Morgunblaðið - 05.06.1963, Side 5

Morgunblaðið - 05.06.1963, Side 5
Miðvikudaffur R iúní 1963 MORGUNBT. AÐ1Ð 25 leitaði JÓHANNES XXIII páfi stóð á svölum Péturskirkjunnar í Róm og lagði blessun sína yf- ir þær mörgu þúsundir manna, er stóðu á torginu fyrir neðan, komnar hvaðan seva að úr heiminum. Hann leit yfir mannfjöldann og sagði með gleðihreim í rödd- inni: „Hér er öll fjölskyldan saman komin.“ Og litlu síðar: „Synir mínir, forsjónin fylgir okkur. Framfarir verða á hverjum degi. Hægt, hægt, miðar okkur á hatavegi“. Lokið var 37. allsherjarfundi hins mikla og stormsama Kirkju- pings í Rómaborg og ákveðið hafði verið að fresta því um níu mánaða skeið. Orð páfa voru tákn þeirrar vonar, sem hann sjálfur og allur hinn kristni heimur bundu við þingið og jafnframt þeirrar vonar, að hon um auðnaðist að fá bót meina sinna, sem þegar höfðu varpað skugga yfir hina sögulegu sam- kundu. Aðeins tveir mánuðir voru liðn Ir frá því Páfi fagnaði 2400 bisk- upum hinnar rómversk kaþólsku kirkju, er hann hafði kallað saman til viðræðna um hugsan- legar breytingar á skipan kirkj- unnar. Þeir höfðu hlýtt boði hans, fullir eftirvæntingar, þús- undir ókunnra manna úr öllum heimsálfum. Þeir höfðu á þess- um skamma tíma'rifið sig lausa úr viðjum Páfahirðarinnar, Curia Komana, og eftir einarðar umræður þeirra, virtist mörgum, sem svo mjög hrikti í máttar- stoðum hinnar kaþólsku kirkju, að hún yrði aldrei söm á ný. ★ ★ ★ Með því að efna til hins mikla Kirkjuþings leysti Jóhannes páfi XXIII úr læðingi öfl, sem ekki verða framar virt að vett- ugi. Að því leyti hefur hann markað tímamót í sögu kirkjunn- ar, sem margir telja jafngilda að mikilvægi siðbót Lúthers, hver svo sem árangurinn kann að verða. Mönnum varð ljóst, eftir að Júngið var hafið, að enda þótt páfi vildi breytingar á skipan kirkjunar, hafði hann ekki í hyggju að þröngva fram sínum eigin sjónarmiðum. Hann vildi aðeins rjúfa þá stíflugarða, sem hann vissi að voru að bresta. Vildi gefa hinum mörgu and- stæðu röddum kirkjunnar tæki- færi til þess að láta til sín heyra og treysti því, að með Guðs hjálp myndi biskupunum takast eð finna lausn á vandamálum 6Ínum. „Við verðum \að leggja okkur alla fram og megum ekki unna okkur neinnar hvíldar, fyrr en við höfum unnið bug á fyrri hugsanavenjum, óbilgjörnum 6koðunum og hleypídómum — evo að unnt verði að skapa það andrúmsloft einingar og sættar innan kristinnar kirkju, sem við miðum að.“ Með því að leiða í Ijós í ka- þólskum sið hinn nýja anda, sem hrópar á breytingu og endurnýj- un hefur páfi kippt stoðum undan þeirri skoðun mótmælenda, að kaþólska kirkjan hljóti að vera kerfi eintrjáningshátter og hleypidóma. Hann hvatti þátt- takendur á Kirkjuþinginu til þess að láta skoðanir sínar í ljós, hömlulaust, og biskuparnir, sem úður höfðu litið á Curia Romana, mem uppsprettu alls valds, kom- ust nú að raun um, að þeir voru ess sem sjálfir hinir raunverulegu for- ingjar kirkjunnar. slíkur gegndi hann mjög mikil- vægu hlutverki bæði við undir- búninginn og á þinginu sjálfu.“ ★ ★ ★ Hina íhaildisisömiu og oft öfga- fulilu afstöðu kaþólsku kirkj- unnar til mótmælenda og játenda annarra trúarbragða hefur jafnan mátt rekja í. miklum mæli til yfir manna Curia Romana, sem fer með framkvæmdavald hinnar rómversk-kaþólsku kirkju. Flest- ir þessara manna eru ítalskir, aldraðir menn og einangraðir frá umheiminum, og hafa ekki fylgzt með þeim breytingum, serh orðið hafa í nútíma þjóðfélög- um. Þeir hafa ekki aðeins haft geysilegt áhrif á alla skipan kirkjunnar, heldur einnig á páfa sjálfan. Þeir hafa verið harðánægðir méð kirkjuna eins og hún er, og mætt sérhverri tilraun til breytinga með fullri andúð. Þessi seindræga, íhalds- sama stofnun, hefur haft með höndum yfirstjórn allra presta- skóla og trúboðsstarfsemi, og löggjafarvald í öllum málum, er varða kirkjustjórn og kirkjusiði. Stjórn Curia Romana hefur tíð- um þaggað niður í kaþólskum fræðimönnum, bannað útgáfu ritverka þeirra og síðan • jáfnvel bapnað þeim að láta í ljós, að þeim hafi verið bannað. Roma locuta est; — Causa finita est — Róm hefur talað, málið er út- kljáð, hafa verið einkunnarorðin. En það hefur komið í Ijós, svo ekki verður um villzt, að málin voru ekki útrædd. Og nú eru kaþólskir fræðimenn önnum kafn ir við nýjar biblíurannsóknir, stundum í trássi við boð Páfa- garðs og oft í samvinnu við fræðimenn meðal mótmælenda. Snilld og hróður Jóhannesar páfa XXIII fólst meðal annars í því, að hann skyldi gera sér grein fyrir þessari þróun, — sjá að rómversk kaþólska kirkjan þyrfti nauðsynlegra endurbóta við — og að hann hafði hugrekki til þess að hefjast handa um að ryðja kirkjunni nýja braut. Það þótti þrekvirki, að takast skyldi að hrinda hugmynd páfa um Kirkjuþingið í framkvæmd á svO skömmum tíma og með slíkri prýði, sem raun varð á. Flestir kardinálarnir ínnan Curia Romana voru henni mjög andvíg- ir og drógu á það enga dul, Haft var eftir einum þeirra í blaðaviðtali, er hann var spurð- ur um viðfangsefni þingsins: „Það á að fjalla um allt milli hinmins og jarðar — og sitthvað fleira." En þegar þeir höfðu gert sér ljóst, að ákvörðun páfa yrði ekki haggað, var tekið til við undirbúninginn af miklu kappi Óskað var eftir tiilögum um dagskráratriði frá ölium reglum og guðfræðideildum kaþólskra háskóla. Um það bil 75% bisk- upanna sendu svör. Nefndir, skip aðar af páfa unnu úr öllum svör unum, sem safnað var saman í 8000 blaðsíðna bók og tóku sam- kvæmt þeim saman dagskrá í 129 liðum. Jóhannes páfi tók sjálfur virk an þátt í undirbúningum og var starf hans fyrst og fremst fólgið í því að samræma ó!ík sjónar- rnið. Haft er eftir starfsmanni Páfagarðs, að allir hafi álitið, að páfi væri þeirra skoðunum hlynntur," Menn koma til hans í æstu skapi, en fara á brott brosandi. í þessu liggur leyndar- dómur Jóhannesar páfa. Hann vekur traust og trúnað allra og getur þannig orðið milligöngu- maður hinna andstæðu öfga. Sem ★ ★ ★ f setningarræðu Kirkjuþings- ins lagði Jóhannes páfi á það áherzlu, að megin tilgangur þess væri ekki að ræða einstakar kennisetningar kirkjunnar. Á hinn bóginn sagði hann að mann kynið vænti víðtæikrar og almennr ar endursköðunar á kenningum kaþólskrar kirkju, á grundvelli gaumgæfilegra rannsókna. Páfi beindi orðum sínum m.a. til hinna 28 biskupa, er viðstaddir voru sem áþeyrnarfulltrúar mótmælenda og talaði um „sam- einingu allra kristinna manna í sannleikanum." ' Einnig ræddi hann um viðleitni kaþólskra til að flytja mönnum fagnaðarboð- skapinn og tryggja leiðina til ein ingar allra manna. Fyrirhugað var í upphafi að ræða á Kirkjuþinginu 73 mál, en með hliðsjón af gangi málanna í fyrstu lotu þess, ákvað páfi að samræma og breyta dagskránni þannig, að meginmál urðu 20 talsins. Meðal veigamestu mál- anna, sem ræða skyldi, voru ó- skeikulleiki páfa, dreifing hins æðsta valds, skipulag biskups- dæma, kirkjusiðir, samband ka- þólkra og ekki — kaþólskra og staða leikmannsins innan kirkj- unnar. Ákvörðunin um óskeikulleika páfa var hin mikilvægasta, sem tekin var á síðasta Kirkjuþingi, sem haldið var í Páfagarði árin 1869—70 að tilhlutan Píusar IX. páfa. Því þingi lauk, vegnastyrj- alda Frakka og Prússa, áður en úr því væri skorið, hvort biskup- ar kirkjunnar væru — sem arf- takar postularina — einnig óskeik ulir. Slíkt hefði haft í för með sér meiri áhrif biskupanna í mál- um kirkjunnar og væntanlega meiri dreifingu valdsins. Biskupar utan Ítalíu hafa gert kröfur til meiri þátttöku í stjórn Curia Romana. Þeir .æskja þess, að sú stofnun sé í meiri mæli fulltrúi kirkjunnar í heild en ekki, eins og nú, nánast einka- stofnun ítalskra og spænskra biskupá. Þá hefur ríkt mikil ó- ánægja meðal kaþólskra yfir því, hve ítalskir og spænskir bisk upar eru miklu fleiri að tiltölu en biskupar annarra þjóða. Sem dæmi má nefna, að á Ítalíu eru 260 biskupar fyrir 48 milljónir kaþólskra, en í Vestur-Þýzka- landi, þar sem kaþólskir eru 21 milljón talsins, eru biskupar að- eins 21. ★ ★ ★ Ein úsveiigjanlegasta kenning kaþólsku kirkjunnar áður fyrr var sú, að utan hennar væri engrar frelisunar að vænta. Á síðustu árum hafa ka- þólskir prestar fjarlægst þessa kenningu. Síðasti guðfræðingur- inn, sém hélt henni til streitu var Bandaríkjaimaðurinn Leon- ard Feeney og var hann bann- færður fyrir þá sök. Skoðun Jó- hannesar páfa á samskiptum ka- þólskra manna og annarra hafa vakið mikl tíhygli. Hann lýsti því yfir, að kaþólsika kirkjan ætti ekiki að vera andistæðingur neins, henni bæri að hafa já- kvæða afstöðu til allra manna, hverrar trúar eða lífsskoðunar, sem þeir væru. Þegar hann var spurður hvort hann áliti ekki að kommúnisminn væri óvinur ka- þólskiu kirkjunnar svaraði hann: „Jú, kommúnisminn er óvinur kirkjunar. Eq kirkjan á enga óvini.“ Mynd þessi var tekin við setningu hins Ekumeníska Kirkju- þings í Páfagárði s.l. haust. Þessi gkoðun páfa átti sér djúp ar rætur í uppruna hans og eðli. Hann mat manninn sjálfan og reynslu hans meir en þurrar fræðisetningar. Hann leitaði þess, sem sameinar mennina, ekiki þess sem aðskilur þá. Hann leit á sjál'fan sig fynst og fremst sem hirði — ekiki yfirvald. Hann sagði einhverju sinni: „Páfi á að vera vitur og hóglyndur stjórnandi, heilagur maður, sem leiðir aðra til heilagleika. Menn skyldu ekki hugsa sér páfa sem pólitískan og vísindalegan leiðtoga, heldur er þgð hlutverk hans að vera góður hirðir.“ í samræmi við þessa skoðun talaði páfi um sjálfan sig í fyrstu persónu eintölu — ekki í fleirtöilu svo sem áður hefur tiðkazt. Hugmyndir páfa um heiminn áttu litið skylt við hinar forn- helgu hugmyndir heilags Ágúst- ínusar um skiptingu hans í „Borg Guðs“ og „Borg Mannsins“. Páfi taldi ekki að kirkjan væri af- markaður félagssbapur, með eig- in ósveigjanlegum reglugerðum, heldur væri hún eins og „móðir, er fyilgir manninum jafnt, er hahh lfggst lægst, sem þá er hann ris hæst.“ „Það er hlutverk kirkj- unnar að flytja mannkyninu kær leiksboðisikap Krists“ sagði hann. „Kirkjan fagnar vaxandi valdi mannsins yfir náttúruöflunum og tekur þátt í gleði hans' yfir öll- um þeim framförum, sem auð- velda honum að skilja hina tak- markalauau dýrð skaparans." Og samfara hleypidómalausri viður- kenningu á afrekum mannsand- ■ ans var páfi hinn ötuli og sann- færandi boðberi friðar á jörðu og einingar alilra manna. Hann skírskotaði til þjóða heimisins, að hlýða hinu „kvíðafuilla ákalli allls mannkyns um frið“ og færa þær fórnir, er nauðsynlegar væri til varðveizlu friðarins. í þessurn anda kallaði Jóhann- Framhald á bls. 40.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.