Morgunblaðið - 23.04.1963, Side 6
6
MORCinSBLAÐIÐ
í>riSíudagur 23. apríl 1963
Anna Borg
MEÐ djúpum trega minnist ég
Önnu Borg.
í aeðandi stormi, í ógnandi
byljum má ávallt búast við vá-
legum atburðum — enda er þess
skemmst að minnast hversu haf-
aldan lét helgreipar sópa, lagði
að velli — í Dymbilviku — hóp
vaskra drengja.
Á Páskamorgni fjarlægist sorg
og hel. Jákvætt eðli mannsins
beinist að hinni skínandi birtu.
Að þessu sinni reis Páskadag-
ur heiður og fagur — lognkyrr.
Því var það öllum reiðarslag
er harmafregnin barst, að tólf
mannslíf hefðu — á einu andar-
taki — horfið sjónum okkar að
fullu og öllu. Skærasta ljósið
varpar dýpstum skugga.
Ég leitaði til ljóða föður míns
— fann þar huggun, sem fyrr.
Mér var sem ég sæi hinn ó-
kunna „Gest“ — úr dimmunni
að handan — á bleikum, með
síðhött, í síðólpu’ á bleikum, bera
þar dökkvan við dvergasal — og
dísirnar ganga frá leikum.
Við jódyninn titraði harma-höll,
og heiðgeislar lögðu á flótta. —
Hver fugl lagði þegjandi’ á
flótta,
er skugginn hans féll á víðan
völl,
sem váboði hríðar-nótta.
Svo kynlega brá: þar, sem leið
hans lá,
var lyngið og grasið sviðið,
að baki hans — brennt og sviðið.
Þar sá’ ekki’ eitt einasta sting-
andi strá
á storð, er hann hafði riðið.
Og óboðinn gestur með steigurð
sté
og stólkonungs svip af baki. —
Já, hann sté af baki — brá
hinni voldugu sigð.
En skáldið sér innar og dýpra
— eins og skáldum er tamt:
Þá birti’ yfir dalnum að baki,
og breiðfelld hljómuðu himin-vé
af hörpum og fuglakvaki.
Hefur það ekki einmitt verið
þannig?
Þau dóu öll — inn í ljósið.
í sama vetfangi sólin brauzt
á svifleið’ úr ísarn-dróma —
í eldmóði’ úr ísarn dróma.
Þá var sem úr álögum allt væri
laust
í eilífðar dýrðar-ljóma.
Hve ástmild var sorgblíða’ 1
augum hans,
ins ókunna sendiboða.
Hann lagði höndina’ á höfuð mér,
og huga minn gagntók blíða —
svo regndjúp rósemd og blíða:
Mér var sem hann lyfti, lyfti mér
I ljósheima bjarta og víða.
— o —■
Hún var Anna Borg — og það
var enginn eins og hún.
Sjálft nafnið ber hugljúfan
hljóm.
Persónutöfrar hennar ein-
r kenndust af hógværri hjarta-
hlýju, glampandi lífsgleði,
mjúkri fegurð — sálargöfgi.
Þetta birtist í brosinu, í radd-
blænum, í framkomunni allri.
Skapgerð hennar var ör og
heit, — glettin og gáskafull, —
blíð og viðkvæm. Hún var hljóð-
lát, íhugul og alvarleg, unni há-
um hugsjónum. í lífi og listum
setti hún markið hátt — sveik
aldrei sjálfa sig. Allt sem and-
stætt var því sanna og heila —
særði hana.
Hvert það verk sem Anna
Borg fór höndum um, bar ósvik-
inn vott skapandi listgáfu, —
hver athöfn hennar andaði ilmi.
Sakleysi og hreinleik hjartans
tókst henni að varðveita til ævi-
loka.
Enda þótt glæsilegur listferill,
heiðrík hamingja í einkalífi,
mótuðu persónuleik hennar,
leyndist jafnan blik af tári í
ljósi augnanna, sem veitti þeim
dýpt og fágæta fegurð.
Samúð hennar og næmur
skilningur á þjáningum annara,
átti rót sína að rekja til eigin
reynslu. Hún fór ekki varhluta
af sársauka og hörmum.
Kornung — í deiglu lífsins —
ein síns liðs í ókunnu landi,
snart sorgin fingri — fyrsta sinni
— á herðar henni: við dánar-
beð elskandi móður. Móður sem
Anna var mjög háð og nátengd,
móður sem bar alla þá eðliskosti
er eina móður má prýða. 1 þeirri
raun fékk hetjulund hennar eld-
skírn, hinar fíngerðu herðar
styrk, svo að allt sem síðar var
á þær lagt, var borið möglunar-
laust — í þögulli tign. Eftir það
óx hún að vizku og þreki við
hvert áfall.
Anna Borg var stór í gleði —
stór í sorg.
Styrjaldarárin í Danmörku
voru henni, sem öðrum, ósegjan-
• Öryggi á sjónum
„Vegna þeira hörmulegu sjó-
slysa, sem nýlega hafa orðið,
verður mönnum á að spyrja: er
öryggisútbúnaði smábáta (trillu
báta) ábótavant? Hafa þeir t.d.
talstöðvar, sjálfvirkt miðunar-
senditæki, gúmmíbát, blys, rak-
ettur og bjargbelti, og er haft
eftilit með því að eitthvað af
þessum tækjum séu um borð?
Formaðurinn á 9 tonna bát,
Kristleifi frá Ólafsvík, segir I
viðtali við fréttamann Morgun-
blaðsins, að hvað eftir annað
hafi hann beðið Landssímann
um talstöð en ekki fengið hana
enn. Fleiri trillubátaeigendur
geta sagt það sama; Landssím-
inn jafnvel ekki svarað beiðnis-
bréfum um talstöðvar eða borið
því við, að þeir gætu ekki sinnt
þeim vegna anna. Á sama tíma
eru stöðvarbílar, langferðabílar
og fjallabílar útbúnir talstöðv-
lega þungbær. Hún var þá úti-
lokuð frá ástkærum systkinum
og vinum — frá ættlandinu.
Sárabót var það þó, að yngsta
systir hennar, Áslaug, ákvað að
fara ekki heim í stríðsbyrjun,
þegar hún átti þess kost — og
stóð hún æ síðan við hlið henn-
ar eins og bjarg.
Að lokinni styrjöld, um nokk-
urra ára skeið, naut Anna sólar
frelsis og fegurðar, — þótt
skuggi heimsþjáningarinnar
fylgdi henni, því hún var þann-
ig gerð, að hún lét sig skipta
og tók þátt í, alheims vandamál-
um, — alheimsböli.
En persónulegar raunir biðu
hennar á ný.
Mikil, löng og ströng veikindi
— svo við lá að líf hennar legð-
ist í rústir.
Á öllu sigraðist Anna Borg.
Síðastliðið haust, er hún var
hér í skyndiheimsókn ásamt eig-
inmanni sínum, Poul Reumert,
fórnaði hún hluta síns dýrmæta
tíma á heimili okkar mæðgna.
Hún kom eins og geisli á dimm-
um degi, — sat við sjúkrabeð
móður minnar, — umvafði okk-
ur ástúð sinni. Fyrir þær stund-
ir erum við systur henni þakk-
látari en orð fást lýst. Hún ætl-
aði að koma aftur — eiga með
okkur margar góðar — glaðar
stundir. í þá för lagði hún fyrr
en búizt var við.
Sterk og heil og störfum hlað-
in, — sátt við örlögin, — hélt
hún heim á leið, heim til elsk-
aðra systkina, sonar, tengdadótt-
ur, barnabarna og vina, — heim
til landsins, — til alls þess sem
hún þráði svo sárt og heitt — og
sem engin bönd gátu haldið
henni frá.
Þeirri þrá fylgdi hún — sú
þrá bar hana inn í eilífðina.
Um leikkonuna Önnu Borg
verða aðrir til að skrifa. Ég vil
aðeins þakka henni það sem list
um frá Landssímanum, Til eru
erlendis talstöðvar og sjálfvirk
miðunarsenditæki, fyrirferðar-
lítil og heppileg fyrir smábáta.
Má nú ekki flytja þessi tæki
inn í landið og selja eins og
önnur útvarps og sjónvarpstæki
eða kemur það eitthvað í bága
við lög og reglur Landssímans?
Er ekki full ástæða nú, eftir
svona sorgleg slys, að gera ein-
hverjar ráðstafanir, sem stuðlað
gætu að því að takast megi að
bjarga fleiri mönnum úr sjáv-
arháska. Vegna talstöðvarleysis
bátanna, þá leituðu skipin eftir
þeim í blindni, því að ekkert
er til að fara eftir nema radar,
sem sýnir smábát í frosti, byl
og stórsjó mjög illa og stutta
vegalongd, ef þá nokkuð sést
nema land. Hefðu bátamir ver-
ið útbúnir talstöð og sjálfvirk-
um miðunarsenditækjum hefðu
leitarskipin ekki þurft að leita
í blindni og haft möguleika á
hennar bar mér: hljóðleik há-
sumarnæturinnar, þrótt fjalls og
foss, bjarkailm og — blágresi.
Þú varst Anna Borg — og það
var enginn eins og þú.
Þess vegna er þín saknað, —
þess vegna ertu grátin.
að bjarga í tíma.
Erlendis eru sérstakar storm-
tilkynningar lesnar í útvarp og
frá strandstöðvum, smábátum á
viðkomandi svæðum til varnað-
ar. Getið er þar um að versn-
andi veður sé í aðsigi og þeir
beðnir að hafa alla gát á. Ef
þessi regla hefði verið viðhöfð
hérlendis, hefði mátt aðvara
litlu bátana í tíma um að róa
ekki svo langt, sem þeir gerðu,
t. a. frá Dalvík austur á Gríms-
eyjarsund. Veðurfræðingar hér
vissu sólariiringi áður, að veður
mundi breytast til hins verra, en
reiknuðu ekki með þvílíku fár-
viðri, sem skall yfir miklu fyrr
en þeir bjuggust við. (Líklega
er erfitt fyrir þá að fylgjast með
lægðum í hafinu norður af ís-
landi og vestur til Grænlands
vegna ónógra veðurathugunar á
þessu svæði).
Bjargbelti er lögskipað að
Þú áttir svo helga og háa trá
— hún - logaði svo stillt, var svo
fallega blá. Eins og sá logi lýsir
þér nú um huliðsheima, vona ég
og bið að hann megi einnig vera
Ijós á vegum ástvina þinna allra.
Steingerður Guðmundsdóttir.
hafa á smáum og stórum skip-
um og aðalgeymslupláss þeirra
er kojan. Er það gott og blessað
á stærri skipum, sem sökkva
seint og þar ai leiðandi nægur
tími að nálgast þau og setja á
sig. En öðru máli er að gegna
með þau skip, sem sökkva svo
að segja á stundinni, og þekkj
um við því miður allt of mörg
sorgleg dæmi þess hér við land.
Til eru gúmmíbjörgunarvesti,
sem nóta má innanklæða, án
þess að þau hái mönnum við
vinnu, en sem hægt er með einu
handtaki að blása út og taka í
notkun á svipstundu. Er nú ekki
tími til kominn og full ástæða
að lögskipa notkun slíkra björg-
unartækja á smærri fiskiskipum
ef það gæti orðið til þess að
bjarga nokkrum mannslífum?
— L. J.
• Hús, opna ekki
í þættinum „Við sem heima
sitjum“ síðasta þriðjudag var
komizt að orði á þessa leið:
„Síðan Þjóðleikhúsið opnaði” . .
Ég bendi vinsamlegast á, að
húsin opna ekki, heldur eru þau
opnuð.
Akureyringur.
Sendisveinn
óskast strax hálfan eða allan daginn.
Gott kaup. — Upplýsingar í síma 17100.