Morgunblaðið - 05.06.1963, Page 21

Morgunblaðið - 05.06.1963, Page 21
V O R G V y B l "4 Ð 1 0 '41 Gullfoss í fyrstu siglingu eftir brunann IVibl. ræðir við Kristján Aðalsteinsson, skipstjóra í salinn og lítil skrifstofa sameinuð honum (til vinstri). Veggi r eru fóðraðir grænu og svört leðurhúsgögn notuð. I>essi sam- setta mynd gefur góða hugmynd um salinn. Fréttamaður Á HÁDEGI í dag, er áformað að flaggskip islenzka kaupskipa- flotans Gullfoss leggi frá bryggju í Kaupmannahöfn í fyrstu sigl- ingu sina eftir brunann mikla í skipinu um miðjan marz. Við- gerð skipsins má að heita lokið og er nú aðeins eftir að fullreyna vélar og sigiingartæki, en ætlun- in er að gera það með sigling- unni í dag. Að öllu óbreyttu leggur skipið af stað til Leith og Reykjavíkur á hádegi n.k. laugardag. Áður en bruninn varð í Gull- fossi hinn 18. marz s.l. hafði ver- ið gert ráð fyrir að skipiá héldi frá Kaupmannahófn 23. apríl, þ.e.a.s. að þá yrði lókið hinni umfangsmiklu endurnýjun, sem ákveðið hafði venð að gera á skipinu. Töf sú, sem bruninn hef- ur orsakað, nemur því rúmlega hálfum öðrum mánuði. Hefur það að sjálfsögðu komið sér mjög illa fyrir Eimskipafélagið og valdið því talsverðum óþægind- um í sambandi við farþega- flutning til og frá landinu. Við- gerðin hefur hins vegar tekið eins skamman tíma og frekast gat orðið, að því er Kristján Að- alsteinsson, skipstjóri sagði tíð- indamanni Morgunblaðsins í samtali í Kaupmannahöfn síðdeg- is í gær. Salurinn nýr og skínandi fallegur „Úr því að þetta þurfti að koma fyrir á annað borð“, sagði Kristján, „þá getum við verið mjög ánægðir með hvernig úr hefur rætzt. Síðan viðgerðin hófst hefur verið unnið í skipinu af fullum krafti bæði daga og nætur, það var líka mjög gott að geta fengið gert við skipið hér á staðnum, enda hefði ekki verið þægilegt að þurfa að flytja það mikið til, eins og það var, allt í sárum. Breytingarnar, sem gerðar hafa verið á skipinu, eru eins og kunnugt er talsvert um- fangsmiklar. Taka þær fyrst og fremst til reyksalar eða setustofu á 1. farrými, sem nú hefur verið stækkuð og færð í enn glæsilegri og nýtízkulegri búning. í öllum salnum eru nú svört leðurhús- gögn af nýjustu gerð, veggir eru fóðraðir ljósgrænir, nýrri full- komnari lýsingu hefur verið komið fyrir í salnum og svo mætti áfram telja. í sem fæstum orðum má segja, að salurinn sé skfnandi fallegur eins og hann nú er orðinn. Opnað hefur verið úr vínstúkunni fram í salinn og lítil skrifstofa, sem áður var sam einuð honum. Afturhlutinn alveg uppbyggður Skipið, þ.e.a.s. afturhluti þess, hefur að heita má algerlega ver- ið nýbyggður. Þar teygði eldur- inn sig hátt upp í siglutrén og var því ekki um annað að ræða. Bæði borðsalur og setustofan 2. farrýmis hafa verið innréttuð mjög smekklega og sama er að segja um herbergi farþeganna, sem eru mun nýtízkulegri en áður, m.a. nýjar gerðir af koj- um. Vistarverur matsveina og þjónustufólks, sem gjöreyðilögð- ust I eldinum, svo og herbergi vélstjóra, sem varð fyrir mikl- um skemmdum af vatni og reyk, hafa einnig verið endurnýjuð. Fluttu vélstjórar inn í herbergi sín aftur nú um helgina, en þjónustufólkið að mestu leyti í dag. Öftustu lestarnar hafa verið endurnýjaðar algerlega og eiga að heita nýjar. Hefur verið mik- ið verk að leggja fiystíkerfið og ganga frá einangrun í lestum. „Viðgerðinni er nú lokið“, sagði Kristján skipstjóri, „Siglingin í dag verður eins konar reynslu- ferð. Verður farið út á Sund og reyndar vélarnar, stýrisútbúnað- ur og önnur tæki. Vélin var gang- sett í fyrsta skipti eftir brunann á iaugardaginn sl., og þótti ganga með prýði. Standa vonir til að allt muni reynast í lagi. Reynslusiglingin mun væntan- lega standa yfir í nokkra klukku tíma, síðan verður haldið aftur til Burmeister og Wain. Á fimmtudagskvöldið er svo ætl- unin að reyna að flytja skipið á sinn venjulega stað við Asia- tisk Plads og byrja að venda til heimferðar. Farþegar með skipinu frá Kaupmannahöfn á laugardaginn munu verða um 180 talsins og full skipshöfn á ný“, sagði Kristján Aðalsteins- son að lokum. Soðkjarnaverksmiðja Rauðku i smíðum. — Ljósm.: S.K. Vinnslumöguleikar fyrir 20 þús. soð- tonn á Siglufirði Á Slglufirðl er undirbún- ingur undir síldarvertíð i full um gangi hjá Rauðku og Sild- arverksmiójum rikisins. Rauðka er að reisa soð- vinnsluhús, þar sem á að koma fyrir soðvinnslutækjum sem eiga að geta unnið úr soði ca 8000 mál á sólarhring. Soðkjamatækin og sildarsjóð- ari, sem smíðað er i Héðni, er komið, og á leiðinni er stór suðuketill frá Bandaríkjun- um. Sildarverksmiðjur rikisins eru að stækka soðvinnsluhús sitt og bæta við tækjum. Er áætlað að þá verði hægt að vinna hér úr um 20 þús. málum af soði á sólarhring. Með þessu móti er hægt að nýta hráefnið mun betur. 1 stað þess að áður fór það í sjóinn, verður nú unnin úr þvi soð- kjarni og mjöl. — Stefán. Bryggp brotnaði á Raufarhöfn RAUFARHÖFN, 4. júní — Á laugandaginn brotnaði hér bryggja ag fóru 90 tonn af salti í sjóinn. Var sal'tskip nýfarið, eftir að hafa losað saltið til Sölt- unanstöðvarinnar Borgir. Salt þetta átti að nota til síldarsöltuin- ar í sumár. Var búið að moka því upp með vélekóflu ,en þá brotnaði bryggjan undan þung- anum. Mun vafal aust kosta marga tugi þúsunda að gera við hana — Einar. Humarveiði AKRANESI, 4. júná — Huimarbátarnir hafa landað hér í dag, samtals 30 leetum af humar. Humarinn veiða þeir norður af Eldey. Aflahaestur var Bjarni Jóthannesson með 9 lest- ir Fram hafði 7,5. Svanur og Ásbjörn ÍS 5 lestir hvor og Sæ- faxi 3,5 lestir. — Oddur. Kvenfélag Hallgríms- kirkju vill hækka fram- lag til kirkjubyggingar KVENFÉLAG Haillgrimskirkju í Reykjavík hélt aðalfund sinn síðastliðinn fimmtudag í Iðnskól anum. Á fundinum var meðal annars rætt um stuðning við byggingu Hallgrímskirkju, og voru fólags- konur mjög ánægðar með þá áætlun, sem gerð hefir verið um að byggja kirkjuná í áföngum. Samþykkti fundurinn, að kven- fólagið skyldi gefa 250 þúsund krónur til byggingarinnar. Á liðnu starfsári hafði félagið gefið kirkjunni nýjan hökul og altaris- klæði. Með þessu hvorutveggja minntist félagið tuttugu ára af- mælis síns. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um gjafir og fram- lög til Hallgrímskirkju á síðustu árum, og ennfremur um umsókn sóknarnefndarinnar til borgar- stjórnar um aukningu á framlaigi til Hallgrímskirkju af því fé, sem úthlutað er til kirkjubygginga í Reykjavík. Var samþykkt tillaga um að skora á borgarstjórnina að verða við ósk sóknarraefndar- innar og veita srvo mikið fé til byggingarinnar, sem framast er magulegt. Ur stjórn gengu frú Hulda Norðdahl, frú Petra Aradóttir og frú Sigríður Guðjónsdóttir. Frú Sigríður var endurkosin í stjórn ina, en hinar tvær báðust undan endurkosningu, en i stað þeirra voru kosnar frú Guðrún Ryden og frú Guðrún Guðlaugsdóttir. Fyrir í stjórninni voru frú Guð rún Snæbjörnsdóttir, frú Þórunn Kolbeins Árnason og frú Unn- ur Haraldsdóttir. — Frú Þóra Einarsdóttir var endurkjörin for- maður. (Frá Kvenféiagi Halligrímskirk j u). Alyktun Dags- brúnar MBL. hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning: „Fundur var haldinn í trúnað- arráði Verkamannafélagsins Dagsbrúnar sl. föstudag, 31. maí, til að ræða samningamál félags- ins. Skýrt var frá samningavið- ræðum við atvinnurekendur og að loknum umrséðum var eftir- farandi ályktun samþykkt ein- róma: „Fundur í trúnaðarráði Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, hald inn 31. maí 1963, lýsir undrun sinni á þeirri afstöðu, sem sam- tök atvinnurekenda hafa nú tek- ið til krafna verkamanna um breytingar á samningum. Fund- urinn telur neitun atvinnurek- enda við kröfum verkamanna því furðulegri þar sem vitað er að kaupgjald . hefur hvergi nærri hækkað til jafns við verðlag á undanförnum árum, til dæmis hefur verðlag samkvæmt fram- færsluvísitölu hækkað um 13% frá þvi í maí í fyrra, er samning- ar voru síðast gerðir, en kaupið aðeins hækkað um 8%. Þá er einnig vitað að þjóðarfram- leiðslan hefur stóraukizt á þessu tímabili. Um leið og fundurinn ítrekar það álit félagsins, að kaup verka- manna sé nú algerlega óviðun- andi, þá varar hann mjög alvar- lega við afleiðingum þess, að sjálfsögðum kröfum verkamanna verði mætt með áframhaldandi neitun“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.