Morgunblaðið - 26.05.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.05.1963, Blaðsíða 5
Sunnudagur 26. maí 1963 M O R C U V B l 4 Ð l Ð 5 FRÁ því að sögur hófust hafa ríki risið, átt sín skeið þroska, valda, hrörnunar og hruns. Sum voru að tærast upp öldum sam- an, eins og ríki stólkonungsins í Miklagarði, önnur féllu fyrir sverði sigurvegara, eins og ríki Persa fyrir Alexander mikla, eða ríki Azteka við innrás Spánverja, en á okkar öld hafa sum ríki fallið fyrir rýtingi launmorð- ingjans. Febrúarbók Almenna bókafé- lagsins, Það gerist aldrei hér, eft- ir Constantine Fitz Gibbon, er komin út í annarrj útgáfu. Þetta er nokkurs konar leynilögreglu- saga, sem er látin gerast í ná- inni framtíð, skömmu eftir dauða Krúsjeffs, þegar Stalínistar hafa aftur náð völdum í Rússlandi. Hún skýrir frá morði og aðferð- unum, sem við það er haft, en sá myrti er sjálft enska ríkið. Sagan hefst á því, að lýst er siðferðilegri upplausn ensku þjóðarinnar, hórdómi hástétt- anna, frillulífi og kynvillumök- um, sem fara fram fyrir nokkurn veginn opnum tjöldum á Klambratúni Lundúnaborgar, Hyde Park, sívaxandi ofbeldis- glæpum af ýmsu tagi, einkum meðal yngri kynslóðarinnar. Lög reglan ræður ekkert við þetta. Hún er fámenn, illa launuð og má ekki bera vopn, því að það stríðir á móti gömlum venjum Breta. Að lokum ákveður stjórn íhaldsflokksins að rjúfa þing og boða nýjar kosningar, þar sem aðalstefnumálið verði aukning lögreglunnar, tvöföldun launa hennar og vopnun hennar. Stjórn in telur sér sigurinn vísan á grundvelli þessara bráðnauðsyn- legu umbóta, en áður en varir grípa annarleg öfl inn í kosninga baráttuna. Andsprengjuhreyfing in, en henni er á bak við tjöldin stjórnað frá Moskvu og Prag, boðar til fjölmenns mótmæla- fundar á Trafalgartorgi gegn eld flaugastöðvum Bandaríkjmanna á Bretlandi. Ræðumennirnir eru mjög mislit hjörð. Meðal þeirra er Braithwaite, gamall vinstri- sinnaður vindbelgur, sem slær mjög á tilfinningastrengi, einn þekktur prestur þjóðkirkjunnar, einn frægur vísindamaður og Nóbelsverðlaunahafi, og síðast en ekki sízt Page-Gorman þingmað- ur, sem er flugmælskur og póli- tískur ævintýramaður. Hann stendur í leynilegu sambandi við Rússa og hyggst að nota áróðurs- vél þeirra til þess að verða for- sætisráðherra, en skjóta þeim síðan ref fyrir rass. Hann heldur magnaða æsingaræðu gegn varn- arbandalaginu við Bandaríkja- menn og eldflaugastöðvum þeirra, en útmálar það einnig, að þeir séu að seilast til yfirráða yfir atvinnulífi Englendinga og að amerískt auðvald ætli sér að arðræna enska verkamenn. Hon- um tekst að snúa fundinum upp í mótmælagöngu til bandaríska sendiráðsins og stofna með því til átaka við lögregluna, sem eft- ir á sætir hörðum árásum fyrir harkalega framkomu gegn frið- arsinnunum. Andspyrnuhreyfingunni tekst jjú að ná öllum tökum á kosn- ingabaráttunni. Festar eru upp etórar myndir af rjúkandi rúst- um og lemstruðum líkum og með életruninni: Viljið þið þetta? Kjósið þá íhaldið. Öllum fram- bjóðendum vinstri flokkanna er sent bréf, þar sem skorað er á þá að krefjast burtreksturs Bandaríkjahers og afnáms allra kjarnorkuvopna og á framboðs- fundunum er krafizt af þeim skýrra yfirlýsinga um, að þeir séu fylgjandi þeirri stefnu. Það styrkir mjög andspyrnuhreyfing- una, að um þetta leyti boðar ein- ræðisherra Rússa mikla friðar- sókn og eyðileggingu allra eld- flaugastöðva í Rússlandi og fylgi ríkjum þess, og er mönnum boðið að koma til Póllands og sjá nið- urrif eldflaugastöðva þar, en að vísu er því sjónarspili ekki ætlað að ganga nema fram yfir kosn- ingarnar í Englandi. Þetta hefur tilætluð áhrif, stjórnin þar fellur með miklum dynk, hinum gamla og þrautreynda foringja verka- mannaflokksins, sem er með hern aðarbandalagi við Bandaríkin, er bolað til hliðar, en vindbelgur- inn Braithwaite verður forsætis- ráðherra. Hann segir upp her- varnarsamningnum við Banda- ríkin og skipar þeim að verða á brott með herstöðvar sínar, fer síðan í heimsókn til Moskvu og verður þar bráðdauður, en æv- intýramaðurinn Page-Gorman verður forstæisráhðerra. Nú fær- ist líf í tuskurnar. Alls konar sérfræðinganefndir frá Rússlandi eru boðnar til Englands og þeim fenginn einn af hinum yfirgefnu flugvöllum Bandaríkjamanna til afnota og umráða. Undir því yf- irskini að hefja skuli sókn gegn siðspillinguni og glæpafaraldrin- um eru settar upp fangabúðir í Hyde Park og rússneskum hjálp- arsveitum fengin yfirráð þeirra. Þangað er smalað vændiskon- um og óróaseggjum, en líka fylgja með ýmsir yfirmenn hers og flota og forustumenn stjórn- mála og atvinnulífs. í þessari hreinsun er einnig tekinn auð- ugur bankastjóri af Gyðingakyni og sjálfur forsætisráðherrann, sem er af tilviljun gestur á heim ili hans, en íri nokkur, sem dval- ið hefur árum saman í Rússlandi og verið þar ráðunautur í mál- um Englands, er sendur heim til þess að taka við stjórnartaum- um. Áður hefur þó konungholl- um flugmönnum tekizt að koma konungsfjölskyldunni undan til Kanada. Hið handtekna fólk er allt sent í þrælabúðir í Síberíu og síðan nokkrar milljónir í viðbót undir því yfirskini, að England geti ekki fætt alla ibúa sína. Blöð- in, sem áður hafa verið múlbund- in, prísa Rússa mjög fyrir þessa hjálparstarfsemi og á þeim lof- söng endar sagan. ★ Finnst nú ekki einhverjum ís- lenzkum lesanda, að hann kann- ist við þennan reyfara, eða a.m.k. fyrri hluta hans, undirbúninginn að valdatöku Rússa? Hefur ekki starfað hér á landi „andspregju- hreyfing", sem hræðir hjartveikt fólk og ístöðulítið með tortím- ingu af völdum vetnissprengju, krefst burtrekstrar Bandaríkja- hers og jafnvel höfnun allrar samvinnu við aðrar vestrænar þjóðir á sviði varnarmála og at- vinnumála? Er ekki reynt nú við væntanlegar kosningar að snið- ganga umræður um innanlands- málin og efna til æsinga um þetta í staðinn? Sumir menn trúa því einlæg- lega, að sú mesta blessun, sem fallið gæti íslandi í skaut, væri það að verða rússneskt leppríki. Það er ekki nema eðlilegt, að slíkir menn vinni af alefli að því að slíta fsland úr öllum- tengsl- um við hinn vestræna heim og koma hér síðan á kommúnískri byltingu. í eldri fræðiritum kommúnista er gert ráð fyrir, að slík bylting hefjist með allsherj- arverkfalli, sem er ætlað að lama og gera óvirka alla stjórn lýð- ræðisflokka, en síðan taki „verka lýðurinn" völdin í sínar hendur. Kommúnistar hafa, sem kunnugt er, haft nokkrar heræfingar í þessu skyni í verkföllum undan- farinna ára, svo sem með um- ferðartálmunum á vegum úti og öðru ofbeldi, en vegna varnar- samningsins við Bandaríkin og hersins á Keflavíkurflugvelli hafa þeir ekki treyst sér til frek- ari aðgerða. Það er raunalegur sannleikur, að hér mætti búast við borgarastyrjöld, ef öfgamenn hefðu ekki aðhald af erlendum her. Hervarnarsamtök lýðræðisríkj anna og bættur efnahagur þeirra hefur dregið mjög úr líkum fyr- ir því, að hægt sé að stofna til allsherjarverkfalla með eftir- fylgjandi uppreisn og því hafa kommúnistar tekið upp þá bar- dagaaðferð að safna alls konar villuráfandi vinstri mönnum, þjóðrembingsliði og þokulýð í samfylkingu gegn vestrænni samvinnu, hvort sem er á sviði hervarna eða atvinnumála. Ef slíkur hlaupalýður næði meiri hluta við kosningar, yrði fyrsta skrefið að svipta þjóðina allri hernaðarvernd og fjárhagslegri samvinnu við Vesturveldin, en næsta skrefið yrði samvinna við kommúnistaríkin, sem myndu senda hingað „tæknilegar“ sendi- nefndir, og þá kæmi brátt til hreinsana, ekki hvað sízt á and- kommúnískum afglöpum í sjálfri ríkisstjórninni. Þessi aðferð reyndist haldgóð í Tékkó- slóvakíu, Ungverjalandi og víð- ar, þar sem ekki naut við vernd- ar vestrænna þjóða. ★ Ranghverfa hinnar arfgengu skáldhneigðar íslendinga birtist hjá allmörgum í þokukenndum draumsýnum og óskhyggju eins og þeirri, að hlutleysisyfirlýsing- ar án alls varnarmáttar séu nægi legar til þess að fá að lifa ó- áreittur og í friði. Margir lifa enn í hugamyndaheimi aldamóta- kynslóðarinnar, sem átti að vísu ýmsar góðar hugsjónir, en var of ginnkeypt fyrir slagorðum, til- finningavæmni og yfirborðs- hætti. Ýmsir hafa enn ekki áttað sig á því, að gamlar markalínur hafa færzt úr skorðum eða þurrk azt út, svo að „íhaldið* hefur staðið að margs konar félagsleg- um umbótum, sem ganga miklu lengra en vinstri menn létu sig dreyma um fyrir einum aldar- fjórðungi. Framsóknarflokkurinn sem eitt sinn taldi sig í farar- broddi á skeiðvelli félagslegra framfara lötrar nú á eftir, halt- ur og haftsár, og berst jafnvel með hnúum og hnefum gegn hverri uppástungu, sem verða má landbúnaðinum til þrifa og efl- ingar, ef hún kemur frá stjórn- arflokkunum. Eina hugsjónin, sem hann virðist eiga eftir, er sú að breyta þjóðfélaginu í eitt allsherjarkaupfélag, enda hefur honum tekizt að sjúga sig fast- an sem sníkjudýr á lfest sam- vinnufélög landsmanan. Sam- vinnustefnan er þarfleg, ef hún miðar að því að gera menn efna- lega sjálfstæða, eins og tilgang- ur hennar er, eðli sínu sam- kvæmt, en verður þjóðfélaginu hættuleg, ef máttur hennar er notaður til að gera menn að and- legum þrælum, sem telja alla gagnrýni innan hennar hneyksli og öll viðskipti utan hennar ganga glæpi næst. Þann hugs- unarhátt hefur Tíminn reynt að rækta og undir stjórn ofstækis- mannsins Þórarins Þórarinsson- ar hefur hann alið á hatri til þess vestræna þjóðskipulags, sem telur að hæfileikar manna og starfsorka njóti sín betur ef þeir hafa allvíðtækt athafnafrelsi heldur en ef þeir eru allir bundn ir á streng. Það er ekki nema eðlilegt, að allir, sem eru haldn- ir slíku hatri, sameinist undír forustu kommúnista, höfuðóvin- ar þessa þjóðskipulags, og telji eins og Tímaritstjórinn, sjálfsagt, að allir „íhaldsandstæðingar" renni saman í einn stjórnmála- flokk. Það er einmitt sú samein- ing, sem kommúnistar stefna að með hinum svokallaða Samein- ingarflokki alþýðu — Sósíalista- flokknum. Við, sem höfum lengi dvalizt meðal íslenzks sveitafólks, höf- um rekið okkur á nokkra full- trúa þessa hatursfulla hugarfars í garð núverandi þjóðskipulags. Það eru menn, sem frosið er fyrir vitin á og skrúfa jafnvel fyrir útvarpstækin sín, þegar kemur að ræðum andstæðing- anna við útvarpsumræður. En við höfum líka kynnzt annari tegund Framsóknarmanna, sem eru heiðursmenn og drengir góð- ir, þótt þeir af misskilinni tryggð við flokksbönd hafi fylgt for- ingjum sínum lengur en samboð- ið er viti þeirra og mannkostum. Hjá þeim er samvinnuhugsjónin ekki tjóðruð við búðarborðið og lekabyttuna, heldur nær hún til allra drengilegra samtaka um þjóðarhag. Þessir menn hafa treyst Framsóknarflokknum, en nú hefur forustulið hans svikið þá í tryggðum og sýnt þeim auk þess þá fyrirlitningu að bjóða þá og atkvæði þeirra fram sem sölu varning á Rauðatorgi stjórnmál- anna. Tækist þeim það, er orðið lágt risið á þeirri bændamenn- ingu, sem eg og ýmsir jafnaldrar mínir uxu upp við á morgni þessarar aldar. Harður árekstur á Akureyri Akureyri 21. maí. GEVSIHARÐUR árekstur varff hér í gærkvöldi um kl. 21.45 á horni Hamarsstígs og Byggffa- vegar. Meiðsli á mönnum urðu hverfandi lítil, en hílarnir stór- skemmdust og urðu óökuhæfir. Moskvitsbíll með 2 mönnum kom austan Hamarsstígs með all- miklum hraða en Volkswagen norðan Byggðaveg með sýnu meiri hraða og var ökumaður- inn einn í bílnum. Skipti engum togum, að bíl- arnir skullu saman af feikna afli. Hemlaför eftir Volkswagen bíl- inn mældust 14 metrar, en auk þess dró hann Moskvitsbilinn með sér 7 metra eftir götunni og höfnuðu báðir inn í blóma- garði eftir að hafa brotið girð- ingu umhverfis hann. Við áreksturinn hrökk far- þeginn út úr Moskvitsbílnum og sat ómeiddur að kalla eftir á götunni. Einnig hrökk ökumað- urinn út úr Volkswagenbílnum en náði að grípa í handfangið, hélt sér þar dauðahaldi og drógst þannig með bílnum. Mun það hafa bjargað honum frá því að lenda undir bílnum og stórslasast. Slapp hann með nokkrar skrámur. Báðir öku- mennirnir voru algáðir. Nokkuð ber á ofsalegum akstri ungra manna hér í bæ og hefur lögreglan leitazt við að hindra slíkt. Um klukkan 1 í nótt varð vart við jeppa, sem ók á 80-90 km hraða um götur bæjarins. Lög- reglan veitti jeppanum eftir- för, náði honum við austustu brúna yfir Eyjafjarðará og hand- samaði ökuþórana, sem reyndust vera tveir ungir menn, báðir all drukknir. — Sv.P. Frú Fulltrúnráði Sjúlf- stæðisíélaganna í Reykjavík OPNAÐAR hafa veriff á vegum Fulltrúaráffs Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík hverfaskrifstofur á eftirtöldum stóðum í Reykjavík: VESTURBÆJARHVERFI Hafnarstræti 1 Sími: 22048 NES- OG MELAHVERFI K.R.-húsið viff Kaplaskjólsveg Simi: 22073 MIÐBÆJARHVERFI Breifffirffingabúff Sími: 22313 ' AUSTURBÆJARHVERFI Skátaheimiliff viff Snorrabraut Sími: 22089 NORDURMÝRARHVERFI Skátaheimiliff við Snorrabraut Sími. 22077 HLIÐA- OG HOLTAHVERFI Skipholt 5 Simi: 22317 LAUGARNESHVERFI Sunnuvegur 27 Sími: 38114 LANGHOLTS- VOGA- OG HEIMAHVERFI Sunnuvegur 27 Sími: 35307 SMAÍBUÐA-, bústaða- og hAaleitishverfi Víkingsheimilið viff Réttarholtsveg Sími: 34534 Allar skrifstofurnar eru opnar daglega kl. 2—10 e- h„ nema laugardaga og sunnudaga kl. 2—6 e.h. og veita þær allar venjulegar upplýsingar um kosningarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.