Morgunblaðið - 12.05.1963, Síða 23
Sunnudagur 12. maí 1963
MORGU'NBLAÐIÐ
23
Sr. Arelíus Nielsson
formaður BÆR
i í KVÖLD verður frumsýning
' i Þjpðleikhúsinu á óperunni
frægu II Trovatore eftir Verdi.
Æfingar hafa staðið yfir í
langan tíma og verður þetta
síðasta frumsýning í Þjóðleik-
húsinu á þessu leilkári. Aðal-
hlutverkin eru sungin af Inge-
borg Kjellgren, Guðmundi
Guðjónssyni, Guðmundi Jóns-
syni, Sigurveigu Hjaltested og
Jóni Sigurbjörnssyni.
Myndin er af Guðmundi
Guðjónssyni og Sigurveigu
Hjaltested og var tekin á
J á æfingu í gær.
Ferð á Hafnaberg
FERÐASKRIFSTOFA RÍKIS-
INS og FUGLAVERNDARFÉ-
LAGIÐ efna í dag til ferðar á
Hafnaberg, sem er sérkennilegt
fuglabjarg. Þar gefur að líta flest
ar tegundir íslenzkra bjarfugla.
En nú hefur fuglinn þegar búið
um sig í berginu. Síðan verður
ekið að Reykjanesvita og þá með
ströndinni til Grindavikur og
gengið á Þorbjörn, ef tími leyfir,
en þaðan er gott útsýni um allan
Reykjanesskaga.
Lagt verður af stað í ferðina
frá ferðaskrifsbofu ríkisins, Lækj
argötu 3, á sunnudag kl. 13,30.
Upplýsingar og miðasala á Ferða
skrifstofu rikisins kl. 10—12 f.h.
á sunnudag, 12. maí. Fararstjóri
verður Björn Þorsteinsson sagn-
fræðingur.
Hrafnseyrar-
heiði mokuð
Þingeyri, 10. maí.
VEÐUR er nú sæmilegt. Þrír
bátar róa héðan, einn er hættur.
Aflinn hefur verið heldur tregur.
Bátarnir hafa verið með 10—20
tonn.
Verið er að moka Hrafnseyrar-
beiði, og Gemlufallsheiði verður
mokuð fljótlega.
Töluverður snjór hefur verið
bér, einkum í norðanverðum
firðinum. — Magnús.
BANDALAG aeskulýðsfélaga
Reykjavíkur hélt ársþing sitt ný-
lega. —
Þar voru gerðar ýmsar breyt-
ingar á lögum og stefnuskrá
samtakanna. Bygging æskuiýðs-
hallar virðist nú ekki timabært
viðfangsefni í bili, þar eð hent-
ugra þykir að dreifa aeskulýðs-
starfsemi borgarinnar meira i
hin ýmsu þéttbýlu og mann-
mörgu hverfi.
B.Æ.R. vill hins vegar sem
heild leggja áherzlu á að efla
samstarf og kynni hinna ýmsu
aðildarfélaga með því að beita
sér fyrir æskulýðsdegi og jafn-
vel æskulýðsviku, þar sem efnt
yrði til samkomuhalds, listkynn
inga og - sýninga, sem túlkuðu
sem bezt hugsjónir og áhugamál
unga fólksins á hverjum tíma.
Auk þess yrði aukin og efld
fyrirgreiðsla um útvegun fræðslu
þátta, fyrirlesara, kvikmynda og
kyrrmynda, sem orðið gætu
starfsemi hinna ýmsu aðildar-
samtaka að liði, og haldin nám-
skeið fyrir verðandi foringja og
forystumenn.
Þing B.Æ.R. taldi nauðsynlegt,
að stjórn borgarinnar notfærði
sér þessi samtök æskulýðsins og
styrkti því frjálst framtak B.Æ.
R. til virkrar þátttöku í starf-
semi Æskulýðsráðs þess, sem nú
starfar. Hér eru framréttar hend
ur unga fólksins sjálfs og á-
hugasamra manna og kvenna,
sem unnið hafa áratugum sam-
an að félagsmálum æskimnar í
- Utan úr heimi
Framhald af bls. 12.
Að fundinum loknum gaf
Duvalier sér bíma til þess að
ræða við sendinefnd Ráðs
Ameríkuríkj ann.a. Fóllst hann
á að létta umsátrinu um sendi-
róð Dómin/íkanska lýðveldis-
ins og leyfa Haitibúunum,
oem þar höfðu leitað hælis, að
- Ih/verfa úr landi.
Eins og skýrt hefur verið
frá kærði Duvalier stjórn
Dóminiikanska lýðveldisins
fyrir örygigisnáði Sameinuðu
þjóðanna. Segir í kærunni að
Dóminíkanska lýðveRlið und-
irbúi innráis í Haiti og ógni
öryggi iandisins.
Hundgó kom
upp um
senditækíð
Washington, 10. maí
NTB-Reuter.
ÞAÐ bar við fyrir skömmu
í ónafngreindu landi, þegar
einn af sérfræðingum banda-
risku leyniþjónustunnar var
að rannsaka íbúð hermála-
fulltrúa bandaríska sendiráðs
ins i landinu, að hundgá kom
upp tun senditæki, er komið
hafði verið fyrir undir park-
etgólfi í horni einnar stof-
unnar. Var með tæki þessu
hægt að nema og senda öil
samtöl er fram fóru í herberg-
inu.
Frá þessu er skýrt í skýrslu
sem bandaríska utanríkisráðu
neytið birti í dag. Segir það
að sérfræðingurinn hafi verið
önnum kafinn við verk sitt er
hann tók eftir því að hundur
hermálafulltrúans gelti ákaft í
einu horninu, en ekkert var
þar sjáanlegt, er gæti valdið
þessum viðbrögðum. Er sér-
fræðingurinn gekk að til þess
að athuga málið nánar sá
hann, að raskað hafði verið
nókkrum flísum parketsins í
gólfinu. Samstundis var gólf-
ið brotið upp og kom þá í Ijós
tæki með elekrónískum hlust-
unarútbúnaði, sem settur var
í gang með hljóðmerkjum með
hærri tíðni en mannlegt eyra
nemur. Hinsvegar hefur hund
urinn numið hljóðmerkin og
þau verkað á hann truflandi
eða e.t.v. sársaukafullt.
Samkomur
Hjálpræðisherinn
Sunnud. kl. 11: Helgunar-
samkoma. Kl. 2: Sunnudaga-
skólL Kl. 4: Utisamkoma.
Kl. 8.30: Hjálpræðissamkoma.
Kaptein Höyland og frú
stjórna samkomum dagsins.
Allir velkomnir.
borginni og eru þar reynslunni
ríkari um allt, sem æskulýðsmál
snertir.
Taldi þing þetta einsætt, að
bandalagið nyti framvegis styrks
frá borg og ríki til eflingar
starfsemi sinni og fól verðandi
stjórn að athuga um slíkan fjár-
hagsgrundvöll í náinni framtíð.
En hingað til hafa samtökin eng-
an opinberan stuðning hlotið
nema þá óbeinlínis, og hefur
fjárþröng því mjög torveldað
allt starf B.Æ.R.
Núverandi stjórn B.Æ.R. er
þannig skipuð:
Sr. Árelíus Níelsson, form.,
Sr. Ólafur Skúlason, ritari, Ingi
B. Ársælsson, féhirðir, Ólafur
Pálsson, varaform., Gísli Gunn-
arsson, meðstj., Gullveig Sæ-
mundsdóttir, meðstj. og Ragnar
Kjartansson, meðstj.
(Fréttatilkynning frá B.Æ.R.)
E. Power Biggs heldur
orgeltónleika hér
Á SUNNUDAG er væntanleg-
ur hingað til lands hinn kunni
bandarísk'i organleikari, E. Power
Biggs. Kemur hann hingað á veg-
um Tónlistarfélagsins og mun
halda tvenna tónleika fyrir
styrktarmeðlimi þess í Dóm-
kirkjunni, þriðjudag og miðviku-
dag 14. og 15. þ.m., en auk þess
er ákveðið að hann efni til tón-
leika á Akranesi, Akureyri og í
V estmannaey j um.
Óþarft er að kynna E. Fower
Biggs í löngu máli fyrir íslenzk-
um tónlistarunnendum. Hann
hefur verið hér tvívegis áður,
bæði árið 1954 og 1955, og hélt
þá tónleika við góðan orðstír,
bæði í Reykjavík og víðar. Marg
ir merkustu tónlistargagnrýnend-
ur vestan hafs telja Biggs fremst
an í flokki merkustu núlifandi
organleikara Bandaríkjanna, og
það er m.a. haft til marks um
vinsældir hans að í mörg ár í röð
hefur hann verið talinn vinsæl-
asti organleikari Bandaríkjanna
í skoðanakönnun, sem tónlistar-
Yíirlýsing
Alþýðuflokkurinn hefur
með bréfi dags. í dag, til-
kynnt ýfirkjörstjórn Reykja-
víkurkjördæmis, að misritazt
hafi heimilisföng þriggja
frambjóðenda á framboðslista
flokksins við alþingiskosninig-
arnar, sem fram eiga að fara'
9. júní n.k., en þau eiga að
vera sem hér segir. Nr. 5. Páll
Sigurðsson, tryggingayfirlækn
ír, Eskihlíð 10. Nr. 8. Pjetur
Stefánsson, prentari, Karla-
götu 6. Nr. 24. Jóhanna Egils-
dóttir, húsfrú, Lynghaga 10.
Alþýðuflokknum heimilast
að láta birta yfirlýsingu þessa
í dagblöðunum, Lögbirtinga-
blaðinu og Ríkisútvarpinu.
Reykjavík, 10. maí 1963
Yfirkjörstjórn Reykjavík
urkjördæmis.
Kristján Kristjánsson, (sign),
Páll Líndal (sign), Sveinbj.
Dagfinnsson (sign), Eyjólfur
Jónsson (sign), Þorvaldur Þór
arinsson (sign).
tímaritið Musical America hefur
efnt til árlega meðal 850 gagn-
rýnenda í Bandaríkjunum og
Kanada.
Á efnisskránni á tónleikum
Biggs hér, eru einungis verk
eftir Jóhann Seb. Bach. Síðan
heldur hann organtónleika í
kirkjimni á Akranesi n.k. föstu
dag, 17. maí, kl. 9 e.h., á Akur-
eyri, sunnudaginn 19. maí, og að
líkindum í Vestmannaeyjum
þriðjudaginn 21. maL
Cc
' STtAK
ÞINNER
StEak
Asven
á*PL?a.
Aðalfundur
Kaupfélags Hafnarfjarðar verður haldinn mánu-
daginn 13. maí kl. 8,30 s.d. í Alþýðuhúsinu.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Athugið að þetta er síðasta fundarboð.
Stjórn Kaupfélags Hafnfirðinga.
Viðtalstími minn
í Kópavogsapóteki Álfhólsvegi 9 virka daga kL
2—4 nema laugardaga kl. 11—12 sími 37922.
KJARTAN J. JÓHANNSSON, héraðslæknir.
Heima Miklubraut 68 sími 16852.
Suðurlandsbraut!
Röskan ungling eða krakka vantar nú
þegar til að bera Morgunblaðið til kaup-
enda við
Suðurlandsbraut
( Herskálahverfið)
Gjörið svo vel að tala strax við af-
greiðsluna eða skrifstofuna.
sími 22-4-80.