Morgunblaðið - 26.05.1963, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 26.05.1963, Qupperneq 5
MORCV N nr. AÐIÐ 5 Sunnudagur 26. maí 1963 FYRSTA hefti Veiði- mannsins er nvkomið út. Meðal þess, sem rit- ið flytur að þessu sinni er þessi afbragðs veiði- saga, sem birtist hér á eftir. ÞAÐ er kunnugt, að margir íslenzkir læknar eru góðir stangaveiðimenn. „Veiðipadd- an“ svonefnda hefur borizt ört út innan stéttarinnar — einn smitazt af öðrum. Og samkvæmt einróma áliti þess ara verndara lífs okkar og heilsu, má hver hólpinn vera, sem „veiðisýkilinn" tekur. Þó munu enn vera til í okkar landi örfáir læknar, sem ekki hafa „smitazt", og ennþá færri sem fullyrða, að þeir séu ó- næmir fyrir „sýklinum“; en starfsbræður þeirra telja þó engan veginn vonlaust, að þeir bætist í hópinn áður en varir. Þótt fyrir nokkuð löng kynni af Úlfari Þórðarsyni lækni, hélt sá sem þetta rit- ar, að hann væri í hópi þeirra, sem engan áhuga hefðu fyrir veiðiskap. En þetta rejyidist herfilegur misskilningur. Einn góðan veðurdag, þegar Úlfar átti erindi til mín á vinnustað, spurði hann mig upp úr þurru, hvort hann ætti ekki að segja mér veiðisogu. Mig rak í rogastanz og ég sagði brosandi við hann: „Jæja, ert þú nú líka stanga- veiðimaður?" „Því skyldi ég ekki geta verið það eins og hinir?“ svaraði Úlfar, og við því átti ég auðvitað ekkert svar. Ég stóð einhvernveginn í þeirri meiningu, eins og^ sagt er á vondu máli, að Úlfar hefði aldrei átt við stangaveiði. En til þess að segja eitthvað, svar aði ég: „Nú, segðu mér þá veiðisöguna." „Já, hún er þannig, að fyrir 8 eða 9 árum var ég í veiði- ferð norður í Vatnsdalsá með Kjartani Sveinssyni skjala- verði, sem er kunnur og reyndur laxveiðmaður. Við vorum staddir við svonefndan Ásbrekkuhyl, sem er góður veiðistaður, eins og margir vita, sem hafa veitt í Vatns- dalsá. Ég var eitthvað á und- an Kjartani að búa mig til veiða og gekk að hylnum meðan hann var að fara í bússurnar. Þegar ég kom fram á bakkann, kannaðist ég við mig, því að ég hafði séð Tryggva Ófeigsson veiða þarna lax fyrir 6 eða 7 árum. Ég setti mig í veiðimanna- stellingar og fór að kasta flugu, eins og Tryggvi hafði gert. Ég kastaði nákvæmlega á sama stað og ég hafði séð hann gera, og viti menn — það tók hjá mér lax! Ég þótt- ist finna að þetta væri vænn fiskur og fór að þreyta hann eftir kúnstarinnar reglum. Laxinn rásaði lítið, en lá nokk uð þungt í, og eftir dokkra stund kom Kjartan til mín, og fannst mér strax nokkur styrk ur að hafa hann hjá mér. Ég var með stutta línu og glerstöng og þorði því ekki að takast mikið á við laxinn. Samt leiddist mér að tefja Kjartan lengi frá veiðunum og óskaði því að laxinn gæf- ist upp sem fyrst. Við landið, þar sem ég stóð, eru talsverð- ar grynningar, en djúpt við bakkann hinum megin. Eftir nokkur þóf tókst mér að koma laxinum upp á grynningarnar og leiða hann í áttina til þess staðar, sem ég hugsaði mér að landa honum. En á þeirri leið voru nokkrir steinar upp úr vatninu; og einhvern veginn tókst svo til, að öngullinn losnaði úr honum við þessi átök. Þegar ég fann að allt var laust, fleygði ég stöng- inni og ætlaði að kasta mér yfir laxinn, en hann varð fljótari til, og slapp úr greip- um mér. Ég vildi þó ekki láta minn hlut, óð fyrst eins langt og ég komst og stakk mér svo í dýpið! En þar fann ég engan lax! Ég svamlaði aftur til lands, mjög vonsvikinn, tók upp stöngina og sagði nokkur orð við Kjartan, sem þá var að leggja af stað niður með ánni, til þess að komast yfir á vaðinu þar skammt fyrir neðan. En um leið og Kjartan er að vaða út í ána, kallar hann til mín og segir: „Er þetta laxinn þinn?“ Laxinn lá þarna rétt við landið hjá Kjartani, og virtist mjög af honum dregið. Kjartan gekk í áttina að laxinum og ætlaði að grípa hann, þá hörfaði laxinn und- an út í ána. En þá var ég þar fyrir og sparkaði honum á land, en datt ofan á hann um leið, og báðir veltust þar um í fangbrögðum. Þetta hef- ur eflaust verið brosleg sjón, en til þess að kóróna allt sam- an marg sparkaði Kjartan í okkur báða, svo við ultum svolítið lengra upp á þurrt í fangbrögðunum! Þegar svo var komið voru örlög aum- ingja laxins auðvitað ráðin. Hann var 18 pund. Segðu svo að ég sé ekki veiðimaður." Eftir þessa sögu dettur mér auðvitað ekki í hug að neita því! V. M. Fangbrögö við iax Búið er að setja saman fyrstu hlutana. Hér sézt einn veggur- inn í eldliúsinu með stálvask og eldavél og eldhússkápum. Hinum megin á veggnum er hluti af baðherberginu. HER á landi hafa verið byggð Ihús úr steinsteyptum flekum, sem aðeins hefur þurft að reisa á staðnum. Hefur þótt fljótlegt að byggja þessi hús. Hins vegar virðist þetta að eins vera fyrsta sporið í þá átt, að húsbyggjandinn geti farið fyrir hádegi og valið sér lóð, skoðað hús og teikningar eftir hádegið og flutt inn í húsið sitt nýbyggt næsta kvöld. Það má segja að þetta sé hægt í Svíþjóð, því verk- smiðja nokkur þar í landi hefur hafið framleiðslu á hús um, sem eru sett saman, ekki aðeins úr flekum, heldur er hver hluti hússins fullgerður leiðslum, ljósastæði, eldavél, ísskáp, fullinnréttuðu baðher- bergi, og ekkert vantar nema lausleg húsgögn. Húsið er flutt á lóðina £ pörtum á dráttarvögnum, krani er þegar kominn á vett vang og lyftir pörtunum hverj um af öðrum á sinn stað. Und- ir kvöld kemur flutningabíll með húsgögnin og um nótt- ina sefur fjölskyldan í nýju íbúðinni. Það er ekki einu sinni málningarlykt. Þannig lítur baðherbergið út, þegar húsið hefur verið sett saman. Keflavík — Suðurnes Barnapeysur frá kr. 50,00. Barnahosur frá kr. 10,00. Ýmiss barnafatnaður á ótrúlega lágu verði. ELSA, Keflavík. Keflavík — Suðurnes Japanskar bróderaður kven blússur, Crepe hanzkar á telpur, hvítir og mislitir. Hvít terylene-pils á böm og fullorðna. Elsa, Keflav. Sumarvinna Vantar drenig 13—15 ára á sveitaheimili í Borgarfirði, nú þegar. Þarf að vera vanur. Uppl. í síma 23071. Ungur bóndi óskar eftir ráðskoriu í ná- grenni Reykjavíkur. Tilb. sendist Mbl., merkt: „Ráðs- kona — 5882“. Keflavík Röskur unglingspiltur á aldrinum 16—18 ára óskast til starfa strax. Létt vinna. Gott kaup. Uppl. í síma 1767. 12 ára drengur óskar eftir einhvers konar atvinnu daglega frá kl. 13. Hefur hjól. Talar Norður- landamál og ensku. Svar í síma 17537. Athugið! að borið saman við útbreiðsli/ er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. Ef þakið lekur eða er farið að eldast, er Heavy-Duty áburðurinn, sem þéttir og veitir varan- lega vernd. Nokkur afgr.- frestur. Sími 16993- Póst- -hólf 968. Kartöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó HEIMAKJÖR Sólheimum 29-33 Aðeins „model 63“ lærið á nýjan VOLKSWAGEN 5 manna fjölskyldubifreið. í sínum stærðarflokki geur Prinzinn einn státað af því að bera 435 kg. Örugg varahluta- þjónusta. FÁLKIINiN HF. Laugavegi 24 — Reykjavík Ódýr, en vandaður. Söluumboð á Akureyri: Lúðvík Jónsson & CO. HÚSEIGEND'JR SIEINGIRÐINGAR Pantið girðingar tímanlega. Mörg falleg mynstur af háum og lágum girðingum fyrirliggjandi. Sendum út um allt land. Afgreiðum girðingar samstundis. MOSAIK hf. Þverholti 15 — Sími 19860.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.