Morgunblaðið - 30.04.1963, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 30.04.1963, Qupperneq 5
Þriðjudagur 30. apríl 1963 MORCVISBL 4Ð1Ð 5 NÚ um helgina opnuðu tveir ungir piltar Eiríkur Árni Sig- tryggsson og Þorsteinn Egg- ertsson málverkasýningu á kaffihúsinu Mokka við Skóla- vörðustíg. Eiríkur er 19 ára gamall, aettaður úr Keflavík og sýndi þar syðra frá 14 ára aldri ásamt öðrum Keflvíkingum. Hann hefur ekki lært að mála í myndlistarskólum, en á hinn bóginn notið leiðsagnar kunn. Eiríkur Árni Sigtryggsson hjá mynd sinni, sem hann kall- ar „Harmleikurinn um Rómeo og Júlíu.“ áttumanna í einkatimum. Ei- ríkur hefur að undanförnu Þorsteinn Eggertsson við eina andlitsmynda sinna. stundað nám í kennaradeild Tónlistarskólans og hyggst ljúka þaðan lokaprófi á þessu vori, en hyggur í framtíðinni á myndlistarnám erlendis. Þorsteinn er 21 árs, hóf nám í Handíða- og myndlista- skólanum 1959 og stundaði það um tíma en hefur síðan lært hjá einkakennara. Hann hefur ekki fyrr haldið sýn- ingu, en hyggur á nám í Dan- mörku á næsta vetri. Þor- steinn hefur jafnframt mynd- listinni lagt stund á tónsmíðar og samið nokkur dægurlög, og hríð stundaði hann dægurlaga söng. Myndirnar á sýningunni eru 23 talsins, 11 eftir Eirík og 12 eftir Þorstein, allar til sölu utan ein mynd Þorsteins. Sýn ingin verður opin í hálfan mánuð. Hafnarfjörður Tvö herb. og eldhús til leigu að Hverfisgötu 65 frá 14. maí. Barnlaust fólk situr fyrir. 3—5 herb. góð íbúð óskast til kaups eða leigu milliliðalaust. Tilb. merkt: „Góð íbúð 6610“ leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 4. maí. Húsnæði Vantar 2ja—3ja herb. íbúð til leigu í austurhluta bæjarins. Reglusemi. Uppl. í síma 345C7. Einhleyp kona óskar eftir 1—2 herb. ibúð nærri Miðbænum. — Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „14. maí — 6612“. Vantar 2ja—3ja herb. íbúð, þó ekki væri nema um stuttan tíma. Ef ein- hver vildi leigja okkur, þá vinsamlegast hringið í síma 14544. Volkswagen til sölu, árg. 1962. Uppl. í síma 14298 kl. 4—7. Sjómaður, sem mjög lítið er í landi, óskar eftir herbergi með aðgang að síma, 14. maí eða síðar. Tilb. merkt: „Sjó maður — 6608“ sendist afgr. Mbl. fyrir 10. maí. Hafnarfjörður Oska að kaupa rúmgóða og í góðu standi 2—3 herb. íbúð. Útb. 100—200 þús. Uppl. í síma 15127 til 5. maí. Sigurður Bjarnason Atvinnurekendur — Aukavinna Stúlka óskar eftir vel launaðri auka- vinnu. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 19160 eftir kl. 6. Drengur 15 ára, óskast í sveit. Uppl. í síma 34431, eftir kl. 7 sd. í dag. Volkswagen til sölu, árgangur ’62. Uppl. í sírna 20412 til kl. 7. Herbergi óskast til leigu í Laugar- neshverfi. Uppl. í síma 34655. Keflavík Vel með farin barna- karfa óskast. Uppl. í síma 1611, Keflavik. Eitt gott skrifstofuherbergi til leigu. Upplýsingar í síma 15723. JÖKLAR: Drangajökull kom til Riga 1 morgun, fer þaðan til Hamborgar, Langjökull er í Vestmannaeyjum, fer þaðan til Kaupmannahafnar og Vent- spils. Vatnajökull er á leið til Bremer- haven. Askja lestar í London 1—2 maí, fer þaðan til Rvíkur. Hafskip: Laxá fór í gærkvöldi frá Gautaborg til Rvíkur. Rangá losar á Norðurlandshöfnum. Prinsesse Irena fór frá Gdynia 23. til Rvíkur. Nina fór frá Gautaborg 27. til Austur- og Norð- urlandshafna. Eimskipafélag Reykjavíkur: Katla losar á Norðurlandshöfnum. Askja er í London. Skipadeild SÍS: Hvassafell er í Rott erdam. Arnarfell losar á Vestfjörð- um. Jökulfell fór í gær frá Rvík til ísafjarðar, Húnaflóa, Sauðárkróks og Akureyrar. Dlsarfell er væntanlegt til Faxaflóa á morgun. Litlafell er vænt- anlegt til Rvíkur í dag frá Vestfjörð- um. Helgafell er á Akureyri. Hamra- fell er væntanlegt til Tuapse í dag, fer þaðan til Antwerpen. Stapafell fer í dag frá Rvík til Norðurlandshafna. Læknlr, læknaðu sjálfan þig 1 Danmörku er nú komið upp mikið deilumál, sem Dan ir henda óspart gaman af, enda þótt þar sé um að ræða allmikið fordæmi. Læknir nokkur í nágrenni Árósa hef- ur sent sjúkrasamlagi bæjar- ins reikning fyrir tvær vitj- anir til konu sinnar, þar af einnar að næturlagi, en fyrir hana krefst hann tvöfalds gjalds. Enn hefur ekki verið skorið úr um lögmæti reikninga þessara, og hefur þeim verið skotið til sambands sjúkra- samlaganna dönsku á þeim grundvelli, að það sé orðin hefð að læknar geti vitjað hvors annars endurgjalds- laust. Hvað viðvíkur læknis- frúnni, hefur enn ekki verið hægt að vitna til neinnar hefðar, hvorki með né móti. Eimskipafélag íslands: Brúarfoss fór frá Dublin 24. til NY. Dettifoss er í Rvík. Fjallfoss fór frá Siglufirði 29. til Kotka. Goðafoss fór frá Keflavík 21. til Gloucester og Camden Gullfoss er 1 Kaupmannahöfn. Lagarfoss er í Rvík. Mánafoss fór í gær frá Sauðár- króki til Siglufjarðar og Ráufarhafnar og þaðan til Ardrossan, Manchester og Moss. Reykjafoss kom til Leith 26. fer þaðan til Hull, Eskifjarðar og Rvíkur. Selfoss fer frá Hamborg2. maí til Rvíkur. Tröllafoss er í Rvík Tungu foss fór frá Kotka 27. til Rvíkur. Forra fór frá Ventspils í gær til Hangö, Kaupmannahafnar og Rvíkur. Ulla Danielsen lestar í Kaupmanna- höfn. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Austfjörðum á norðurleið. Esja er á Vestfjörðum. Herjólfur fer frá Vest- mannaeyjum kl. 21:00 í kvöld til Rvík ur. f>yrill er á Norðurlandshöfnum. Skjaldbreið fer frá Rvík 1 dag vestur um land til Akureyrar. Herðubreið er á Austfjörðum á suöurleið. Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug: Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:00 í dag. Væntan leg aftur til Reykjavíkur kl. 22:40 í , kvöld. Innanlandsflug: í dag er áætlað að M fljúga til Akureyrar (2 ferðir), ísa- Jl fjarðar, Egilsstaða, Sauðakróks og Vestmannaeyja. Á morgun til Akur- i eyrar (2 ferðir), ísafjarðar, Húsavík- ur og Vestmannaeyja. LEIKFÉLAG KÓPAVOGS sýnir um þessar mundir leikritið Mann og Konu, sem gert er eftir hinni góðkunnu skáldsögu Jóns Thoroddsens. Leikritið hefur verið sýnt undanfarið við góða aðsókn og ágætar undirtektir. Næstu sýningar verða á miðvikudag og föstudag. Myndin er af Sigurbjörgu Magnús- dóttur og Helga Guðmundssyni í hlutverkum sínum. Prinzinn er jafn- fljótur að komast á fulla ferð og miklu þyngri> afl- meiri bílar. 5 manna fjölskyldubifreið. Komið. og skoðið Prinzinn. Verð kr: 119.700. FALKINN HF. Laugavegi 24 — Reykjavík Söluumboð á Akureyri: .Lúðvík Jónsson & CO. Jörð til sölu Jörðin Kambur í Holtum er til sölu og laus til ábúðar í næstu fardögum. Ræktað tún gefur af sér 800—900 hesta. Silungsveiði í vatni við túnið og réttur til veiða í Veiðivötnum. Skepnur og vélar geta fylgt, ef um semst. Skipti á húseign gætu komið til greina. Nánari upplýsingar 1 síma 36910. tryggir yður ferzkt og hreint loft. — Eyðir allri lykt og hreinsar andrúmsloftið. Vald Poulsen hf. Klapparstíg 29.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.