Morgunblaðið - 05.06.1963, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.06.1963, Qupperneq 4
21 MORCUNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 5. júní 1963 Viðreisnin hefur leitt til frelsis og farsældar ☆ MBL. hefur leitað til nokk- urra borgara úr ýmsum starfsgreinum og beðið þá að skýra lesendum blaðsins frá viðhorfum sínum til starfa ríkisstjórnarinnar á s.L kjör- timabili. Fara umsagnir þeirra hér á eftir. Árni Brynjólfsson Stórbættur hagur iðnaðarmanna Árni Brynjólfsson, rafvirkjam.: AUL.T frá þvi, að ég fyr^t man eftir, hafa ófrelsi og höft ein- kennt viðskipta- og athafnalíf okkar íslendinga. Gengi einstaklinga og fyrir- tækja var verulega undir því komið hvort menn höfðu rétt sambönd og náð fyrir nefndum. Hvort menn gátu byggt sér hús eða keyptu bíl réði ekki fjár- hagsgetan ein úrslitum, heldur hvort viðkomandi fengi til þess leyfi hjá nefnd eða ráði. Iðnaðarmenn voru til skamms tíma neyddir til að nota austan- tjalds efnivörU, sem í flestum tilfellum var úrgangsvara, per- urnar splundruðust, engin trygging var fyrir sambandi á milli enda í rafkapalrúllum, vatnsrörin láku og sprungu og svona .maetti lengi telja. Til dæm- is var svo komið varðandi austan tjaldsstrengi, að þá var beinlín- is bannað að nota, enda benda líkur til, að til þeirra megi rekja hina tíðu frystihúsabruna, sem mest bar á, á tímum austantjalds- einokunarinnar. Síðan núverandi stjórnarstefna var upp tekÍR hafa breyting- arnar til hins betra orðið meiri en nokkurn óraði fyrir. Segja má að hugtakið — frelsi í við- skiptum og framkvæmdum — hafi þá fyrst orðið okkur ljóst, er við gátum hætt siðspillandi og auðmýkjandi_ betliferðum til stjórnskipaðra nefnda. Verkvöndun gat þá fyrst orðið möguleg, þegar vöruval varð frjálst og vönduð verkfæri fáan- leg. í stað þess að keppa um leyfi til innflutnings, keppast innflytjendur nú um hylli við- skiptavinanna og vinna ötullega að því að útvega fyrsta flokks vörur á lægsta fáanlega verði og þori ég að fullyrða, að nú fyrst hafi þessir aðilar notið sín til fullnustu, því að margir þeirra hafa sýnt mikla útsjónarsemi og dugnað við að ná hagstæðum kaupum á erlendum mörkuðum. Hin frjálsa samkeppni hefur loks ins haldið innreið sína í athafna- og viðskiptalífið og þjóðin öll nýtur þess í ríkara mæli með hverjum mánuði sem líður. Hinn illræmdi níuprósent sölu skattur, sem okkur iðnaðarmönn um var gert að greiða af efni og þjónustu, var einn versti baggi vandræðaáranna, sem við máttum bera. Skatturinn á þjón- ustuna hindraði eðlilega starf- semi fyrirtækja og kom í veg fyrir heiibrigða 'verkkeppni, því að verktakar urðu að fela sig á bak við verkkaupana, ef þeir vildu losna við skattinn. Hvaá efnissölunni viðkom var ástand- ið enn verra, því að iðnaðar- menn urðu að greiða níu prósent söluskatt af samskonar vöru og selja mátti í verzlunum án sölu- skatts. Kom hann því sem hréin skattviðbót á vötusölu iðnaðarmanna. Þrátt fyrir ítrek- uð mótmæli gegn þessari rang- látu skattlagningu var mótmæl- unum að engu sinnt. Þessa sérsköttun iðnaðarmanna afnam núverandi ríkisstjórn. Mikill hluti iðnaðarmanna verð- ur, vinnu sinnar vegna, að nota bíla meira en flestar aðrar stétt- ir þjóðfélagsins. Af þeim sökum kom hinn frjálsi bílainnflutn- ingur þeim betur en flestum öðr- um og tollalækkunin á bílavara- hlutum, sem nú mýlega er í gildi gengin, mun verulega bæta af- komu þeirra. Það sem mestu máli skiptir þó í þessu efni, er sú tilfinning að vera frjáls að því að kaupa sér nýjan bíl, ef buddan leyfir, án þess að þurfa til þess leyfi frá einum eða öðrum. Hið aukna frelsi til byggingar iðnaðarhúsnæðis veitir iðnaðar- mönnum tækifæri til þess að byggja upp fyrirtæki sín í eigin húsnæði, en það er forsenda fyrir varanlegri uppbyggingu fyrir- tækjanna. Yfir menntamálum iðnaðar- manna hefur tíirt í tíð núverandi ríkisstjórnar. Skipuð hefur verið nefnd til að endurskoða iðn- fræðslu frá grunni og hafizt verð ur handa á þessu ári um við- byggingu Iðnskólans í Reykja- vík, en þessa viðbýggingú á að nota til þess að auka og bæta verkkennslu iðnnema og skapa iðnaðarmönnum tækifæri til að auka þekkingu sina á nýjungum og framförum. Vísir að meistara. skóla tók til starfa við Iðnskól- ann á sl. vetri. Lög um tækniskóla íslands hafa nýlega verið samþykkt á Al- þingi og við Vélskólann er tek- in til starfa undirbúningsdeild fyrir tækniskóla, sem auka mun áhuga iðnaðarmanna á fram- haldsnámi og auðvelda félitlum námsmönnum tækninám erlend- is. í. Allt þetta ber vott um hinn mikla vorhug, sem viðreisnin hefur skapað með þjóðinni. Ýmsir drekar ófrelsis og hafta eru þó enn óunnir, en áfram verður að halda við að uppræta óvættina. Hinn r^auði dreki aftur- halds og ófrelsis er enn með lífs marki og á meðan áð svo er, má ekki á slaka. Segja má að núverandi ráða- mönnum hafi tekizt að ljúka upp dyrum frelsis og farsældar cg það er skylda okkar sem frelsi kunnum að meta, að styðja þá svo röggsamlega, að þeim tak- ist að halda dyrunum opnum um alla framtíð. H I N N almenni borgari á ekki gott með að taka ótruflaða af- stöðu til hinna flóknari stjórn- málalegu viðhorfa, eftir að hafa pælt daglega í gegnum dálka dag blaðanna, sem fullir eru af for- dómum og rangfærslum. en verða í málefnalegu tilliti, alvöru lausari og útþynntari sem nær líður degi uppgjörsins, kjördeg- inum. Hverjum og einum verður því hægast um vik að skyggn- ast í eigin barm og gera sér grein fyrir þeirri hlið málanna, sem að honum snýr og varða hann persónulega, lífskjör hans og af- komumöguleika. Honum á áð vera innan handar að gera sér fulla og skýlausa grein fyrir því, hvort lífskjörin eru almennt góð Sigurlaugur Þorkelsson Sigurlaugur fulltrúi: framtíðina hefur glæðzt Þorkelsson, blaða- arinnar, sem hún hefur áunnið sér vegna verka sinna, fer vax- andi. Hannes Pétursson Sffórnarandstaðan er einskis trausts verð Hannes Pétursson, skáld: Alþingiskosningarnar á sunnu- daginn eru að einu leyti óvenju- legar. Þjóðin velur nú ekki að- eins á milli flokka, heldur hefur hún einnig i hendi sér að efla eða afnema markaða stjórnar- stefnu frá því kjörtímabili, sem senn er úti, þar eð stjórnarflokk- arnir hafa berlega lýst því yfir að þeir muni fylgja henni fram að loknum kosningum, veiti þjóð in þeim fulltingi til þess. Þetta lýsir meiri hreinskipti og ein- ingu en maður á að venjast í íslenzkum stjórnmálum. Er ekki fremur ósennilegt, að stjórnar- flokkarnir færu þessa leið, ef viðreisnin margumtalaða væri jafn mikið glapræði og jafn ó- vinsæl og mótherjarmr vilja vera láta? Stjórnarandstaðan er óféleg að þessu sinni. Framsókn er að sjálf sögðu stefnulaus og hefur ekki annað á takteinum fyrir þessar kosningar , en miður geðslegan hræring af rangfærslum, fagur- gala og dylgjum. Kommúnistar eru að því leyti fastari í rásinni, að þeir hafa komið sér upp hug- takinu „íslenzkur sósíalismi", og boðaði Magnús Kjartansson þetta þjóðskipulag á skugga- myndasýningu G-listans í Há- skólabíói fyrir skemmstu. Til- lagan um „sílenzkan sósíalisma" getur ekki miðað að öðru en því að breyta ættjörðinni í „alþýðu- lýðveldi“. Var það ritstjóranum líkt, að hafa geð í sér til að bendla orðið íslenzkur við slíka frelsissviptingu. Að minum dómi er stjórnar- andstaðan ekki verð neins trausts í þessum kosningum, heldur ber að snúast kröftuglega gegn kommúnistum og Framsókn sem allt kjörtímabilið hefur daðr að við þá í von um fylgisaukn- ingu. eða ekki og hvort þau fara versn- andi eða batnandi. Segi reynslan ekki rétt til um þetta, hvar er þá hinnar réttu leiðsagnar að leita? Það er fyrst, að þessari í- hugun lokinni, sem unt er að taka viturlega ákvörðun um það, hvort ríkjandi stefnu í þjóðmál- um skuU fylgt, eða hvort æski- legt sé að breyta um. Ef vér reynum að gera oss grein fyrir stjórnmálaviðhorfinu í dag, er nauðsynlegt að borið sé saman hleypidómalaust og af einlægni, hvernig stjórnarfarið var í tíð fyrri stjórnar, vinstri stjórnarinnar, og þeirrar stjórn- ar, sem nú situr að völdum, og hverjar stefnur þessara tveggja stjórna eru. Of langt mál yrði þó að rekja hér leiðir þessara tveggja ríkisstjórna, en mönnum er í fersku minni, hvernig skil vinstri stjórnarinnar voru að lok um og sem lýst var þannig af virtustu og vitrustu spámönnum þeirrar stjórnarstefnu, að þeir væru svartsýnir á, að á nokkurs valdi væri að forða þjóðinni und- an þeim móðuharðindavágesti, sem þeirra eigin ranga stjórnar- stefna, samfara upplausn og sund urlyndi hafði leitt yfir þjóðina. Fáir eru þeir sem lið sitt vilja ljá þeirri stjórnarstefnu, jafnvel þótt hún sé færð í rfý skraut- klæði áróðursgyllinganna. Nú- verandi ríkisstjórn hefur hins vegar með umbótastefnu sinni reynzt þess megnug að bæta hér um. Viðreisnin hefur tekizt að verulegu leyti, lífskjörin hafa batnað og velmegun aukizt. Trú- in á framtíðina hefur glæðzt og traust þjóðarinnar til ríkisstjórn- Æskunnar bíða ótæm- andi möguleikar Svavar Gests, hjóðfæraleikari: Fyrir nokkrum dögum hringdi blaðamaður ,frá Mbl. til mín og bað mig að festa á pappírinn í nokkrum línum, álit mitt á rík- isstjórninni og verkum hennar. Ekki var það vegna þess að sérgrein mín væri að gagnrýna ríkisstjórnir, heldur vegna hins, að blaðið var að leita til laun- þega í ýmsum stéttum, og þeir töluðu við mig, sem hljóðfæra- leikara. Ég lofaði að hripa þetta niður og koma því til þeirra, en þegar ég tók mér penna í hönd, þá datt mér ósjálfrátt í hug setning, sem Loftur ljósmyndari notaði fyrir mörgum árum. í auglýsingum sínum sagði hann einfaldlega: Ég þarf ekki að auglýsa. Það var einmitt þetta, sem mér datt í hug um ríkisstjórnina, hún þarf hvorki mig eða neinn annan til að mæla með sér, hún þarf ein- faldlega ekki að auglýsa. Hin mikla velmegun í landinu mælir með ríkisstjórninni, hin mikla gróska í iðnaði, verzlun, sjávar- útvegi og landbúnaði, er bezta auglýsing ríkisstjórnarinnar. En það er ekki aðeins sú vel- megun sem nú ríkir, sem máli skiptir, heldur er það hitt, og vænti ég þess, að sem flestir geri sér grein fyrir því, að í þjóðarbúskapnúm er ekki leng- ur tjaldað til einnar nætur, það er verið að byggja upp með framtíðina í huga. Það verður ekki fyrr en eftir nokkur ár sem þjóðin á eftir að uppskera vegna hinna miklu fjárveitinga í fisk- vinnslustöðvum, síldarverk- smiðjum og iðnfyrirtækjum. Það er verið að byggja upp Viðreisnin er hafin, eins og séð verður, en henni er ekki lok- ið í gróandi þjóðfélagi. Mikill meirihluti þjóðarinnar vill að henni verði haldið áfram og lag- aðar þær misfellur sem enn eru á. Hann vill, að stoðirnar undir efnahag þjóðarinnar verði treyst- ar og allar auðlindir landsins nýttar til heilla íslenzku þjóð- inni. Fólkið vill ekki leggja út í eyðimerkurgöngu hinnar óraun hæfu stefnu óvissu og sundrung- ar, heldur Ijá lið sitt þeirri fram- farastefnu, sem leitast við að breyta auðninni í akurlendi, stilla samtakamátt þjóðarinnar til góðra verka og leiða hana inn á braut bættra lífskjara. Að lokinni þessari stuttu at- hugun gengur kjósandinn að kjörborðinu, og felur Sjálfstæð- isflokknum stjórn landsmála næstu kjörtímabil. Svavar Gests fyrir unga fólkið í landinu, fyrit það fólk, sem m.a. gengur nú i fyrsta skipti að kjörborðinu, Þess vegna er það áríðandi fyrir hinn unga kjósanda, að hann geri sér fyllilega grein fyrir, hvað hans bíður á ókomnum ár- um. Sjálfstæðisflokkurinn hefur markað þá stefnu: Hins unga kjósanda bíða ótæmandi mögu- leikar á íslandi framtíðarinnar, Þess vegna mun æska landsin* stuðla að glæsilegum sigri Sjálf- stæðisflokksins um næstu helgL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.