Morgunblaðið - 27.04.1963, Page 12

Morgunblaðið - 27.04.1963, Page 12
12 MORCUNTILAÐIÐ Laugardagur 27. apríl 1963 birgik gudgeirsson skrifar um HLJÓMPLÖTUR ÓPERUR Richards Wagners er sameiginlega nenfnast „Der Ring des Nibelungen“ eða „Niflungaihxingurinn“ eru „Rinargullið“ „Valkyrjan“, „Siegfried" og „Ragnarrt>k“. Verk þessi eru oft flutt ein sér, en þó hugsaði Wagner sér þau sem eina heild. Árið 1848 er Wagn- er kominn að ákveðinni niður stöðu um efni það, sem hann ætlaði að semja verk sín við, þó ekki lyki hann við þau fyrr em 1874. Kom þar margt tiL Upphaflega ætlaði hann aðeins að semja eina óp>eru við þetta yrkisefni, en eftir því, sem hann vann meira að textanum, varð honum ljóst, að málinu yrði ekki gerð viðumamdi skil í einni óperu. Það yrði alltof langt mál að rekja sköpunar- sögu þessara verka, svo marg- slungin og umfangsmikil er hún. Óperuunnendur um heim allan hafa beðið með óþreyju eftir því, að verk þessi yrðu fáanleg á hljómplötum. Og nú í apríl kom sú seinasta, er á vantaði, út á vegum Decca Þess ber þó að geta að „Ranga rök“ er aðeins fáanleg í nokkuð gamalli upptöku og ekki í stereo. Væntanlega verður ekki langt að bíða, að „Ragnarök" verði gefin út í nýrri upptöku með fullkomn ustu tækni. Þessi ópera, sem var að koma út hjá Decca, er næst seinasta óperan í „Hringn um“, „Siegfried", og hefur það verk aldrei verið til í heildar- útgáfu fyrr. Efnið í þessum óperum Wagners er sótt í þýzka, og norræna goðafræði og æfin- týri. í óperunni „Siegfried" styðst Wagner m. a. við æfin- týrið um drenginn, sem ekki kunni að hræðast. Fyrstu tveir þættir þessarar óperu eru samdir frá 22. sept. 1856 til 30. júlí 1857, en seinasti þátt- urinn frá 1. marz 1869 til 14. júní sama ár. Fullgert var verkið 5. febrúar 1871. Ópera þessi hefur, a.m.k. efnislega, marga þá eiginleika, sem okk ur íslendingum hafa löngum verið hugstæðir. Siegfried elst upp hjá dverginum Mími og búa þeir í helli langt út í skógi. Er Mímir að r'eyna að smíða sverð, sem samboðið sé hinu unga ofurmenni. En jafn óðum og hann er búinn að smíða nýtt sverð fyrir Sieg-- fried, reiðir hann það til höggs af slíkum mætti, að það brotn ar. Veldur þetta dverginum hinu mesta hugarangri, því að ætlan hans er að fara með hinn unga fullhuga til drekans Fáfnis, sem liggur á gulli í helli sínum og láta Siegfried drepa hann, svo hann, Mímir, geti náð frá drekanum ger- semum þeim, sem gætu veitt honum ótakmörkuð völd. Ger- ist nú margt, sem of langt mál yrði upp að telja. En Siegfried drepur drekann og Mími og vekur Valkyrjuna Brynhildi af dásvefni. Það er ekki of- sögum sagt, að strax frá og með forleiknum af fyrsta þætti nær Wagner fram svo sterkri stemmningu, að manni finnst maður næstum lifa og hærast í þeim furðulega heimi, er hann lýsir. Siegfried er hér sunginn af Wolfgang Windgassen. Hann flytur hlutverk sitt frumúr- skarandi músikalskt og nýbur sín hvað bezt í lyriskum köfl- um verksins. Röddin 'hefði mátt vera meiri og í lok fyrsta þáttar dregur hljómsveitar- stjórinn niður í hljómsveit- þegar Siegfried smíðar sverð- ið, til þess að eðlileg hlutföll haldist. Hér hefði kraftmeiri tenor svo sannarlega verið æskilegur. Gerhard Stolze syngur Mími af mikilli snilld og túlkar þennan ógeðslega persónuleika þannig að manni hrýs hugur við. Frægasti Óðinn seinni tíma, Hans Hott- er, er trúlega, að öðrum ólösit- uðum, sá söngvarinn sem frá- bærastur er í þessari upptöku. Þó syngur hann ekki alltaf hreint, einkum í 1. og 2. þætti, en það eru smámunir. Einnig er textaframburður nokkuð þykkur. En yfir túlkun hans er sú reisn og sá göfugleiki, sem Guðinum er samíboðinn. Gustaf Neidlinger syngur hér eins og í „Rínargullinu" hlut- verk dvergsins Alberich. Er það magnaður flutningur Kurt Böhme fer með hlutverk drek- ans. Böhme hefur mikla og djúpa rödd, sem í þessari upp töku er gerð svo hrikaleg, að slíks munu ekki dæmi. Reynd- ar má segja, að atriði þau, sem dreikinn Fáfnir tekur þátt í, séu svo kyngimögnuð, að maður sitji sem lamaður af því að hlusta á þau. Margt hefur heyrzt vel gert tækni- lega í hljóðritunum hingað til, en þessi upptaka er svo ofboðs leg, að það hvarflar að manni, hvort hægt muni að gera bet- ur. Joan Sutheriand syngur hlutverk fuglsins ágæta vel, þó ómögulegt sé að skilja orð af því, sem hún syngur. Marga Höffgen fer með hlutverk Erdu. Röddin er fögur á neðra sviðinu, en miður örugg á því efra. Birgit Nilsson syngur Brynhildi mjög svo vel en nokkuð kalt. andi og rytmiskur, en tæpast nægilega lyriskur Höfuðgall- inn á flutningi hans á verkum Wagners, bæði á þessari upp- töku og öðrum, eru hin snöggu cresoendi sem vilja höggva verkin dálítið í sundur og gefa klimiöxunum ekki nægilega breidd né tíguleik. En hvað um það, Solti er sjaldan og jafnvel aldrei leiðinlegur, og það er meira en hægt er að segja um marga aðra hljómsveitarstjóra. Það má furðulegt teljast, ef þessi úpptaka færi ekki „Grand Prix du Disque“ verð launin sem bezta óperuupp- taka ársins 1963. Hér fer sam an framúrskarandi flutningur og hljóðritun, sem er tækni- legt furðuverk. Númer eru: MET 242—2 (m), SET 242—6 (s). Þess má að lokum geta, að Siegfried Wagners er sama persónan og við þekkjum úr íslenzkum fornbókmenntum sem Sigurð Fáfnisbana. Wagn- er lagaði hina fornu goðafræði í hendi sér, þannig að sem bezt færi í óperum sínum, en hann hafði mjög næma tilfinningu Philharmoniuhljómsveitin í Wien leikur undir stjórn ung- verska hljómsveitarstjórans Georg SoltL Erfitt er að finna lýsingarorð um þessa stórkost legu hljómsveit, sem er örugg lega einhver sú bezta í heimi. Um hljómsveitarstjórn Solti á þessu verki mætti segja margt og mikið, en hér verður aðeins stiklað á stóru. Flutningur hans er fyrst og fremst út- hverfur og óhemju glæsilegur. Hárnákvæmur, spenntur og æs og smekk fyrir þeirri hlið óperunnar, er að leikhúsinu snýr. Við skulum aðeins rifja upp, hvað stendur í Snorra- Eddu (Skáldskaparmál) og munum við þá sjá að efni óper unnar „Sigfried" er grundvall arlega hið sama og frá greinir í okkar íslenzku goðafræði. .... Fáfnir hafði þá tekit hjálm, er Hreiðmarr háfði átt, ok setti á höfuð sér, er kallaðr var ægishjálmr, er öll kvik- vendi hræðask, er sjá ok sverð þat, er Hrotti hoitir. Reginn hafði þat sverð, er Refill er ‘kallaðr; flýði hann þá braut, en Fáfnir fór upp á Gnita- heiði ok gerði sér þaæ ból ok brásk í ormslíki ok lagðisk á gullit, en Reginn fór þá til Hjálpreks konungs á Þjóði ok gerðisk þar smiðr hans. Þá tók hann þar til fóstrs Sigurð, son Sigmundar, sonar Völsungs, og son Hjördísar, dóttur Eylima. Sigurðr var ágætastr allra her konunga af ætt ok afli ok hug. Reginn sagði honum tiL, hvar Fáfnir lá á gullinu, ok eggjaði hann at sækja gullit. Þá gerði Reginn sverð þat, er Gramr heitir, er svá var hvast, at Sigurðr brá niðr í rennanda vatn, ok tók í sundr ullarlagð, er rak fyrir strauminum at sverðsegginni. Því næst klauf Sigurðr steðja Regins ofan í stokkinn með sverðinu. Eptir þat fóru þeir Sigurðr ok Reg- inn á Gnitaheiði; Þá gróf Sig- urðr gröf á veg Fáfnis ok settisk þar .. En er Fáfnir skreið til vats ok hann kom yfir gröfina, þá lagði Sigurðr sverðinu í gögnum hann, ok var þat hans bani. Kom þá Reginn at ok sagði, at hann hefði drepið bróður hans, ok bauð honum þat at sætt, at hann skyldi taka hjarta Fáfn- is ok steikja við eld, en Reg- inn lagðisk niðr ok drakk blóð Fáfnis ok lagðisk at sofa. En er Sigurðr siteikði hjartat ok hann hugði, at fullsteikt myndi, ok tók á fingrinum hvé hart var; en er frauðit rann ór hjartanu á fingrinn, þá brann hann ok drap fingrinum í munn sér; en er hjartablóðit kom á tunguna, þá kunni hann fuglsrödd ok skilið, hvat igðurnar sögðu, er sátu í viðnum; þá mælti ein: Þar sitr Sigurðr sveita stokkinn, Fáfnis hjarta við funa steikir; spakr þætti mér spillir bauga, ef fjörsega fránan æti. Þar liggr Reginn — kvað önnur, ræðr umb við sik, vill tæla mög, þann es trúir hánum; berr af reiði röng orð saman, vill bölvasmiðr bróður hefna. Þá gekk Sigurðr til Regins ok drap hann, .... Þá reið Sigurðr til þess er hann fann á fjallinu hús, þar svaf inni ein kona ok hafði sú hjálm ok brynju; hann brá sverðinu ok reist brynjuna af henni; þá vaknaði hon ok nefndisk Hildr; hon er kölluð Bryn- hildr, ok var valkyrja......... Verzlunarmaður Ungur maður óskast til verzlunarstarfa. Upplýsingar í búðinni á morgun (mánudag). — Framleibslu- ráðslögin Framhald af bls. 7. Einkunnarorð nútímaþjóðfé- lags er að strita með viti. öll löggjöf þarf að hafa þetta megm markmið. Inn í framleiðsluráðs- lögin þarf að koma ákvæðið um að bændur hafi til nokkurs að vinna í bættum hag, með því að beita viti sínu og striti til meiri hagkvæmni í framleiðsl- Verzlunin Aðalstræti 4 h/f.. . Nauðuir.garuppboð IHAIMN VAIMTAR verður haldið að Síðumúla 20, hér í borg (bifreiða- Á Smurstöðina, Sætúni 4, — Sími 16227. geymslu Vöku), eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykja- Upplýsingar á föstudag og laugardag. vik o. fl. föstudaginn 3. maí n.k. kl. 1,30 e.h. Seldar verða eftirtaldar bifreiðir: R-348, R-635, R-894, R-1737, R-2834, R-3555, R-3601, R-3631, R-3654, R-3788, R-5321, R-6839, R-7015, R-7094, R-7098, R-7820, R-7922, R-8647, R-8649, R-8658, R-9534, R-9751, R-9845, VerzlunarmaSur R-10203, R-10625, R-10829, R-11189, R-11528, R-12201, R-12208, R-12260, R-12267, R-12422, R-12624, R-13218, R-13363, R-13589, R-13946, V-139, X-397 og X-651. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. L Við óskum eftir að ráða ungan en dálítið vanan afgreiðslumann í sölubúð til aðstoðar öðrum. Nánari uppl. í síma 10033. H. F. OFNASMIÐJAN, Reykjavík. unni. Helmingaskipti af þeim ár» angri milli bænda og neytenda eru byggð á fyllstu sanngirni og ákvæði um það að minnkandi ‘hagkvæmni komi á sama hátt hér eftir niður að hálfu á hvor* um, framleiðendum og neytend- um, í stað þess sem nú er að það kemur eingöngu niður á neyt- endum, slær niður öll rök f.yrir því að þessi breyting okkar Björns Þórarinssonar — geti ekki samrýmzt grundvallarhugs- un framleiðsluráðslaganna um verðlagninguna. Hún samrýmist þeim fullkomlega af því að frá» vikið er jafnt til beggja hliða. En arðsvonin fyrir að gera vel ætti að verka sem lífdögg á blóm, í stað þess, sem nú er að verða mikil hætta á að verðlagningar- ákvæði framleiðsluráðslaganna verki sem dauð hönd ofskipu- lagsins á athafnaþrá og sjálfs- bjargarhvöt bænda. Að þessu sinni mun Aiþingi ekki fjalla frekar um þetta máh En það er æskilegt að sem flest- ir geri sér grein fyrir eðli máls- ins. Ég held að þessi breyting á framl.ráðslögunum hljóti al-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.