Morgunblaðið - 05.07.1963, Page 6

Morgunblaðið - 05.07.1963, Page 6
MORCVNBLAÐ1Ð r Fostudagur 5. Júlí T"«3 Kennedy i Berlín *( EINN af blaðamönnum Morg- unblaðsins, Hörður Einarsson, var staddur í Vestur-Berlín, er Kennedy Bandaríkjaforseti heimsótti borgina. Fer hér á efir frásögn hans af komu Kennedys þangað: Kennedy sá einnig síðar- nefnda múrinn. Hann ók banga leið meðfram honum og staðnæmdist á tveim stöðum við hann, við Brandenborgar- hliðið og hið fræga hlið, „Checkpoint Char.e“. Bftir Georg Lebner afhendir Kennedy vönd af rauðum og hvítum nellikkum, sem ónafngreindir Austur-Berlínarbúar höfðu sent honum með þessari ósk: „Afhendið forsetanum þessi blóm. Þau eru kveðja okkar til hans; hans, sem við megum ekki sjálfir sjá; hans, sem við megum ekki sjálfir taka í höndina á!“ 200-300 þúsund manns hlýddu á ávarp Kennedysá Kudolf-YViide-Flatz framan við raðhus Vesiur< Berlínar, Bathaus Schöneberg. þá för sagði hann, að múrinn væri skýrasta og augljósasta táknið um mistök kommún- ismans. Nóttina fyrir komu Kennedys hafði Ulbricht lát- ið loka Brandenborgarhliðinu með rauðum tjöldum, svo að hann gæti ekki séð yfir til A- Berlínar og Austur-Berlínar- búar gætu ekki séð hann. En við Checkpoint Charlie sá bæði Kennedy Austur-Berlín og íbúar Austur-BerMnar hann. Þegar Kennedy steig upp á útsýnispallinn, sem þar hafði verið komið fyrir, heyrðist lágur fagnaðarkliður frá nokkrum mannfjölda, sem þar hafði safnazt saman til að geta séð hann, en samstundis dreifði „alþýðulögreglan" hópnum. Þó að Austur-Berlín arbúar fengju þannig ekki að fagna Kennedy á sarna hátt og samborgarar þeirra hinum megin smánarmúrsins, þá kom hugur þeirra tii i.ans skýrt í ljós. Fyrir þeirra hö<nd afhenti Georg Lebner, forseti sambands byggingarverka- manna í Vestur-Berlín, hon- um vönd af rauðum og hvítuim nellikum, sem ónafn- greindir Austur-Berlínarbúar höfðu sent honum með eftir- farandi tilmælum: „Afhendið forsetanum þessi blóm. Þau eru kveðja okkar til bans; hans, sem við megum ekki sjálfir sjá; hans sem við meg- um ek'ki sjálifir taka í höndina á!“ — Það var auðfundið næstu dagana fyrir komu Kennedys til Vestur-Berlínar, að eitt- hvað óvenjulegt var í aðsigi. Berlínarblöðin sögðu ítarlega frá heimsókn hans til Sam- bandslýðsveldisins og ræddu um væntanlega komu hans til borgarinnar, sérstök póstkort voru gefin út í tilefni af komu hans, sérstaklega stimpluð frí- merki á kortum með mynd for setans voru seld á götunum, götumálararnir skreyttu gang- stéttirnar. með myndum af honum, bandaríski fáninn blakti hvarvetna og yfirleitt gerði fólk sér mjög tíðrætt um komu hans. Annars staðar ur Þýzkalandi þyrptust menn til borgarinnar til að vera við- staddir komu hans, enda var það ein helzta spurnmgin, sem „alþýðulögregla" Ul- brichts lagði fyrir Vestur- Þjóðverja, sem næstu dagana á undan vildu fá fararleyfi inn í Austur-Berlín, hvort þeir Framhald á bls. 13 „KEN-NE-DY! Ken-ne-dy! Ken-ne-dy! Ken-ne-dy!“ hróp uðu 250 þúsundir manna hvað eftir annað, þegar Kennedy E-andaríkj aforseti ávarpaði Berlínarbúa 26. jún. sl. framan við ráðhús borgar- innar, Rathaus Schöneberg. — Hvergi í Þýzkalandi hlauí Kennedy eins stórkostlegar móttökur og í Berlín, og blaða fulltrúi hans sagði, að hann hefði aldrei hlotið slíkar mót- tökur sem í Berlín, enda verð ur naumast betur tekið á móti einum manni. Þýzku blöðin kalla för Bandaríkjaforseta um Þýzkaland „sigurför", og hápunkti náði hún með hinni 8 klst. heimsókn hans til V- Berlínar. Alls staðar meðfram hinni 53 km löngu leið, sem Kenne- dy fór um borgina, stóð þykk- ur „múr“ af fólki og fagnaði honum, enda er talið, að aldt að 80% af 2,2 miílj. íbúa Vestur-Berlínar hafi farið út á göturnar til þess að hylla hann. Þennan dag voru Berlín armúrarnir því tveir. Og ein- hvern veginn finnst manni, að þessi nýi Berlínarmúr hljóti að verða varanlegri en sá, sem kommúnistastjórnin í Austur-Berlín lét steypa upp milli borgarhlutanna fyrir tæpum tveim árum. Okkur hafa borizt tvö kvört- unarbréf, annað um landskeppn ina við Dani, sem nú er mjög rædd manna á meðal. Þetta bréf bréf er í og með í gamansöm- um tón en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Þótt bréfið sé nokkuð hvassyrt sjáum við ekki ástæðu til að neita birtingu þess. Hitt fjallar um efni, sem Velvakanda er ekki kunnugt og er vonandi að réttir aðilar gefi svar við því, enda mælzt til þess í bréfinu. Velvakandi vill enn einu sinni ítreka það við þá, er senda hingað bréf, að láta síns rétta nafns getið, þótt þeir óski eftir að það sé ekki birt. Okk- ur er nauðsynlegt að vita hver bréfritarinn er. Að öðrum kosti sjáum við okkur ekki fært að birta bréf þeirra. En hér koma svo bréfin: 4 LANDSKEPPNIN „Almenningur leyfir sér að mótmæla því við þá sem hafa með höndum veg og vanda af landskeppninni við Dani, að kosta skuli 100 krónur sætið! Þetta er hreint okur, bein leið til þess að sem allra f æstir komi á völlinn. Það hefur aftur á móti í för með sér að allur bar- áttukjarkur fer úr íþróttamönn- um, við að þurfa að keppa fyr- ir mannlausu áhorfendasvæð- inu. Ég hef aldrei verið við- staddur eins litlausa og stemn- ingslausa landskeppni í nokk- urri grein íþrótta. Svo mikill var ræfildómurinn, að þjóð- söngvar landanna voru leiknir af hljómplötum!! í stað þess að láta lúðrasveit leika þá. Ræðu- stúfur var fluttur, þar sem enn á ný brauzt út Dana-komplex- inn, í svo furðulegu orðalagi að orðabókanefnd ætti að fá að glíma við viðfangsefni þetta, út frá nýyrðasjónarmiðinu. Það er skoðun mín og vafalítið fleiri að þeir sem hafa komið nærri skipulagi þessarar landskeppni, ættu að gefa sig að öðru en slíkum störfum. Það er vanda- samt verk að stjórna lands- keppni, og legg ég til að arthug- að verði hvort ekki sé rétt að biðja sauðfjárvacnarnefndina taka málin í sínar hendur fyrir næstu landskeppni við Dani eða aðrar kúltúrþjóðir. íþróttavinur.“ + BURÐARGJÖLD FYRIR LITFILMUR „Margir nota nú litfilmur í myndavélina, og daglega koma slíkir „myndasmiðir“ á póst- stofuna með filmur sínar í þar til gerðum umbúðum til send- ingar. Framköllun er innifalin í kaupverðinu, og eðlilega því tolluð um leið og filman, sem innflutt er. Þetta er alþekkt, og framköllun fer yfirleitt ekki fram hérlendis, þótt á því séu undantekningar. Nú, svo er það burðargjaldið. Mánudaginn 1. júlí gaf mjög svo kurteis póstþjónn (af- greiðslumaður) þær upplýsing- ar, að ísland væri líklegast ein- asta landið, sem krefðist bréf- burðargjalds undir þessar svo- kölluðu „áteknu“ filmur. Ann- ars staðar gengi þetta sem sýn- ishorn (gegn mun lægra gjaldi). Um þetta var fyrir nokkrum árum deila4 t.d. í Þýzkalandi, hvernig búa skyldi um svona áteknar filmur, svo að þær gætu fallið undir reglugerð um sýnishornasendingu skv. alþjóð legu póstmálasamþykktinni. ís- lendingar eru aðilar að þeirri samþykkt. Sendiumbúðir eru nú hafðar að öllu leyti póst- málasamþykktinni samkvæmt, en því er þá ísland einasta land ið, sem einungis viðurkennir (heimtar) gjald, eins og um lokað sendibréf væri að ræða. Því má við bæta, að burðar- gjald undir almennt bréf, allt að 20 g, er nú kr. 5,50 hérlend- is, en nýhækkað burðargjald fyrir sams konar bréf, t.d. frá Danmörku til Rvíkur, aðeins d. kr. 0,35 (eða samsvarandi kr. 2,20). íslenzka póststjórnin tel- ur sig hafa gefið „skýringar“ á þessum verðmismun, en „fyrr má nú rota en dauðrota'*. Ef verið er að undirrita alþjóðleg- ar samþykktir, gengi vort nú almennt viðurkennt o.s.frv., hef ur þetta þá lagalega séð nokk- urt hald? Má óska svars við- komandi aðila? Beztu þakkir. „Litmyndaunnandi“.“ AEG KeimiEistæki Utsölustaðir í Reykjavík: HÚSPRYDI Laugavegi 176. — Sími 20440. JÚLÍUS BJÖRNSSON Austurstræti 12. Sími 22475. BRÆÐURNIR ORMSSON Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.