Morgunblaðið - 27.04.1963, Page 1

Morgunblaðið - 27.04.1963, Page 1
II Laugard. 27. aprll 1963 Ræða Ólafs Thors á Landsfundi SJálfstæðisflokksins MÉR hefir verið nokkur vandi á höndum, er ég þurfti að velja mér yrkisefni hér í kvöld. Segja má, að eðlilegast sé að nú, þegar að kosingum dregur, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn ásamt með Alþýðuflokknum hefir stjórnað landinu allt kjörtímabilið, segði ég hér sögu viðreisnarinnar í stór um dráttum. Og vissulega er frá merku að segja um það sem var, þ>egar við tókum við, allt það, sem við höfum aðhafzt og loks hvað við hyggjumst fyrir, ef þjóðin felur okkur forystuna að nýju. Ég jóta, að mig langar til að þessi saga verði samin og skráð af einhverjum þeim, sem öllum hnútum eru kunnugastir. Ég geri mér vonir um, að hún verði ein- hvern tíma talin ekki ómerk. En hvað sem því líður — í kvöld er ekki staður nú stund til að segja hana vegna þess að aðeins er vika umliðin frá því margir merkustu þættirnir voru raktir í útvarpsumræðum frá Alþingi. Ég mun því nú láta nægja að stikla aðeins á því stærsta, um leið og ég vísa til málflutnings okkar við eldhúsumræðurnar, en þær ræð- ur hafa nú verið birtar í blöðum flokksins. Bið ég menn að afsaka, að auðvitað verður þó ekki kom- ist hjá endurtekningum, þegar sögð er sama sagan. Hverjir felldu krónuna? Strax og viðreisnarstjórnin fók við völdum lét hún fram fara úttekt á búi vinstri stjórnarinnar. Gerði ég þeirri úttekt nokkur skil í eldhúsdagsræðunni, er ég flutti frá Alþingi hinn 17. þ.m. Tel ég þar um svo mikilsvert mál að ræða, sem auk þess varð- endi aðalatriðið hefir allt of sjaldan verið skýrt til fullnustu af okkar hálfu, að mér þykir ástæða til að taka hér upp það, sem þetta áhrærir í nefndri ræðu, einnig vegna þess að ég held að mér takist ekki að segja það, sem segja þarf í styttra máli. í ræðunni segir: Sú rannsókn, sem viðreisnar- stjórnin lét fram fara strax eftir valdatökúna, leiddi í ljós svo að ekki varð um villst, að arfleifð vinstri stjórnarinnar var miklu uggvænlegri en menn höfðu gert sér grein fyrir, svo að ekkert blasti við annað en glundroði inn enlands og greiðsluþrot út á við, ef ekki yrði fast og röggsamlega í taumana tekið. — o — öllum varð ljóst, að við svo búið mátti ekki standa. En hvað átti nú til bragðs að taka? Aðeins tvær leiðir hafa verið taidar koma til greina. Stjórnarandstaðan, einkum I'ramsóknarmenn, hefir haldið þvi fram, að auðveldast hefði verið að búa áfram við falskt gengi og útflutningsuppbætur. Þeir vita þó, að þetta var úti- lokað. Einhvers staðar varð að fá peninga í uppbætumar og hafði það verið gert með tollum á innflutningsvöruna, sem runnu til útflutningssjóðs. En nú var löngu komið í ljós, að því fór svo fjarri, að þessar tolltekjur út- flutningssjóðs nægðu til að standa undir útflutningsuppbót- unum, að tekjur sjóðsins námu ekki 4 krónum af hverjum 5, sem honum bar að greiða. Þannig myndaðist halli, er nam meiru en Vs af andvirði útflutn- ingsins. Reynt hafði verið í tvö ár í röð að bæta úr þessu, með því að auka innflutning á luxus- vörunum, sem vom tollhæstar, til þess með því að hækka tekj- ur útflutningssjóðsins og jafna hallann. Þetta var auðvitað neyðarúrræði, sem auk þess mis- tókst, einfaldlega vegna þess, að fólkið vildi ekki kaupa nægilega mikið af rándýrum óþarfanum. Þar við bættist, að þessi óheil- brigða stefna, varð að byggjast á erlendum lánum, en frumskil- yrðið fyrir því, að erlend lán fengjust var einmitt, að algjör- lega yrði breytt um stefnu. Kerfi, sem byggist á lántökum, sem ekki voru fáanleg, nema gjör breytt yrði um kerfi, bar dauða- meinið undir hjartarótunum og var því sjálfdautt. Það sjá allir. Um þetta þarf ekki frekar að ræða. Eftir stóð þá sá eini möguleiki, að gerbreyta um stefnu, viður- kenna rétt gengi krónunnar, en afnema uppbæturnar. Sá vandi, sem nú tók við, var að ákveða rétt gengi þeirrar vinstri stjórnar krónu, sem við- reisnarstjórnin tók við — að taka út vinstri krónuna, — ef svo mætti segja. Til þess vandaverks voru vald- ir hinir hæfustu innlendu og er- lendu sérfræðingar, sem völ er á. Er skemmst frá að segja, að eftir að þeir höfðu framkvæmt ýtarlegar rannsóknir urðu þeir allir.sammála og gerðu því sam- eiginlega tillögu til stjórnarinn- ar. Það er eftirtektarvert, að sér- fræðingarmr mátu krónuna tals- vert minna virði en stjórnin eftir atvikum taldi rétt að fallast á. Vildu þeir hafa 40 eða helst þó 42 kr. í bandarískum dollar. Stjórnin ákvað 38 krónur. Gerði hún sér þó auðvitað ljóst, að var- færnara var að meta krónuna lægra, eða eins og sérfræðing- arnir ráðlögðu. Með því var hætt an á nýju krónufalli, ef eitthvað gekk úr skorðum, minni. Höfuð- sjónarmið okkar voru hinsvegar þau, að vart væri þess að vænta, að skráð gengi krónunnar yrði bráðlega hækkað aftur, þótt eitt- hvað batnaði í ári. Vær því rétt- mætt að tefla nokkuð á tvær hættur, til þess að halda krón- unni uppi. Auk þess vildi stjórn- in halda vísitölunni í skefjum af fremsta megni, en vitað var, að hún hækkaði um eitt stig fyrir hverja krónu, sem dollarinn hækkaði um. Og loks bættist það við, að stjórnin lagði höfuð- áherzlu á, að auðsannað væri, að ekki hefði verið hallað á vinstri stjórnina við úttekt á búi hennar, svo ekki gæti leikið á tveim tungum, hver ábyrgð bæri á þeim verðhækkunum, sem í kjölfarið hlutu að sigla. Hér er því um ekkert að villast. Viðreisnarstjórnin lét skrá krónu vinstri stjórnarinnar mikið hærri en sérfræðingarnir töldu hyggi- legt eða jafnvel verjanlegt. Eng- inn getur því með rökum vé- fengt, að það er vinstri stjórnin, en ekki viðreisnarstjórnin, sem veldur þeim verðhækkunum, sem nú eru á orðnar og sem eru af- leiðing af sæmilega réttri skrán- ingu vinstri stjórnar krónunnar í febrúar 1960. Varðandi síðari skráninguna i ágúst 1961 er það að segja, að enn valda þeir sömu og fyrr. Þar voru enn að verki Framsóknar- menn og kommúnistar. Fram að þeim tíma hafði verið föst venja, að vinnumálasam- band S.Í.S. og Vinnuveitendasam band íslands kæmu fram sem ein heild í samningum við Al- þýðusamband íslands eða einstök verkalýðsfélög. En vorið 1961 skar SÍS sig allt í einu út úr, gerði sérsamning við kommún- ista um kauphækkanir og neyddi með því aðra atvinnurekendur til þess að fylgja í kjölfarið. Námu kauphækkanirnar frá 13—18%. Með þessu var nýtt gengisfall ákveðið, svo sem m. a. sézt af þessu: Höfuðatvinnuvegur þjóðarinn- ar, sjávarútvegurinn, var illa far- inn eftir langvarandi verðbólgu og hafði á undanförnu ári orðið fyrir meira verðfalli afurða sinna en dæmi voru til um langt ára- bil. Síldarvertíðin sumarið 1960 hafði brugðist og vetrarvertíðin 1964 verið afleit, og togararnir áttu við meira aflaleysi að etja en nokkru sinni fyrr. Engum hugsandi manni gat því dottið í hug, að þessi bágstaddi atvinnu rekstur gæti allt í einu tekið á sig 13—19% kauphækkanir, jafnt við sjálfa framleiðsluna sem alla verkun aflans. Stjórnarandstæðingar hafa að vísu tæpt á því, að gengisfelling hefði verið óþörf, ef vextir hefðu verið lækkaðir um 2%. Hvílík endemis fjarstæða hér er á ferð sézt bezt á því, að slík vaxta- lækkun hefði aðeins létt af at- vinnurekendum 70—80 millj. króna, en kauphækkanirnar lögðu nýjar byrðar á þá, er námu 550— 600 millj. Jcr. — o — En hvað þá um aðra atvinnu- vegi? Gátu þeir tekið á sig kaup- hækkanirnar? Eftir gengisfallið reyndi ríkis- stjórnin til hins ýtrasta að vernda hagsmuni launþega með því að sporna af alefli gegn því, að at- vinnurekendur fengju að hækka verðlagið vegna kauphækkan- anna. Var hagur og afkoma hvers einstaks fyrirtækis rannsakað áður en leyft væri að hækkun kaupgjaldsins fengist að ein hverju eða öllu tekin upp í verð- iagið. Niðurstaða þessara rann- sókna sýndi, að langflest fyrir- tækin gátu sannað, að ef þau ættu að forðast hallarekstur, væri óhjákvæmilegt að heimila verð- hækkanir, er sem næst námu kauphækkununum. Fleipur Ólafs Jóhannessonar Rétt er að upplýsa, að flest fyrirtæki S.Í.S. stóðu engum að baki í kröfunum um verðhækk anir, sem sannar, að þau voru ekki fær um að standa undir samningunum við kommúnist- ana, án þess að færa afleiðing arnar yfir á bök almennings. Það liggur þannig alveg ljóst fyrir, að það eru Framsóknar- menn og kommúnistar, sem alla Hermann Jónasson meðgengur verðbólguna Nei, ég þarf engu við að bæta En ég vil neyða Framsókn til að meðganga. Þess vegna rifja ég enn upp hina frægu yfirlýsingu foringja þeirra á Alþingi 4. desember 1958. Þau orð mega aldrei gleym- ast. Eftir að hafa lýst Canossa- göngu sinni á fund Alþýðusam- bandsins, þegar sambandið neit- aði .beiðni hans um mánaðar- frest, segir hann orðrétt: „Af þessu leiddi að hin nýja kaupgreiðsluvísitala kom til fram kvæmda um mánaðamótin og ný verðbólgualda er þar með skoll- in yfir. Við þetta er svo því að bæta, að í ríkisstjórninni er ekki sam- staða um nein úrræði í þessum málum, sem að mínu áliti geti stöðvað hina háskalegu verðbólgu þróun, sem verður óviðráðanleg, ef ekki næst samkomulag um þær raunhæfu ráðstafanir, sem lýst var yfir að gera þyrfti, þegar efnahagsmálafrumvarp ríkis- stjórnarinnar var lagt fyrir Al- þingi á síðasta vori“. Hér lýkur ummælum Her- manns Jónassonar. Ólafur Thors flytur ræðu sína sök eiga, jafnt á hinni fyrri geng- islækkun sem hinni síðari. Með þessu er stjórnarandstað- an rekin út úr síðasta víginu. Þeim er því hentast að þagga niður í grátkerlingum sínum. Auðvtiað er það rétt, að af verð- lækkun krónunnar leiða marg- vísleg vandkvæði og misrétti. En hitt er jafn satt og víst, að það er ekki við þann, sem viður- kennir verðfallið að sakast, held ur við hinn, sem því veldur og þar með þeim verðhækkunum, sem þeir ásaka okkur fyrir. Hér lýkur tilvitnunum í eld- húsræðu mína. Það var ekki S.Í.S. sjálft, heldur sambands- kaupfélögin, sem engum stóðu að baki að krefjast mikilla hækkana vegna kauphækkana og sönnuðu þar með að þau töldu sig ekki geta staðið undir samningunum, sem S.Í.S. gerði við kommúnistana, án þess að almenningur borgaði brúsann. Belgingur Ólafs Jóhannessonar í útvarpsumræðunum er aðeins óvenju ósvífnar blekkingar. Þarf ég engu við að bæta því til sönn- unar, að það eru kommúnistar og engu þó síður Framsókn, sem bera ábyrgð á þeim miklu verð- hækkunum síðustu missera, sem þeir ásaka okkur fyrir. Hverju er foringinn að lýsa yfir: 1. „Ný verðbólgualda er skoll- in yfir“. 2. „Hin háskalega verðbólgu- þróun verður óviðráiðanleg, ei ekki næst samkomulag um raun- hæfar aðgerðir. 3. „Við þetta er svo því að bæta, að í ríkisstjórninni er ekki samstaða um nein úrræði í þessu máli“. Þetta eru hans orð. Þau geta ekki skýrari verið. Óviðráðanleg verðbólga var skollin á. Hermann Jónasson játar svo ótvírætt, að samviskuliprum mönnum þýðir ekkert að þræta. Þeir Eysteinn, Ólafur Jóhann- esson og Þórarinn geta svo spreytt sig á að sanna þjóðinni, að sú óðaverðbólga, sem Her- mann segir að sé riðin yfir og beinlínis hrýs svo hugur við að sjá hækka vísitöluna á fáum mán uðum um a.m.k. 25%, en miklu líklegra þó 50—100%, að hann segir af sér, sé okkur að kenna. Ég er hræddur um, að óðaverð- bólgan hafi verið heldur of snemmborin til þess að hægt sé að kenna okkur hana. — o — Strax og viðreisnarstjórnin hafði með breyttri gengisskrán- Framhald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.