Morgunblaðið - 12.05.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.1963, Blaðsíða 12
12 r MORCVNBL 4 Ð1Ð Sunnudagur 12. maí 1963 rogmtMofrttii Crtgeíandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. " Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Aúglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. t Ritstjórn: AðsJstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakió. w VINSTRI STEFNA “ OG VÖR USKÖMMTUN ¥ gær minnti Morgunblaðið á þann tíma, þegar svo var komið hér á landi — vegna rangrar stjórnarstefnu — að nær því sérhver vöru- tegund var skömmtuð, menn gátu hvorki keypt kornvöru né sokka, hreinlætisvöru né skó, sykur né fatnað, án þess að framvísa skömmtunarseðl- um, sem oft entust þó illa, og þar að auki urðu þeir tíð- um ónýtir, vegna þess að ekki voru einu sinni til vör- ur í landinu á móti þeim ávís- unum, sem menn fengu í hendur í formi skömmtunar- seðla. Morgunblaðinu dettur ekki í hug að halda því fram, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið algjörlega saklaus af þeirri stjómarstefnu, sem þá ríkti. Flokkurinn tók upp samstarf við aðra flokka og féllst á framkvæmd haft- anna, sem var þeirra keppi- kefli og bar þar með sína ábyrgð á þróuninni. íslenzkir stjómmálamenn höfðu það sér til afsökunar, að hin nýja frjálslynda stefna, sem hér hefur hlotið nafnið „viðreisn" hafði enn ekki verið fastmótuð í ná- grannalöndunum. Þar var einnig um að ræða margvís- legt höft og skömmtun all- lengi eftir styrjöldina. En nágrannaþjóðirnar hristu af sér hlekkina um og eftir 1950. íslendingar gerðu þá einnig tilraun til að koma hér á heilbrigðu efnahagslífi, en sú stefna var sem kunn- ugt er svikin af Framsóknar- mönnum, sem gengu til liðs við kommúnista og kollvörp- uðu því, sem áunnizt hafði, með víðtækum verkföllum 1950 og samstarfi um vinstri stjóm í framhaldi af þeirri atlögu. Þá hófst nýtt haftatímabil og nefndafargan. Uppbætur og hvers kyns spilling komst í algleyming. Þegar vinstri stjómin loks gafst upp 1958 var sýnt, að framundan var gjaldeyris- og vöruskortur, sem kallað hefði á nýja skömmtun og enn harðneskju legri höft, ef ekki hefði verið gerð gmndvallarbreyting í efnahagsmálum og tekin upp svipuð stefna og sú, sem bezt hefur gefið í öðrum lýðræðis- ríkjum. Það er því óumdeilanleg staðreynd, að viðreisnin kom í veg fyrir, að aftur hæfist hér tímabil skömmtunar og vöruskorts, samfara vaxandi svartamarksbraski og gjald- eyrissvikum. TVÆR STEFNUR mndvallarstefna Sjálfstæð isflokksins hefur frá upp- hafi verið sú, að keppa bæri að sem mestu frjálsræði. Meginsjónarmið „vinstri manna“ hafa hins vegar verið þau, að athafna- og viðskipta frelsi væri ótækt, það væm hinir vísu stjórnmálamenn, sem ættu að segja til um það, hvemig gæði þjóðfélagsins væm nýtt. Framsóknarménn túlkuðu sjónarmið sín skýrt og skor- inort í riti um flokkinn 1953. Þar segir meðal annars: „Um leið og Framsóknar- flokkurinn hóf aftur þátttöku í ríkisstjóm (1947) var með starfsemi fjárhagsráðs og við skiptanefndar hert á ráðstöf- unum til að takmarka inn- flutning og gjaldeyrisnotkun, enda fór verð útflútningsvöru þá lækkandi.“ Þarna hrósar Framsóknar- flokkurinn sér að því að bera meginábyrgð á innflutnings- höftunum, starfsemi fjárhags ráðs og viðskiptanefndar, sem óhjákvæmilega leiddi til hinnar víðtæku og illræmdu skömmtunar, sem upphófst, þegar þessi stefna Framsókn- armanna fékk að ríkja. Með viðreisninni hefur hafta- og uppbótakerfið ver- ið upprætt. Þár er um að ræða stefnu, sem í fullri and- stöðu er við gömlu hafta- stefnuna. Viðreisnarflokk- arnir hafa lýst því yfir, að þeir muni aldrei hvika frá þessari stefnu. Stjómarand- stæðingar hins vegar hafa undirstrikað, að þeir múni undir engum kringumstæð- um /allast á viðreisnarstefn- unna. Þeir vilji aftur gömlu haftastefnuna. I Kommúnistar og Fram- sóknarmenn em þannig sjálf- um sér samkvæmir. Þeirra stefna er skýr og afdráttar- laus. Þeir vilja pólitíska yfir- stjórn á sem flestum sviðum þjóðlífsins. Þeir vilja ekki einungis stjóma fjárfestingu og viðskiptum, heldur bein- línis neyzlu hvers einasta borgara. Það er milli þessara tveggja meginstefna í efnahagsmál- um, sem þjóðin kýe 9. júní, haftastefnunnar og fr'álsræð isstefnunnar. HAITI Ólga innanlands og fjandskapur við nágrannanna EINS og áður hefur verið skýrt frá, ríkir nú mikil ólga í negralýðveldinu Haiti, og óttast menn að í odda skerist um miðjan mánuðinn. Sam- kvæmt stjórnarskrá landsins, er kjörtímabili Duvaliers for- seta lokið 15. maí, en hann hefur neitað að afsala sér völdum. Andstæðingar for- setans hafa hins vegar hótað að ráða hann af dögum, segi hann ekki af sér. Haitibúar, sem flestir eru ó- læsir, eru mjög hjá.trúarfuliir og undanfarna mánuði hafa spákonur og galdramenn í landinu fjölyrt um að miklir erfiðleikar væru á næstu grös um og fyllt þjóðina svartsýni. Duvalier forseti lítur á sjáif- an sig sem andlegan afkom- anda Jean-Jacques Dessalines, uppreisnarforingjans, sem vann sigur á Frökkum 1803 og útnefndi sjálfan sig fyrsta keisara Haiti. Einnig gerir Duvalier sitt bezta til þess að líkjast hugmynd Haitibúa um anda dauðans, sem' nefndur er Baron Samedi. Til þess að þetta megi sem bezt takast, er hann alltaf svartklæddur. Helztu foringjar andstæð- ingia Duvaliers eru: • Clómenit Barbot, fyrrv. lítf- vörður forsetans. Barbot fer huldu höfði á Haiti og yinn- ur gegn forsetanum. • Louis Dejole, kaupsýslu- maður, sem var í framboði gegn Duvalier við foraeta- kosningarnar 1957. Hann er nú í útlegð í San Domingo, höfuðborg Dóminíkanska lýð- veldisinis, og er helati leiðtogi manna, sem flúið hafa ógn- arstjórn Duvaliers. Einnig hef ur hann tekið þátit í neðan- jarðarhreyfingunni á Haiti, sem vinnur gegn stjórn Duval- iers. • Danied Fingole, sem bú- settur er í New York. Hann og Dejole eru taldir lílklegast- ir eftirmenn Duvaliers, láti hann af emibætti. Fingole er blökkumaður eins og Duvalier en Dejole er múlatti, en þeir mynda yfirstéttina á Haiti. Fjandskapur nágrannanna Auk ólgunnar í innanrikis- málum á stjórn Haiti i erjifm við stjóm Dóminíkanska lýð- veldisins, en þessi tvö riki skipta með sér eyjunni Hispan Ola á Karíbahafi. Fjandskap- ur hefur verið með ríkjunum um aldaraðir og í byrjun 19. aldar var eftirlætis íþrótt ráða manna á Haiti að myrða borg- ara Dóminákanska lýðveldis- ins. Árið 1930 hóf Rafael Trujillo, þáverandi einræðis- berra Dóniníkanska lýveldis- ins, herferð gegn Haitimönn- um búsettum í ríki hans og lét myrða um 15 þús. menn. Sterkur orðrómur er nú á kreiki um að Duvalier ætli að veita sonum Rafaeis Truj- iHo aðstoð við að ráða Bosöh, forseta Dóminikanska lýðveld isins af dögum. Viðsjámar aukast. Um mánaðamótin jukust viðsjámar á Hispanalia. Þá gerðu hallarverðir Duvaliers innrás 1 sendiráð Dóminík- anska lýðveldiisins í Port-au- Prince, höfuðborg Haiti. Verð- imir lei'tuðu 22 Haitibúa, and- stæðinga Duvaliers, sem beð- izt höfðu hælis í sendiráðinu. Þeir komust undan halliar- vörðuinum, en er leitinni í húsinu var lokið, umkringdu verðirni-r það og yfirheyrðu ‘alla, sem fóru út og inn. Þegar fregnin af innrásinni í sendiráðið barst til San Dom- ingo, skipaði Bosch fonseti sjó- hernum að láta úr höfn og sendi hersveitir búnar skrið- drekum til landamæranna. Hótaði hann Haitistjóm inn- rás. Ráð Ameríkuríkjanna sendi nefnd til Hispanola til þess að *eyna að koma í veg fyrir að alit færi, þar í bál og brand. Ræddi nefndin bæði við leiðtoga Dáminíkamska lýðveldisins og Haiti og tókst að koma á bráðabirgðasætt- um. „Ég er þjóðin" Þegar nefndin kom til Port- au-Prinoe var henni fálega tekið. Fjöldafundur stóð yfir í borginni. Höfðu hermenn verið sendir út af örkinni til þess að safna saman bændum úr nærliggjandi sveitum og flytja þá til borgarinnar svo þeir gætu hlýtt á forsetann flormæla óvinum stjórnarinn- ar, innlendum sem erlendum. „Ég er þjóðin", hrópaði for- setinn. ,,Ég hlýði ekki skip- unum utanaðkomandi aðila. Mér hafa tvisvar verið feng- in völd í hendur og ég ætla ekki að afsala mér þeim . í.. Guð einn getur svipt mig völd- um“. Framhald á bls. 23. fjöldafundinum í Port-au-Prince. — Litla myndin er ai Duvalier. FÖLSUN UM- MÆLA JÓNAS- AR HARALZ ■JIMenn eru nú orðnir svo van- *-’•* ir fölsunum af hálfu Tím- ans, að blaðið gengur al- mennt undir nafninu: Frétta- fölsunarblaðið. Þar er engin frétt birt hlutlaust, ef hægt er að afbaka hana í þágu Framsóknarflokksins. Þetta er mesta siðleysi íslenzkrar blaðamennsku. Síðasta dæmið um frétta- fölsun Tímans rekur Jónas H. Haralz hér í blaðinu í gær. Áður hafði hann gert tilraun til að fá leiðréttingu birta í Tímanum en var neitað um hana. í gær; þegar Tímanum berst vitneskja um það, að Jónas muni leita til annarra blaða til að fá hið rétta birt, getur Tíminn loks um leið- réttingu Jónasar, en snýr henni algjörlega við. í stað þess að Jónas H. Haralz er að mótmæla fölsunum Tímans, segir blaðið í fyrirsögn: „Jónas Haralz játar.“ Síðan er meginefni leiðrétt ingar Jónasar Haralz sleppt, þar á meðal þessum orðum: „Það, sem sagt er í þjóð- hags- og framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar um land« búnaðarmál er byggt á áætl* un Stéttarsambands bænda um framkvæmdir í íslenzk- um landbúnaði áratuginn 1961—1970. Þó gerir áætlun ríkisstjórnarinnar ráð fyrir talsvert meiri framkvæmd- um á ári hverju 1963—1966, en gert er í áætlun Stéttar- sambandsins að meðaltali á öllu tímabilinu 1961—70.“ Þá meginstaðreynd, að framkvæmdaáætlun ríkis- stjórnarinnar gerir ráð fyrir meiri framkvæmdum í land- búnaði en áætlun Stéttarsam- bands bænda dylur Tíminn rækilega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.