendur eru alls 18, og leikstjóri Haraldur Björnsson. Þetta er 12. frumsýn- ing félagsins frá því það var stofnað 1. janúar 1957, og jafn- framt fyrsta íslenzka leikritið, sem það sýnir. Áður hefur þó félagið sýnt íslenzka revíu. Haraldur Bjömsson og stjóm L.K. ræddu við fréttamenn í gær um frumsýninguna og um að- stöðu leikfélaga utan Reykjavík ur. — Ég dáist að þessu fólki, sagði Haraldur. Það vinnur úti allan daginn og kemur svo til æfinga undir miðnætti, því um annan æfingatíma er ekki að ræða hjá kvikmiyndahúsum. Æf- ingar standa fram á nótt, og vinna allir leikarar kauplaust. Vinnuskilyrði eru eins slæm og þau geta verið, af því leikflokk- urinn fær aldrei aðgang að leik- sviðinu nema um hánóttina. Þetta á ekki aðeins við um Kópa vog, heldur alla þá mörgu staði þar sem bíósýningar sitja í fyr- irrúmi fyrir leiklistinni. Haraldur sagði að leiklistin væri mikill menningarauki fyrir landsbyggðina, og réttast væri að bæjarfélögin styrktu þá starf- semi meira en gert er. Leiklist- in er bæjunium mikils virði, sagði hann, en enginn vinnur kauplaust fyrir bæinn. Bf ekki fæst lag- færing á þessu, staðnar leiklist- in í landinu. Ættu bæjarfélögin, þar sem fast leikhús starfar, að greiða leikurunum kaup, að minnsta kosti fyrir hvert leik- kvöld. Leikfélag Kópavogs er til húsa í félagsheimilL sem stendur á flögrum stað á Kópavogshálsi. Sögðu fulltrúar stjórnar L.K. að kostnaður við smiði hússins væri nú um 10 millj. kr. Var áætlað að bærinn legði fram 50% kostn- aðarins, félagsheimilasjóður 40% og sex féla(gssamtök bæjarins 10%. Reyndin er hins vegar sú að bærinn hefur lagt fram meira en sinn hluit og frá félagsheimila- sjóði hafa enn ekki fengizt nema 15% af kostnaðarverðinu. Hefur bærinn rekið hiúsið, en breyting mun verða á þvi í surnar, þegar félögin taka við rekstrinum. Vaðmál og grútartýra AðaJhlutvertk í Manni og konu leika Gestur Gíslason, Auður Jónsdóttir, Árni Kárason, Guðrún Þór, Loftur Ámundason, Sigurð- ur Jóhannsson, Guðmundur Gísla son, Ásmundur Guðmundsson, Helgi Guðmundsson, Sigurbjörg Magnúsdóttir og Sigríður Einars- dóttir. Það er miklum ertfiðleikum bundið að koma upp svona sýn- ingu, sagði stjórn L.K. Má til dæmis benda á að búninga varð að snapa saman um allan Borg- arfjörð, því of kostnaðarsamt er að taka þá á leigu hjá Þjóðleik- húsinu. Meðal annars komu fuii- trúar leikfélagsins á bæ einn upp undir Eiriksjökli, þar sem 92 ára kona bjó ásamt tveimur dætrum sínum og tóu hundum. Þar fengu þeir t.d. pils úr vað- máli, sem ofið var fyrir um 50 árurn, jakka, sem var „alveg eins og nýr“, að sögn húsfreyju, þótt hana væri 4i2 ára, og svo grútartýru. Bæði leikfélagsmenn og Har- aldur Björnsson létu vel yfir samvinnunni. Sagði Haraldur að margir góðir leikarar væru i Kópavogi, og eru sumir þeirra brautskráðir úr leikskólum í Reykjavík. — Alþingi Framhald af bls. 81 væri enn byggilegt, ef svo þrengd ist um á þeim stöðum, sem nú er flúið til, að þaðan þurfi aftur að leita. Einangrunin höfuðástaeðan Á flestum þeim stöðum, sem fólkið flýr frá á Vestfjarðakjör- dæmi, er einangrunin höfuðástæð an. Samgönguerfiðleikarnir, sem að vísu hafa mikið minnkað að sumrinu á síðari tímum, lama allt framtak að vetrinum og eiga veigamikinn þátt í því að fólk- ið hefur flúið úr sveitunum, venjulega fyrst í aðliggjandi þorp eða kaupstaði en síðar i fjölbýlið við Faxaflóa, enda fund ið, að fyrst allar rætur þurfi að rifa upp, var skást að hefja hina nýju baráttu á hinum breiðasta velli atvinnu og viðskipta. i NORÐURMÝRIN! (FLÓKAGÖTUHVERFIÐf Röskan ungling eða krakka vantar nú þegar til að bera Morgunblaðið til kaupenda við Flókagötuna (neðanverða) — Hrefnugötu — Gunnarsbraut »g nokkrar nærliggjandi götur Gjörið svo vel að tala strax við afgreiðsluna eða skrifstofuna. mnva98ttll|||ðib sími 22-4-80.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.