Morgunblaðið - 26.05.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.05.1963, Blaðsíða 13
tf Sunnudagur 26. mal 1963 M O R C V N B T 4 Ð 1 Ð- 13 Stólað á stóru m !yg ina r Stjórnarandstæðingar finna, að það er vonlaust verk að telja mönnum trú um, að viðreisnin hafi mistekist og almenningur búi nú við bág kjör hér á landi. í því skyni að draga athyglina frá þeim mikla mun, sem er á ástandinu nú frá því sem var á dögum vinstri stjórnarinnar, reyna stjórnarandstæðingar þess vegna að blása upp önnur mál, sem þeir hyggja, að almenning- ur eigi ekki jafn gott að átta sig á eins og sínum eigin kjörum. Viðleitni beggja, kommúnista og Framsóknarmanna, er söm. Þó er sá munur á, að Framsóknar- menn ganga skrefi lengra í hóf- lausum blekkingum og blygðun- arlausri lygi. í>ar kemur ekki ein ugnis til, að menn búist fremur við slíkum baráttuaðferðum af kommúnistum en hinum, sem telja sig lýðræðisflokk, heldur eru Framsóknarmenn nú ófyrir- leitnari í málflutningi sínum heldur en nokkru sinni fyrr hef- ur þekkzt hér á landi. Menn hafa að vísu fyrr séð Tímann fara óvarlega með sannleikann, en nú slær hann öll met, bæði sín eig- in og kommúnista. Þvílík örvænt- ing hefur gripið forystumennina, að þeir virðast halda, að stóra Séð af Öskjuhlíð á fögru vorkvöidi. (Ljósm. REYKJAVIKURBREF Laugard. 25. maí lygin ein megni að fá þeim stöðv unarvaldið, er þeir sækjast eft- ir í íslenzkum stjórnmálum. Stóra lygin og landhelgismálið Óskammfeilni Framsóknar- manna gengur svo langt, að öðru hvoru miklast þeir af því, að andstæðingar þeirra hafi orð á þessum baráttuaðferðum. Nú er það svo, að það væri ærið efni fyrir íslenzka kjósendur til að kveða á um með atkvæði sínu, hvort lygin eigi að vera aðal- vopnið í stjórnmálaerjum. Ef lyg- in á að haldast uppi mundi frels- ið fljótlega feigt. Þess vegna verð ur aldrei um of vakin athygli á hvílík hætta er hér á ferðum. Út yfir tekur, þegar stóru lyginni er beitt til að þjóðarinnar í því máli, sem að sundra huga þjóðarinnar í því máli, sem hún öllum öðrum fremur er samhuga um, landhelg ismálinu. Allir íslendingar eru sammála um, að við þurfum sem stærsta fiskveiðilandhelgi og hljótum að keppa að því að helga okkur landgrunnið allt, áður en yfir lýkur. Einmitt þetta mál hafa Framsóknarmenn þessa stundina valið til að draga at- hyglina frá árangri viðreisnar- innar og hyggjast nota stóru lyg- ina til að umhverfa hugum manna í því. En staðreýndir málsins eru kunnari en svo, að þessi tilraun muni takast. Landhelgissamn- ingurinn frá 1901 Landhelgissamningur Dana og Englendinga frá 1901 kvað á um þriggja mílna fiskveiðilandhelgi við ísland og okkur mjög óhag- kvæmar grunnlínur. Eftir að við fengum fullveldið viðurkennt 1918, höfðum við einhliða rétt til að segja þessum samningi upp með tveggja ára fyrirvara sam- kvæmt ákvæðum hans sjálfs. Á árunum fram yfir seinni heims- styrjöldina þótti þó ekki hag- kvæmt að neyta þessa réttar. í stað þess var nokkrum sinnum reynt samkvæmt ályktunum Al- þingis, einkum á árunum 1919- 1930, að fá Breta til að breyta samningum með samkomulagi, en það tókst ekki. Leið svo og beið, að ekki var aðhafzt í málinu, þangað til 1946, að Ólafur Thors þáverandi forsætisráðherra, réði Hans G. Andersen, þjóðréttar- fræðing, til að hefja nauðsyn- lega rannsókn til grundvallar at- hafna. Skömmu síðar, eða snemma árs 1947, flutti Her- mann Jónasson, ásamt fleiri Framsóknarmönnum, tillögu um, að samningnum við Breta skyldi sagt upp. Áður hafði Hermann verið forsætisráðherra í átta ár, án þess að aðhafast nokkuð í þessa átt. Hinn nývaknaði á- hugi Hermanns var góðra gjalda verður, en að athuguðu máli varð samkomulag um, að beðið skyldi með ákvarðanir þangað til þeirri rannsókn, sem hafin var, væri lokið, og áætlun gerð um, hver aðferð væri heilla- vænlegust. Landhelgísstækk- un 1950 1952 Á grundvelli þeirra rannsókna og athugana, sem fram höfðu farið, fékk Jóhann Þ. Jósefsson á þinginu 1948 samþykkt lögin um vísindalega verndun fiski- miða landgrunnsins. Um þær mundir voru uppi tilraunir um að fá Faxaflóa friðaðan með al- þjóðlegri samþykkt. Þegar Bret- ar hindruðu framgang þeirrar til raunar var ákveðið að segja samningnum frá 1901 upp, og síðan 1950 ákveðin stækkun land helginnar fyrir Norðurlandi út í fjórar mílur, en í fyrstu náði framkvæmd einkum til síldveið- anna. Um þessar ráðstafanir var á sínum tíma enginn ágreining- ur milli lýðræðisflokkanna. En þegar þær voru ræddar í utan- ríkismálanefnd lýsti fulltrúi kommúnista yfir því, að hann teldi tilraunina „hæpna“ og að, „betra væri að fara samninga- leiðina“. Þessi afstaða kommún- ista þá skýtur mjög skökku við alla framkomu þeirra síðar, en skýrist af því, að þeir héldu, að einhliða stækkun landhelginnar væri andstæð Rússum. Loks var ákveðið að stækka landhelgina umhverfis allt land og draga nýj- ar grunnlínur, og tók þessi nýja skipan gildi á árinu 1952. Kommúnistar umhverfðust Um þessar ráðstafanir var fullt samkomulag milli lýðræðisflokk- anna. Nú skárust kommúnistar hinsvegar aftur úr leik, ekki eins og í fyrstu vegna þess að þeir vildu fara samningaleiðina, heldur af því að stækkunin 1952 var ekki ákveðin fyrr en dóm- ur hafði gengið í deilumáli Norð- manna og Englendinga. Sá dóm- ur setti nýjar reglur um það, hvernig grunnlínur skyldu dregn ar, og hefur orðið okkur ómet- anleg stoð, bæði þá þegar og í síðari deilum um málið. Komm- únistar máttu ekki heyra að eft- ir þessum dómsúrslitum væri beðið. Þeir höfðu vent sínu kvæði í kross og töldu, að við þyrftum ekkert að skeyta um alþjóðalög! Allir lýðræðisflokk- arnir voru þá sammála um að fordæma þessa framkomu komm únista, Framsóknarmenn ekki síður en aðrir, enda voru Fram sóknarmenn því fyllilega sam- mála, þegar ríkisstjórn Stein gríms Steinþórssonar bauð Bret um að leggja lögm?eti stækkun- arinnar 1952 undir úrskurð al- þjóðadómstólsins. Bretar vildu hins vegar ekki falla frá lönd unarbanninu, sem útgerðarmenn höfðu lagt á landanir íslenzkra fiskiskipa, og hafnaði brezka stjórnin þess vegna tilboðinu um, að alþjóða dómsstóllinn skæri úr ágreiningnum. Löndunarbanninu aflétt íslendingar létu löndunar- bannið ekki buga sig. I stað þess lét íslenzka stjórnin taka málið upp í alþjóðastofnunum í París, bæði innan NATO og Efnahags- stofnunarinnar þar . Bretar fundu brátt, að framkoma þeirra var þeim til lítillar sæmdar og snemma árs 1956 hafði erindrek- um okkar suður þar ásamt full- trúum útgerðarmanna tekizt að ná samningum um aflétting bannsins. En þegar hér var kom- ið hafði Framsóknarflokkurinn ákveðið að slíta stjórnarsam- vinnu við Sjálfstæðismenn og skorti trúnað innan ríkisstjórnar- innar til að leiða málið til lykta. Það var hinsvegar gert skömmu eftir að vinstri stjórnin tók við sumarið 1956, á þeim grundvelli, sem áður hafði verið lagður. Með rækilegum undirbúningi, þar sem ætíð var stuðzt við al- þjóðalög, hafði íslendingum því tekizt að vinna algjöran sigur í fyrstu atlotu. Leiðin var mörk- uð og sýnt, hverjar aðferðir mundu verða árangursríkastar. En jafnframt hafði það skeð, sem átti eftir að hafa örlagaríkar afleiðingar, að Hermann Jónas- son og Framsóknarflokkurinn unnu það til að koma vinstri stjórninni á — þvert ofan í gef- in loforð fyrir kosningar — að láta landhelgismálin í hendur Lúðvíks Jósepssonar. Sérstaða kommúnista Kommúnistar hafa enga sér- stöðu frá öðrum íslendingum í því, að þeir vilja sem stærsta fiskveiðilandhelgi. Ástæðulaust er að efa, að það sé þeim ein- lægt hugðarmál. En þeir hafa annað hugðarefni, sem stendur enn nær hjarta þeirra. Það er að slíta íslendinga úr samvinnu við aðrar vestrænar lýðræðis- þjóðir. Til þess töldu þeir land- helgismálið sjálfskapað. Eftir að þeir áttuðu sig á því, hafa þeir lagt megináherzlu á að halda þannig á málinu, að það yrði til sem mests ágreinings milli okkar og nágrannaþjóðanna. Hug sinn sýndi Lúðvík Jóseps- son bezt, þegar hann, jafnskjótt og honum hafði tekizt að efna til ófriðar í landhelgismálinu 1958, fann sér tilefni til ferðar austur fyrir járntjald. Hann lét ríkissjóð Islands kosta ferð sina fram og til baka til Austur-Ber- línar. Þaðan var hann fluttur sem sigurvegari, íslendingum að kostnaðarlausu, til Moskvu, og hlaut sams konar hyllingu af Sov étherrunum og þeir veita trygg- ustu umboðsmönnum sínum í leppríkjunum. Sovétstjórnin sýndi í verki, að hún kunni að meta afrek Lúðvíks og taldi sig vera í mikilli þakkarskuld við hann. Tvískinimngur Framsóknar Vorið 1958 hafði verið haldin Genf ráðstefna um réttarreglur hafúiu. Á ráðstefnu þessari kom í ljós, að þser réttarreglur, sem áður höfðu verið taldar gilda um stærð landhelgi, ekki sízt fiskveiðilandhelgi, nutu ekki lengur almennrar viður- kenningar. Var það ekki sízt að þakka Haagdómnum í máli Norðmanna og Englendinga. Um þessi efni fékkst þó engin lög- ' leg ákvörðun tekin á ráðstefn- unni, en hún skapaði Islending- um nýja möguleika til sóknar í málinu. * Spurningin var, hvernig þessa möguleika skyldi nota. Áttu íslendingar að einbeina sér að því að tryggja sína eigin hags- muni, eða halda þannig á, að sem mestur ágreiningur yrði, þó að öllu málinu væri þar með teflt í tvísýnu? Kommúnistar völdu hiklaust síðari kostinn, Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn hinn fyrrL Framsóknarmenn vissu lengi vel ekki, í hvora löppina þeir ættu að stíga. Að lokum kusu þeir að .standa með Lúðvík og kommúnistum í þeirri von, að á þann veg tækist þeim að hindra splundrun vinstri stjórn- arinnar. Heilindi þeirra voru samt ekki meiri en svo, að þeir heimiliðu Guðmundi í. Guð- mundssyni, utanríkisráðherra, að hefja innan NATO samninga um lausn málsins á bak við Lúðvik Jósepsson og kommúnista. 1 þeim samningum samþykkti Framsókn að Englendingum væii boðin mun hagstæðari kjör en þau, sem að lokum var samið um 1961. Aðvaranir SjálL stæðismanna Sjálfstæðismenn vöruðu þeg- ar frá upphafi við, að þannig væri haldið á málunum, að það egndi til óþarfa ófriðar. Málið sjálft væri nógu erfitt og alltof þýðingarm. fyrir okkur til þess að það væri notað í annarleg- um tilgangi, þeim að slíta okkur úr tengslum við vina- og ná- grannaþjóðir okkar. Morgun- blaðið sagði hiklaust frá því hvað i húfi væri og varaði við afleiðingum þess, ef erlendur herfloti kæmi á íslandsmið til íhlutunar um okkar mál. Tals- menn vinstri stjórnarinnar lét- ust ekki trúa því, að til slíks gæti komið og stóðu því uppi eins og þvörur þegar þar að kom. Sjálfstæðismenn létu sér ekki nægja aðvaranir einar. Þeir buðu fram sitt samstarf til að reyna að leysa málið. Þeir hvöttu til þess, að íslendingar krefðust fundar í Atlantshafs- ráðinu og íslenzki forsætisráð- herrann færi þangað til að koma I veg fyrir herhlaup Breta. Jafn- framt buðust Sjálfstæðismenn til að senda fulltrúa frá sér með forsætisráðherranum og öðrum umboðsmönnum ríkisstjórnarinn- ar til að reyna að finna lausn á þeim vanda, sem að óþörfu hafði verið stofnað til. Hermann Jónasson hafnaði þessu tilboði með þeim afleiðingum, að þegar vinstri stjórnin hrökklaðist frá í desember 1958 voru Islandsmið í hers höndum. Aumur viðskilnaður Aumur var viðskilnaður vinstri stjórnarinnar í innan- landsmálum. Enn verri var hann þó í landhelgismálinu. Ærn- ar hættur eru samfara því að sækja sjó frá íslandi þó að sú bættist ekki við, að erlendur herfloti ógnaði lífi og eignum. Fyrir frábæra festu og varúð gæzlumanna landhelginnar tókst að afstýra hinu versta. En hætt- an hélzt og er guðs mildi að dauði margra skyldi ekki hljót- ast af. Ekki tjáði að gugna fyrir ofbeldinu og skipti þá engu máli, þó að vinstri stjórnin hafi haldið Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.