Morgunblaðið - 26.02.1963, Síða 24

Morgunblaðið - 26.02.1963, Síða 24
 sparið og notið Sparrl IHorgMMÍMafrifo 47. tbl. — Þriðjudagur 26. febrúar 1963 Vörubíllinn á hliðinni við Elliðaár í gærmorgun. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.). Bílvelta við Elliðaárbrýr 1 GÆRMORGUN varð harður árekstur á Suðurlandsbraut við Elliðaárbrýrnar, er vörubíll með sandhlass ók aftan á lítinn fólks- bíl, kastaði honum áfram, svo að litlu munaði að hann steyptist útaf veginum i ána, og valt síð- an sjálfur útaf veginum hægra megin. Slys urðu ekki á mönn- um. Nánari atvik voru þau að Skodabíl var ekið austur Suður- landsbraut. og hugðist ökumað- urinn, sem er lögreglumaður, beygja inn á Skeiðvallarveginn. Nam hann staðar til að bíða eftir umferð á móti, og gaf stefnumerki. Skall á ljósastaur Vörubíllinn var spölkorn á eftir Skodabílnurn, en hvað sem valdið hefur, lenti hann aftan á Skodabílnum, sem stóð kyrr. Hentist fólksbíllinn áfram á vinstri vegarbrún en ökur. anni tókst að koma í veg fyrir að hann ylti niður snarbratta brekkuna, sem þarna er, og nerpa j staðar aðeins 50 cm. frá brúar- stöplinum. Má telja happ að ekki varð þarna slys. Vörubíllinn hélt hinsvegar á- ' fram og útaf veginum hægra megin, þar sem hann valt á 1-lið- ! ina og sandurinn helltist af hon- um. Ökumennirnir voru einir í bílum sínum og sakaði hvorug- an. IHá ekki bíl sjá LAUST eftir klukikan 10 í gær kveldi rann strætisvagn til í íhiálku á Baldursgötu og lenti Utan í ljó'sastaur. Varð af tals- verður skellur, sem heyrðist um nágrennið, en skemmdir munu j svo langt að fá þau, þar sem litlair haifa orðið á vagninum og hann var tekinn til við þessa staurnum. Farþega sakaði ekki. I iðju áður en hann varð 17 óra, — án þess að stela andi bíladella LÖGREGLAN I Reykjavík á i miklum brösum vl” 23 ára gamlan pilt, sem virðist haldinn gjörsamlega ólæknandi bíladellu. Hefur hann stolið hverjum bíln- um á fætur öðrum og ekið um götur borgarinnar, og þá tekið bíla ættingja sinna og vanda- lausra jöfnum höndum. Á föstu- dag og laugardag tók hann þann- ig ófrjálsri hendi tvo bíla, og náðist loks síðari hluta laugar- dagsins inni í klæðaskáp í íbúð annars bíleigandans en þar hafði hann falið sig. Piltur þessi er ökuréttindalaus, og hefur raunar aldrei komizt Æskulýðsheímjli opnaðá Siglufirði honúm — ólækn- ungs manns en biladellan mun hafa hrjáð hann frá barnæsku. Sl. föstudag tók hann bíl föð- ur síns ófrjálsri hendi og kærði faðirinn það til lögreglunnar. Fannst bíllinn brátt, en piltur ekki. Lét hann nú skammt stórra högga í milli, því að á laugar- daginn tilkynnti eínn ættingja hans lögregiunni að bíll hans væri horfinn, og mundi piitur- inn þar enn á ferð. Lögregl^n hóf þegar leit í bænum og gerði leigubílstöðvum aðvart, en tal- stöðvarbílar stöðvanna eru mjög gagnlegir, er finna þarf stolna bíla. Eftir um klukkutíma leit sá lögreglan til ferða piltsins í Vesturbænum. Varð hann var við að hann væri eltur, enda slíku ekki óvanur, og tóik til þess bragðs að auka ferðina og ók sem snarast þangað sem hann hafði tekið bílinn. í>ar hljóp pilt- urinn út úr bílnum og inn í íbúð eigandans, þar sem hann faldi sig í klæðaskáp. Fann lögreglan hann þar. 1 GÆR var opnað við hátíðlcga athöfn Æskulýðsheimili að Vetr- arbraut 6 hér í bæ, í svonefndu Hertervigshúsi. Forsaga þessa máls er sú að fyrir rúmu ári var því hreyft í Lionsklúbbnum hér hvort ekki væri tök á að koma hér á fót Æskuiýðs- og tóm- stundaheimili. Lionsklúbbur beitti sér síðan fyrir því að eftirtalirf fé-ög tóku höndum saman um að hrinda þessu máli í framkvæmd: Rotary klúbburinn, Æskulýðsfélag Siglufjarðarkirkju. Siysavarnar- deildin Vörn, Kvenfélagið Von, Kvenskátafélagið, Skátafélag Drengja, Skiðafélag Siglufjarð- ar, Knattspymufélag Siglufjarð- ax og stúkan Framsúkn. Þessi félög kusu öll einn fulltrúa í svonefnt Æskulýðsráð og kom það saman til fyrsta fundar í febrúar 1962. Stjórn ráðsins skipa séra Ragnar Fjalar Lárusson formaður, Vilhjálmur Guðmunds son, frkv.stj. ritari og frú Herdís Guðmundsdcttir, gjaldkeri. Tæpu ári eftir fyrsta fund ráðs ins var heimilið í Hertervigshúsi vígt. Það sem mestu réði um hve mól þetta komst skjótt í fram- kvæmd var að Síldarverksmiðj- ur ríkisins létu innrétta hæð í Hertervigshúsinu til þessarar starfsemi og afhenti síðan Æsku- lýðsráði til notkunar yfir vetrar- mánuðina. Er innréttingu sér- staklega hagað með æskulýðs- starfsemi fyrir augum, og.hefur Framih. á bls. 23 Lögreglan hefur miklar á- hyggjur af pilti þessum þar sem hann virðist alls ekki geta látið bíla í friði. Er hann jafnan á varðbergi er hann ekur um, en lögreglan verður að sjálfsögðu að elta hann til þess að ná bíln- um. Er það þá vandi piltsins að aka sem hraðast um göturnar til þess að reyna að sleppa. Má hver maður sjá hver slysahætta er af slíku. Sjálfur segist pílturinn ekki geta látið af þessari áráttu, og ennfremur að hann muni halda áfram að taka bíla ófrjálsri hendi. Hann geti einfaldlega ekkd annað. Skammt er um liðið síðan bróðir hans varð að snúa sér til lögreglunnar, því að þá hafði pilturinn tekið bíl hans. Influenza af A-stofni Herjar nú á INFLÚENZAN fer vaxandi í I bænum. í gær herjaði hún í liði: lögreglumanna og voru 14—15 þeirra orðnir veikir. Þar sem j lögreglan er fáiiðuð fyrir urðu: margir morgunvaktarmenn, sem áttu að ljúka vinnu kl. 12.30 að halda áfram til kl. 8 í gærkvöldi og hæta þannig á sig 7(4 tíma Vinnu. Borgarlæknir tjáði blaðinu að bóluefni gegn inflúenzunni væri væntanlegt í dag. Mundi lækn- um þá gefinn kostur á að fá bóluefni til notkunar þar sem lögregBuna þeim þurfa þætti. En ekki þættl ástæða til allsherjarbólusetning ar fyrst um sinn. Veikin virtist ekki þung, en það sem hægt væri að ráða af næturlækms- beiðnum væri hún að aukast. Mbl. leitaði frétta af flenzu- stofninum hjá Margréti Guðna- dóttur lækni á Keldum. Var hún búin að greina eina prufuna frá Elliheimiiinu, sem reyndist vera af A2-stofni, en inflúenzan, sem gengur í Bandarí'kjunum, er em mjtt af þeim stofni. Þýzkur togari reynir síldaríroll hér Fékk 30 tonn af síld og sprengdi trollið Vestmannaeyjum, 25. febr. HINGAÐ kom í dag þýzki ,tog- arinn Johannes Krúss frá Brem- erhaven með þrjá menn, sem þurftu læknis við, og ennfremur til að taka vatn. Togarinn hefur verið að reyna nýtt síldartroU Barn datt j út um glugga - á þriðju hæð - og slapp ómeitt NOKKRU eftir klukkan 10 í gærmiorgun varð það slys að Bergþórugtöu 27,. að þriggja ára drengur, Vigfús Már Sig- uirðsson, féll út um opinn gl'Ugga á þriðju hæð hússins og niður í garð. Gengur það kraftaverki næst að dreng- urinn mun lítt meiddur eft- ir fallið, og með öll bein heil. Var hann fluttur í slysavarð- stofuna og þaðan í Landakots spítala þar sem hann lwjgoir til öryggis. fyrir suðurströndinni og samkv. ummælum fiskifræðings um borð virðist tilraunin ganga vel. Er skipið með um 30 tonn af síld innanborðs, sem það fékk í tveim ur hölum. Fréttamaður Mbl. átti tal við þýzkan fiskifræðing um borð í togaránum í gær. Sagði hann, þótt enn væri ekki tímabært að segja nokkuð um kosti síldar- trolls þessa, sem verið er að reýna í fyrsta sinn, virtist sem árangur mundi verða nokkuð góður. Sagði hann að skipið hefði tek- ið þrjú höl fyrir sunnan land, og sprengt trollið í þriðja halinu. Mundi verða gert við það fyrir utan landhelgi, en togarinn mun verða hér í viku við tilraunirn- ar. Aflinn er ísaður um borð. Fiskifræðingurinn sagði að þýzka stjórnin stæði að nokkru á bak við tilraun þessa, þ.e.a.s. hún hefði lagt fram tryggingu til tilraunanna. Þjóðverjinn kvað talsvert magn af síld hafa verið á þeim slóðum sem skipið veiddi á, og af síldum í trollinu virtist sem hér væri um mjög stóra síld að ræða. Kvað hann aflann vera orðinn 600 körfur eða um 30 tonn. —. Sigurgeir. Síðastliðinn sunnudag var Starfsfræðsludagur sjávarútvegs- ins. Heppnaðist hann frábærlega og sóttu hann um 1400 manns. Myndin er frá deild þeirri, er Fiskimat ríkisins sá um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.