Morgunblaðið - 05.06.1963, Side 10
16
MORCUNBLAÐIÐ
ÍTtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðs,lstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakió.
STYRK STJÓRN
¥¥ér í blaðinu í dag eru rakt-
ir nokkrir helztu þættir
löggjafarstarfs Viðreisnar-
stjórnarinnar. Sú stjóm hef-
ur að vísu verið svo athafna-
söm, að enginn vegur er að
rekja allt það, sem gert hefur
verið á því kjörtímabili, sem
nú er að enda, en lauslegt
yfirlit fá menn, ef þeir lesa
grein þá, sem hefst á forsíðu
blaðsins.
Viðreisnarstjórnin tók við
gjaldþrotabúi. Svo var komið
að lánstraust landsins var
gjörsamlega þrotið og fé
skorti til kaupa brýnustu
nauðsynjavara. — „Vinstri
stjórnar“ kerfið var hrunið í
rúst og ekki var um annað að
gera en byggja upp frá
grunni.
Viðreisnarstjórnin sneri sér
að hinum þýðingarmestu
verkefnum. Hún sagði þjóð-
inni umbúðalaust, að menn
yrðu nokkuð á sig að leggja
til þess að reisa við fjárhag
þjóðarinnar. Hún mætti mjög
harðri andstöðu flokka
þeiira, sem voni utan stjórn-
ar, en þjóðin tók ráðstöfunum
hennar vel og menn bjuggu
sig undir það að leggja nokk-
uð að sér til þess að reisa við
fjárhag þjóðarinnar.
Sem betur fer reyndist það
svo, þegar fram í sótti, að
byrðamar voru léttbærari en
Viðreisnarstjómin hafði boð-
að og menn höfðu búið sig
undir. Þess vegna jukust vin-
sældir hennar jafnt og þétt.
Stjórnarandstæðingar gerðu
tilraun til þess að eyðileggja
viðreisnarráðstafanirnar í
fæðingu, þegar svikasamning
amir voru gerðir og kaup-
gjald hækkað svo mjög, að
útilokað var, að efnahagslífið
fengi staðið undir þeim, þar
sem viðreisnin var aðeins á
byrjunarstigi og útgerðin fé-
vana.
Sem betur fór tókst við-
reisnarflokkunum að hrinda
þesari árás og styrkja við-
reisnina á ný.
Viðreisnarflokkarnir hafa
nú lagt grundvöllinn að þeim
stórfelldu framförum, sem
unnið er að hvarvetna í þjóð-
lífinu og aukast jafnt og þétt.
Þeir lýsa því yfir, að þeir
muni stjóma áfram á svipað-
an hátt og hingað til, ef þjóð-
in felur þeim umboð til þess.
Menn vita því, hvað þeir
kjósa, þegar þeir velja þessa
flokka.
GEGN
SUNDRUNGU
rf svo færi, að viðreisnar-
flokkarnir misstu meiri-
hluta sinn á Alþingi, mundi
algjör óvissa ríkja um stjórn
landsins og framvindu mála.
Ef kommúnistar og Fram-
sóknarmenn næðu þingmeiri-
hluta saman mundu þeir sjálf
sagt mynda samstjóm.
Framsóknarmenn segjast
hinsvegar ekki keppa að þing
meirihluta með kommúnist-
um, það sé útilokað að ná því
marki. Hinsvegar telja þeir
hugsanlegt, að þeir geti bætt
við sig tveim þingsætum og
kommúnistar haldið sínu
þingfylgi. Þannig mundu
þeir ná því, sem þeir nefna
„stöðvunarvald“, því að meiri
hluti stjómarflokkanna er
svo naumur að þeim væri um
megn að stjórna, ef þeir töp-
uðu tveim þingsætum.
Það er þetta upplausnar-
ástand, sem af því mundi
leiða, ef stjórnarandstæðing-
ar ykju þingmannatölu sína.
Eins og áður segir má hér
engu muna. Þess vegna verða
menn að gera sér grein fyrir
því hvað í húfi er og leggja
sig alla fram þá daga, sem
eftir eru til kosninga, til að
treysta fylgi viðreisnarstjórn-
arinnar og forða því, að þeim
mikla árangri, sem náðst hef-
ur í íslenzkum efnahagsmál-
um, verði stofnað í voða.
Vinstri stjórnin reyndi að
styrkja sig með því að seilast
til áhrifa á sem flestum svið-
um þjóðlífsins. Hún reyndi að
hagnýta samvinnufélögin,
verkalýðsfélögin, nefndafarg-
anið, uppbætur og bitlinga til
þess að afla sér áhrifa, en
þjóðin afþakkaði ofstjórnina.
Viðreisnarstjórnin fór þver
öfugt að. Hún fól borgurun-
um síaukið frjálsræði til þess
að ráða sjálfir málefnum sín-
um. Þess vegna hefur hún
orðið sterkari með hverjum
deginum, sem liðið hefur. —
Hún takmarkaði völd sín, en
stjómaði vel á þeim sviðum,
sem að réttu lagi eiga að
heyra undir stjórnmálamenn
í lýðræðisþjóðfélögum.
JÓHANNES PÁFI
Nú þegar Jóhannes páfi
XXIII. er látinn hljóta
allir kristnir menn í hvaða
söfnuði sem þeir annars
standa að renna huganum yf-
ir líf og störf þessa merka
kristna leiðtoga. Enda þótt
hann hafi ekki stjómað ka-
þólsku kirkjunni nema til-
tölulega stuttan tíma, hefur
hann skilið eftir sig djúp spor
og starfs hans verður lengi
minnzt. Hann var frjálslynd-
ur páfi og friðarsinni og lagði
kapp á bræðralag allra þjóða.
Miðvikudagur 5. júní 1963
ur mytm
*
FRÆNDXJR vorir, Svíar, gera
sér vonir uto að hljóta þá
uinibun eftir harðan vetur, að
sumarið verði sólrilkjt og gott.
Að undanfömu hefur blásið
byrlega í þá ábt, að hlýjan
og sólskinið farið vaxandi dag
frá degi og fólikið flykkzt þús-
unaum saman til baðstrand-
anna.
Á hinn bóginn hefur ekki
enn tekizt að fullu að vinna
bug á bólustóttinni, sem upp
kom í Stokkhólimi fyrir
skemmstu. Þeir fjötonörgu
Stokkhótondbúar, — uim það
biil hállf milljón talsins —, sem
bólusettar voru gegn veikinni,
hafa verið varaðir stranglega
við því, vegna hugsanlegrar
smithættu, að synda í atonenn-
um sundistöðum, meðan hita-
bylgjan stendur yfir. Bólu-
setningin sjálif hefur í för með
sér vissa hættu, fari fóJlk ekki
varlega fyrst á eftir.
Stúltoan á myndinni hér að
ofan hefur ljóslega látið aliar
viðvaranir sem vind um eyru
þjóta og baðar sig i sólargeisl-
unum þrátt fyrir bólusetning-
una.
Á neðri miyndinni, sem teto-
in var í atfgreiðislu Flugfélags
íslands s.l. föstudag, sjáum við
hinsvegar nokkra landa okk-
ar, sem voru að koma frá Sví-
þjóð. Óli B. Hannesson, lækn-
ir var tilbúinn að taka á móti
þeim með sprautuna og urðu
þeir, sem ekiki gátu sýnt gilt
bóluisetningarvottorð, að gang
ast undir bólusetningu, áður
en þeir fengju að halda lengra.
[ann kappkostaði að slökkva
læður sundrungar og óvin-
ttu og gerði líf sitt og starf
ð fordæmi fyrir þá, sem
ílka eiga boðskap Krists á
irðunni. Hann reis úr fátækt
1 mikilla valda og virðingar,
n var alltaf hinn sami góð-
:gi og kærleiksríki leiðtog-
m, þegar hann hafði verið
osinn yfirvald kaþólsku
irkjunnar.
Við lútherstrúarmenn stöldr
m við minningu þessa gegna
páfa. Aðalhugsjón hans var
sú, eins og kirkjuþingið ber
órækastan vott um, að sam-
eina eftir beztu getu kristna
menn, hvar sem þeir búa í
heiminum og fylla þá djúpum
skilningi hvern á annars leið-
um. Þetta starf hljóta allir
kristnir menn að virða og
þakka. Er vonandi að eftir-
maður Jóhannesar XXIII.
feti dyggilega í fótspor hans.
Kristnir menn eiga við marga
sameiginlega óvini að etja,
ekki sízt þá guðleysingja sem
kallast kommúnistar. Gegn
þeim þurfa þeir að standa
eins og einn maður. Leiðirnar
eru að vísu margar, en tak-
markið hlýtur að vera eitt:
boðskapur Krists um kær-
leika á jörðu.
Með lífi sínu sýndi Jóhann-
es páfi XXIII. hvernig við eig
um að gera kærleiksboðskap
kristinnar trúar að leiðarljósi
og lifandi staðreynd.