Morgunblaðið - 05.06.1963, Page 6
26
MORGUNBLAÐ1Ð
Miðvikudagur 5. júní 1963
reyndust þannig, sem allir með
viti vissu, að ekki einungis al-
menningur græddi heldur líka
ríkissjóður, þá hrópaði Tíminn
um tollaálögur ríkissjóðs. Hús-
mæður í Reykjavík taka því
þess veg»a með þolinmæði, þó
að íslenzkar matvörur hækki,
því að þeim finnst, að íslenzk
ir hændur megi líka lifa. En
Tíminn virðist telja það óþarfa.
Hvar er nú móðuharðindasöng
urinn úr Þingeyjarsýslu?
• FRAMSÓKN
OG REYKJAVÍK
Annars vita allir hvernig
Framsóknarflokkurinn hefur
alltaf verið í garð Reykvíkinga.
Má til dæmis minnast þess á
kreppu- og atvinnuleysisárun-
um fyrir stríð, þegar þeir höfðu
oddavaldið í niðurjöfnunar-
nefnd, og lögðu svo á togaraút-
gerðina, að þeir, sem gátu, flýðu
með skipin úr bænum. Á þeim
tíma þurfti bara þrjá mánuði
til að vinna sér sveitfesti, og
þá var þeirra maður bæjarstjóri
úti á landi, og hann sendi fleiri
fjölskyldur á bæjarins reikning
til Reykjavíkur, kostaði þá á
gjaldkeri Tímans kvittaði og
varðskipið Þór borgaði.
• VORU Á MÓTI RAF-
VÆÐINGU SVEITANNA
Einu sinni rufu þeir til
dæmis þing og létu kjósa 12.
júní vegna þess að stjórnarand
staðan vildi endilega rafvæða
sveitirnar, og hlýtur þetta að
vera einstakt í veraldarsögunni.
Þrátt fyrir þetta og margt
miklu fleira sem ég ætla ekki
að nefna því það væri í þykka
bók þá lifði flokkurinn bara á
ranglátri kjördæmaskipun. Þeir
ætluðu svo vitlausir að verða,
þegar hún var leiðrétt, því að
landsmenn máttu ekki einu
sinnf hafa kosningarétt lögum
samkvæmt.
Þegar Framsóknarflokkurinn
var búinn að keyra allt í kaf, þá
kom stríðið, og peningarmr
streymdu inn í landið. Þá vildu
þeir alls ekki taka þátt í stjórn
armyndun, sennilega af því að
eitthvað gott hefði mátt gera
með peningana. Þá fengu bænd
urnir loksins landbúnaðarráð-
herra, sem vildi gefa og gaf
þeim margar réttarbætur, sem
þeir njóta góðs af enn í dag.
Þess vegna finnst mér, að ungir
bændur ættu að horfa svolítið
aftur í Tímann og þá kjósa þeir
ekki Framsóknarflokkinn núna.
Til þess er sagan að læra af
henni.
Húsmóðir".
Fjörutíu ár frá stofnun
Det danske selskab
HEIMDALLUR, félag ungra
Sjálfslæðismanna í Reykja-
vik, efndi til kosníngafundar
ungs fólks í Sjálfstæðishúsinu
á iaugardag. Fundurinn var
mjög glæsilegur og fjöhnenn-
ur. Húsið var þéttsetið áheyr
endum, og komust færri að en
vildu.
Níu ungir Sjálfstæðismenn
fluttu ávörp og hvátningar-
ræður, og fékk málflutfiingur
þeirra góðan hljómgrunn með-
al fundargesta. Þá var sýnd
kvikmynd, sem tekin var 30.
marz 1949, þegar hamslaus
kommúnistaskríll gerði árás á
helgasta vé þjóðaxinnar, hom
stein lýðræðisins, sjálft Al-
þingi. Vakti sú kvikmynd
mikla og verðskuldaða at-
hygli.
Þessir töluðu á fundinum:
Birgir fsl. Gunnarsson, Bjarai
Beinteinsson, Geir Hallgríms-
son, Guðmundur H. Garðars-
son, Gunnar G. Schram, Pétur
Sigurðsson, Ragnhildur Helga-
dóttir, Þór Vilhjálmsson og
Eyjólfur Konráð Jónsson, sem
flutti skýringar með kvik-
myndinni.
Myndirnar sýna hluta fund
argesta.
Hernum og svo mátti Reykjávík
taka við. Svo rétt á eftir bauð
Framsóknarflokkurinn þennan
mann fram í Reykjavík, og ætl
aðist víst til þess að Reykvík-
ingar verðlaunuðu þessa hugul-
semi hans með því að kjósa
hann. En sem betur fer þá hafa
Reykvíkingar alltaf séð fótum
sínum forráð.
• MISNOTUÐU VARÐSKIP
OG RÍKISSKIP
Framsóknarflokkurinn var
stofnaður fyrir mitt minni, en
ég man aftur á móti vel, þegar
hann var farinn að stjórna. Þá
sneri það að bændunum, að þeir
áttu að hokra á smákotum, þar
sem þeir gátu aldrei orðið efna
lega sjálfstæðir, skulduðu í
kaupfélögunum, og fyrir úttekt
áttu þeir svo að kjósa Framsókn
arflokkinn. Svo var ríkissjóður
hafður sem vasapeningur fyrir
flokkinn, og varðskipin voru
látin transporta ráðherrana
og helztu agitatorana hringinn i
kringum landið í atkvæðasmöl-
un. Skipaútgerð ríkisins var lát
in borga undir Tímann og til er
mynd af kvittun sem þáverandi
Stórglæsilegur
Heimdallarfundur
f DAG eru Hðin 40 ár frá stofnun
félags Dana og danskættaðra
manna á íslandi, Det danske sel-
skab. Frumkvæðið að stofnun fé-
lagsins átti Böggild, fyrsti sendi-
herra Dana á fslandi, og hefur
markmið þess verið að stuðla að
auknum kynnum Dana á íslandi
og þjóðanna á íslandi og í Dan-
mörku. í byrjun voru félagar um
60 talsins, en eru nú hátt á ann-
að hundrað. í fyrstu stjórninni
áttu sæti: John Fenger, stórkaup-
maður, A. Rosenberg, hóteleig-
andi, M. Eskildsen, forstjóri, L.
Kaaber, bankastjóri, og Emil
Nielsen, forstjóri.
f stjórn Det danske selskab eru
nú: C. Klein, kjötkaupmaður, V.
Strange, verkstjóri, K. Bruun,
gleraugnasérfræðingur, frú Rig-
mor Magnússon og frú Ebba Jóns
son.
í dag hafa dönsku sendiherra-
hjónin síðdegisboð fyrir félags-
menn og í kvöld verður afmælis-
hátíð að Hótel Borg, sem þeir
stórkaupmennirnir Ludvig Storr,
Kornerup Hansen og Sven Jo-
hansen hafa undirbúið.
Verkefni félagsins hafa verið
margvísleg, tekið hefur verið á
móti fyrirlesurum og efnt til sam
koma félagsmanna. Árlega eru
haldnar tvær danskar guðsþjón-
ustur á vegum félagsins og hefur
séra Bjarni Jónsson, vígslubisk-
up, annast þær, og einnig var
séra Friðrik Hallgrímsson prest-
ur félagsins.
Innan félagsins hefur verið
hjálparsjóður, stofnaður af
Manscher, endurskoðanda, til
styrktar Dönum, sem þurft hafa
á fjárhagslegri hjálp að halda.
Á stríðsárunum starfaði prjóna
klúbbur félagsins, sem sendi
barnafatnað til Danmerkur þeg-
ar hernámi Þjóðverja lauk, og
unnu jafnt íslenzkar sem dansk-
ar konur að þessu verkefni.
í samvinnú við félagið Danne-
brog hefur Det danske selskab
gróðursett 1500 trjáplöntur á ári
í sameiginlegan reit félaganna í
Heiðmörk.
• MATARVERÐ
OG MÓÐUHARÐINDI
„Húsmóðir", sem stundum
hefur skrifað Velvakanda, send
ir þetta bréf:
„Eg hafði mjög gaman af því,
þegar dagblaðið Tíminn fór
með húsmóðurina úr Reykjavík
í búðir, og allur matur hafði
hækkað þessi ósköp, og mynd
var tekin auðvitað í Kjöt og
Grænmeti. Eg held, að þétta
þurfi ekki að segja húsmæðr-
um í Reykjavík. Þetta vita þær.
En Tíminn veit ekki, það sem
allar húsmæður vita, að kaupið
hefur hækkað, og að í fyrsta
skipti í sögu landsins hafa orð
ið ' stórfelldar tolla- og skatta-
lækkanir, svo sokkar, skór, all
ur tilbúinn fatnaður og vefn-
aðarvara, úr og skartgripir
hafa stórlækkað, og barnalíf-
eyrir og ellilaun hafa hækkað.
Þetta kunna húsmæður í
Reykjavík að meta til fjár, en
forysta Frámsóknarflokksins
hefur trúað á skatta og tolla,
enda ætlaði Tíminn af göflun-
um að ganga, þegar tollalækk
anirnar komu. En þegar þær
AEG
EIcJq-
vélar
OG
ELDAVELASETT
BRÆÐURNIR ORMSSON.
Sími 11417.