Morgunblaðið - 27.04.1963, Síða 10

Morgunblaðið - 27.04.1963, Síða 10
10 MORCVNBL4ÐIB Laugarcfagur 27. apríl 1963 — För til Lofoten Framhald af bls. 9. vinnslan í frystihúsunum fram með sama hætti og hér. Einnig mjölvinnsla og lifrarbraeðsla. En fiskverkun, þar með talið starf í frystihúsum, var okkur sagt að færi að mesfu leyti fram í ákvæð- isvinnu og væri t.d. við fisk- flökun, er ákvæðísyinnugreiðsl- an er reiknuð út, höfð hliðsjón aif vinnuafköstum og nýtingu hráefnisins. í Lófóten er fiskur allur seld- ur upp úr bátunum eftir hvern róður. Sérstakir fiskkaupmenn kaupa fiskinn, og er fiskmót- taka í hverri verstöð. Fiskurinn er yfirleitt verkaður þar sem hann er lagður í land. En á minnstu upplagsstöðunum er hann látinn í skip og fluttur tiL Stundum er fiskurinn saltaður í s-kip, sem flytja hann til verk- unar á fjarlægari stöðum. Fiskmóttakan fer fram með þeim hæitti, að allur fiskur er seldur hausaður og slægður. Á- hafnir bátanna vinna sjálfar að aðgerðinni, eftir að fiskurinn hef- ir verið lagður í land, og selja hvað í sínu lagi, bolinn, haus- ana, lifrina og hrognin. Er í byrjun hverrar vertíðar samið um lágmarksverð á fiskinum, og. má ekki selja undir því verði. En um breytingar á fiskverðinu til hækkunar fer eftir því, sem kaupin gerast á eyrinni. Fiskveiðar á miðunum við Ló- fóten eru skipulagðar í byrjun hverrar vertiðar. Veiðisvæðin eru afmörkuð. Á þessu svæði skal fiska í net, en á hinu svæðinu á ■ línu. Handfæraveiðum, sem þarna eur mikið stundaðar, er ekki markaður neinn bás. En allrar varúðar verða handfæra- mennirnir sjálfs sin vegna að gæta á netasvæðunum. Veiðar í þorskanót voru um skeið nokkuð stundaðar á Ló- fótenmiðum, en nú er búið að banna þær þar, en leyfilegt er að nota þær alls staðar annars staðar á Noregsmiðum. Veiði- svæðunum er þannig skipt í skák- ir eftir settum reglu-m, sem fiski- mennirnir kunna skil á. Eftir- litsbátar fylgja flotanum á mið- in til öryggis því, að ekki sé út af brugðið. Eigi gildir þessi skipting veiðisvæðanna ævinlega alla vertíðina. Ber það oft við, að breytingar séu á þessu gerð- ar, er á vertíð líður, eftir því 6em þá þykir betur henta. Vertið við Lófóten er talin frá áramótum til loka aprílmánað- ar. Venjulega ná aflabrögðin há- marki í marzmánuði. Sá háttur er á um netaveiðarnar, að netin eru lögð að kvöldi og vitjað um að morgni, og þá farið með þau í land. En net, sem eru lögð að laugardagskvöldi, mega liggja í sjó yfir simnudaginn, því þá er ekki róið. Allur fiskur, sem afl- ast á þessum miðum, er fluttur á land glænýr og með verkun hans að því keppt að hann reyn- ist jafnan fyrsta flokks vara á erlendum mrkaði. Við ferðafélagarnir áttum langar samræður við forystu- menn sjómannasamtakanna, fél- agsskap útgerðarmanna og fisk- kaupenda. Svöruðu þeir greið- lega spurningum okkar varð- andi fiskveiðarnaf, kaup og kjör fiskimanna, stuðning ríkisins við útgerðina og fieira er að þessu lýtur. Fjalllendi er mikið á eyjun- um og fjöllin sem flest eru strýtu mynduð, eru víða geysihá og gnæfa sumstaðar yfir byggðina og gerir það umhverfi sumra verðstöðvanna nokkuð hrjúft, en þó svipmikið og sérstætt. Fjaila- skagi mikill gengur út frá eyj- unum til hafs og klýfur á all- löngu svæði Vestfjörðinn. Skip- geng sund eru nokkur í þessum klettaskaga, þar sem hver nibb- an tekur við af anaarri og teygja sig hátt upp í háloftin. Fremst er drangur einn hár, um 1000 metrar. Hann var fyrst klifinn 1889. Þetta er Vogakarlinn, sém þama ræður ríkjum, og er hverj- um unglinigi, sem í fyrsta sinn hefur sjómennsku á Lófótenmið- um, ráðlagt að grípa til húfunn- ar og taka, með bugti og beyg- ingum, ofan fyrir karlinum. í Lófóten eru elztu verstöðv- ar Noregs. 1120 skipaði Eysteinn konungur svo fyrir, að reistar skyldu verbúðir í Kabelvág, og seinna lét Hákon Hákonarson boð út ganga um það, að Norð- lendingar skyldu reka verzlun sína þar. í Svolvær voru ver- búðir reistar á miðöldum. Byggingar eru yfirleitt góðar á eyjunum og það vekur sér- staka athygli, hve mikið vöru- framiboð er þar í verzlunum og j öll tilhögun með varnin.ginn j og framboð á honum eins og það væri í stórborg. Það er lítill skógargróður á Lófóteneyjum. >ó eru lauftré þar á víð og dreif. En ræktaðir hafa verið þar skógarlundir með barrtrjám, sem sýna, að þar eru ★ KVIKMYNDIR s Q 'z, > KVIKMYNDIR ★ þ3 < K '2. c I—' to ★ KVIKMYNDIR ★ SKRIFAR UM: ★ KVIKMYNDIR ★ Stjörnubíó: LÆKNIR í FÁTÆKRAHVERFI MYND þessi, frá Columbia-félag- inu, er gerð eftir skáldsögunni „The last angry man“ eftir rit- höfundinn Gerald Green og hef- ur hann samið handrit myndar- innar. í myndinni segir frá göml- um lækni, Sam Abelman, sem í 45 ár hefur verið læknir fátækl- inganna í Brooklyn, en hvorki hugsað um auð né frama eins og félagar hans frá skólaárunum. Hann valdi sér þetta hlutskipti af mannkærleika og djúpri sam- úð með olnbogabörnum lífsins og þrá til að verða þeim að liði. Því vann hann læknisstörf sín af jafnmiklum áhuga hvort sem hann fékk nokkra greiðslu fyrir eða ekki. Eitt sinn kemur fyrir atvik í starfi læknisins, sem vek- ur mikla athygli og verður til þess að blöðin skrifa um hið ó- eigingjarna mannúðarstarf hans meðal öreiganna í Brooklyn. Svo sem titt er í Ameríku koma nú „smart“ sjónvarpsmenn til sög- unnar. Þeir eru vissir um að ævi og starf Sam læknis sé á- gætt og gróðavænlegt sjónvarps- efni og því hraða þeir sér til læknisins tíl þess að fá að sjón- varpa frá heimili hans og störf- um hans á lækningastofunni. Gamli maðurinn er tregur til, en lætur þó tilleiðast fyrir milli- göngu gamals vinar síns og starfsbróður. Er nú allt „sett í senu“ eftir öllum amerískum kúnstarinnar reglum, en þegar Sam læknir fer að tala í sjón- varpið með lítilsvirðingu um sýndarmennsku og óhlutvendni margra stéttarbræðra sinna, lízt sjónvarpsmönnunum ekki á blik una og óttast að læknirinn eyði- leggi með þessu sjónvarpsþátt- inn. Til þess að þagga niður í gamla manninum, segja þeir hon um að þeir ætli, er sjónvarps- þættinum sé lokið, að gefa hon- um glæsilegt íbúðarhús í einu af beztu hverfum borgarinnar. En gamli maðurinn brosir góðlát- lega að þessari rausn og neitar að þiggja gjöfina. „Ég hef aldrei tekið við neinu fyrir ekki neitt og fer ekki að gera það héðan af. Og ég hef hingað til staðið á eigin fótum og mun gera svo það sem eftir er“, svarar hann sjónvarpsmönnunum. Það er þó ákveðið að halda áfram sjónvarpstökunni, en þá ber svo við að læknirinn er kall- aður til eins af sjúklingum sín- um, sem settur hefur verið í fangelsi fyrir þjófnað. Læknir- inn hraðar sér til sjúklingsins sem mest hann má, en það verð- ur gamla manninum ofraun. Hann hnígur niður í stiga fang- elsisins og deyr skömmu síðar á heimili sínu. Um mynd þessa er margt gott góð skilyrði til vaxtar fyrir þá trj'átegund. Lófóteneyjarnar laða til sín listamenn. Sköpunarmiáttur mál- arans fær útrás í hinum sér- kennilegu náttúrufyrirbærum, sem engra augum fá dulizt, Þjóð- kunnir málarar hafa skapað þar ódauðleg listaverk. Reist hefir verið í Svolvær listamannahús til afnota fyrir norska og sænska rnálara. Mörg af skáldum Noregs hafa sótt yrkis- og söguefni á þessar slóðir. Á Hamaröy, sem er í nágrenni við Lófóten, er stórskáldið Knut Hamsun fædd- ur. Mikil og vaxandi umferð skemmtiferðamanna er á þess- um slóðum að sumarlagi. Efeir þriggja daga áuiægjulega og lærdómsríka dvöl á Lófóten- eyjuim, snúum við ferðafélagarn- ir aftur heimleiðis. Verður sagt frá því 1 næstu grein. að segja. Hún lýsir sönnu mikil- menni, sem aldrei slakar til, þeg- ar um er að ræða þær siðferði- legu kröfur, sem hann gerir til sjálfs sín, og jafnframt gefur myndin á vægðarlausan hátt glögga hugmynd um hina miklu gróðahyggju og auglýsinga- skrum, sem virðist vera svo mjög ríkjandi víða nú á tímum. Paul Muni ber höfuð og herðar yfir alla aðra leikendur í þess- ari mynd, með frábæruih leik sínum í hlutverki Sam læknis, sem er mesta hlutverkið. Aðrir leikendur fara og vel með hlut- verk sín og ber þá fyrst og fremst að nefna David Wayne í hlutverki sjónvarpsstjórnandans Woody Trasher. Nýja Bíó: H AMIN GJULEITIN ÞESSI ameríska mynd er gerð eftir skáldsögunni „From the Terrace" eftir ameríska rithöf- undinn John O’Hara. Leikstjóri er Mark Robson, sem er hag- fræðingur að menntun, en hefur starfað sem kvikmyndastjóri við góðan orðstír um tugi ára. Aðal- leikendur eru þau Paul Newman og Joanne Woodward. Efni þessarar myndar er svo margslungið að það verður ekki rakið að neinu gagni í því tak- markaða rúmi sem ég hef hér yfir að ráða. Skal þó stiklað hér á helztu atriðunum: Stáliðju- höldurinn Samúel Eaton býr í Philadelphia ásamt Mörtu konu sinni. Hjónabandið er gleði- snautt. Hann er kaldranalegur eiginmaður og hún drykkfelld. Þegar Alfreð sonur þeirra kem- ur heim úr herþjónustu sækir hann illa að: móðir hans er dauðadrukkin og faðir hans ofsa reiður. Síðar ræðast þeir feðg- arnir við og vill faðirinn að son- ur sinn fari að starfa við fyrir- tæki sitt með það fyrir augum um að hann taki við rekstri þess síðar. Alfreð hafnar þessu til- boði föður síns og fer til New York til þess að stofna þar eigið fyrirtæki með vini sínum Lex Porter. í samkvæmi kynnist Al- freð Mary St. John, sem er heit« bundin ungum lækni, James Raper. Alfreð verður mjög hrif- in af þessari glæsilegu stúlku ög hún virðist hrifin af honum. Fer svo að hún segir lækninum upp og giftist Alfreð. En hjónaband þeirra blessast ekki. Hún heldur blygðunarlaust fram hjá manni sínum með hverjum sem vera skal. Alfreð hefur fengið góða stöðu við mikið fyrirtæki, og verður brátt nánasti trúnaðar- maður eigandans, MacHardies. Eitt sinn er Alfreð sendur til Mountain City í erindum fyrir- tækisins og þar kynnist hann ungri og hlédrægri stúlku, Nataliu Benzinger og verða þau þegar hrifin hvort af öðru. Þeg- ar Alfreð kemur aftur til New York fréttir hann að kona hans hafi hegðað sér miður sæmiiega meðan hann var í burtu. Hann segist geta skilið við hana þegar í stað, ef honum sýnist svo, en hún ögrar honum og segir að hann muni ekki þora það vegna MacHardie, sem sé svo siðavand- ur að hann muni ekki þola slíkt. MacHardie er kunnugt um hversu farið er hjónabandi Al- freðs og hyggst reyna að bæta það. Hann kalla saman stjórn- arfund í fyrirtæki sínu og hefur boðað til fundarins konu Alfreðs. MacHardie lýsir yfir því að Al- freð sé upp frá þessu fullgildur hluthafi í fyrirtækinu. Allir rísa á fætur til að óska Alfreð til hamingju, en að því búnu stend- ur Alfreð upp, heldur stutta ræðu og segist ekki þiggja þenn- an frama og gengur því næst út. Kona hans verður sem þrumu- lostin, hleypur út á eftir honum og hrópar á hann, en hann snýr sér brosandi við, veifar til henn ar hendi óg hverfur. Alfreð held ur síðan beina leið til Mountain City á fund Nataliu og þarf ekki að segja þá sögu lengri. Mynd þessi er viðburðarík og nokkur spenna í henni á köfl- um og hún er ágætlega leikin, enda fara prýðilegir leikarar þarna með hlutverk, svo sem, eins og áður segir, Paul New- man (Alfreð) og Joanna Wood- ward (Mary) Myma Loy (Marta Eaton) og Leon Amis (Samúel Eaton). En myndin er full senti- mental á köflum, en einkum þó undir lokin og gefur þá ekkert eftir í því efni hinum alkunnu þýzku glansmyndum, sem svo oft eru sýndar hér og eru þraut- leiðinlegar. Morrcei? íeikara- vika í Reykjavík N.K. SUNNUDAG hefljt hér í Reykjavík norræn leikaravika. Þetta er í annað skiptið, sem efret er til leikaraviku, hér á landi, sú fyrri var árið 1959. Þeir, sem standa að þessari leik- araiheimsókn frá nágrannalönd- unum eru Félag islenzkra leik- ara og Þorvaldur Guðmundsson framkvæmdastjóri, sem hefur boðið gestureum að dvelja á Hótel Sögu meðan á heimsókninni stendur. Fyrsta norræna leikaravikan var haldin í Kaupmannahöfn fyrir 9 árum og var það Hótel Richmond og Danska leikara- sambandið, sem stóðu fyrir henni. Sömu aðilar hafa efnt til leikaraviku í Kaupmannahöfn árlega síðan. í Sviþjóð hafa ver- ið haldnar 6 leikaravikur. Tvær hafa verið haldnar í Noregi og tvær í Finnlandi. Tilgangurinn með þessum leik- aravikum er fyrst og fremst sá, að auka kynni meðal norænna leitoara og gefa þátttakendum fcost á að sjá leitosýningar þar sem vikan er haldin hverju sinni. 1 leitohúsum höfuðborgar okk- ar er óvenjumikið af góðum leik- riturn um þessar mundir, og hef- ur sennilega sjaldan verið jafn- mikið úrval góðra verka. í Þjóð- leifchúsinu gengur Pétur Gaut- ur, sem sýndur hefur verið þar siðan á jólum við metaðsókn. Þar gengur einnig Andorra, sem er mjög gott verk. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Hart í bak, sem virðist vera að slá öll met hvað aðsókn snertir og hið sér- stæða og ágæta verk Eðlisfræð- ingana. Stjórn félags íslenzkra leikara skipa nú þessir menn: Jón Sigur- björnisson, sem er formaður, rit- ari er Klemenz Jónsson og gjald- keri er Bessi Bjarnason. Einn þátttakandi er væntan- legur frá hverju Norðurland- anna, nema frá Finnlandi þaðan koma sennilega tveir. Eennsla Lærið ensku á mettíma í okkar pægiiega hóteli við sjávar- síðuna, nálægt Dover. Fámennir bekkir 5 timar á dag. Kennt af kennurum útlærðum frá Oxford. Engin aldurstakmörk. Nútíma að- ferðir gefa skjótan árangur. Viö- urkenndir af Menntamálaráöuneyt- ínu, THE REGENCY, RAMSGATE, ENGLANDI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.