Morgunblaðið - 05.07.1963, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.07.1963, Qupperneq 3
Föstudagur 5- júlí 1963 Jf O R C V N B L A Ð IÐ 3 GRIPSHOLM var hér í gær og Caronia kemur í dag. Erlend- ir ferðamenn settu svip sinn í gær á Austurstræti og tóku myndir af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli og borgarbúar gerðu sér ferð niður að Skúla- götu til að líta á þetta mynd- arlega skip, og óskuðu þess sennilega að vera komnir um borð að taka þátt í ævintýr- inu, sem þar er að gerast, og sigla um höfin blá í vellyst- ingum pragtuglega. Og strák- arnir, sem dorguðu niðri á Loftsbryggju, horfðu öfundar- augum á borðalagða yfirmenn og aðra áhafnarmeðlimi, sem Þessi mynd var tekin að Karfavogi 43 í gær af S tefáni Hjaltested, matsveini á Gripsholm, ásamt foreldrum sínum, Guðríði og Erlingi Hjaltested. Ljósm.: Sv. Þormóðsson. STAKSTEIWR „Kjörin stórbætt“ Af þeim ummælum, sem . mv- inn og „Þjóðviljinn" birta f gær eftir tveim af málflytjend- um Bandalags starfsmanna ríkis og bæja fyrir kjaradómi, virðist mega ráða, að opinberir starfs- menn séu yfirleitt ánægðir með úrskurð dómsins. Tíminn birtir viðtal við Kristj- án Thorlacius formann -BSRB undir fyrirsögninni „Kjörin stór- bætt“, en þar segir m.a.: „Blaðið snéri sér tii Kristjáns Thorlaciusar, formanns Banda- lags. starfsmanna ríkis og bæja, og spurði hann um álit hans á úrskurði kjaradóms. Kristján taldi, að veigamestu atriðin í dómsniðurstöðunni væru, að heildarstefna samtakanna hefði verið lögð til grundvallar og að hún fæli í sér verulegar kjara- bætur fyrir opinbera starfsmevn" Reykvískur mat- sveínn á Gripsholm skutust á léttibátunum í land, því að Gripsholm er hið fram- andi stórveldi miðað við flagg skip íslenzka flatans. Áhafnarþegnar á Gripsholm eru 450 talsins og meðal þeirra eru tveir íslendingar, þeir Stefán Hjaltested og Jón Sig- urgeirsson, sem báðir eru mat- sveinar. Þeir voru báðir í fríi í Reykjavík í gær en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst okk- ur ekki að ná tali af Jón en Stefán hittum við aftur á móti heima hjá foreldrum sínum, Erlingi og Guðrúnu Hjaltested að Karfavogi 43. Stefán hefur verið í áhöfn Gripsholms síð- an í fyrrahaust og eins og vænta mátti var það honum sérstök ánægja að fá tækifæri til að koma heim og vera með frændfólki og kunningjum, þó að ekki væri nema um einn dag að ræða. — Hvernig atvikaðist það, að þú fórst að vinna um borð í Gripsholm, Stefsn? — Ég var búinn að læra matreiðslu hérna heima í Þjóðleikhúskjallaranum, fór til Gautaborgar í fyrra að vinna í veitingahúsinu Sófus. Yfirmatsveinninn þar, sem er þýzkur og starfaði áður um borð í Kungsholm, var vel kynntur hjá sænsk-amerísku línunni, sem á bæði skipin, og fyrir hans hjálp tókst mér að fá stöðu á Gripsholm. — Er það nokkuð eftirsótt? — Jú, það er það svo sann- arlega. Maður telur það ein- skæra náð að hafa komizt að. Það eru meters langir biðlist- ar. — Er áhöfnin af mörgu þjóðerni? — Já, ýmsir þjóðflokkar. Svíarnir eru þó í meirihluta og allir yfirmennirnir eru sænskir. — Og í hverju er starf þitt fólgið? — Ég er þriðji matsveinn í elhúsi farþeganna, en svo er annað, þar sem mallað er fyrir áhöfnina. Það eru um 30 manns, sem starfa í eldhúsinu og skiptast niður á hin ýmsu verksvið. Það er viss flokkur, sem matreiðir fiskrétti, annar býr til súpur o. s. frv. Ég hef eingöngu lagt stund á græn- metis- og eggjarétti og morg- unverð. — Er ekki gífurleg vélvæð- ing í eldhúsinu? -— Jú, talsverð. Það er mjög haganlega frá öllu gengið og ýmis þægindi, sem maður hafði ekki kynnzt áður. . — Kartöf lurnar kannski skrældar í vélum? — Nei. Það er ákveðinn hóp ur starfsmanna sem skrælir kartöflur og svo eru einir fjór ir matsveinar sem sjá um að matreiða þær á ýmsan veg. — Fer mikill matur til spillis á svona stóru skipi? — Já, heil ósköp. Það er synd að sjá það. Að sjálfsögðu er ekki hægt að setja afgang- inn af matnum frá í dag á matseðilinn á morgun, nema þá helzt sósurnar sem geym- ast einna bezt. Áhöfnin reynir að bæta úr skák og koma í veg fyrir að eins mikið fari í súginn úr matsölum farþeg- anna, enda geta þeir tekið vel til matar síns strákarnir á Gripsholm. — Er þetta vaktavinna hjá þér? •— Nei, engar vissar vaktir. Við byrjum að undirbúa morg unverðinn kl. 7,30 og svo er unnið þar til kvöldverði er lokið. Við fáum svo frí öðru hverju um helgar. — Og kaupið? — Ég fæ greiddar 1000 sænskar krónur á mánuði, auk yfirvinnu og uppbótar. — Geturðu gefið okkur eitt- hvert dæmi um eggjarétt, sem þú hefur gert? — Já, t.d. „posseruð egg benedict“. Það er ristað brauð, salatblað og skinka sett ofan á og síðan posserað egg með sósu „hollandaise". — Hafið þið einhverja sér- rétti á boðstólum í mismun- andi löndum, sem þið farið til? — Já, við reynum það .1 gærkvöldi var íslenzkur rækjukokteill framreiddur um borð. — En svið og skyr? -— Nei, biddu fyrir þér. Aft- ur á móti fékk ég hangikjöt og ábrysti þegar ég kom heim í dag. Kunni ég vel við þá til- breytingu. — Þú hefur farið víða með skipinu? — Þegar ég byrjaði lögðum við upp í ferð til Vestur- Indía, þá var farið í vetur um- hverfis S-Ameríku og í marz fórum við í Miðjarðarhafsferð og komst ég þá til Nazaret, sem mér þótti vægast sagt stórkostlegt. Það fegursta, sem ® ég hef séð á ferðunum er vafa laust innsiglingin til Rio de Janeiro. Ég gat líka ekki ann- að en hrifizt af öllum knatt- spyrnuvöllunum, sem þeir eiga suður í Brasilíu. — Eru knattspyrnumaður? — Ja, ég var það hérna í fyrri tíð. En við höfum líka knattspyrnulið um borð og kepptum í Brasilíu við áhöfn á norsku skipi — og auðvitað unnum við þá með 4 mörkum gegn 2. — Það er alltaf eitthvað við að vera á skipinu? — Já, en það er engin á- stæða til að láta sér leiðast. Þó fannst mér viðhorfið breytast mikið til batnaðar þegar Jón kom á skipið, en hann er líka í eldhúsinu og við erum einu íslendingarnir. — Hefurðu hugsað þér að vera áfram á Gripsholm? — Nei, ég ætla að hætta eftir Bermudaferð, sem ráð- gerð er í haust og koma þá hingað heim. Ég hef ekki enn gert upp við mig, hvað ég muni takast á hendur, en ég held að það sé töluvert satt í því sem Svíinn segir: „Borta ar bra men hemma ar bast“. Grtpsholm i Reykjavíkurhöfn. £ NA íS hnútar SVSö hnútar Snjókot » oti V Skúrir E Þrumur •n- S'trai, KuUaski/ Hiiatkii Hmi ÍSSL í***** LÍTIL veðurbreyting er þessa dagana, því að hæðin, sem er yfir íslandi og hafinu umhverfis færist ekki úr stað. í gær var sólskin inn til landsins, en skýjað og víða þokuslæðingur út við sjóinn, einkum vestan lands. Um há- degið var hlýjast á Nauta- búi í Skagafirði, eða 19 stig. Þá voru 18 stig á Egilsstöðum og 17 á Þingvöllum og Stað- arhóli í Aðaldal. Ósæmilegir útúrsnúningar f ræðu þeirri, sem Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra flutti við setningu menntamála- ráðherrafundar Norðurlanda ræddi hann m.a. þann ásetning íslendinga að halda hér á landi uppi sjálfstæðu menningarþjóð- félagi í framtíðinni. Kommún- istamálgagnið gat ekki stillt sig um að snúa át úr ummælum hans á hinn ósæmilegasta hátt í fyrradag, og í gær skokkar Tím- inn á eftir. Alþýðublaðið ræðir þessar rangfærslur í forystugrein í gær og segir m.a.: „Þjóðviljinn gefur lesendum sínum í skyn, að Gylfi hafi sagt, að heimskulegt væri fyrir okkur að burðast með sjálfstætt ríki, og hann endurtekur gamlar rang færslur um, að Gylfi vilji láta fsland hverfa inn í stærri heild. Gylfi hefur bent á þá stað- reynd, að margir hefðu talið og teldu sjálfstæði smáríkjanna vafa saman ávinning. Hann benti á, að þróun nútímans gerði sjálfstæði minnstu ríkjanna vandasamara en áður. Þetta eru aðeins stað- reyndir. En skoðanir Gylfa sjálfs eru á aðra lund, og hann hefur í ræðum sinum sagt eins skýrt og unnt er að segja, að fslend- ingar séu staðráðnir að varðveita sjálfstæði sitt. Þeir kaflar úr ræðum hans eru ekki teknir upp i Þjóðviljanum". Ósigur — en bjartsýni Úrslit landskeppninnar í frjáls um íþróttum við Dani urðu ís- lenzkum íþróttaunnendum nokk- ur vonbrigði. Ekki þó vegna þess, að íslendingar eigi erfitt með að sætta sig við að bíða lægri hlut í drengilegri keppni eða við gerum þá kröfu til í- þróttamanna okkar, að þeir beri ætíð sigurorð af íþróttamönnum annarra þjóða, heldur fyrst og fremst vegna þess, að þau leiða í ljós, að frjálsar íþróttir hér á landi eru nú í öldudal. Enda þótt aðstaða íslenzkra íþróttamanna sé að mörgu leyti allerfið bæði vegna veðurfars hér á landi og skorts á fullkomn- um aðbúnaði, verður því ekki neitað, að aðstaða til íþróttaiðk- unar hefur stórbatnað hér á undanförnum árum, og einmitt þess vegna vekur afturkippurinn nú nokkra undrun. Það vekur bjartsýni á, að frjálsar íþróttir hér á landi séu á uppleið úr öldudalnum, að meðal landsliðsmanna okkar nú voru margir mjög ungir menn, sem með ástundun og þolinmæði geta vafalaust náð mjög langt. Er vonandi, að hin sibatnandi aðstaða til íþróttaiðkunar verði þeim hvatning til að leggja sig fram og halda merki íslenzkra iþrótta hátt á lofti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.