Morgunblaðið - 23.04.1963, Síða 17

Morgunblaðið - 23.04.1963, Síða 17
Þriðjudagur 23. apríl 1963 MORCl'NBLAÐIÐ 17 Árni J. Johnsen í DAG er jarðsettur Árni J. John- sen. Hann lézt í Sjúkrahúsi Vesit- mannaeyja 16. apríl s.l. eftir stutta legu. Hann var faeddur í Vestmanna- eyjum 13. október 1892, sonur ihjónanna Sigríðar Árnadóttur og Jóhanns Jörgens Johnsens út- végsbónda, hótel- og sjúkrahús- haldara í Vestmannaeyjum. Að Árna stóðu traustar og land'skunnar ættir. Hann bar nafn forföðurs síns, Árna sýslu- manns Torfasionar að Eiðum. Móðir hans, Sigríður, var dóttir Árna Þórarinssonar frá Hofi í Öræfum, af Svínafells og Skafta fellsæittum hinum gömlu og af aettum Þorsteins Magnússonar, sýslumanns að Þykkvabæjar- iklaustri og Odds biskups Einars- sonar, en þær ættir hafa borið marga ágæta menn. Jóhann faðir Árna var sonur J. Johnsens kaupmanns í Hafnar- firði og á Papós og Guðfinnu Jóns dóttux Austmanns frá Ofanleiti í Vestmannaeyjum. Séra Jón Austmann var dóttursonur Jóns prófasts Steingrímssonar að Kirkjubæjarklaustri og sonarson- ur Jóns Runólfssonar lögréttu- manns að Höfðabrekiku, af Höfða brekkuætt. Árni ólst upp á fjölmennu at- hafnaheimili, þar sem bæði var stunduð útgerð og landbúskapur, Iþví að faðir hans hélt bænhús- jörðina Kirkjubæ og fleiri járn hafði hann í eldinum, og er áður getið um hótelrekstur og sjúkra- húshald. Mun þetta hafa verið eitt fjöknennasta heimilið á Suð- urlandi í þann tíma, og viðbrugð- ið fyrir reglusemi og höfðings- skap. Árni missti föður sinn er hann var á fyrsta ári, en alls voru börnin 5, sem þá urðu föðurlaus, og var Gísli þeirra elztur, þá 12 ára gamalil. Það var að visu mikið skarð fyrir skildi við föðurmissirinn en Sigríður móðir þeirra hélt búskap áfram með skörungs- skap þrátt fyrir erfitt árferði og aflaleysi áranna fyrir aldamótin. Árni var snemma liðtækur til hvers konar starfa og vandist fljótt sjómennsku og bjargfugla- veiðum, og var góður sigmaður. Árni stundaði ungur nám við Verzlunarskólann í Reykjavík og Köbmandskolen í Höfn. Framan af ævi stundaði Árni kaupmennsku, útgerð og búskap og margs konar umboðsstörf, en hin síðari ár var hann matsmað- ur og vigtarmaður hjá hafnar- ajóði Vestmannaeyjakaupstaðar. Árni var alla tíð maður mjög félagslyndur og óspar á krafta sina hvar sem þurfti að Ijá góðu tnáli lið, eða hjálpa bágstöddum og hefir hann gegnt margvísleg- um trúnaðarstöðum fyrir ýmis félagssamtök í Vestmannaeyjum. Bindindismálin áttu hug hans allan um ára bil, og barðist hann ótrauðri baráttu í hópi góðtempl- ara í Vestmanncyjum og var seðstitemplar í stúkunni „Sunnu“ samfleytt í 25 ár. Árni var einn- ig framarlega í flokki Sjálfstæðis flokkisns um langt skeið. Árni var söngmaður góður og áhugam aður mikill um söng- menningu. Hann var í fyrstu lúðrásveit Vestm. og söng í kór- usn þar í nær 60 ár og stjórnaði um tíma verkamannakórnum í Eyjum. Hin mörgu björgunarafrek Árna bera vitni frábæru þreki og góðri sundkunnáttu, enda var hann snemma góður sundmaður og hafði á hendi sundkennslu um skeið. Árni hefur bjargað alls 8 mönn um frá drukknun, á sundi, stund- um við hinar erfiðustu aðstæð- ur. Hiklaust má telja að Ámi hafi með snarræði og dirfsku átt mestan þátt í að það tókst að hjarga 7 mönnum úr lífsháska við Eldey hinn 26. ágúst 1939, en Iþar unnu einnig fleiri djarfir menn að. Árni hefur verið sæmd- ux mörgum heiðursmerkjum. Hann hefur 4 sinnum fengið verð laun úr Carnegie-sjóðnum og ver ið sæmdur riddarakrossi fálka- orðunnar. Áður en Vestmannaeyingar eignuðust björgunarskip var ein- att leitað til erlendra togara til að leita að bátum, er taldir voru í hættu. Voru þetta oft hinar mestu svaðilfarir, en Árni fór oft út í skip þessara erinda, þvi að hann var þekktur að hjálp- fýsi í þeim efnum og öruggur til forystu. Er því viðbrugðið að í einni slíkri ferð huns út í skip hvolfdi bát hans, en honum tókst að halda sér og öðrum manni uppi á sundi í 18 stiga frosti, unz þeir komust, eftir klukkustundarvolk í sjónum, að dönsku póstskipi er lá á legunni. Árni hefur verið heppinn með lífsiförunauta. Fyrri kona hans Margrét Jónsdóttir ól honum 6 mannvænleg börn, sem öll eru á lífi, en þau eru Svala, hús- freyja Suðurgarði Vestm., Ingi- björg, kaupkona Vestm., Áslaug, hjúkrunarkona og trúboði, kona Jóhannesar Ólafssonar læknis í Konsó, Gísli, sjómaður Vestm., Hlöðver, bankafulltrúi Vestm., og Sigfús, kennari, formaður fél- ags ungra Sjálfstæðismanna í Vestm. Margrét kona Árna var rómuð gæða og myndarkona. Hún léat eftir 30 ára sambúð þeira hjóna. Síðari lífsförunautur Árna var Olga' Karlsdóttir. Börn þeiæra eru 2 mannvænlegir synir, Guð- finnur og Jóhannes. Olga er dugnaðar og gæðakona. Auk þess átti Árni þátt í að ala upp 4 fósturbörn. Árni var um margt sérkenni- leg persóna. Hann var hár vexti, stórskorin-n og karlmannlegur, höfðihglegur í framgöngu. Hann var fullur af fjöri, lífsorku og smi-tandi kátínu og krafti, sem árin lítt gátu bugað fram á síð- ustu stund. Hann vildi hvers manns vandræði leysa og hikaði ekki við að tefla á tæpasta vað ið og leggja sjá-lfan sig í hættu er um var að ræða að bjarga mannslífum. Með Árna er geng- inn góður drengur, sem átti í ríikum mæli hugmyndaflug og djörfung brautryðjandans. Vinur. Elías H.O.Gunnarsson MIKIL og váleg tíðindi hafa yfir dunið nú að undanförnu. Eftir einn blíðasta vetur i manna minnum var sem hendi væri veifað og fárviðri skall á. Þegar fyrsta og versta veðrinu slotaði, vantaði sex fiskibáta og 16 vask- ir sjómenn höfðu horfið. Fjöl- mörg heimili drúpa nú í sorg eftir sjóslysin mörgu og flug- slysið hræðilega. Átakanlega höfum við verið á það minnt, að „bilið er mjótt milli blíðu og éls — og brugðizt getur lukk- an frá morgni til kvelds.“ ■ Einn hinna mörgu, sem héð- an var kvaddur í blóma lífsins, var Elías Halldór Gunnarsson, annar tveggja, sem fórst með vélbátnum Magna frá Þórshöfn í mannskaðaveðrinu á þriðjudag, 9. þ. m. Fór útför hans fram frá Sauðaneskirkju sl. laugardag. Elías Halldór Ólafur Gunnars- son, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur á ísafirði 15. okt. 1932, sonur hjónanna Þóru Elías- dóttur frá Melkoti í Stafholts- tungum og Gunnars Einarssonar sjómanns, sem látinn er fyrir nær 11 árum. Elías var hjá for- eldrum sínum á ísafirði til 8 ára aldurs, en fór þá til frændfólks síns í Melkoti og dvaldist með þeim fram undir tvítugsaldur. En þegar móðir hans varð fyrir þeirri sáru sorg að missa mann sinn á góðum aldri, hvarf Elías til hennar og hjálpaði henni sem mest hann mátti. Heimili þeirra var í Hafnarfirði og stundaði Elías — ásamt bræðrum sín- um — sjóinn látlaust og lá aldrei á liði sínu. — Árið 1960 gekk hann að eiga Aðalheiði Sig- tryggsdóttur — ættaða frá Þórs- höfn — og áttu þau þrjú ung börn. Flutzt höfðu þau norður til Þórshafnar fyrir tveimur ár- um. Ég, sem þessar línur rita, fylgdist með þroska og uppvaxt- arárum Elíasar, og hann var allt- af elskulegur og góður vinur okkar hjónanna og drengjanna okkar — og við minnumst hans nú með söknuði og þakklæti. Ástríki og umhyggju var hann vafinn á æskuheimilinu í Mel- koti — og frænka hans Jóhanna reyndist honum sem hin bezta móðir. Ég sá hann vaxa upp og verða glæsilegan ungan mann, glaðlegan og hugþekkan í fasi og framgöngu. Því var það, að öllum var hlýtt til hans, sem honum kynntust, og gott var að njóta dugmikilla starfskrafta hans. Hjálpfýsi hans gleymist okkur eigi — hana fengum við að reyna eitt sinn, er við vorum í vanda stödd. Fregnir hafði ég litlar af Elí- asi eftir að hann fluttist norður, en þar mun þeim hjónum yfir- leitt hafa vel vegnað, Ég ætla ekki að fjölyrða um harminn, sem nú er kveðinn að ástvinum hans, en með innilegri samúð hugsum við til eiginkonu og barna, móður og systkina og frændfólksins í Melkoti og á Akranesi, sem öll kveðja vininn sinn með þakklæti og fyrirbæn- um. Það er húggun harmi gegn að minningar eru bjartar og fagr ar um úrvalsdreng, sem var í senn hugljúfur og ljúfur — og síðast en ekki sízt: að víst mun upp renna stund endurfunda. Bergur Björnsson. I.O.G.T St. Verðandi nr. 9 Fundur í kvöld kl. 8.30 í GT-húsinu. Félagar munið að mæta vel og stundvíslega. Æt. PILTAR.== EF Þll> EIGIÐ UNKUSTUNA , ÞÁ Á ÉG HRINOANA /, /fJatífrær/8 \ T résmíðaþvingur Höfum enn nokkur stk. af eftirfarandi stærðum á gamla verðinu: 25 cm á kr. 115.00 40 — — 124.00 50 — — 130.00 60 — — 136.00 70 — — 142.00 100 — — 158.00 150 — — 189.00 ásm LUDVIG STQRR Sími: 1-33-33. Byggingafélag Alþýðu Reykjavík íbúð til sölu 2 herb. íbúð til sölu í III. byggingaflokki. Umsókn- um sé skilað í skrifstofu félagsins BræðrabOrgar- stíg 47 fyrir kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 2. maí. STJÓRNIN. 2—3jci herb. íbúð óskast til leigu fyrir eldri hjón, helzt í Norðurmýri eða grennd. — Upplýsingar í síma 18028. 5 herb. hœðir Til sölu eru glæsilegar 5 herbergja íbúðarhæðir í sambýlishúsi, sem verið er að reisa við Kapla- skjólsveg stutt frá Hringbrautinni. Stærð hverrar íbúðar er ca. 135 ferm. 2 stofur, 3 svefnherbergi, eldhús með borðkrók, bað, forstofur o. fl. Sér þvottahús inn af eldhúsi. Sér miðstöðvarkerfi fyrir hverja íbúð. Seljast tilbúnar undir tréverk, húsið fullgert að utan, sameign inni múrhúðuð. Tvö- falt gler. ÁRNI STEFÁNSSON, hrl. Málflutningur — Fasteignasala. Suðurgötu 4. — Sími 14314. Kvenpeysur Amerískar unglinga og kvenpeysur í Ijósum litum. ★ HEILAR PEYSUR kr. 95.— ★ GOLFTREYJUR kr. 125.— Höfum kaupanda ao gooum ája og 4ra nerbergja íbuðum eða tvær 4ra herbergja í sama húsi, á hitaveitusvæði, margt kemur til greina. Mikil útborgun. Austurstræti 14 3. hæð símar 14120 og 20424.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.