Morgunblaðið - 26.02.1963, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.02.1963, Qupperneq 1
24 siður Eldhafið' var gífurlegt er húsið við Suðurlandsbraut brann til kaldra kola. (Ljósm. Sv. Þ.). Sallal ^hótar innrás ú Saudi-Arabíu Aden, 25. febrúar. — AP FORSETI Jemen, Abdullah Sallal, hefur lýst því yfir, að hann hafi strengt þess heit að gera innrás í Saudi-Arabíu, segir í dag í útvarpsfréttum frá Sanaa. Sallal skýrði frá þessu í dag, er hann var viðstaddur hersýningu í Sanaa. Hann sagði m.a.: „Það hefur verið hugmynd mín alla ævi að sameina Araba, en fyrst verðum við að losa okkur við sýkla eins og Hussein, Jórdaníukonung, og Saud, konung í Saudi-Arabíu. Það mun ekki líða á löngu, unz þið munuð heyra fregnir af því, að þeir séu á flótta og leiti sér hælis í ej ðimörkinni". Síðan bar Sallal mikið lof á Nasser, Egyptalandsforseta. — Lýsti Sallal því yfir, að Egyptar hefðu fórnað lífi sínu til þess að frelsa Jemen undan ógnum ein- ræðis. Þrennt brann inni í eldsvoða i Reykjav. Keímilísfaðirinn bjargast ásamt þremnr börnum sínum. Eitt þeirra brenndist illa I»AÐ HÖRMULEGA slys varð sl. sunnudagsmorgim að þrjár manneskjur brunnu inni í húsi við Suðurlandsbraut, er brann til kaldra kola á skammri stundu. Svo magnaður var eldurinn, að heimilisföðurnum tókst aðeins að bjarga einu barna sinna út um glugga, en er hann hugðist bjarga konu sinni og annarri dóttur komst hann ekki inn í eld- hafið. Gestur var staddur í húsinu og fórst hann án þess að hægt væri að koma honum til hjálpar. 50 metra háir ðogar á Schelde - er olíuskip rekast d - 67 saknað við Japan - 3 farast d Miðjarðarhafi Haag, Tokyo, Aþena, 25. febr. — (AP — NTB) — T V Ö stór olíuflutningaskip rákust á í dag á Schelde. Mik- ill eldur kom upp, og rennur logandi olían um fljótið, sem er alelda á stóru svæði. Staf- ar mikil hætta af eldinum, og er haldið uppi björgunarstarfi, bæði til að bjarga mönnum, sem eru í hættu, og tii að forða því, að eldurinn berist til fleiri skipa. Skipin, sem hér um ræðir, eru „Miraflores“, 21.000 tonna skip frá Panama, og brezka skipið „Abadesa", 13.350 tonn að stærð. Þá sökk grískt skip, „Egli“, er var á leið frá Saloniki til Alexandriu. Loks bárust í gærkvöld fréttir af sjóslysi við Japan. Mun það mest þeirra slysa, er urðu í gær. Er síðast fréttist, var sakn- að 7 af áhöfn „Miraflores“, en áhöfn hins skipsins mun heil á búfi. Þegar eftir slysið var eld- urinn mjög magnaður, og eru Framh. á bls. 2 EBE? Aðelns elnn ráðherra mætti á ráðherra> fundi bandalagsins í Hriissel í gær Nánari atvik eru sem hér segir: Laust fyrir ki. 8 á sunnudags- morguninn kom upp eldur í hús- inu nr. 94 F við Suðurlandsbraut. Húsið var úr timbri, ein hœð og ris. í húsinu bjó eigandi þess, Björn Kjartansson, húsgagna- smiður, ásamt konu sinni, Helgu Elísbergsdóttur og börnum þeirra Guðrúnu Ástu, 10 ára, Sesselju, 9 ára, og tvíburunum Pétri og Elisu, 5 ára. Gestkomandi í hús- inu, var Úlfar Kristjánsson, raf- virki, til heimilis að Suðurlands- braut 94 H. Húsið varð alelda á skammri Btundu, og brunnu inni húsmóðir in Helga, Elísa dióttir hennar, og gesturinn, Úlfar Kristjánsson. Lætur hann eftir sig konu og 3 ung börn, 5 ára, 7 ára og 8 ára. Björn, kona hans og dæturnar, Washington, 25. febr. — AP. Bandaríkin veittu í dag Ind- landi lán að upphæð 240 millj. dala. Tekið var fram, að hér væri ekki um hernaðaraðstoð að ræða. Þetta er stærsta lán, sem veitt hefur verið í aðstoð við ©nur lönd, frá því að Marshall- éætlunin var í framkvæmd. Þó fengu Bretar stærra lan. Sesselja og Elísa, sváfu í her- bergi í rishiæð hússins. Guðrún Ásta og Pétur litli sváfu á neðri hæð hússins í herbergi, sem var beint undir svefnherbergi for- eldra þeirra, en Úlfar var í stofu á neðri hæð. Húsráðandi varð fyrst var við eldinn Björn varð fyrst eldsins var. Hann vaknaði við hávaða, er hann telur hafa verið snark í eldi, og er hann reis upp í rúmi sínu komu eldneistarnir inn um dyr herbergisins, en þar sem hús ið var ekki fullgert, var ekki hurð í dyrunum. Björn þreif þeg- ar til konu sinnar og hrópaði. Telur hann hana hafa gefið frá sér hijóð og taldi hana því hafa vaiknað við hrópin. Þaut hann síðan að glugga herbergisins og braut stærstu rúðuna í honum og fór þar út og lét sig falla niður á jörð, sem er 3—4 m fall. Hann vissi af stiga skammt frá og sótti 'hann í skyndi. Stigann reisti hann upp við gafl hússins og fór upp að svefnherbergisglugganum og var Sesselja litla, er hafði vakn- að við hróp föður sins, þá komin að glugganum og tók hann hana út og fór m-eð hana niður stigann og lét hana falla siðasta spölinn til jarðar, þaut síðan aftur upp, en er hann tók í gluggakarminn og ætlaði inn, brenndist hann á hendi, enda gaus eldfhafið móti honum og var alls ófært að kom ast inn í húsið aftur. Hvorki heyrði hann í konu sinni né dóitt- ur. Tvö böm komust út um glugga Guðrún Ásta vaknaði á neðri hæðinni við hróp föður síns og Framhald á bls. 2. Brússel, 26. febr. — AP , VIÐ SJÁLFT liggur, að ráðlicrrafundur Efnahags- bandalags Evrópu, sem standa á í dag og á morgun í Brússel, fari algerlega út um þúfur. Er fundur var settur í dag, var aðeins einn ráðherra mættur, utanríkisráðherra Luxembourg, Eugene Sch- auss, er vera átti í forsæti. Belgía, Holland og Ítalía sendu engan ráðherra til fundarins. Ludwig Erhard, efnahagsmálaráðherra V- Þýzkalands, er í Brússel, en hann mætti ekki til fundar- ins. Er talið, að hann hafi átt viðræður við fulltrúa nokk- urra landa í EBE, til þess að reyna að koma á einhverri samstöðu, sem virðist hafa farið út um þúfur, eftir að | slitnaði upp úr viðræðum Breta og fulltrúa EBE. Couve de Murville, utanrík isráðherra Frakka, mun ekki hafa átt að mæta til fundar- ins, fyrr en á morgun. Fundurinn í dag, sem haldinn var, þótt ráðherrar 5 landa væru fjarverandi, stóð fyrir luktum dyrum. Þó hefur frétzt, að ' til umræðu hafi komið samþykkt Evrópuþingsins í Strassborg, Framih. á bls. 23. / 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.