Morgunblaðið - 27.04.1963, Side 15
Laugardagur 27. aprfl 1963
MOnCUWBlAÐlb
13
Alyktanir ársþings
Fél. ísl. iönrekenda
dóms- og slysaíorfalla, þar semlhefur fyrrv. skrifstofustjóri inn-
mismunandi skilningur hefur flutningsskrifsstofunnar, Stefán
komið fram á ýmsum ákvæðum Jónsson, sem nú á sæti í verð-
laganna. Þá ber og nauðsyn til lagsnefnd, lýst yfir i blaðavið-
að setja skýr mörk um bóta- tali, að „öllum ætti að vera ljóst,
skyldu fyrirtækja og Trygginga- að algjör verðlagshöft, eru engin
EINS og áður hefur verið getið
var ársþing iðnrekenda sett í
Súlnasalnum, Hótel Sögu, mið-
vikudaginn 17. apríl sl.
Á aukafundi ársþingsins, sem
hófst í Leikhúskjallaranum kl.
10 f. h. sl. laugardag, skiluðu
starfsnefndir þingsins álitum um
ýmis þau mál er varða hagsmuni
iðnaðarins og urðu miklar um-
ræður. Ársþinginu var slitið af
formanni Félags ísl. iðnrekenda,
Gunnari J. Friðrikssyni, um kl.
16 sama dag.
Hér fara á eftir nokkrar þeirra
ályktana, sem ársþingið sam-
þykkti:
Tollamál
Ársþing iðnrekenda 1963 lýsir
ánægju sinni yfir, að tollskráin
skuli hafa verið endurskoðuð og
telur, að fyrirmynd sú, sem far-
Ið hefur verið eftir við flokkun
hennar sé til mikilla bóta og
svari betur kröfum nútímans og
þörfum atvinnuveganna. Þá ber
sérstaklega að fagna því nýmæli
að sett skuli hafa verið ákvæði
um undirboðs- og jöfnunartolla.
Hins vegar harmar ársþingið,
að réttmætum kröfum um leið-
réttingu fyrir vissar iðngreinar,
skuli hafa verið synjað. Verður
ekki litið fram hjá þeirri stað-
reynd, að ákveðnar iðngreinar
búa við mun lægri tollvernd en
hliðstæðar iðngreinar í viðskipta
löndum vorum og eru þannig
ofurseldar ójafnri aðstöðu til
samkeppni. Komi til gagn
kvæmra tollalækkana við þessi
lönd, verður að gera þá kröfu,
að áður en til lækkana kemur,
njóti engin íslenzk atvinnugrein
minni tollverndar en meðaltoll-
vernd hliðstæðra atvinnugreina
er meðal viðskiptaþjóða vorra.
Þá bendir ársþingið á, að hinir
háu tollar, sem eru á vélum til
iðnaðarframleiðslu, hljóta að
draga verulega úr vélvæðingu
iðnaðarins og tilkomu nýrra iðn-
greina, auk þess, sem það úti-
lokar möguleika íslenzkra iðn-
fyrirtækja til samkeppni á er-
lendum mörkuðum.
Ársþingið beinir því til fjár-
málaráðherra, að nefnd þeirri,
sem skipuð verður samkvæmt
34. gr. tollskrárlaganna, verði
falið að fjalla um rökstuddar
breytingartillögur, sem komið
hafa fram og fram kunna að
koma og verði lagfæringar á
tollskránni lagðar fyrir Alþingi
á næsta hausti.
Innlent tollvörugjald
Þær breytingar, sem gert er
ráð fyrir að verði á aðflutnings-
tollum sams konar vara og
þeirra, sem nú er greitt af inn-
lent tollvörugjald, munu í mörg-
um tilfellum hafa í för með sér
yerulega neikvæða tollvernd
innlendu framleiðslunnar. Því
skorar ársþingið á Alþingi, að
samþykkja lækkun innlenda toll
vörugjaldsins til samræmis við
breytta aðflutningstolla. Leggja
yerður áherzlu á, að um leið og
lögin um innlent tollvörugjald
verða endurskoðuð, verði fullt
tillit tekið til þess, að innlendir
framleiðendur verða að kaupa
innlend hráefni, sem er veruleg
ur hluti framleiðsluverðmætis
éns, á miklu hærra verði, en hinn
erlendi framleiðandi þarf að
greiða fyrir sams konar hráefni.
Lóða- ©g hygglnamái
Ársþing iðnrekenda 1963 vek-
ur athygli forráðamanna borg
»r-, bæjar- og sveitarfélaga, svo
og annarra skipulagsyfirvalda á
því, að iðnaðurinn í landinu eet
ur þvl aðeins gegnt hlutverki
sínu í framtíðinni, að iðnfyrir-
tækjum sé á hverjum tíma séð
fyrir rúmgóðum byggingarlóð-
um og athafnasvæðum, t. d. í út-
jöðrum þéttbýlis og losa á þann
hátt hinar dýrari lóðir bæjanna
til annarra þarfa. Bendir árs-
þingið á, að öðru jöfnu munu
þau bæjarfélög draga til sín iðn-
fyrirtæki, sem bjóða þeim hag-
stæðasta fyrirgreiðslu í þessum
efnum.
Við skipulagningu slíkra svæða
verður að miða við þarfir fyrir-
tækjanna 20—30 ár fram í tím-
ann.
Þessa hefur því miður ekki
verið gætt sem skyldi á undan-
förnum árum, enda er erfitt að
sjá fyrir hina öru þróun iðnað-
arins.
í þessu sambandi ber þó að
þakka þá viðleitni til úrbóta, sem
Reykjavíkurborg hefur nú sýnt
með skipulagningu fyrirhugaðra
iðnaðarsvæða við Grensásveg og
norðan við Arbæ.
Miðað við þá reynslu, sem fyr
ir liggur hér á landi og erlendis,
telur ársþingið, að nýjar iðnað-
arlóðir þurfi að vera að minnsta
kosti 3—4 sinnum stærri að flat-
armáli en nemur gólffleti þeirra
bygginga, sem reistar eru í loka
áfánga, þannig að enn verði
nægilegt athafnasvæði fyrir
hendi, þótt byggingar á lóðunum
séu síðar auknar verulega. í
þessu sambandi má geta þess,
að það stuðlar að aukinni fram-
leiðni og samkeppnishæfni í ýms
um iðnaði, að verksmiðjubygg-
ingarnar séu á einni hæð.
Ársþingið vekur athygli á því
í þessu sambandi, að á næstu 25
árum mun þjóðinni fjölga um
allt að 100 þúsund manns, og þá
fyrst og fremst í bæjum og öðru
þéttbýli. Verulegur hluti vinnu-
aflsins, sem þjóðinni bætist á
þessum árum, hlýtur að verða
að fá framfæri sitt af iðnaðar-
starfsemi í einni eða annarri
mynd. Framundan er því óhjá-
kvæmilega stórfelld uppbygging
iðnaðar, sem taka verður tillit
til nú þegar, ef vel á að fara.
Ársþingið vill einnig undir-
strika nauðsyn þess að lóðagjöld
um iðnaðarins sé stiUt í hóf og
greiðsluskilmálar þeirra séu
gerðir aðgengilegir. Sérstaklega lr
Arsþing iðnrekenda 1963 fagn-
ar nýorðnum breytingum á lög-
um um Iðnaðarbanka íslands, er
heimila hluthafafundi að ákveða,
hvert hlutafé bankans skuli vera
á hverjum tíma og stjórn bank-
is að ráða tölu bankastjóra.
er það varhugavert að íþyngja
iðnfyrirtækjum með greiðslu
hárra lóðastofngjalda einmitt á
þeim tíma, sem þau eru að hefja
byggingaframkvæmdir. Telur
fundurinn, að slík gjöld beri að
innheimta á lengri tíma, og i
áföngum eftir því sem bygging-
ar á hverri einstakri lóð eru
auknar.
Iðnlánasjóður
Ársþing iðnrekenda 1963 lýsir
ánægju sinni yfir því, að Iðn-
lánasjóði skuli hafa verið sett ný
löggjöf, er miðar að eflingu
sjóðsins og útfærslu starfssviðs
hans. Fagnar þingið þeirri stefnu
breytingu, sem átt hefur sér
stað af hálfu ríkisvaldsins, að
því er varðar öflun á fjárfest-
ingarlánum til iðnaðarins jafn-
framt því, sem iðnaðurinn legg-
ur sitt af mörkum með árlegu
gjaldi til uppbyggingar Iðnlána-
sjóðs. Þó verður að leggja á-
herzlu á, að með því fjármagni,
er fengizt hefur, verður einungis
takmörkuðum hluta þarfa iðnað
arins fyrir fjárfestingarlán full-
nægt. Væntir ársþingið þvi, að
framhald verði á aukningu þeirr
ar fyrirgreiðslu, sem fengizt
hefur.
Iðnaðarbanki íslands h.f.
Telur ársþingið, að með þessari
breytingu hafi verulega verið
bætt skilyrði bankans til frek-
ari eflingar og stuðming við iðn-
að landsmanna.
Ársþingið vill enn ítreka ósk-
ir sinar um að Iðnaðarbankan-
um verði veitt heimild til gjald-
eyrisverzlunar. Skorar þingið
ríkisstjórnina að beita sér fyrir
því við bankastjóra Seðlabank-
ans, að heimild þessi verði veitt
þegar á þessu ári, til þess að
bankinn geti veitt viðskipta-
mönnum sínum þjónustu einnig
á þessu sviði bankaviðskipta.
Telur þingið, að traustur hag-
ur bankans, fjárhagslegt bol-
magn og rúmgott húsnæði haíi
skapað honum raunhæf skilyrði
til þess að verða aðnjótandi
þessara réttinda, auk þess sem
traust gjaldeyrisaðstaða lands-
ins út á við gerir lausn þessa
máls auðveldari nú en nokkru
sinni fyrr.
Rekstrarfjárlán
Ársþingið lýsir yfir stuðningi
sínum við eftirfarandi niður
stöður nefndar þeirrar ,er iðn
aðarmálaráðherra skipaði árið
1959 undir formennsku dr. Jó
hannesar Nordal, til athugunar
á lánsfjármálum iðnaðarins.
niðurstöðum leggur nefndin m.a
til: „að nú sé tímabært vegna
þess jafnvægis, sem náðst hefur
í peningamálum, að endurskipu-
leggja lánveitingar viðskipta-
bankanna til iðnaðarins með það
fyrir augum að tryggja, að eðli-
legur hluti af lánveitingum fari
til fjárfestingarlána til langs
tíma. Fyrsta skrefið í þessum að
gerðum verði að breyta hluta af
stuttum skuldum iðnfyrirtækja
við bankana í löng lán með veði
í eignum þeirra“.
Með vísun til framangreindr-
ar niðurstöðu leggur ársþingið
áherzlu á, að eftirfarandi verði
framkvæmt hið fyrsta:
a) Ríkisstjórnin beiti sér fyr-
samkomulagi viðskiptabank-
anna um að breyta stuttum
skuldum iðnfyrirtækja við bank
ana í löng lán líkt og átt hefur
sér stað um lausaskuldir sjávar-
útvegs og landbúnaðar.
b) Jafnframt leggur þingið á-
herzlu á, að reglum um endur-
kaup afurðavíxla verði þegar
breytt á þann veg, að ekki
verði um neina mismunun að
ræða varðandi endurkaup af-
urðavíxla útflutningsframleiðsl-
unnar eftir þvi, hvort sjávarút-
vegur, landbúnaður eða iðnað-
ur á í hlut.
Endurskoðun
vinnulöggjafarinnar
Ársþing iðnrekenda 1963 fagn-
ar framkominni tillögu á Alþingi
stofnunar ríkisins í
Vinnurannsóknir og hagræðing
Arsþingið telur, að tryggasta
leiðin til varanlega bættrar efna
hagsafkomu fyrirtækja og starfs-
manna þeirra, sé fólgin í bættri
nýtingu framleiðsluþáttanna,
þ. e. aukningu framleiðni. Það
telur því nauðsynlegt, að meiri
áherzla sé lögð á hagkvæmni í
skipulagningu atvinnufyrir-
tækja, verkkönnun og vinnuhag-
ræðingu, ákvæðisvinnu og af
kastaverðlaunum.
Þar sem slíkt verður ekki
framkvæmt með góðum árangri,
nema með aðstoð sérfróðra
manna, fagnar ársþingið því, að
á vegum Iðnaðarmálastofnunar
Islands hefur verið hafizt handa
um úrbætur í þessum efnum með
námskeiðum í hagræðingar
tækni og verkstjórn.
Tækniskóli
Arsþingið fagnar fram komnu
frumvarpi um tækniskóla, en tel
ur þó, að gert sé ráð fyrir of
langri verklegri þjálfun sem inn
tökuskilyrði í skólann. Væntir
ársþingið þess, að fullt tillit verði
tekið til þarfa verksmiðjuiðnað.
arins, þegar reglugerð fyrir skól
ann verður samin.
Starfsfræðsla
Ársþingið vill vekja athygli á
þeirri starfsfræðslu, sem verið
hefur á vegum Reykjavíkur-
borgar og annarra bæjarfélaga
og væntir þess að áframhald
verði á henni og hún látin ná til
sem flestra greina atvinnulífs
ins.
Verðlagsmál
Þar sem langvarandi verðlags
höft hafa mjög óheillavænleg á
hrif á hagkvæma uppbyggingu
atvinnuvega þjóðarinnar og trú
á gildi þeirra fer almennt minnk
andi, skorar ársþing iðnrekenda
1963 á ríkisstjórnina að hefja nú
þegar undirbúning að afnámi
opinberrar íhlutunar um verð-
lagningu iðnaðarframleiðslunn-
ar.
Á meðan algjört afnám verð
lagsákvæða hefur ekki farið
fram, krefst ársþingið þess, að
rökstuðningur verðlagsyfirvald-
anna fylgi við verðákvarðanir
hverju sinni, og að úrskurðir séu
jafnan í anda sjálfra verðlags-
laganna, en þau mæla svo fyrir,
að „verðlagsákvarðanir allar
skuli miðaðar við þörf þeirra
fyrirtækja, sem hafa vel skipu-
lagðan og hagkvæman rekstur'
um nauðsyn á endurskoðun
vinnulöggjafarinnar og telur
nauðsynlegt, að endurskoðunin
verði falin nefnd, sem skipuð
verði fulltrúum tilnefndum af
samtökum stjórnenda atvinnu-
fyrirtækja og launþega.
Endurskoðun Iaga nr. 16/1958
Ársþingið bendir ennfremur á
nauðsyn endurskoðunar laga nr.
16/1958 um rétt vetkafólks til
uppsagnarfrests frá störfum og
um rétt þess og fastra starfs-
manna til launa vegna sjúk-
Greinargerð
Reynsla undanfarinna ára hef-
ur sýnt, að verðlagsákvarðanir
hins opinbera eru á tímum venju
legs viðskiptafrelsis alls ekki til
þess fallnar að tryggja hag neyt-
enda. Þegar til lengdar lætur
hindra þau eðlilega fjármuna-
myndun fyrirtækja og draga úr
hagkvæmni i rekstri og tækni-
þróun, og þá um Ieið úr hæfni
þeirra til að framleiða ódýra og
góða vöru og standast hina
hörðu samkeppni við erlenda iðn
aðarframleiðslu.
Frá því að lögin um efnahags-
mál voru samþykkt á árinu 1^0
hefur framboð á hvers konar
vörum vaxið stórum og má heita,
að vöruskortur þekkist ekki
Samkeppni innflytjenda og iðn-
rekenda annars vegar, svo og iðn
rekenda innbyrðis tryggir því
eðlilegt vöruverð. Þá má og
benda á, að almenningsálitið
er þegar orðið breytt gagnvart
gildi verðlagsákvæða, enda hafa
forráðamenn stærstu hagsmuna-
samtaka neytenda á viðskipta-
sviðinu, Samband ísl. samvinnu-
félaga og Kaupfél. Reykjavíkur
og nágrennis, látið í Ijós óskir
um afnám núgildandi verðlags-
ákvæða, þar sem þau næðu á
engan hátt tilgangi sínum. Þá
slysatilfell- | framtíðarstefna i verzlunarmál-
um. Það er því fráleitt að binda
sig við þau af fordild eða ímynd
aðri hræðslu, eti meðferð verð-
lagsmálanna nú bendir of mikið
i slika átt“.
Með skírskotun til yfirlýstrai
skoðunar hæstv. ríkisstjórnar,
um að ef tryggja eigi hliðstæð-
ar efnahagslegar framfarir hér á
landi og í nágrannalöndunum
verði ísland að leita eftir nánara
efnahagslegu samstarfi við þau
lönd. Það er þó fyrir fram vitað,
að slíkt efnahagssamstarf hefur í
för með sér lækkun aðflutnings-
gjalda og enn aukna samkeppni
innlendrar framleiðslu við er-
lenda. Eigi íslenzkur iðnaður því
ekki að fara stórlega halloka í
þeirri samkeppni verður nú þeg-
ar að tryggja, að innlendum iðn-
fyrirtækjum séu sköpuð sam-
bærileg skilyrði við þau er-
lendu, hvað snertir möguleika
til eðlilegrar og hagkvæmrar
uppbyggingar fyrirtækjanna, og
að látið verði af aðgerðum, sem
grafa undan fjárhagslegri af-
komu þeirra. Til frekari rök-
stuðnings vísast einnig til hinn-
ar nýju þjóðhags- og fram-
kvæmdaáættunar ríkisstjórnar-
innar, sérstaklega annars kafla,
þar sem rætt er um þróun þjóð-
arbúskaparins á árunum eftir
styrjöldina, m.a. um verðlags-
ákvæðin og þau áhrif og „aflög-
un“ verðkerfisins, er þau hafa
skapað, og hihdrað eðlilegan hag
vöxt. Þar segir: „Þessi stefna i
efnahagsmálum hefur haft við-
tæk áhrif á fjárfestingu og rekst
ur atvinnufyrirtækja og á af-
stöðu atvinnurekenda og verka-
fólks og samtaka þeirra. Þessi
áhrif hafa yfirleitt verið þess
eðlis, að þau hafa torveldað
hagvöxt i stað þess að örva
hann.“ Ennfremur segir: ,j bili
hefur þessi stefna stuðlað að þvf
að viðhalda betri lífskjörum en
ella hefði verið hægt. Til lengd-
ar hefur hún dregið úr vexti
þjóðarframleiðslunnar og þar
með úr bata lífskjara."
Síðasti liður tillögunnar fjallar
um meðferð þá, er verðlagning
iðnaðarvarnings og þjónustu hef
ur átt að mæta hjá verðlags-
skrifstofunni. Iðnrekendum er
ljóst, að um framkvæmd þeirrar
verðlagningar hefur mjög orkað
tvímælis hvort unnið hefur ver-
ið að fullu í anda verðlagslag-
anna sjálfra. Ennfremur hefur
verðlagsskrifstofan aldrei fært
rök fyrir ákvörðunum sínum.
Viðvíkjandi kröfu um slík rök
vísast til sambærilegra ákvæða
f hinum nýju skattalögum, þar
sem skattanefndir og skattstjór-
ar verða að gera fulla grein fyr-
ir úrskurðum á skattkærum. Það
mun einnig vera einn meginþátt-
ur í réttarvitund þjóðarinnar, að
þegnarnir skuli hlíta lögum, og
að þeir séu einnig verndaðir að
lögum. Um fyrrnefnda fram-
kvæmd verðlagslaganna mun
vera hæpið, að hún samræmist
þessari réttarvitund, enda virð-
ast ákvarðanir oft meira miðað-
ar við geðþótta og „æskileg“ á-
hrif á verðlagið, en ábyrg rök.
Karlar
konur
eða
sem eruð einhleyp og eigið
góða íbúð, gætuð þið ekki
leigt mér góða stofu og eld-
hús gegn fæði og ræstingu
og þjónustu. Ég er ein, á góð-
um aldri og kann mjög vel
til allra húsverka. Simi
38288.