Morgunblaðið - 27.04.1963, Qupperneq 4
4
MORCl’lVBLAÐIO
Laugardagur 27. apríl 1963
— Ræða Ólafs
Thors
Frarrvh. af bls. 3.
upp stefna stjórnarandstæðinga.
Aðalmarkmið stefnunnar í pen
ingamálunum á undanförnum ár
um hefir verið að skapa jafn-
vægi í efnahagslífi landsins inn
á við og út á við og efla gjald-
eyrisforðann. Jafnframt hefir
verið lögð á það áherzla, að þetta
markmið næðist án þess að
rekstrarörðugleikar sköpuðust
hjá fyrirtækjum og án þess að
atvinna minnkaði.
Til að framkvæma þessa
stefnu hefir verið beitt nokkurri
takmörkun á endurkaupum
Seðlabankans á afurðavíxlum
frá því sem áður var, bindingu
hluta af innlánaaukningu banka
og sparisjóða í Seðlabankanum
og hækkun vaxta á innlánum og
útlánum.
Þessi stefna í peningamálun-
um hefir ásamt aðgerðum á öðr-
um sviðum efnahagsmála leitt til
þess, að sparnaður hefir aukizt
mikið og hluti þessa sparnaðar
hefir verið lagður inn í Seðla-
bankann, vegna bindingarinnar
og frjálsra aðgerða bankanna
sjálfra. Þetta hefir svo aftur gert
Seðlabankanum kleift að auka
gjaldeyrisforðann. Þannig hefir
stefnan i peningamálum verið
ein helzta stoðin undir þeim
árangri, sem náðst hefir í því að
bæta stöðu landsins út á við.
Viðhorfin í efnahagsmálunum
hafa breytzt verulega á undan-
förnum mánuðum. Gjaldeyris-
forðinn er orðinn það mikill,
að ekki er ástæða til þess að
leggja sömu áherzlu á aukningu
hans eins og áður. Mikil hækkun
hefir orðið á tekjum manna,
bæði vegna aukinna aflabragða
og hækkunar launa. Þetta hefir
leitt af sér verulega aukningu
neyzlu. Jafnframt hafa fram-
kvæmdir aukizt mikið. Hvort
tveggja kemur fram í verulegri
aukningu innflutnings. Nú stefn
ir því bersýnilega í þá átt, að sá
afgangur, sem verið hefir á við-
skiptajöfnuðiirum hverfi og vöxt
ur gjaldeyrisforðans minnki eða
hætti um sinn.
Þessi þróun kemur berlega
fram 1 þeim tölum, sem birtar
eru í þjóðhags- og framkvæmda-
áætlun ríkisstjórnarinnar. Þær
sýna, að á árunum 1960—1961
óx neyzlan hægar en þjóðar-
framleiðsla og þjóðartekjur og
fjárfesting minnkaði verulega.
Þetta gerði það að verkum, að
hallinn á viðskiptajöfnuðinum
hvarf. A árinu 1962 uxu þjóðar-
framleiðsla og þjóðartekjur hins
vegar um 5—6%, en neyzlan um
tæp 8% og fjárfesting um 14%.
Á árinu 1963 gerir áætlunin ráð
fyrir mikilli aukningu fjárfest-
ingar til viðbótar, eða 19% aukn-
ingu, samfara því, að neyzla auk
ist svipað og þjóðarframleiðsla.
Til þess að þetta geti átt sér
stað, er gert ráð fyrir aukinni
notkun erlends lánsfjár jafn-
framt því, að gjaldeyrisforðinn
hætti að mestu að aukast.
Þessi þróun er möguleg vegna
þess árangurs, sem náðst hefir á
undanförnum árum í því að
styrkja stöðu landsins út á við.
Af þessum sökum er lánstraust
þjóðarinnar nú mikið og gjald-
eyrisforðinn tiltölulega öflugur.
Hættan er hins vegar sú, að
aukning neyzlu og fjárfestingar
verði enn meiri en gert er ráð
fyrir í þjóðhagsáætluninni og
meiri én aukning þjóðarfram-
leiðslunnar og aukin notkun er-
lends lánsfjár geti staðið undir.
Afleiðing af þessu myndi verða
minnkun gjaldeyrisforðans, er
gæti orðið mjög hröð, þegar inn
á þessa braut væri komið. Þarf
ekki að fara mörgum orðum um
það, að slík þróun hlyti bráðar
að leiða til þess að gera þyrfti
öflugar ráðstafanir til þess að
koma á jafnvægi. Ella lendum
við aftur í fúafeni hafta og
banna með öllu, sem af þvi
leiðir.
Til þess að koma í veg fyrir
slíka þróun, hafa ríkisstjórnin og
Seðlabankinn haldið í aðalatrið-
um fast við þá stefnu í peninga-
málum, sem viðreisnin í önd-
verðu markaði. Reglurnár um
endurkaup afurðavíxla eru enn
i aðalatriðum óbreyttar. Vöxt-
um hefir ekki verið breytt síð-
an í ársbyrjun 1961, innlánsbind
ingu hefir heldur ekki verið
breytt, að öðru leyti en því, að
bindingin hefir verið lækkuð úr
30% í 25% af innlánaaukningu,
jafnframt því sem bankarnir og
stærstu sparisjóðirnir hafa sam-
þykkt að leggja fram 15% af inn
lánaaukningu vegna fjáröflunar
til framkvæmda á vegum hins
opinbera og til fjárfestingarlána-
sjóða á árinu 1963. Með þessu
er ætlunin að hamla gegn því,
að of mikil þensla verði í pen-
ingamálum. Veltur á miklu að
það takist.
Það er þessi stefna og þessi
úrræði, sem við eigum það að
þakka, að gjaldeyrisaðstaðan hef
ir batnað um 1408 millj. króna
á rúmum þrem árum og spari-
fé landsmanna aukizt um 1850
milljónir króna.
Það er þessari stefnu, sem við
eigum það að þakka, að þjóðin
hefir flutt sig um set, frá neðri
hluta hins óæðri * bekkjar til
virðulegs sess meðal velvirtra
skilaþjóða.
Það er gegn þessari stefnu og
þessum úrræðum, sem stjórnar-
andstæðingar frá öndverðu hafa
barizt hatrammlega. Og það er
þessi stefna og þessi úrræði, sem
andstæðingarnir lofa að hætta
að hafa í heiðri, en taka þess í
stað upp alveg þveröfuga stefnu
og úrræði, fái þeir að ráða eftir
kosningar.
Lokaráð eða starblinda
Það, sem andstæðingarnir lofa
að framkvæma, er þetta:
1) Lækkun vaxta.
2) Rýmkun reglna um endur-
kaup afurðalánavíxlna.
3) Afnám innlánabindingar.
Allt hljómar þetta vel í eyrum.
Það veit stjórnarandstaðan líka
vel.
En hvað leiðir svo af þessari
stefnu andstæðinganna, komist
hún í framkvæmd?
Það hljóta þeir líka að vita,
en treysta því, að fjöldi manns
átti sig ekki strax á því.
En hver er þá sannleikurinn?
1) Lækkun vaxta um 2% rýrir
hlut sparifjáreigenda um 100
milljónir króna á ári, en leiðir
auk þess til miklu meiri minnk-
unar á sparnaði vegna þess að
allir, sem farnir eru að kynnast.
lögmálum efnahags- og fjármála
lífsins, sjá fljótlega hvert þá er
stefnt og óttast því réttilega um
verðfall krónunnar.
2) Rýmkun á endurkauparegl-
unum eykur að sjálfsögðu útlán-
in að sama skapi.
3) Af afnámi bindingarinnar
leiðir, að þær 600 milljónir
króna, sem um síðustu áramót
voru bundnar, fengju nú bankar
og sparisjóðir til frjálsrar ráð-
stöfunar, sem fyrr en varir er
hætt við að leiði til útlánaaukn-
ingar, ekki sízt þar sem vaxta-
lækkunin og fyrirsjáanlegt jafn-
vægisleysi í efnahagsmálum
mundi stórauka eftirspurn eftir
Iánsfé.
Það er þetta, sem stjórnarand-
stæðingar segjast ætla að leiða
yfir þjóðina.
Minnkandi sparnaður og stór-
aukin útlán, sem vegna þess að
meir en nóg atvinna er í land-
inu og framleiðslutækin fullnýtt,
gæti ekki leitt til framleiðslu-
aukningar, heldur kæmi fram í
auknum innflutningi og þar með
versnandi stöðu út á við. Gjald-
eyrisforðinn gæti með öðrum
orðum étist upp á mjög skömm-
um tíma. Þar með væri grund-
völlurinn úr sögunni fyrir heil-
brigðu efnahagslífi, framförum
og batnandi lífskjörum á næstu
árum. Haftabúskapurinn mundi
halda innreið sína á nýjan leik.
Erlend lán myndu ófáanleg.
Árangur undanfarinna ára væri
að engu orðinn. Við stæðum
fljótlega í sömu sporum, sem
þegar viðreisnin hófst og yrðum
að byrja á nýrri viðreisn, ef við
þá bærum gæfu til að hefja nýja
sókn áður en allt væri komið
fram af gjábarminum.
Þetta er það, sem framundan
er, ef andstæðingarnir fá að
ráða.
Þetta er ekki það, sem þjóðin
kýs sér.
En þetta er samt það, sem þjóð
in kýs sér, ef hún kýs stjórnar-
andstæðinga þann 9. júní n.k.
Þetta er það, sem því á að
ráða, þótt ekki væri annað, að
þjóðin kýs viðreisnarflokkana
þann 9. júní.
Opinskár Eysteinn
Mig langar til að skjóta þvi
hér inn í, að í morgun las ég
ræðu formanns Framsóknar á
flokksþingi þeirra.
Ræðan er óheiðarleg að því
leyti til, að ræðumaður gerir
stjórnarflokkunum upp stefn*i,
sem þeir aldrei hafa haft og
ræðst síðan á þá fyrir þessar til-
búnu sakir. Ræðan er aftur á
móti heiðarleg að því leyti til,
að Eysteinn Jónsson og Fram-
sóknarflokkurinn koma þar fram
eins og þeir eru í raun og veru.
Enginn, sem þessa ræðu les, get-
ur gengið þess dulinn, að hér er
íhaldssamur maður og íhaldssam
ur flokkur á ferðinni. Það örlar
ekki í ræðunni á tilraunum til
að brjóta til mergjar vandamál
okkar tíma, né á stefnumiðum
fyrir framtíðina. Eysteinn Jóns-
son lítur bersýnilega þannig á,
að það séu núverandi stjórnar-
flokkar, sem muni móta fram-
tíðarstefnuna í íslenzkum þjóð-
málum. Þeirra hlutskipti muni
verða að setja markmiðin, sem
keppt skuli að, og finna leiðirn-
ar til þess að leysa þau margvis-
legu vandamál, sem örar breyt-
ingar okkar tíma fela í sér. Hlut
verk Framsóknarflokksins á að
vera annað. Það á að vera að
hamla, að gæta þess, að breyt-
ingarnar verði ekki of örar, og
umfram allt að þær gangi ekki
nærri þeim sérhagsmunum, sem
flokkurinn ber mest fyrir brjósti.
Hlutverk
Sjálfstæðisflokksins
Það, sem Eysteinn Jónsson bið
ur um, er, að Framsóknarflokkn
um verði í næstu kosningum
sköpuð aðstaða til þess að leysa
þetta hlutverk af hendi.
Stjórnarflokkarnir mega vera
ánægðir með það ábyrgðarmikla
hlutskipti, sem Eysteinn Jónsson
hefir valið þeim. Það hlutskipti,
sem hann hefir valið Framsókn-
arflokknum, er einnig í fullu
samræmi við eðli og uppruna
þess flokks. En er Framsóknar-
flokkurinn i raun og veru vel til
þess fallinn að leysa jafn vel
þetta hlutverk af hendi? Heil-
brigð gætni og varúð eru þýð-
ingarmiklir eiginleikar, og af
þeim eiga stjórnarflokkarnir
sjálfir nóg innan sinna eigin vé-
banda.' En sjúkleg tortryggni
gagnvart öðrum mönnum, flokk-
um og þjóðum er háskalegur eig
inleiki, og það er því miður
þessa eiginleika, sem fyrst og
fremst hefir gætt í fari Fram-
sóknarflokksins á undanförnum
árum.
1 ýmsum nágrannalöndum
okkar hafa stjórnmálaflokkar
skipt með sér verkum, þannig að
sumir hafa beitt sér fyrir nýj-
ungum og framförum, en aðrir
hafa séð fyrir nauðsynlegri að-
gát. Það hefir orðið hlutskipti
Sjálfstæðisflokksins frá upphafi
að gegna báðum þessum hlut-
verkum, að fara í fararbroddi í
framfaramálum þjóðarinnar, en
skapa um leið þá kjölfestu, sem
hverju þjóðfélagi er nauðsynleg.
Það mun þjóðinni affarasælast,
að flokkurinn sé þess reiðubú-
inn að gegna báðum þessum hlut
verkum einnig í framtíðinni.
Dæmið okkur
af verkunum
Að nokkrum vikum liðnum
fella kjósendur landsins sinn
dóm. Allir flokkar landsins verða
að standa reikningsskil gerða
sinna. Við Sjálfstæðismenn
göngum ótrauðir íyrir dómar-
ann og biðjum þess að vera
dæmdir af verkum okkar.
reisnarflokkarnir bjargað heiðri
Á þessu kjörtímabili hafa við-
Islendinga, forðað þjóðinni frá
fjárhagslegu ósjálfstæði, atvinnu
Ieysi og hvers konar þrenging-
um. Það er viðreisnin, sem því
hefir áorkað, að í augum um-
heimsins skipar ísland nú að
nýju sinn forna sess á bekk með
vel virtum skilaþjóðum, í stað
þefl-rar aumu vesældar, van-
máttar og niðurlægingar, sem
vinstri stjórnin færði yfir land
og þjóð. Sett hefir verið ný lög-
gjöf, sem markar djúp spor á
mörgum sviðum þjóðlífsins, skatt
ar lækkaðir, óreiðan í stjórn
fjármála ríkisins lagfærð, settar
hömlur á taumlausar ríkisábyrgð
ir, greiðslur frá almannatrygg-
ingum fjórfaldast, verzlunin verið
að mestu gefin frjáls, alhliða fyr
irgreiðslur fyrir öllum atvinnu-
rekstri verið meiri og betri en
nokkru sinni fyrr og mörkuð
merk spor með margvíslegri
lagasetningu varðandi dóms^jaál,
kirkjumál, heilbrigðismál,
menntamál o.sfrv.
Er þá ótalinn hinn mikli sigur
í landhelgismálinu.
Fyrir allt þetta, fyrir viðreisn-
ina alla, biðjum við um að verða
dæmdir.
Framkvæmdaáætlunin
En engu minna óskum við að
verða dæmdir af því, sem við
nú höfum heitið að framkvæma,
ef þjóðin vottar okkur traust
við kosningarnar og gefur okk-
ur með því færi á að brjóta á
ný blað í stjórn íslenzkra efna-
hags- og fjármála.
Á ég þar, eins og allir munu
skilja, við framkvæmdaáætlun-
ina. Er þar um stórmerka nýj-
ung að ræða, sem án efa mun
hafa víðtæk áhrif á atvinnu- og
efnahagslíf þjóðarinnar, öllum
til mikilla hagsbóta, verði for-
dæmi okkar framfylgt þannig að
slíkar framkvæmdaáætlanir
verði föst venja hér á landi.
Hafa andstæðingarnir ekki þor-
að að mæla gegn sjálfri hug-
myndinni, en af vanmætti reynt
að burðast við að finna okkur
til foráttu hversu seint skýrslan
sé fram lögð og að ekki hefir
unnizt tími til að. leggja nú þeg-
ar fram sundurliðaða áætlun
nema fyrir 1963 og 1964 að
nokkru leyti. Hefir þó ástæð-
unum fyrir þeim drætti, sem á
hefir orðið, verið ekki síður
vandlega í þá troðið en kverinu
í tossana hér áður fyrr. í vand-
ræðum sínum eru þeir svo lent-
ir í því að halda því fram, að
hér sé eiginlega um smámuni
eina að ræða, en segja svo í
sömu andránni, að áætlunin sé
hreinasta kosningaplagg.
Til þess að geta staðið undir
kostnaðinum við „smámunina"
hefir ríkisstjórnin orðið að út-
vega lán að upphæð 477 milljón-
ir króna og er þá ótalið viðbót-
arlán til Reykjanesbrautar, sem
nú er í athugun að taka.
Verður öllu þessu fé varið ým
ist til framkvæmda á vegum rík-
isins, svo sem til vega, hafna,
skóla o.s.frv. umfram og til við-
bótar því, sem Alþingi ákvað á
fjárlögum, eða til þess að efla
þá sjóði, sem lána til landbún-
aðar, sjávarútvegs, iðnaðar og
til húsnæðis, allt umfram og til
viðbótar því, sem Alþingi ákvað
á fjárlögum. Lét þó formaður
Framsóknar sig hafa það að
staðhæfa í umræðum á Alþingi,
að í framkvæmdaáætluninni
væri ekkert, alls ekkert umfram
það, sem hann sjálfur og Alþingi
Væri búið að ákveða.
Er þetta stórfengleg og gleðileg
nýjung og hitt einnig ánægju-
legt fyrir þá, sem að viðreisn-
inni. standa, að það er óumdeil-
anlegur sannleikur ,að það er hið
endurreista lánstraust þjóðarinn
ar, vegna sparifjáraukningar,
bættrar gjaldeyrisstöðu og ann-
arra afleiðinga viðreisnarinnar,
sem nú veitir íslandi svo greið-
an aðgang að fjárhirzlunum. Án
viðreisnarinnar hefði ekkert lán
fengizt erlendis og án viðreisn-
arinnar hefðum við heldur ekk-
ert handbært fé haft innanlands
til þessara framkvæmda.
Hitt er svo annað mál, að
stjórnin hefir vandlega gætt
>ess, að allar áætlanir séu
byggðar á varfærnu mati. Þar
eru engar gyllingar gerðar, enda
tilgangur stjórnarinnar ekki sá
að fegra sig í augum þjóðarinn-
ar, heldur að leggja fram skyn-
samlegar og sem traustastar á-
ætlanir um meðferð þjóðartekn-
anna. Áætlunin er ekkert kosn-
ingaplagg, heldur alvarleg til-
raun til meiri fyrirhyggju og
betri búmennsku en verið hefir
að undanförnu. Held ég, að þjóð-
in væri hundruðum eða heldur
þó þúsundum milljóna ríkari. ef
við hefðum tekið upp þessi
vinnubrögð upp úr ófriðarlok-
um, m. a. af því að þá hefðum
við miklu fyrr tekið upp við-
reisnarstefnuna, en horfið frá
höftum, bönnum, útflutnings-
uppbótum og skökku gengi krón
unnar.
Skal ég ekki skýra þetta stór-
mál frekar hér, en vísa til
skýrslu stjórnarinnar og ræðu
þeirrar, er ég flutti um málið á
Alþingi 16. þ. m., sem birt hefir
verið í blöðum Sjálfstæðisflokks-
ins.
Verk okkar tala
Það er af viðreisninni og
okkar þætti í framkvæmdaáætl-
uninni, sem við biðjum um að
verða dæmdir.
En áður en dómur fellur lít-
um við einnig lengra um öxl og
minnum á, að í nær aldarfjórð-
ung hefir Sjálfstæðisflokkurinn
verið lang stærsti og valdamesti
flokkur þjóðarinnar. A þessum
aldarfjórðungi hafa íslendingar
endurheimt fullt þjóðfrelsi og
alla stjórn allra málefna sinna.
Og á þessum sama aldarfjórð-
ungi hefdr fram farið fullkomin
bylting á öllum sviðum þjóð-
lífsins, jafnt varðandi menntun
og menningu þjóðarinnar sem á
öllum sviðum atvinnu- og fjár-
málalífsins. Um þetta tala verk-
in, hvert sem augum er rennt,
jafnt á landi, legi sem lofti.
Samfara þessu hefir verið svo
á málum haldið, að ísland er nú
heimur betri, en einkum þó jafn
ari kjara allra manna og allra
stétta en dæmi eru um.
Það væri óréttmætt að eigna
Sjálfstæðismönnum allan heið-
urinn af afrekum þessa aldar-
fjórðungs. En hitt væri þó meiri
fjarstæða að ætla að þræta fyr-
ir, að stærsti flokkur þjóðarinn-
ar, flokkurinn, sem verið hefir
skapandi máttur, sem lengst af
hefir haft forystuna á ferð þjóð-
arinnar frá fátækt til bjarglána
og bættra lífskjara, eigi ekki
öflugan þátt í íslenzka ævintýr-
inu.
Fram að þessu hefir Sjálf-
stæðisflokkurinn verið dæmdur
af verkum sínum og þess vegna
alltaf verið lang stærsti flokkur
þjóðarinnar.
Við biðjum enn um að verða
dæmdir af verkum okkar og á-
huga okkar og innri þörf á að
veita þjóðinni dygga þjónustu
og djarfa forystu.
Nú sem fyrr munum við
gjalda trausts þjóðarinnar með
verkum okkar.
Fram til velmegunar
S j álf stæðismenn.
Bardaginn er hafinn.
Við vitum, að fortíðin varðar
miklu, nútíðin meiru, en mestu
þó framtíðin. Þess vegna stefn-
um við alltaf andans sýn fram
á veginn í leit af nýjum leiðum,
að nýjum lindum, sem ausa megi
af, til velfarnaðar þjóðinni allri,
en einkum þó æsku landsins.
Við leggjum nú til atlögu með
fangið fullt af stórhug, fjölmedn-
ari, öflugri og orustuglaðari eu
nokkru sinni fyrr.