Morgunblaðið - 12.05.1963, Side 10
10
Moncxnsnj. AÐIÐ
Sunnudagur 12. maí 1963
Hollenzk bifreið full ai nýjung-
iim komin til landsins
Teikning þessi sýnir trissurnar og reimarnar, sem flytja orkuna frá
vél í afturöxla.
Á SÍÐASTA ári kom hingað til
lands bifreið af gerðinni DAF.
Þetta er hollenzk bifreið, sem
smíðuð er hjá bílasmiðju van
Doornes í Eindhoven, eða van
Doorne’s Automobielfabrik n.v.
eins og smiðjan heitir. Lengi var
þetta eina bifreiðin af þessari
gerð hér á Iandi, eða þar til Sel-
foss kom til Reykjavíkur fyrir
skömmu. Með skipinu komu þá
30 bifreiðir af þessari gerð.
Þar sem DAF bifreiðir eru í
mörgu mjög frábrugðnar öðrum
bifreiðum, þykir rétt að lýsa þei
nokkuð og rekja í stuttu máli
sögu smiðjunnar í Hollandi.
Bræðurnir Hub og Wim van
Doorne hófu starfsemi sína með
stofnun lítillar vélsmiðju árið
1923. Þeir bræður börðust í bökk
um fyrstu árin, enda var stofn-
féið að mestu fengið að láni.
En smám saman óx þeim fiskur
um hrygg, og 1934 hefja þeir
smíði dráttarvagna fyrir vörubif
reiðir. En það var ekki fyrr en
árið 1950- að þeir snúa sér að
smíði bifreiða. Það ár tók bíla
smiðjan til starfa, og voru af-
köstin 2 vörubifreiðir á dag.
Næsti áfanginn náðist þegar
fyrst^gfólksbifreiðin var smíðuð
árið 1958, og nefndist hún DAF
600. Stöðugt var unnið að umbót
um á þessari bifreið, og árangur
inn varð DAF 750 og DAFfodil
(páskaliljan), sem kom á mark-
aðinn 1961, og vakti þegar í upp
hafi feikna athygli vegna ýmissa
nýjunga. Það eru- þessar tvær
gerðir, sem nú eru komnar hing
að.
DAF 750 og DAFfodil eru í
rauninni sama bifreiðin, nema í
útliti og frágangi ýmsum. Er síð
arnefnda gerðin vandaðri og með
meiri íburði enda átta þúsund
krónum dýrari hingað komin.
Kostar 750 um 118 þúsund kr-
en páskaliljan um 126 þúsund.
Það sérkennilegasta við þessar
hollensku bifreiðir er orkuyfir-
færslan, því hvorki er í bifreið-
unum kúpling né gírkassi. Að-
eins tvö stig eru hjá ökumanni,
benzíngjafi og hemlar. Og aðeins
tvær stillingar á gírstöng áfram
eða afturábak.
Trissur og reimar.
Aftan við drifskaftið eru tengd
ar tvær trissur eða reimhjól. Aft
uröxlar eru tveir, hvor fyrir sitt
hjólið, og á endum þeirra eru
einnig trissur. Orkuyfirfærslan
frá drifskafti í öxla fer um þess
ar trissur með tveimur v-laga
reimum eða beltum. Raufarnar
í trissunum eru einnig v-laga, og
þrengist eða víkkar v-ið eftir
álagi og snúningfehraða þannig
að reimarnar færast út og inn í
fremri og aftari trissunum á
víxl. Þegar reimarnar liggja inn
arlega í fremri trissunum, liggja
þær utarlega í öxultrissunum,
þannig að mikill snúningshraði
vélar gefur lítinn hraða á hjóli.
Liggi reimarnar hinsvegar utar-
lega í fremri trissum og innar-
lega í öxultrissum, gefur lítill
nsúningshraði vélar meiri hraða
á hjól. Breytingar á þessum
hlutföllum koma því í stað gír-
skiptinga.
Til frekari útskýringar má
bera þetta fyrirkomulag saman
við keðjudrif á reiðhjúli. Þar er
stórt tanruhjól að framan, sem
stigið er. Orkan fænst með
keðju í lítið tannhjól tengt aft-
urhjóli, þannig að lítill hraði á
stigna hjólinu gefur meiri hraða
á afturhjóli. DAF bifreiðunum er
tvöfalt „keðjudrif" og breytilegt
hlutfall milli stærða „tannhjól-
anna“.
Þar sem afturhjólin eru ekki
samtengd, ve^-ka þau algjörlega
sjálfstætt. Kemur þetta að sér-
staklega góðum notum í hálku
og aurbleytu því þótt annað hjól
ið „spóli“ er drif á hinu.
Þaulreyndar
Eins og gefur að skilja, þegar
um nýjung sem þessa er að ræða
voru DAF bifreiðirnar þaul-
reyndar* áður en fjöldaframleiðsl
an hófst. Hófust tilraunirnar í
september 1959, tveimur árum
áður en bifreiðirnar komu á
markaðinn. Nokkrar bifreiðir
voru afhentar sölumönnum, lækn
um og lögreglu til reynslu, sex
bifreiðir fóru í „úthaldsprófun",
og var hverri um sig ekið 150
þús. kálómetra vegalengd, og
nokkrar bifreiðir voru sendar
til reynsluaksturs á sandauðn-
inni í Sýrlandi, á hæstu fjallveg
um Evró.pu, þ.e. í Sierra Nevada
fjöllunum á Spáni, og í Svíþjóð
fyrir norðan heimskautabaug.
Voru bifreiðarnar reyndar við
öll hugsanleg skilyrði og í allt
frá 40 stiga hita niður í 25 stiga
frost.
Beltin eða reimarnar, sem drifa
bifreiðina, eiga að endast 25.000
kílómetra akstur, og tekur aðeina
tíu mínútur að skipta um. En
þótt annað fari í akstri kemur
það ekki að sök, því aka má með
drif á einu hjóli.
Eins og tveggja ára ábyrgð.
Eftir allar þessar tilraunir
hófst fjöldaframleiðslan. Svo
öruggar eru bifreiðiranr að dómi
framleiðenda, að árs ábyrgð er
á vél og tveggja ára ábyrgð á
drifi. Vélin er tveggja strokka
loftkæld, með 746 rúmsentímetra
sprengirúmi og framleiðir 30 hest
öfl á 4000 snúningum.
í venjulegúm akstri fer drif-
stillingin eftir aðstæðum, en
ökumaður getur að sjálfsögðu
haft áhrif á hana. Ef skyndilega
þarf að auka hraðann, er nóg
að stíga snöggt á benzíngjöfina,
og breytist þá hlutfallið á triss-
unum. Eins' breytist hlutfallið ef
sigið er á hemlana, og notast þá
einnig vélarorkan til að hægja
á ferðinni. Ef ekið er niður
brekku er sérstakur takki í mæla
borði til að stilla trissurnar svo
að vélin haldi við bifreiðina.
Vélin er sparnaytin eyðir sam
kvæmt uppgjöf verksmiðjunnar
6—7% líter á 100 kálómetra.
Loftkælingin gerir það að verk
um að ekki þarf að hugsa um
frostlög á veturna. Einnig má
nefna að aldrei þarf að smyrja
undirvagninn, aðeins skipta um
olíu á vélinni.
Með því að hafa trissurnar og
drifið aftast, dreif^st þungi vélar
innar mjög vel'milli fram og aft
urhjóla. Er þungahlutfallið 50%
—50% þegar ökumaður er einn
í ’bifreiðinni, en 44%—56% þeg-
ar hún er full hlaðin. Gerir þetta
sitt til að bifreiðin liggur mjög
vel á vegi.
TEKIÐ IJPP í GÆR!
|K
| Moccasinur
| Litur: Ijósbrúnn
| Stærðir: 25—38.
Verð fr,á kr. 198,00.
Telpnabomsur
Litir: Brúnn, hvítur, svartur.
Stærðir: 24—33.
Verð frá kr. 96,00.
SKÖHÚSIÐ
Hverfisgötu 82.
Sími 11-7-88.
Fyrirliggjandi
TEAK, 3—514 fet, 2x4—6”
YANG, 2x6”
OREGON PINE, 314x514”
BRENNI, 2 og 214”
ABACHI, 114”
MAHOGNI, 2”
BIRKI, 2, 214 og 3”
EIKARSPÓNN, 1. flokks
TEAKSPÓNN, 1. flokks
HARÐPLASTPLÖTUR
Væntanlegt í næstu viku:
JAPÖNSK EIK, 1,114 og 2”
Páll Þ,rfi' s:on
ó
Laugavegi 22. — Simi 16412.
Trúloiunarhringar
afgreiddir samdægurs
HALLDÓR
Skólavörðustíg 2.
„Fjiilfætlan“ KH 2/4/6
Vinnubreidd 1,6 — 3.2 eða 4.5 m.
NÝJUNG í HEYVINNUVÉLUM
Mikil vinnslubreidd, vinnur
einnig vel á ójöfnu landi.
„FJÖLFÆLAN" snýr, dreifir úr
múgum, einnig fáanleg með bún-
aði til að raka í litla múga.
Ótrúleg afköst — flýtir þurrkun
heys til muna.
Getum enn afgreitt nokkrar
vélar fyrir slátt, ef pantað er
strax.
ÞÚR H.F. REYKJAVÍK
Hafnarstraéti 8 — Sími 12209.
DUGLEGUR
Afgreiðslumaður
getur fengið vinnu hjá okkur strax, éða um næstu
mánaðarmót.
Upplýsingar á skrifstofunni. Ekki í síma.
G. J. FOSSBERG, Vélaverzlun h/f.