Morgunblaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 5. júní 1963
MORGVlSJiLAÐlÐ
33
Frarnikvæmdum á að vera lokið
í árslok 1966
Forseti leggur hornsteininn-
S.l. laugardag lagði^ forseti
fslands, herra Ásgeir Ásgeirs-
son, hornstein að nýrri lög-
reglustöð hér í bæ, að við-
stöddum fjölda gesta, þar á
meðal ráðherrum og hæsta-
réttardómurum. Athöfninni
stjórnaði Sigurjón Sigurðs-
son, lögreglustjóri, og skýrði
hann m.a. frá því, að lóð sú,
sem lögreglan hefur nú
fengið til umráða á svæðinu
milli Hverfisgötu, Snorra-
brautar, Skúlagötu og Rauð-
arárstígs sé um 7500 fermetr-
ap að stærð. Lögreglustöðin
nýja verður byggð í þremur
álmum og sagði lögreglustjóri,
að í þessari nýbyggingu
mundi starfsaðstaða lögregl-
unnar gjörbreytast frá því
sem nú er. Þar verður hægt
að skipuleggja starfið á mun
hagkvæmari hátt en núver-
andi húsnæði leyfir. Er óhætt
að segja að hér sé um að
ræða mikið framfaramál, sem
í senn mun stórbæta allan að-
búnað lögreglunnar og auka
öryggi íbúa landsins.
Gert er ráð fyrir að bygg-
ingarframkvæmdum ljúki 1
árslok 1966.
Að ræðu lögreglustjóra lok
inni afhenti hann Erlingi Páls
syni, yfirlögregluþjóni skjal
úr pergamenti, sem á hefur
ritað Guðmundur Hermanns-
son lögregluþjónn, og er það
með ýmsum upplýsingum
varðandi byggingu hinnar
nýju lögreglustöðvar. Skjal
þetta var sett í hylki, sem
síðan var innsiglað og lagt í
hornstein.
Þegar forseti íslands hafði
lagt hornsteininn flutti hann
stutt ávarp og sagði m.a., að
hiér yrði fullnægt þörf lög-
regluliðsins og engu að síður
þegnanna sjálfra.
Að því búnu flutti Geir
Hallgrímsson borgarstjóri á-
* varp og fagnaði þeim áfanga
sem náðst hefur, en lögreglu-
stjóri þakkaði gestum kom-
una og ræðumönnum hlý orð
í garð lögreglunnar. Að lok-
um söng lögreglukórinn „ís-
land“ eftir Sigurð Þórðarson.
Að lokinni athöfninni í
hinni nýju lögreglustöð bauð
dómsmálaráðherra, dr. Bjarni
Benediktsson, gestum í Hótel
Sögu. Þar voru til sýnis teikn
ingar af hinni nýju lögreglu-
stöð og líkan hennar. Vakti
hvorttveggja athyglL Við það
tækifæri flutti dómsmálaráð-
herra stutt ávarp og sagði
m.a., að hér á landi, eins og
sumsstaðar annars staðar, liti
fólkið ekki á það sem ögrun
eða ógnun við írelsi þess,
þegar bætt væru skiíyrði
lögreglunnar. Það sýndi bezt
vinsældir hennar að allir væru
sammála um, að nauðsynlegt
hefði verið að reisa hina nýju
lögreglustöð.
★
AÐAIXÖGREGLUSTÖÐ í
REYKJAVÍK.
Lögreglustöðin verður
byggð á lóð, sém borgarstjórn
Reykjavíkur hefir úthlutað
til þeirra nota á svæðinu milli
Hverfisgötu, Snorrabrautar,
Skúlagötu og Rauðarárstígs.
Lóðin er um 7500 m2 að stærð.
Aðkeyrsluæðar eru frá Rauðar
árstíg og Skúlagötu, bifreiða-
stæði um 130, en aðalinpgang-
ur fyrir almenning frá Hverf-
isgötu og Snorrabraut.
Lögreglustöðin verður
hyggð í þremur álmum með-
fram Hverfisgötu og Snorra-
braut. Flatarmál hverrar
álmu við Hverfisgötu er 623
m2 og 566 m2, en álmu við
Snorrabraut 467 m2. Kjallari
er undir allri byggingunni,
auk fjögurra hæða í aðalálmu
við Hverfisgötu, en tveggja
hæða í hinum álmunum. Rúm.
mál lögreglustöðlvarbygging-
arinnar auk fangageymslu er
um 19000 m3. Á uppdráttum
er gert ráð fyrir þeim mögu-
leika, áð byggðar verði tvær
og hálf hæð öfan á aðal-
álmuna við Hverfisgötu síðar
og verður byggingin þá að
rúmmáli 25388 m2.
f kjallarahæð verður raf-
spennistöð, loftræstingaher-
bergi, aðstaða fyrir húsvörð,
skjalageymslur, tækja- og
fatageymslur lögreglumanna,
böð og snyrtiherbergi, birgða-
geymslur, geymslur týndra
muna, læknisherbergi og mót
tökuherbergi vegna -fanga-
geymslu á 2. hæð Snorra-
brautarálmu.
Meginhluti fyrstu hæðar er
ætlaður fyrir starfsemi hinn-
ar almennu löggæzlu og um-
ferðarmáladeildir. Snorra-
brautarmegin verða yfir-
heyrslu- og skýrsluherbergi,
fyrirskipunarsalur, sem jafn-
framt verður kaffistofa, lítið
eldhús, bókaherbergi, fataher-
bergi lögreglumanna og dóm-
araherbergi. Við Hverfisgötu
verður almenn afgreiðsla
(varðstofa), fjarskiptaþjón-
usta, skrifstofur varðstjóra og
yfirvarðstjóra, setustofa lög
reglumanna, slysa- og umferð-
armáladeildir, afgreiðsla öku
skírteina, ökutækjaskrár o.fl.,
umferðardómstóll og kennslu
salur fyrir almenning í um-
ferðarmálum.
Á annarri hæð Snorrabraut
arálmu verður fangageymsla,
en við Hverfisgötu ta-tkni-
deild, deildir rannsóknarlög-
reglu, kvenlögregla, útlend-
ingaeftirlit og almenn skrif-
stofa lögreglustjóraembættis-
ins.
Á þriðju hæð (eyetri álma
við Hverfisgötu) verða skrif-
stofur lögreglustjóra, fulltrúa
og yfirlögregluþjóns, funda-
herbergL vélritun, skjalasafn
og skýrsludeild.
Á fjórðu hæð verður lög-
regluskóli og lögreglusafn,
matsalur o.fl.
Uppdrætti að lögreglustöð-
inni hafa gert Hörður Bjarna-
son, húsameistari ríkisins, og
Gísli Halldórsson, húsameist-
ari.
grunngröft annaðist Almenna
byggingafélagið h.f., en fjar-
skipta. og rafmagnsuppdrætti
verkfræðingarnir Jón Á.
Bjarnason og Jón Skúlason.
Verksamningur um að gera
bygginguna fokhelda- hefir
verið gerður við Verklegar
framkvæmdir h.f., og skal þvi
verki lokið á miðju sumri
1964. Pípulagningar vegna
fjarskipta og rafmagns annast
Volti h.f.
Gert er ráð fyrir, að bygg-
ingarframkvæmdum verði
lokið í árslok 1966.
RÆÐA LÖGREGLUSTJÓRA.
Herra íorseti íslands.
Hæstvirtu ráðherrar.
Virðulegu gestir.
Mér er það mikil ánægja
að bjóða ykkur öll velkomin
til þeirrar athafnar, sem hér
fer fram í dag, er lagður
verður hornsteinn að nýrri
aðallögreglustöð í Reykjavík.
Bygging sú, sem hér rís af
grunni, mun marka tímamót
í sögu löggæzlumála hér á
landi. Lögreglan í Reykjavík
hefir um alllangt árabil búið
við ófullnægjandi húsakost,
sem mjög hefir háð eðlilegri
þróun í starfsemi hennar. Inn-
an tíðar mun hún hinsvegar
flytja aðalstöðvar sínar á
þennan stað í húsakynni, sem
hæfa löggælustarfi í borg
með ört vaxandi íbúatölu og
athafnalífi.
Stjórnarvöldum landsins
hefir lengi verið ljós nauðsyn
þess að bæta gagngert úr
húsnæðismálum lögreglunnar.
Hefir Alþingi meðal annars
sýnt vilja sinn í þeim efnum
með því að samþykkja fjár-
veitingar til byggingar lög-
reglustöðvar í Revkjavik á
fjárlögum nokkurra undan-
farinna ára.
Byggingarundirbúningur
hefir af eðlilegum ástæðum
tekið langan tíma, enda um
vandasamt verk að ræða, sem
margir sérfræðingar hafa
'þurft að fjalla um.
Hinar fyrstu byggingar-
framkvæmdir vegna lögregl-
unnar hófust haustið 1959, er
dómsmálaráðherra veitti heim
ild til að byggja fullkomið
bifreiðageymsluhús og verk-
stæði á athafnasvæði við Síðu
múla, er borgarstjórn hafði
úthlutað lögreglunni til af-
nota. Var þeirri byggingu,
sem er 330 fermetrar að flat-
armáli, lokið hálfu ári síðar,
eða í marzmánuði 1960.
Snemma á því sama ári
samþykkti ríkisstjórnin sam-
kvæmt tillögu dómsmálaráð-
herra:
1. Að hraða undirbúningi
við byggingu aðallög-
reglustöðvar og hefja
framkvæmd að honum
loknum.
2. Að byggja fangageymslu
og hverfisstöð á lóð lög-
reglunnar við Síðumúla.
Var hafizt handa um bygg-
ingu fangageymslunnar 1.
nóvember 1960 og henni lokið
haustið 1961. Er það hús 360
ferm. að flatarmáli, vönduð
bygging, sem fullnægir kröf-
um þeim, sem gera verður til
fangelsa' nú á dögum. Kostn-
aður vegna byggingarinnar
var greiddur að jöfnu úr rik-
issjóði og borgarsjóði Reykja-
víkur.
Meðam á byggingu fanga-
geymslunnar stóð var undir-
búningi uppdrátta aðallög-
Framhald á bls. 37.
Líkan að nýju lögreglustöðinni.
Burðarþolsútreikninga og
Lögreglustjóri Sigurjón Sigurðsson ræðir við forseta ísiands og Erling Pálsson, yfirlögreglu-
þjón. Forsetaritari, Þorleifur Thorlacius, stendur álengdar.