Morgunblaðið - 26.02.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.02.1963, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 26. febrúar 1963 23 MORCVISBL AÐIÐ Næionsokkaverk- smiðja á Akranesi? Myndin er tekin við vök í Lagar- fljóti, seœ. var lögð ísi. Borað var gat á svellið og eldspýta borin að. Meira gas í Lagarfljóti EGILSSTÖÐUM, 26. febrúar. — Á sunnudag fórum við fjórir héðan úr Egilsstaðakauptúni til þess að athuga um vakir sem eru skammt undan bænum Buðl ungavöllum inn af Hallormsstað. Þegar við komum að staðnum voru vakir í ísnum með sömu einkennum og við Hreiðarsstaði, sem er í beinni loftlínu 15—20 km. frá Buðlungavöllum. Gas streymir sífellt upp úr vatninu og er það sízt minna að sjá. — Ari. — Sundrung Framhald af bls. 1. Vegna afstöðu Frakka til Breta. Samþykktin mun hafa verið í tveimur liðum, og var henni að hluta beint til stjórnarnefndar EBE. Þar er þess farið á leit við nefndina, að hún gangi frá sér- stakri skýrslu um viðræðurnar við Breta. Nefndin mun þegar hafa gert uppkast að slíkri skýrslu, og er haft eftir áreið- anlegum heimildum, að þar sé tekin afstaða, sem er Bretum í yil. Jean Marc Boegner, ambassa- dor, er var fulltrúi Frakka á fundinum í dag, er sagður hafa róðizt heiftarlega gegn samþykkt Evrópuþingsins, á þeim grund- velli, að hún ætti sér enga laga- lega stoð. Fulltrúar annarra landa á fund inum segja, að Boegner hafi sagt, að viðræðurnar við Breta hafi farið fram á viðunandi hátt, þátttakendur í þeim hafi verið ábyrgir ráðherrar. Stjórnarnefnd in hafi ekki vald til að hafa þau afskipti af mólinu, sem nú hafi verið farið fram á. Lýsti Boegner því yfir í lok ræðu sinnar, að Frakkar tækju ekkert mark á yfirlýs- ingum Evrópuþingsins — og kærðu sig kollótta um afieið- ingamar. Dirk Spierenburg ambassador, fulltrúi Hollendinga, réðst harka lega gegn afstöðu, Boegners. — Sagði Spierenburg, að hann vildi láta gera skýrslu þá, er um væri að ræða, og vildi hann, að hún yrði síðan tekin til um- ræðu, ásamt hinni samþykkt Ev rópuþingsins. Sú samþykkt, sem hér um ræðir er á þá leið að hald ið skuli uppl nánum viðræðum við Breta á öilum sviðum við- Skiptalífsins. ■ Á morgun, þrlðjudag, er gert ráð fyrir, að til umræðu verði samningur sá, sem til stóð að gera við 18 Áfríkulönd, er áður voru (öll nema 2) nýlendur Frakka. Talið er vfst, að Frakkar, sem er mjög í mun að þessi samn- ingur verði undirritaður — hann felur í sér 720 millj. dala að- Btoð við þessi lönd — muni mæta mikilli mótspyrnu. ítalir og Hollendingar munu ekki vilja undirrita samninginn, og bera við kosningum heima fyrir á næstunni. Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI á Akranesi 25. janúar síðastliðinn var skýrt frá því, að bæjarstjóra hefði borizt erindi frá Inga Þor- steinssyni, viðskiptafræðingi í Reykjavík, þar sem Ingi sækir um leyfi til þess að koma á fót og starfrækja nælonsokkaverk- smiðju á Akranesi. Ráð er fyrir gert að verk- smiðja þessi veiti 20—30 konum og körlum atvinnu strax og hálfu fleira að ári liðnu. Óskað var eftir að bærinn tæki á sig á- byrgð fyrir hluta af erlendu láni að upphæð 2 milljónir króna, sem nota á til að koma verk- smiðjunni á fót og til tryggingar er boðin full baktrygging. Var bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og leita um- sagnar Iðnaðarmálastofnunar eða annars hlutlauss aðila um málið áður en það yrði tekið til endanlegrar afgreiðslu. Morgunblaðið hafði í gær tal af Björgvin Sæmundssyni, hæj- arstjóra á Akranesi, og innti hann eftir áhuga Akurnesinga fyrir því að slik verksmiðja risi í bænum. „Það er mikill áhugi á því að af þessu geti orðið. Slík verk- smiðja mundi leiða til meiri fjöl- breytni í atvinnulífi okkar, en flest atvinnutæki okkar nú eru til grófs iðnaðar. Okkur vantar /neiri breidd í atvinnulífinu, ein- hver störf fyrir þá bæjarbúa, sem hentar ekki hinn erfiðari vinnumarkaður. Erindinu fylgdi greinargerð Inga Þorsteinssonar, og hún hef- ur verið send til umsagnar Framkvæmdabankans. —• Rann-, sókn er þannig í gangi, og með- an henni er ekki lokið liggur málið og bíður. Þegar rannsókn- inni er lokið verður gengið til samninga, eða það er að segja, svo framarlega sem hún færir okkur jákvæðar niðurstöður". Aðspurður hvernig starfsemi verksmiðjunnar væri hugsuð og hvort bærinn yrði eigandi að hluta, svaraði Björgvin: „Gert er ráð fyrir frjálsri sam- keppni við innflutta sokka án allra verndartolla og hafta. Um framleiðslumagn get ég ekki sagt, en mér skilst að fram- leiðslan muni áreiðanlega skipta hundruðum þúsunda para á ári. Ef umsögn Framkvæmdabank- ans verður jákvæð mundi bær- inn greiða fyrir að koma verk- smiðjunni á fót, en bænum hef- ur ekki verið boðið, né heldur hefur hann beðið um að verða aðili að starfrækslu hennar“. Engar launahækkanir engar verðhækkanir - boðskapur Krag, sem ber fram nýtt efna- hagsmálafrumvarp í danska þinginu Kaupmannahöfn, 25. — (NTB) — JENS Otto Krag, forsætisráð- herra Dana, lagði i dag fyrir danska þingið frumvarp í 12 lið- um um lausn efnahagsvandamála landsins. Miðar frumvarpið að því, að sögn flutningsmanns, að berjast gegn verðbólgu og skapa efna- hagslegt jafnvægi. Felst í því m.a., að komið verði í veg fyr- ir launahækkanir og verðlagi febrúar.. haldið niðri. Þá skal tekið fyr ir aukinn ágóöa. Forsætisráðherrann lýsti því yfir við þetta tækifæri, að náið samhengi væri milli liðanna 12. Stuðli það að þjóðfélagslegu jafnvægi. Sagði hann, að ekki væri hægt að slíta samhengi þetta með því að fella niður ein- staka liði. Krag sagði ennfremur, að ef tekj'ur landsmaima færu sífellt vaxandi, jafnhliða því, sem skatt ar væru lækkaðir, þá gæti ekki farið hjá því, að gjaldeyriseign Myndum beita okkur gegn aðild að EBEy/ Brussel, 25. febrúar — (AP) — Á FyNDI verkamanna-' og sósíal istaflokka V.-Evrópu, sem stað- ið hefur í Briissel um helgina, hefur komið fram, að brezki Verkamannaflokkurinn myndi ekki stuðla að aðild Breta að Brynjúlfur Dag sson látinn BRYNJULFUR Dagsson, hérí.»*. læknir í Kópavogi, varð bráð- kvaddur sl. laugardag. Kenn^i hann lasleika er hann ók bifreið sinni austur fyrir Fjall, en hélt samt ferðinni áfram. Varð hann þó brátt að láta af akstrinum, og ók dóttir hans það sem eftir var leiðar að Selfossi, en þangað mun ferðinni hafa verið heitið. Lézt Brynjúlfur þar skömmu síðar. Brynjúlfur Dagsson var fædd- ur í Þjórsárholti 1905, sonur Dags Brynjúlfssonar bónda þar og konu hans, Þórlaugar Bjarna- dóttur. Hann lauk stúdentsprófi 1930 og kandidatsprófi í lækniá- fræði 1936. Eftir það var hann um hríð við framhaldsnám. — Hann gegndi héraðslæknisstörf- um m.a. í Reykdælahéraði, Dala- landsmanna gengi til þurrðar, I héraði og nú síðast í Kópavogs- atvinnuleysi færi vaxandi og héraði eftir að kaupstaðurinn framleiðsla minnkandi. I varð sérstakt læknishérað 1956. — Æskulýðsheimili Framh. af bls. 24 Hákon Hertervig arkitekt ann- azt teikningar þeirra. Verkið var unnið undir yfirstjórn iðnmeist- ara frá Síldarverksmiðjum rík- isins. Allmargar stofnanir Og fyrir- tæki, hafa afhent heimilinu margan góðan grip, t. d. vandað útvarpstæki, skuggamyndavél, taeki til ljósmyndastækkunar o. fl. Við athöfnina í ær kvaddi sér fyrstur hljóðs Vilhjálmur Guð- mundsson, framkvæmdastj. Síld- arverksmiðjanna, og afhenti séra Ragnari Fjalar Lárussyni lykla að húsnæðinu. >á talaði séra Ragnar, þakkaði SR rausnarleg- an stuðning við málefnið og rakti aðdraganda að stofnun heimilisins. Ennfremur tók til máls Baldur Eiríksson, forseti bæjarstjórnar og þakkaði for- göngumönnum málsins farsæl störf í þágu þess. Loks tóku til máls Óli Hertvig, fyrrum bæjar- stjórL en Æskulýðsheimilið er til húsa í hinu gamla íbúðar- húsi hans, og Ólafur Ragnars, form. Lionsklúbbsins, sem af- henti um leið fjárframlag til starfseminnar. Bæjarstjórn Siglufjarðar hef- ur einnig styrkt starfsemina með 50 þús. kr. framlagi 1962 og öðru eins í ár. Jón Pálsson, tómstundaráðu- nautur í Reykjavík, hefur verið Æskulýðsráði til aðstoðar við undirbúning og skipulag starfs- ins. Loks er þess að geta að um 300 unglingar hafa þegar innrit- að sig á námskeið í Æskulýðs- heimilinu, en þar mun verða I kennt í sjö greinum til að byrja 1 með. — Stefián Efnahagsbandalagi Evrópu, né þátttöku Breta í Evrópusam- starfi, kæmist hann til valda. Yfirlýsing fulltrúa flokksins eru á þann veg, að hvorki aðild eða náin tengsl við Evrópu komi til greina á næstu árum — a.m.k. ekki meðan reynt sé að beita Breta efnahagslegum þvingun- um. Fulltrúar Verkamannaflokks- ins á ráðstefnunni eru Patrick Gordon Walker, varatalsmaður í utanríkismálum, og David Enn- als. Fundurinn í Briissel var ein- róma í því áliti sínu, að nauð- syn bæri til þess, að EBE und- irritaði samninga þá við 18 Af- ríkulönd, sem rætt hefur verið um. Á það er bent, í þessu sam- bandi, að Ítalía hafi farið þess á leit við önnur ríki í EBE, að undirritun þessa samnings verði frestað. Er því borið við af hálfu ítölsku stjórnarinnar, að hún geti ekki tekið á sig þá ábyrgð, sem því er samfara, svo skömmu fyrir þingkosningar í landinu. Maður fyrlr bíl LAUST fyrir kl. 10 í morgun varð gangandi maður, Guð- mundur Þorsteinsson frá Klafa- stöðum í Skilmannahreppi, fyr- ir bíl á Laugarnesvegi við Sund laugarveg. Guðmundur var fluttur í slysavarðstofuna en meiðsli hans munu ekki hafa verið alvarleg. Sagan af dáfanum eftir Stravinsky útvarpinu í kvöld i og textinn verður birtur i næstu Lesbók Morgunblaðsins FULL ÁSTÆÐA er til að vekja athygli á því að í dagskrá Ríkis- útvarpsins verður í fyrsta skipti flutt hér á landi „Sagan af dát- anum“ eftir Igor Stravinsky. Sömuleiðis skal vakin athygli á. að textinn, sem er eftir sviss- neska rithöfundinn Charles Ferdinand Ramuz, verður birt- ur í næstu Lesbók Morgunblaðs- ins í þýðingu Þorsteins Valdi- marssonar. Saga þessa skemmtilega lista- verks er á þann veg, að þagar Igor Stravinski dvaldist í Sviss sem útlagi eftir rússnesku bylt- inguna, var hann félaus með öllu eins og fleira flóttafólk á þeim árum. Vinir hans tveir, rit- höfundurinn Ramuz og hljóm- sveitarstjórinn Ansermet hvöttu þá Stravinsky til að semja verk þetta, en Ramuz' samdi textann eftir efni gamallar rússneskrar þjóðsögu um dáta, sem seldi kölska sál sína. Þeir félagar hugðust fara með verkið í hljómleikaför um allt landið í einskonar trúðleikara- vagni, enda er verkið samið þannig að það sé sem hentugast í slíkum ferðalögum, hljóðfæra- leikarar aðeins 7 og leikendur 3. „Sagan af dátanum" var fyrst flutt í Lausanne 1918 undir stjórn Ansermet, en „spánska veikin“, sem þá tók að geisa á Sviss, eins og annars staðar í álfunnit trufl- aði fyrirætlanir þeirra. Engu að síður náði verkið fljótt feikna vinsældum, og nýtur þeirra enn, hvar og hvenær, sem það er flutt. Eitt sinn kom til tals að leika verkið á sviði hér heima og var undirbúningur kominn svo langt, að Nína Tryggvadóttir hafði gert teikningar af búningum og tjöld- um. Textinn verður fluttur af þeim Þorsteini Ö. Stephensen (sögu- maður) Gtsla Halldórssyni (kölski) og Gísla Alfreðssyni (diátinn). Tónlistina leika sjö hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands. — Stjóm- endur eru þeiir Lárus Pálsson og Páll Pampichler Pálsson. — „Sagan af diátanum“ tekur rúma klukkustund í flutningi, og hefst hann kl. 20.00 í kvöld. Efstasundl - Efsfasund! Duglegur unglingur óskast strax til að bera Morgun- blaðið til kaupenda þess við Efstasund. Talið við skrif- stofu eða afgr. Morgunblaðsins strax. Sími 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.