Morgunblaðið - 05.06.1963, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.06.1963, Qupperneq 8
28 MORGVISBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. júní 1963 SJÓMANNADAGURINN var haldinn hátídlegur í 26. sinn á 2. í hvítasunnu. í Reykjavík voru hátíðahöldin mjög fjölbreytt og þúsundir manna tóku þátt í þeim á einn eða annan hátt. — Veður var sæmilegt fyrrihluta ,'dags, en spilltist er á daginn leið. Hátíðahöldin hófust kl. 9.30 um morguninn, en þá var afhjúp- uð höggmynd af sjómanni við Fiskiðjuver Júpiters og Marz að Kirkjusandi. Höggmyndina létu útgerðarfyrirtækin Júpiter hf. og Marz hf. gera, en hún táknar sjómann sem kemur af hafi með sjópoka sinn og fiskspyrðu. — Myndina gerði Jónas Jakobsson. Þess var óskað, að afhjúpunin færi fram á vegum Sjómanna- dagsráðs og hófst hún með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék. Halldór Jónsson, loftskeytamað- ur, flutti stutt ávarp og frú Her- dís Ásgeirsdóttir, kona Tryggva Ófeigssonar, afhjúpaði högg- myndina. Sjómannaguðsþjónusta hófst í Biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, minnist drukknaðra sjómanna af svölum Alþipgishúss- ins. — Myndirnar tók Sv. Þ. f unglingakeppninni sigraði A- sveit Æskulýðsráðs Reykjavíkur, KAFFIVEITINGAR OG SKEMMTANIR Um daginn önnuðust sjómanna konur kaffiveitingar í Sjálfstæðia húsinu og Slysavarnaríélagshús- inu við Grandagarð. Allur ágóði rennur til jólaglaðnings vist- manna að Hrafnistu. Fjöldi manna drakk kaffi hjá konunum um daginn. Sjómannadagsráð gekkst fyrir skemmtunum um kvöldið i Glaumbæ, Ingólfscafé, Breið- firðingabúð, Silfurtunglinu, Sjálf stæðishúsinu og Súlnasal Hótela Sögu. í Súlnasalnum var m.a. efnt til skyndihappdrættis og ágóð- inn, 20—30 þúsund krónur, renn- ur til styrktar sumardvalarheim- ilis fyrir sjómannabörn. Um daginn voru að venju seld mepki dagsins og Sjómannadags- blaðið. Framkvæmdastjóri sjó- mannadegsins var Geir Ólafsson loftskeytamaður. Þúsundir íóku þáíí í hátíðahöldum sjómanna Laugarásbíói kl. 10.30 árdegis. Prestur var séra Óskar Þorláks- son, en söng stjórnaði Gunnar Sigurgeirsson. Guðsþjónustunni var útvarpað. SAMKOMA Á AUSTURVELLI Klukkan 2 síðdegis hófst sam- koma á Austurvelli. Hafði fánum sjómannafélaganna verið komið þar fyrir svo og íslenzkum fán- um. Lúðrasveit Reykjavíkur lék sjómanna- og ættjarðarlög í hálfa klukkustund áður, en úti- hátíðahöldin þar hófust. Biskup íslands, herra Sigur- björn Einarsson, minntist sjó- manna sem drukknað hafa og Guðmundur Guðjónsson, óperu- söngvari, söng tvö lög með und- irleik Lúðrasveitar Reykjavíkur, sem Páll Pampichler Pálsson stjórnaði. Um svipað leyti var blómsveigur lagður á minnis- merki Óþekkta sjómannsins í Fossvogskirkjugarði. Emil Jónsson, sjávarútvegs- málaráðherra, fulltrúi ríkisstjórn arinnar, flutti því næst ræðu, sem fjallaði fyrst og fremst um hina miklu uppbyggingu skipa- stóls íslendinga um þessar mund ir svo og um öryggismál sjó- manna. Baldur Guðmundsson, útgcrð armaður, talaði af hálfu útvegs- manna, rakti hann sögu útgerð- arinnar og þakkaði sjómönnum unnin störf. Garðar Pálsson, stýrimaður, talaði af hálfu sjómanna og ræddi aðallega um öryggis- og slysavarnarmál, en 26. sjómanna- dagurinn var helgaður þeim mál- um. Þessu næst afhenti Pétur Sig- urðsson, formaður Sjómannadags ráðs, verðlaun og heiðursmerki (sjá annars staðar í blaðinu). Að lokum söng Guðmundur Guðjónsson með undirleik Lúðra sveitar Reykjavíkur, sem einnig lék milli dagskráratriða. RÓÐRARKEPPNI Á HÖFNINNI Kappróður hófst á Reykjavík- urhöfn klukkan um 3.45 síð- degis. Níu róðrarsveitir tóku þátt í keppninni, sem fór fram í þrem flokkum, karla, kevnna og ungl- inga. Fyrstu verðlaun hlaut sveit vb. Guðmundar Þórðarsonar, sem nú sigraði í 4. sinn í röð í róðrar- keppni Sjómannadagsins. Hlaut sveitin lárviðarsveig og Fiski- mann Morgunblaðsins. Önnur verðlaun hlaut sveit vb. Hafþórs og féll í hennar skaut June Munktell bikarinn. Tvær sveitir tóku þátt í róðrar keppni kvenna, frá frystihúsinu ísbjörninn hf. og Fiskiðjuveri Bæjarútgerðar Reykjavíkur. — Sveit BÚR sigraði og hlaut bikar, sem gefinn var af ísbirninum hf. Frú Herdís Ásgeirsdóttir afhjúpar höggmyndina af sjómannin iim ^5 Fiskverkunarstöð Júpiters og Marz, Kirkjusandi. Sveit vb. Guðmundar Þórðarsonar sigraði nú í 4. sinn í röð í róðrarkeppninni og hlaut lárvið- arsveiginn og Fiskimann Morgunblaðsins. Tvær kvi-nnasveitir kepptu í róðri og sigraði sveit Fiskiðjuvers Bæjarútgerðar Reykjavíkur og hlutu bikar, sem ísbjörninn hf. hefur gefið. Hátíöahöld sjömanna í blíð- skaparveðri úti um land BLÍÐSKAPARVEÐÍJR var á sjómannadaginn víðast hvar á lamdinu, fyrir norðan, hiti og sumarblíða. Fréttaritarar hafa símað eftirfarandi frásagnir af hátiðahöidum í heimabyggð sinni: 25. sjómannadagurinn á Akureyri Akureyri, 4. júní. — Sjómanna dagurinn var hátíðlegur haldinn í 25. sinn hér á Akureyri í steikj- andi sólarhita og sumarblíðu. , Komst hitinn upp í 25 stig um tíma. Skip í höfninni voru prýdd fánum og skrautveifum, fánar blöktu á stöngum um allan bæ, og fólk var í hátíðaskapi. Kl. 9.30 hófst róðrarkeppni á pollinum. Fyrst kepptu tvær sveitir drengja úr Æskulýðsfé- lági Akureyrarkirkju, síðan 6 sveitir landmanna. Þar sigraði sveit Slippstöðvarinnar. Næst kepptu sveitir sjómamna frá Ak- ureyri, Árskógsströnd, Dalvík og Grenivík, og bar sveitin af Ár- skógsströnd sigur af hólmi. Loks kepptu 6 sveitir skipshafna og sigraði sveit Gylfa II. Sjómannamessa hófst í Akur- eyrarkirkju kl. 1.30. Sr. Birgir Snæbjörnsson predikaði. Kl. 2.30 hófst svo útisamkoma við sund- laugina og sótti hana geysilegur mannfjöldL Ekki sá þar vín á nokkrum mannL Lúðrasveit Ak- ureyrar lék. Bæjarstjórinn, Magnús E. Guðjónsson, flutti ræðu, Karlakór Akureyrar söng undir stjórn Áskels JónSsonar, og Jóhann ögmundsson söng gamanvisur. Framh. á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.