Morgunblaðið - 30.04.1963, Page 22
22
r
MORCVNBL4Ð1Ð
Þriðjudagur 30. apríl 1963
TTAFRÍÍTIR MflfiCOIlAÐS
Fram vann
3:2 í afmælisleik
f»AÐ var allt annar og betri svip-
ur á leik Fram i afmælisleiknum
gegn KR á sunnudag en gegn
Þrótti fáum dögum áður. Það var
■eins og gerbreytt lið að þétta
Vörnina með Guðjóni Jónssyni
'og betri tenging milli varnar og
sóknar að fá traustari framverði
og bar þar mest á liðsstyrk Björns
Helgasonar sem nú lék sinn
fyrsta leik með Fram. Framlínan
var líka frískari og ágengari en
í fyrsta leiknum. Þetta horfir til
bóta hjá Fram, en gat þó verið
betra þrátt fyrir sigurinn 3—2
yfir KR nú.
KR liðið var heltekið sama gall
anum og fyrr — þeim alvarlega
sjúkdómi að geta ekki skorað,
jafnvel úr góðum færum. KR lið-
ið átti mun meira spil í þessum
leik, en spilið varð aldrei beitt.
Það er ekki nóg að leika laglega
úti á vellinum, skipta út á kant-
ana og komast í vítateiginn ef þar
hrynur allt eins og spilaborg. Það
skeði aftur nú, skipti eftir skipti,
eins og x leiknum gegn Val.
Það var furðu góður svipur
yfir afmælisleik KR og Fram
miðað við aðstæður, sundurlaus-
an völl og þungan knött. Það
brá fyrir laglegum köflum, en
mörkin urðu ekki nema eitt í
fyrri hálfleik og Fram tók for-
ystuna. Það var á 25 mín. að löng
sending kom að marki KR. Gísli
markvörður ætlaði að ná henni,
en. mistókst og Þorgeir Lúðvígs-
son sendi bogabolta í mannlaust
markið.
KR-ingar áttu góð tækifæri til
að jafna en þrátt fyrir möguleika
á mannlausu marki Fram eitt
sinn tókst það ekki.
í síðari hálfleik hristu KR-ing-
ar af sér slenið heldur og gerðu
þá 2 mörk á tæpum tveim mín.
Hið fyrra kom á 16. mín. er Sig-
þór og Gunnar Guðmannsson
léku upp vinstri kant. Gunnar
gaf vel fyri frá endamörkum, að
baki Geir markverði og Óskar
innherji kom aðvífandi og skor-
aði.
Tæpri mín. síðar kom 2. mark
KR. Gunnar Fel. lék upp vinstra
megin gaf fyrir og út. Óskar
spyrnti að marki — ónákvæmri
spyrnu, en Ragnar framvörður
Fram ætlaði að hreinsa en mis-
tókst svo að knöttutinn skauzt
sem kólfur í mark Fram.
10 mín. síðar tókst Fram að
jafna — jafn ódýrt. Guðjón
Sveinsson miðherji skoraði úr
þvögu af stuttu færi.
Og á 35. mín. skoraði Hallgrím-
ur útherji sigurmark Fram. Það
var Guðjón bakvörður sem hóf
upphlaupið og skilaði knettinum
vel fyrir KR-markið yfir til
vinstri og úr þvögu tókst Hall-
grími að skora — og tryggja
Fram afmælissigurinn.
Lengi íifir í gömlum ....
I TILBFTSII af afmæli Fram
fór fram kappleikur „öld-
Y'M,
unga“ Fram og Vals í
spyrnu á sunnudag.
knatt-
Léku
g|pl|
meistaralið félaganna frá
1947. Leikurinn var skemmti-
legur mjög og sáust ýmist góð
tilþrif eða þá að hugurinn
var miklu meiri en veikari
fætur og þung ístra leyfðu
svo allt fór í handaskolum.
En skemmtunin var góð.
Leiknum lauk 1—1. Ríkarður
skoraði fyrir Fram en Ellert
jafnaði fyrir Val í vel tek-
inni vítaspyrnu.
Hér fylgja svo tvær myndir
frá leiknum. Sýnir önnur for-
mann Fram Sigurð Jónsson
hinn gamalkunna bakvörð
ganga út af vellinum ásamt
Hermanni markverði Vals.
Hin sýnir þrjá gamla Vals-
menn sigurð Ólafsson hinn
, snjalla miðvörð, Albert Guð-
mundsson og Geir Guðmnuds-
son.
íþrdttamerki ÍSÍ
KEPPNIN UM íþróttamerki
ÍSÍ er hafin. Gísli Halldórs-
son forseti ÍSÍ hleypti henni
af stokkunum á íþróttarevíu
blaðamanna, áður en körfu-
knattleiksmenn gengu til leiks.
Nú verður unnið að því að
keppnin um merkið verði haf
in tinnan hvers íþróttafélags
og á hverjum keppnisstað
íþrótta. Er það ósk ÍSÍ og von
að merkið verði jafn vinsæl
keppnisþraut meðal alls al-
mennings og gerizt á hinum
Norðurlöndunum.
fþróttamerki ÍSÍ er ætlað til
að vekja og viðhalda áhuga
manna fyrir alhliða íþrótta-
þjálfun. íþróttamerkið getur
hver íslenzkur ríkisborgari
tekið, þegar hann er orðinn
16 ára.
íþróttamerkið er gert úr eir,
silfri og gulli.
íþróttaafrekum þeim, sem
hver maður skal vinna til þess
að fá merkið, er skipt í fimrn
flokka. Skal leysa af hendi eitt
afrek innan hvers flokks og
er það frjálst val þátttakanda
að öðru leyti, hvaða þraut
hann kýs að reyna við.
Til þess að hljóta íþrótta-
merkin skal inna af hendi
iþróttaafrek þau, sem krafizt
er, svo sem hér segir:
Eirmerki: í fyrsta sinn, ann
að og þriðja sinn, sem þraut
irnar eru leystar af hendi,
hlýtur þátttakandi rétt til eir-
merkja, sem númeruð eru i
þeirri röð, sem til þeirra er
unnið.
Silfurmerki: f fjórða, fimmta
sjötta og sjöunda sinn, sem
þrautin er leyst af hendi, hlýt
ur þátttakandi rétt til silfur-
merkis, sem númeruð eru í
þeirri röð, sem til þeirra er
unnið.
Gullmerki: f áttunda sinn,
sem þrautin er leyst af hendi,
hlýtur þátttakandi gullmerki.
Nánar verður skýrt frá
þessari nýjung á næstunni.
9121 stig
í tugþraut
FORMÖSUMAÐURINN Chuan
Kwang-Yang setti um helgina
nýtt heimsmet í tugþraut 9.121
stig á móti í Kaliorníu þar sem
voru 16 keppendur. Gamla heims
metið átti Rafar Johnson 8663
stig, sett 1960.
Yang segir að márkmið sitt nú
sé 9500 stig. Hann er 29 ára
gamall og nemur við Kaliforníu-
háskólann.
Yang sagði að sinadráttur hafi
hindrað sig í 2 síðustu greinum
keppninnar. Fann hann til hans
í stangarstökkinu og var sérlega
hindraður í 1500 m hlaupinu.
„Mér fannst ég geta hlaupið
miklu hraðar, en fóturinn leyfði
það ekki“.
Annar á eftir Yang í keppn-
inni var Þjóðverjinn Paul Her-
man 8.61 stig og M. Bock landi
hans 7309 og Pauly Bandaríkin
7299 stig.
Armann eign-
aðist bikarana
— en Halldór Guójónsson KR fyrslur
UNGUR KR-ingur Halldór Guð-
björnsson sigraði í Drengjahlaupi
Ármanns á sunnudaginn. Halldór
er bróðir Kristleifs Guðbjörns-
sonar er sigraði í Víðavangs-
hlaupinu á 1. sumardag og hefur
unnið marga frækna sigra í lang
hlaupum, svo Halldóri kippir í
kynið.
í sveitakeppni 3 og 5 manna
sveita bar Ármann sigur úr
býtum og unnu bikara sem um
var keppt til eignar þar sem
þeir vinna sveitakeppnirnar í 3.
sinn í röð nú.