Morgunblaðið - 26.05.1963, Síða 8

Morgunblaðið - 26.05.1963, Síða 8
MORCVNBLAÐIB Sunnudagur 28. maí 1983 -•k e Som/ð / Gení f þessari viku hafa staðið yfir í Genf og Ottawa viðræður, sem vafalítið eiga eftir að hafa víð- tæk áhrif, þótt síðar væri. Á báðum stöðum var rætt um mál, sem varða samstarf Evrópu og Bandaríkjanna. Á báðum stöð um náðist árangur, þótt hann yrði e.t.v. ekki eins mikill, og margir vonuðust til. >á var og enn eitt sammerkt með þessum viðræðum, sem fóru fram sitt hvoru megin Atlantshafsins: Á- greiningsmálin matti að miklu leyti rekja til afstöðu Frakka, annars vegar til efnahagsmála, hins vegar til varnarmála. Ráðstefnan í Genf var haldin á vegum þeirra þjóða, sem undir ritað hafa GATT-samninginn (Alþjóða viðskipta- og tolla- málastofnunin). Þar voru til um. ræðu gagnkvæmar tollalækkanir fyrst og fremst milli landanna í Efnahagsbandalagi Evrópu og Bandaríkjanna. Meginviðfangsefnið var að finna leiðir, sem fara mætti eftir en frekari umræður eru fyrir- hugaðar á næsta ári. Á síðasta þingi Bandaríkjanna voru sam- þykkt sérstök lög, er veitti Bandaríkjaforseta víðtækt vald til að lækka tolla. Samkvæmt henni var forsetanum veitt um- boð til að semja um allt að 50% tollalækkun, almennt, á næstu fimm árum. Tilgangur banda- rísku fulltrúanna, er þeir settust að samningaborðinu, var að fá samið um gagnkvæmar, hlutfalls lega jafnmiklar lækkanir tolla, á öllum tegundum vara. Þetta er þáttur í stefnu Bandaríkjastjórn- ar, til að koma á frjálsari við- skiptum, sem síðar gætu orðið grundvöllur bættra kjara í mörg- um vanþróuðum löndum. Sammála þessari stefnu, í grundvallaratriðum, eru m.a. Bretar og V-Þjóðverjar, þótt af- staða þeirra síðarnefndu sé ekki jafn eindregin. Frakkar leggja hins vegar aðal áherzlu á að auka viðskipti inn- an EBE, og verjast samkeppni landa utan þess, einkum á sviði landbúnaðar- og iðnaðarvara. Sérafstaða Frakka í þessu máli er sama eðlis og afstaða þeirra til aðildar Breta að EBE og kjarnorkuhers Atlantshafs- bandalagsins, NATO. Að baki býr hugmynd deGaulle, Frakk- landsforseta, um „þriðja veldið“, jafnoka Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna. Þótt tillaga sú, sem fulltrúar EBE báru í fyrstu fram á fund- inum í Genf, hafi verið þýzk, þá segja fréttamenn, að hún hafi að miklu leyti túlkað sjónarmið Frakka, sem í raun og veru kunni að standa á sama, þótt viðræður um þessi mál fari út um þúfur. Þýzka tillagan fól í sér, að jafna þyrfti mismun þann, sem er milli tolla EBE og banda- rískra tolla. Tollar vestan hafs eru mjög mismunandi, allt frá 0—80%, en þó yfirleitt hærri en tollar EBE, sem eru milii 10 og 15%. Samkv. þessari tillögu átti að lækka tolla þannig: Tollur, sem var hærri en 10%, skyldi lækka um helming þess, sem hann var hærri en það. Þannig hefði 15% tollur orðið 12%%, en 80% toll- ur orðið 45%. Lengi vel miðaði ekkert í sam komulagsátt. Þó fór svo um síðir að bandarísku fulltrúarnir létu undan síga, þótt í móti kæmi nokkur undansláttur af hálfu fulltrúa EBE. Ákvörðun Banda- ríkjanna felur í sér mikið frá- vik frá upprunalegu stefnunni. Kom hún á elleftu stundu, eftir allmörg símtöl Herters, aðal- fulltrúans í Genf, og Kennedys. Bandaríkjamenn féllust á þá kröfu, að lækkun hátolla skyldi vera hlutfallslega meiri, en lækk- un lágtolla, einkum á þeim vör- um, sem mikil viðskipti eru gerð með. Á móti kom samþykkt, þess efnis, að aðalreglan skyldi vera sú, að fylgt yrði jafnri lækkun tolla, hlutfallslega. Þótt hér hafi samizt um grund vallarreglur frekara samstarfs, þá er mikið verk óunnið. Ekkert hefur verið kveðið á um hvaða vörur skuli falla undir einstök atriði sarakomulagsins. Þannig eru þýðingarmestu viðræður á vegum GATT um þetta mál, enn framundan. Þær fara fram vest- an hafs í maí næsta ár. — og Ottawa STOFNUN kjarnorkuhers At- lantshafsbandalagsins, NATO, verður að teljast merkur áfangi í sögu samtakanna. Samkomulag það, sem náðist á ráðherrafund- inum í Ottawa, um stofnun liers ins, einkennist þó af ósamkomu- lagi, þ. e. afstöðu Frakka til sam- eiginlegs hers. Því hefur honum ekki verið gefið formlegt nafn. Hugmyndin um kjarnorkuher bandalagsins hefur tekið allmikl um breytingum, frá því Kennedy Bandaríkjaforseti og Macmillan, forsætisráðherra Breta, ræddu þau mál, á fundi, er þeir héldu með sér í Nassau á Bahamaeyj- um í desember sl. Þar var, í stórum dráttum, sam ið um þrjú atriði: • Bretar fengju Polariseld- flaugar. • Stofnaður yrði sérstakur kjarnorkuher, með aðild nokk- urra bandalagsþjóða. Skyldu Bretar leggja honum til kafbáta. • Lögð yrðu drögin að sameig- inlegum bandalags(kjarnorku)- her, þar sem áhafnir einstakra hernaðartækja yrðu af ýmsu þjóðerni. Er leið að ráðstefnunni í Ott- awa, stóð aðeins eitt þessara at- riða óhaggað, það fyrsta. Orsak- anna fyrir breytingum má að miklu leyti rekja til afstöðu Frakka, þ.e. þess, að þeir höfn- uðu aðild Breta að Efnahags- bandalagi Evrópu, og þess, að þeir hafa haldið fast við að koma á fót eigin kjarnorkuher. í þessum ráðstöfunum fólst í raun og veru vantraust á forystu Bandaríkjamanna á sviði varnar- mála. Svar þeirra var fólgið í því að reyna að hraða eftir mætti stofnun bandlagshersins. Hugmyndin um þann her breyttist þó nokkuð. Talið var nú hentugast að koma upp flota skipa, sem borið gætu í allt 200 Polariseldflaugar. — Áhafnir skyldu vera af fleiru en einu þjóðerni. Bretar töldu sig vart hafa efni á að taka þátt í slíkum her, en óttuðust, að Vestur-Þjóðverjar, sem sýndu áhuga fyrir hugmynd inni, yrðu annar aðalþátttakand- inn, auk Bandaríkjanna. Þeirrar hugmyndar mun hafa gætt með- al brezkra ráðamanna, að svo kynni að fara, að Bretar glötuðu þannig forystu sinni meðal Ev- rópuþjóða á sviði kjarnorku- varna. Viðbrögð brezku stjórnarinnar urðu þau, að hún tók að leggja áherzlu á annan þátt Nassau- samkomulagsins. Hann gerði ráð fyrir, að NATO yrði fengin yfir- ráð yfir her nokkurra bandalags rikja. - Hér töldu Bretar sig hafa nokk uð til að leggja af mörkum, þ.e. sprengjuflugvélar þær, sem bor- ið geta kjarnorkuvopn. Hugmynd þeirra var, að þessi her yrði búinn þremur banda- rískum Polaris-kafbátum (sem þegar höfðu verið boðnir fram), brezku sprengjuflugvélunum og nokkrum hluta bandaríska flug- flotans, af sömu tegund.. Yfirstjórn átti að vera í hönd- um Bandaríkjanna, Bretlands, V- Þýzkalands, Ítalíu, Kanada, Hol lands, Belgíu, Grikklands, Tyrk- lands og — vildi það taka þátt — Frakklands. Bandaríkin vildu ekki fallast á þessa áætlun, er hún var lögð fram. Þó fór svo um síðir, að þessari hugmynd jókst fylgi. Þeim her, sem hér var hafður í huga, í nær óbreyttri mynd, var í hópi stjórnmálamanna gefið nafnið „Inter-Allied Nuclear Force“, þ. e. nokkurs konar sam- eiginlegur her bandalagsríkj- anna. Þessi hugmynd, sem hér um ræðir, varð að veruleika í Ott- awa, án þess að um miklar breyt- ingar yrði að ræða. • Herinn mun hafa til umráða brezku sprengjuflugvélarnar og þrjá Polariskafbáta Bandaríkj- anna. • Herinn verður undir stjórn yfirmanns herafla bandalagsins í Evrópu, Lyman G. Lemnitzer. Þó verður sett á stofn nýtt em- bætti, embætti varayfirmanns, sem sjá mun um skipulag kjarn- orkuvarna. • Þá verður sérfræðingum ým issa bandalagsríkja gefinn kost- ur á að kynna sér kjarnorku- mál mun nánar, en verið hefur. Auk þess verður öll upplýs- ingastarfsemi innan bandalagsins stóraukin. Þýðingarmestu áhrif stofnunar hersins verða þessi: • Bandaríkin munu nú veita samherjum sínum nákvæmar upplýsingar um kjarnorkuvarnir, upplýsingar, sem aldrei hefði ver ið tekið í mál að veita, fyrir nokkrum árum. • Vestur-Þjóðverjar gegna nú öðru og meira hlutverki á sviði kjarnorkumála en nokkru sinni hefur verið. Talið er, að Sovét- ríkin muni taka þessu illa. • Hér hefur verið stigið fyrsta skrefið í þá átt að koma kjarn- orkuher á vegum NATO undir eina, sameiginlega stjórn. Tyrkland ÞAÐ tók stjórnarvöldin í Tyrk- landi aðeins fimm klukkustundir að bæla niður byltingartilraun þá, sem gerð var í Ankara, höf- uðborginni, sl. mánudag. Hafði 'hún þá kostað a.m.k. 10 manns- líf, en 20 lágu eftir særðir. Á hádegi á þriðjudag var for- sprakki byltingarmanna, Talat Aydemir, fyrrverandi hershöfð- ingi, tekinn höndum. Það vakti athygli margra, sem fylgzt hafa með stjórnmálaþró- uninni í Tyrklandi, að Aydemir skyldi nú standa í broddi fylk- ingar þeirra, sam hugðust koll- varpa stjórn landsins. Kemur þar einkuim tvennt til. • Aydemir stóð fyrir bylt- ingartilraun, sem gerð var í febrúar 1962, en mietókst. Þá átti að sækja hann til saka fyrir landráð, en Gursel, forseti, kora því þá till leiðar, að Aydemir var látinn laus. Aydemir varð hins vegar að heita því að skipta sér ekiki framar af stjórnmálum. Gursel og Aydemir voru kunn- ingjar, en forsetinn hafði fyrr- um verið yfirmaður hersins, og Aydemir yfirmaður liðsforingja- skólans. (Flestir þátttakendiur í byltingartilrauninni nú voru nemendur skólans). • Þá hafa sérfræðingar um mál Tyrk'lands haldið því f-ram, að engin byltingartilraun muni takast þar í landi, njóti hún ekki stuðnings yfirmanns herforingja ráðsins, Cevdet Sunav, hers- höfðingja. Skýringarnar á tilraun Ayde- mirs nú, má ef ti'l vill leita í orð- um hams sjálfs, þ.e. yfirlýsingn þeirri, sem hann lét lesa í út- varpið í Ankara, kvöldið, sem byl'tingarsinnar fóru á stúfama: ,,Stjóm landisins er hlutdræg, og landið er í hættu, bæði á stjóm- miála- og efnahagssviðinu“. Staðreyndin er sú, að illa horf- ir nú í innanlandsmál'um Tyrk- lan-dis. Brezkur blaðamaður, sem er nýkominn þaðan, eftir árs- d'völ, segir: ,,Ég er sammála Aydemir. Bfnalhagsástandið í Tyrklandi hefur aldrei verið eins bágborið og nú, og skyldi enginn láta blekkjas-t af yfirlýsingum stjórnar Inonu. Fimmára-áætl- unin, svokallaða, hefur brugðizt, og mun að öllum likindum aldrei ná fram að ganga. Er rætt var um efnahagsaðistoð, Tyrklandi til handa, á sérstökum fundi í París í vetur, var því lýst yfir, að að- stoð yrði aoeins veitt til árs í senn. Því yrði Tyrkland að sýna getu sína næstu 12 mánuði. Við- brögð stjórnarinnar urðu þau, að skattar voru hækkaðir. Land- búnaðarverkamenn greiða nú tekjuskatt, í fyrsta skipti. Inn- flutnings- og útflutningstollar hafa nær tvöfaldazt, og mörg smærri verzlunarfyrirtæki ríða nú á barmi gjaldiþrots". Á þriðjudag var tilkynmt í Ankara, að byltingarsinnar yrðu látnir svara til saka fyrir her- rétti, og væri engrar miskunnar að vænta. Þá var lýst yfir hern- aðarás'tandi í þremur borgum, Ankara, IstanÞuil og Ismir. Mun það ástand vara næstu fjórar vikur. Afstaban eystra SVO hefur virzt, um alllangt skeið, að Krúsjeff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, og með- ráðamenn hans telji nú hentug- ast að halda í horfinu í afstöðu sinni til Vesturveldanna. í fyrri viku hafnaði Krúsjeff tilmælum Kennedys, Bandaríkja forseta, og Macmillans, forsætis- ráðherra Breta, þar sem þeir lögðu áherzlu á, að gerð yrði ný, alvarleg tilraun, til að semja um bann við tilraunum með kjarn- orkuvopn. Fimm ára umræður í Genf hafa ekki leyst þann vanda enn. Þrátt fyrir neikvæða af- stöðu Krúsjeffs til þessarar mála leitunar, dró hann ekki til baka tilboð Sovétríkjanna, þess efnis, að komið yrði upp 2—3 eftirlits- stöðvum (til að fylgjast með grunsamlegum jarðhræringum), innan landamæra Sovétríkjanna. Margir höfðu þó talið, að það tilboð yrði afturkallað. Ummæli Krúsjeffs að undan- förnu hafa þótt benda til, að svo kunni að fara á næstunni, að til- raunir sovézkra visindamanna með kjarnorkuvopn verði teknar upp að nýju. Krúsjeff lét þess nýlega getið við vestrænan frétta mann, að hann myndi e.t.v. þurfa að láta undan kröfum visinda- manna eystra, sem segðust nú þurfa að gera frekari tilraunir. Þótt sovézkir ráðamenn hafi yfirleitt ekki talið sig þurfa neitt sérstakt tilefni, er þeim hefur þótt nauðsynlegt að sprengja til- raunavopn sín, þá greip Kennedy í síðustu viku til ráðstafana, sem kynnu að verka gegn því, að til— raunir yrðu teknar upp á ný eystra. Forsetinn lét fresta tveim ur tilraunasprengingum, sem fara áttu fram ofanjarðar í Nev- ada-auðninni, síðar í þessum mánuði. Fylgdi sú yfirlýsing i kjölfar tilkynningar, sem lesin var skömmu áður í Moskvuútvarpið. Þar sagði, að Sovétstjórnin myndi ekki sitja auðum hönd- um, meðan Bandaríkjamenn full komnuðu vopn sín. Sl. laugardag lýsti Sovétstjórn- in því yfir, að hún gæti ekki fall- izt á fyrirhugaðan kjarnorkuher Atlantshafsbandalagsins, NATO. Ummæli opinberra aðila i Bandaríkjunum, vegna þessarar yfirlýsingar, voru á þann veg, að svo væri helzt að sjá, að Sovét- ríkin teldu sig ein eiga rétt til að byggja upp kjarnorkuher sinn. Talsvert hefur verið um það rætt og ritað í blöðurn vestan hafs, hver sé orsökin fyrir því, að Krúsjeff sér sér ekki fært að ganga til samninga um helztu á- greiningsmálin, eins og nú standa sakir. í því sambandi hef- ur verið bent á: • Tilraun hans, til að koma upp eldflaugastöð á Kúbu, lauk með uppgjöf. i® Efnahagsaðstoð Sovétríkj- anna við Mið-Austurlönd hefur ekki borið ávöxt. Kommúnism- inn hefur ekki náð fótfestu þar. • Illa hefur gengið að bæta úr því, sem aflaga hefur farið á efnahagssviðinu, heima fyrir. • Loks má benda á deilumál Sovétríkjanna og Kína. Þau verða tekin til umræðu í júlí, á fundi, sem þá verður haldinn í Moskvu. Einn helzti „fræðimað- ur kommúnismans" í Sovétríkj- unum, Mikhail Suslov, verður formaður sovézku nefndarinnar, sem ræða mun við fulltrúa Kín- verja. Þrátt fyrir ákvörðunina um fundinn, hafa kínverskir ráða- menn ekki látið af gagnrýni sinni. Einn af æðstu ráðamönn- um í Peking, Liu Shao-chi, hélt fyrir nokkrum dögum ræðu, í Hanoi í N-Vietnam. Þar réðst hann gegn „endurskoðunarsinn- um“, og mælti með afturhvarfi til Stalinisma. Þessi ummæli nú, þegar samn- ingafundur hefur verið ákveð- inn, þykja staðfesta enn einu sinni, að deila Sovétríkjanna og Kína eigi sér svo djúpar rætur, að raunverulegs samkomulags sé vart að vænta, í náinni framtíð. Trú margra ér hins vegar, að tak- ist að semja í júlí, á yfirborðinu a.m.k., þá kunni aðstaða Krús- jeffs að batna, og hann geti þá tekið harðari afstöðu til Vestur- veldanna. Sængur Fylltar með Acrytic-ull ryðja sér hvarvetna til rúms. Fisléttar. Hlýjar. Þvottekta. Marteinn Einarsson & Co. Laugavegi 31. Sími 12816. Laugavegi 176. Sími 3-52-52.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.