Morgunblaðið - 27.04.1963, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 27.04.1963, Qupperneq 9
Laugardagur 27. apríl 1963 MORGUNBLAÐIÐ 9 Með fiskimönnum NORÐMENN hafa frá önd- verðu verið mikil fiskveiðiþjóð. Snemma á öldum hófu þeir út- flutning á fiski, skreiðarverkuð- um, og notuðu hann sem gjald- imiðil í viðskiptum við aðrar þj óðir. • Út frá hinni óralöngu strönd Vestur-Noregs eru mikil fiski- grunn, og voru göngur á þau iöngum harla árvissar, þótt út af gæti á stundum borið um aflasæld. En einn var þó sá stað- ur við vesturströnd Noregs, þar sem heita mátti að eigi brygðist gnægð fiskjar upp úr áramót um, og áttu menn því að venj- ast, að þar héldist uppgripaafli óslitið um fjögurra mánaða skeið é ári hverju. betta var í Vest- tfiirði við Lótfóten. Fiiskgöngur Iþessar komu norðan úr Berings- Þetta eru menn, sem stunda ýmiss konar atvinnu á öðrum tímum árs, fæstir þeirra stunda fiskveiðar árlangt Þegar flest var nú í seinni tíð munu hafa verið við veiðar þar á vertíð 30 þús. manns á 5000—6000 bát- um. Árin 1946 og 1947 var tala þeirra komin ofan í 20 þús., 1962 í 9,600, en á yfirstandandi vertíð er tala þeirra komin ofan í 7600 og bátatalan niður í 2021, eða rúm lega % af því, er þeir voru flest- ir. Þó er rýrnun aflamagnisins hlutfallslega enn meiri. Þessi vertíð er sú rýrasta það sem af er, sem sögur fara af. Við áttum tal við menn, sem voru fjórir á bát og stunduðu handfæraveiðar. Afli þeirra þann dag var 50 kg. Við komum inn í beitingaskúr, þar sem verið Frá Svolver Ihafi og jafnvel Hvitahafi og er- indi fisksins í Vestfjörð var að Ihrygna þar. Að lokinni hrygn- ingu hvarf fiskurinn aftur af miðunum til heimkynna sinna á úthafsslóðum. Eins er það með Ihrognin. Þau berast, er frá líður Ihrygningunni, með straumnum út úr Vestfirði og norður með landi til þess hitastigs í hafinu, eem hentar fiskseiðunum til vaxt ar og þroska. Áður fyrr, meðan Norðmenn ibjuggu við fábreytta og einhæfa atvinnulháttu, voru fiskveiðgrnar við Lófótein svo ríkur þáttur í lífsafkomu þjóðarinnar, að þe«s eáust skjótt merki í afkomu manna hvarvetna í landinu, ef misbrestux varð á þessum veið- um. Gamalt máltæki í Noregi eegir, að aflaibrestur við Lófót- en ségi til sín á aðalgötu Osló- borgar, sem kennd er við Kari Jólhann. Nú á siðari árum hefir orðið mikil breyting á atvinnuiháttum Norðmanna. Eins og nú er kom- ið eru þeir langt frá því að vera efnahagslega jafnháðir fiskveið- unum og áður var. Kemur þetta eér vel ,því mikill og vaxandi aflabrestur hefir verið þar um ekeið, og má segja, að misæri í þessu efni taki jafnt til þorsk- veiða og sildveiða. Þeir, sem fisk- veiðar stunda við Lófóten, hafa ekki farið varhluta af þessu frek ar en aðrir. Síðari árin hefir einnig þar mjög dregið úr afla, enda fæikkar þeim ár frá ári, eem þangað leita til aflafanga. En svo langt sem sögur ná, hafa aðkomumenn við veiðar þar ávallt verið í meirihluta. Þeir koma allir á sínum eigin bátum og dveljast þar lengri eða •kemmri tim® af vertíðinni var að beita línu. Hún var úr nyloni, bæði lóðarás og taumar. Var lóðarásinn hvergi nærri jafngildur og nylonfærin, sem notuð eru hér í Faxaflóa. Þeir beittu rækjum, sem aflað var suður í Þrándlheimsfirði, og kost- aði kg. af þeirn 7,50 kr. norskar eða 45 kr. íslenzkar. Sögðu beit- ingarmenn þessir, að aflinn borg- aði ekki beituna. Við ferðafélagarnir forum útf á miðin einn daginn, sem við dvöldumst í Lófóten og vorum í þeirri sjóferð til kvölds. Við fengum far með fiskirannsóknar- bát, sem var um 60 smálestir að stærð. Hann sigldi um megin- hluta fiskveiðisvæðisins, og sá- um við hvernig miðunum er skipt. Afli var mjög tregur og handfæraibátarnir kipptu enda- laust. Á einum stað, nærri landi, var komin allmikil benda stærri og smærri báta, Mklega um 50— 60 að tölu. Dýpið var þarna 30 faðmar, og var þó örskammt til lands. Lítill var aflinn. Einn netabátanna, sem þarna voru, fék þó allgóðan afla. Það var kallað að menn færu í bendur hér við Faxaflóa á ára- bátatímanau, þegar skip, þar sem beitt var rækjum og ávallt legið við fast, hnöppuðu sig saman í þéttar raðir og lágu næstum borð við borð. Þetta þótti oft fiskisælt. Þarna safn- aðist saman mikill niðurburður af grásleppuhrognum, sem hrísl- uðust af önglinum við kipping- una og dreifðust í allar áttir. Voru þá oft hatfnar viðræður milli skipverja og kallazt á eins og raddstyrkur náði til, og var orðbragð í þeim samtölum ekki alltaf heflað. „Það er landsynn- ingskjaftur á þér í dag“, hraut máske út úr einhverjum, sem fekk þá viðlíka andrjkt svar um hæl eins og t.d. þetta: „Éttu hann sjálfur". Það var í svona félagsskap, sem Jón stormur sagði við Eyjólf hoppatrítil: „Mér þykir hann vera farinn að ganga upp á trítilinn". En Eyjólfur svaraði í sömu andrá: „Já, það er sýnilegt að það er stormur í aðsigi“. Svo var eng- anveginn örgrannt um, að að því gæti rekið, að skipverjar sprettu á kvið á fiski og tækju að hefja gotukast á milli skipanna. Það var engin háttprýði í þessum sviptingum og þeir urðu illa út- leiknir, sem orðið höfðu skot- mark í þessu gotustríði. En allt var þetta græskulaust gaman, enda gleymf og grafið að degi loknum. — Þetta er nú útúrdúr, en ég rifja þetta upp til þess að gera grein fyrir því, hvað í orðinu benda felst, fyrst það hraut úr pennanum. í fiskirannsóknarbátnum voru tvö nylonfæri. Var þeim rennt. Það hljóp á annað færið og inn- byrtur var þorskur, sem vó 12 kg. Hann var strax soðinn og étinn upp til agna með öðru góðgæti, sem þar var á borð borið. Ekkert gerðist annað sögu- legt í þessari ferð, en við vor- um fróðari eftir að sjá athafnir sjómanna á þessum fornírægu fiskislóðum. Ekki var kveikju- legt á miðunum. Þar var eng- in fuglsferð sjáanleg, hvorki íbvítfugl né svartfugl. Gott veð- ur var um daginn og komið logn að heita mátti, þegar í land var komið. Flotinn, sem þarna var að veið- um, var mjög sundurleitur. Neta- og línubátarnir flestir voru á að gizka 40—60 smálestir að stærð. En auk þeirra var þarna mikili grúi smærri báta, sem þó voru allir með þilfari. Mikið er Svolvær, stærsti bærinn á Lofotensvæðinn af bátúm 5—10 smálesta, og eru flestir bátanna af þessari stærð frambyggðir, sem kallað er. Á þessum bátum flestum eru 2—3 menn. Þó var nokfcuð um það, að eigi væri nema einn maður á báti. Á öllum bátum, stórum og smóum, eru litlir trébátar af vatnabátagerð. Var þeim skot- ið upp á rönd í minnstu bátun- um, þannig að sem minnst færi fyrir þeim. Þessir litlu þilfars- bátar skjótast með atflann til þeirra verstöðva, sem næiatar eru hverju sinni, því allsstaðar eru fiskkaupmenn. Það er al- gengt, að skipverjar sofi í bát- unum og eldi þar ofan í sig. En í öllum verstöðvum er þó mik- ið af verbúðum, þar sem sjó- menn hafa bækistöð sína. Eru þéssar verbúðir vistlegar og var í þeim, sem við sáum, umgengni öll með menningarbrag. Mikið er rætt um það norður þar hver muni vera orsök sí- þverrandi aflabragða. Það virt- ist vera almannarómur að orsök- in væri ofveiði. Úti fvrir strönd- lláfað úr nótinni inni á þessum slóðum er jafnan mikill grúi aðkomufiskiskipa og kvað útgerð Rússa vera þar stærst í sniðum. Eru rússnesk veiðiskip á miðunum allt árið, bæði við síldveiðar og þorsk- veiðar, þar á meðal margir skut- togarar, sem kváðu vera hinar mestu sjóborgir. Landslag við Lófóten er svo 'háttað, að það samanistendur af sjö eyjum, auk grúa af hólm- um og skerjum. Er Lófóten sam- eiginlegt heiti á þessu lands- svæði, en eyjarnar hafa hver sitt heiti eins og fiskibæirnir. Tvær þessara eyja eru langsam- lega stærstar, Áustvágöy og Vestvágöy og eru íbúar á hinni fyrrtöldu 9200, en hinni síðar- nefndu 13.500. Hinar eyjamar eru miklum mun minni, með 2200 íbúa ofan í 700. En saman- lagt er íbúatalan á öllum eyjun- um 30.655. Hægt er að fara um allar eyjarnar á bíl, og eru ferjur, sem fly-tja bíla yfir sund- in á miHi þeirra. Allur obbinn atf íbúunum á heima í fiiskibæj- unum. En þarna er og rekinn nokkur landbúnaður, og mun láta nærri, að landbúnaðarframleiðsl- an fullnægi þörfum íbúanna. Stærsti fiskibærinn á eyjun- um er Svolvær með 400 íbúa. Hafnir eru yfirleitt góðar á eyj- unum, og eru þær allar mjög rúmgóðar og við það miðað að geta veittf þar þjónustu miklum grúa aðkomubáta yfir verliíð- ina. Alls staðar eru mjög stór athafnasvæði umihverfls hafnirn- ar, enda fer öll fiskverkun fram inni í bæjunum og að mestu leyti við höfnina á hverjum stað. Þar eru fiskhjallar allir alveg á hafnarbakkanum. Hjallarnir eru flestir þannig gerðir, að þeir eru með þaklögum. Þykir skreið- in verkast í þeim betur þannig gerðum. Algengasti verkunarmát inn er: hraðtfrysting, söltun og herzla. í fiskverkunarstöð einni í Stamsund, sem er 1000 manna bær, var reykt mikið magn af fiski til útflutnings, og var fisk- inum, sem reyktur var fyrir enisk an markað dýft ofan í gulan lög. Þá voru og í þessari vinnslu stöð höiggnar stórar frosnar fisk- blokkir miður í teninga, sem settir voru í vél sem dýfði þeirn ofna í mjólik, og að því loknu fóru þeir otfan í brauðmylsnu, sem þakti þá utan. Þetta var einnig útflutningsvara, sem 'hafði, að því er obkur var sagt, rúman markað. Að öðru leyti fór Framhald á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.