Morgunblaðið - 05.07.1963, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.07.1963, Qupperneq 20
20 VORGUHBLAÐIÐ Fostudagur 5. júlí 1963 HlilBfRI FOOTMER: H Æ T T IJ L E G IJ Kt FARMUR — Hann sýnist vera nógu hreinskilinn, en ég hef tekið eítir því, að hann segir aldrei neitt við þig, sem þér kemur illa að heyra. — >ví ætti hann líka að gera það? — Hann er ónotalegur við alla aðra. Það er ávani hjá honum. •— Það eru þín orð. . Hvað hef urðu yfirleitt á móti honum? — Eg hef engar sannanir, ef það er það, sem þú átt við. En hann gæti haft tilgang. — í guðs nafni, hvaða tilgang gæti Martin haft með því að koma mér fyrir kattarnef. Það væri bara til þess að gera hann atvinnuiausan. Hann stendur ekki í erfðaskránni minni. Hvorki í þeirri fyrri né þeirri siðari. Hann hefur séð þær báð- ar. — Þú hefur gleymt gimstein- unum, sagði hún rólega. — Gimsteinunum, sem hann kom með um borð í Willemstad. ...með kvöldkaffinu ÞEGAR ÞÉR gistið í Kaup- mannahöfn, getið hér iesið Morgunbíaðið samdægurs, — með kvöldkaffinu í stórborg- inni. FAXAR Flugfélags íslands flytja blaðið dagiega cg það er komið samdægurs i blaða- söiuturninn í aðaljámbrautar- stöðinni við Ráðhústorgið — Ilovedbanegardens Aviskiosk. FÁTT er .ánægjulegra en að lesa nýtt Morgunblað, þegar verið er á ferðalagi vtra eða dvalizt þar. — Eg held þú sért að verða brjáluð, sagði Horace. — Ekki alveg, svaraði hún brosandi. Hún tók af borðinu skeytið sem hún hafði fengið eftir kvöldverð. Hún hafði skrif að þýðinguna á því milli lína með blýanti. Nú rétti hún Horace það þegjandi. Ég las það seinna. Það hljóðaði þannig: ..Hef loksins náð sambandi við Etienne Joannot. Enginn annar gat fengið upplýsingar. Joannot segir, að erindi Coades til Hol- lands hafi verið að taka við miklu af óunnum demöntum, sem Laghet hefur verið að kaupa fyr ir milligöngu ýmissa umboðs- manna undanfarið. Áætlað verð hálf önnur milíjón. LATHAM.“ — Étienne Joannot er færasti spæjari í Norðurálfu, sagði frú Storey. — Hann hefur fyrr unn- ið með mér. Horace var orðinn sótrauður í framan. — Hvað meinarðu með þvi að fara svona bak við mig sagði hann. Þú átt ekkert erindi at snudda í persónulegum mál- efnum mínum. - - Vertu ekki með neina vit- leysu, sagði hún. — Hvað vissi ég, hvað í ljós kynni að koma? Það heyrði undir mitt verk að komast að því hvað Martin hefði fvrir stafni, ekki síður en allir aðrir af þessu fylgdarliði þínu. Horace stillti sig og varð ó- lundarlegur. Hann var líkastur óþægðarkrakka, sem allt kemst upp um, en reynir að sýna þ.józku. — Hversvegna ætti ég ekki að kaupg óunna demanta, ef ég á annað borð á fyrir þeim? hvæsti hann. — Já, hversvegna ekki, tautaði frú Storey. — Það er sagt, að bylting sé yfirvofandi og öll verðmæti fari forgörðum. En hvernig sem velt- ist í þjóðfélaginu, verða dem- antar allt af í sínu gildi. — Vissulega. Og hversvegna ættirðu þá ekki að smygla þeim inn í landið þitt á skemmtiskip- inu þínu, ef þú hefur tækifæri til þess. Eg er enginn umboðsmað ur fyrir rikissjóðinn, heldur er ég aðeins að reyna að gera þér skiljanlegt, að hálf önnur milljón er of mikil freisting til að leggja fyrir einn mann. — Freisting? — Martin stendur í þeirri trú, að enginn viti um þessa demanta nema þið tveir. Ef eitthvað kæmi fyrir þig, mundu þeir lenda sjálfkrafa í hans höndum. — Eg treysti Martin, svaraði hann þrákelknislega. — Hann er eini maðurinn í heiminum, sem ég get treyst. Og þér þýðir ekk ert að reyna að fá mig til að hafa gætur á honum eða loka hann inni. Ég fer eljki að snúast gegn vini mínum. — Það getur maður séð, sagði hún og brá upp höndunum. — Og hvar eru þá demantarnir núna? — í járnskápnum í káetunni minni. — Martin kann að opna hann? — Vitanlega. — Eg sting upp á, að þú látir hann vita, að ég viti um tilvist demantanna. Það getur að minnsta kosti aldrei skaðað. Horace glotti ólundarlega. — Ef hann er eins slæmur og þú vilt gera hann, gæti það stofn- KALLI KÚREKI - * - — En ég get sannað, að ég elska yður fröken Jóna. Sannað það með því að segja, að mér finnst þér vera fögur kona. að lífi þínu í hættu. ■— O, það hefur nú verið í hættu alla þá stund, sem ég hef verið við þetta mál riðin, svaraði hún kæruleysislega. — Víst skal ég segja honum það, sagði hann.... — Martin fór til útlanda hálfum mánuði áður en við lögðum af stað. Hvernig gæti hann verið þátttak andi í samsærinu? — Þú fékkst fyrstu aðvörunina daginn eftir að hann lagði af stað. Ef til vill hefur alit verið orðið ráðgert þá þegar. Hann stóð upp og sýndi á sér ferðasnið. — Þú munt sjá, að þér hefur skjátlazt, sagði hann örugg v — Þú ættir að koma þér í mjúkinn hjá Martin. — Eg skal reýna það, sagði hún þurrlega. Horaee stanzaði með höndina á hurðarhúninum, og vesældarleg- ur gustukasvipurinn kom á and- litið á honum. — Hefðirðu gaman af að sjá demantana? spurði hann. — Þú getur fengið hvern einn þeirra sem þú kýst þér. — Guð forði því; sagði frú Storey. Eg er aldrei nema kven- maður! XIX. Kafli , Það var á fimmtudagskvöld, sem við tókum stefnuna til New York. Á föstudag var alt komið í sínar venjulegu skorður, að því ei virtist. Fólkið í þessum litla hópi okkar hafði aldrei verið hreinskilið hvað við annað, svo að því var enginn vandi að láta eins og allt væri með eðlilegum hætti. Það var alltaf sama varúðin í augnaráðinu, þegar við komum saman, alltaf þetta sama inni- haldslausa blaður og uppgerðar hlátur. Það var þegjandi sam- þykkt okkar í meðal, að þegar smávægileg óþægindi í New York væru af staðin, kæmist allt í sína venjulegu röð og reglu, og að við mundum öll sigla aftur á- leiðis til eyjanna, þar sem alltaf er sumar. Sú staðreynd, að Hor acc mundi þurfa að svara til saka fyrir morð, var eins og gleymd. Enginn minntist einu sinni á Adrian, sem var lokaður inni. Öll þessi uppgerðarlæti, að allt væri í frægasta lagi, gerði lífið enn óbærilegra. Það kom fyrir. að Soffía tók mig undir arminn og leiddi mig um þilfarið, blaðr andi um alla heima Og geima, og þá langaði mig mest til að öskra upp yfir mig. Þegar ég fór á fætur á morgnana eða í rúmið á kvöldin, var ég kvalin af tilhugs uninni um að eitthvað hræðilegt væri í aðsigi. Eg varð taugaó- styrk, eins og fælinn hestur. Og hin voru öll eins. Ef mað- ur kom að þeim óvörum, var svipurinn á þeim hræðilegur. Þrátt fyrir alla heimsins máln- ingu, var Soffía orðin helmingi eldri en hún hafði verið. Þegar Horace hélt, að enginn sæi hann gckk hann fram og aftur um þilfarið eins og fordæmd sál, sí- tyggjandi vindilinn sinn. Og á- stríðurnar sem höfðu Adelu á valdi sínu, gerðu útlit hennar eins og skrípamynd af henni sjálfri. Þó verð ég að játa, að Adela var ekki með nein látalæti. Hún var rétt eins og framandi köttur þarna um borð. Hún talaði við engan. Allar máltiðir voru færðar henni í káetuna. Venjulega var Tanner hjá henni. Les Farman var fljótur að koma skipulagi á skipshöfn sína, og allt, sem að siglingunni laut, virtist ganga eins og smurt, engu síður en áður. En þetta var erf- itt fyrir skipstjórann, þar sem hann hafði enga lærða yfirmenn til að taka sinn hluta af ábyrgð inni. Eftir þvi sem stundir liðu fram, varð Les rauðeygður af of miklum vökum, en góðlega brosið á honum var alltaf sjálfu sér líkt. Eitt atriði, sem virtist ætla <rð auka á vandræðin, var það, að Horace virtist snögglega muna, að hann væri trúlofaður Celiu Dare. Hvenær sem frú Storey vísaði á bug tilraunum hans til ástaratlota, leitaði Horace sam- veru við ungu stúlkuna. Ef til vill hefur hann, eins og hver annar karlmaður, haldið, að þann ig gæti hann snúið huga húsmóð ur minnar. Og Celia var hrædd. Hún hafði heldur enga reynzlu við að styðjast. Hún var vön að koma í setu- stofuna okkar með vandamál sín. Einu sinni sagði frú Storey við hana: — Þú ert væntanlega mynd - Celia? Stúlkan kinkaði kolli. — Þá verðurðu að haga þér eins og kona. Þú hefur aldrei lát izt vera ástfangin af Horace, og þá er engin ástæða að byrja á því núna. En þú verður bara að forðast að gera hann reiðan með a við erum á sjónum. Hér eru nó.g vandræði fyrir. Láttu Emil halda sig sem lengst frá þér, og komdu fram við Horace nákvæm lega eins og þú gerðir áður en Emil, kom til sögunnar. Þetta verða ekki nema nokkrir dagar. Stúlkan lék þetta hlutverk sitt með mestu prýði en áhrifin á Emil voru hræðileg. Þessi góði drengur varð alveg villtur. Hann hímdi úti í horni og horfði á Horace með morð í augnaráðinu. Sem betur fór tók Horace aldrei eftir því. Þessa dagana leit helzt svo út, sem frú Storey væri að fara að ráðum Horace og koma sér í mjúkinn hjá Martin. Þau áttu löng samtöl uppi á þilfari, en ég heyrði fæst af því. En það var greinilegt, að hún var að veiða upp úr honum — en með litlum árangri, játaði hún. Annaðhvort var þarna ekkert að hafa, eða þá honum tókst svo vel að leyna því, og það betur en nokkrum manni á hans aldri, sem hún hafði nokkurntíma komizt 1 kynni við. Einn morgun, þegar ég sat hjá henni, sagði hún: — Þú ert gift- ur, er það ekki? — Jú, vitanlega. En ég hef aldrei minnzt á það. Hvernig viss irðu það þá? Hún lygndi aftur augunum. —- Jú, þú lítur yfirleitt út eins og giftur maður. — Hvað átttx við með þvi? I — Krúnurakaður, sagði hún. — Eins og Samson. Þetta kom illa við hégómaskap hans. — Hvað er um hann herra Storey? Hvar er hann? — Storey? — Já, ég á við herramannirn, sem gaf þér rétt til frúartitils- ins, sem þú ert með. — Ó, já, hann Storey. Hann er nú horfinn af sjónarsviðinu fyrir svo löngu, að ég man varla lengur, hvernig hann leit út. Eg er frjáls, hvít og tuttugu og eins árs.. og vel það! aflíltvarpiö FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ: 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 Við vinnuna: Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Harmonikulög — 18 50 Tilkynn- ingar. — 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Efst á baugi. 20:30 Rimsky-Korsakov: Píanókor.^ert 1 cis-moll, op. 30. 20:45 í Ijóði: Um sumardag er sólin • skín, — þáttur í umsjá Baldurs Pálmasonar. 21:10 íslenzk sumarlög. sungin og leikin. 21:30 Útvarpssagan: Alberta og Jakob, eftir Coru Sandel; XII. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: Keisannn 1 Alaska, eftir Peter Groma; VII. 22:30 Menn og músik; I. þáttur: Chorlr 23:15 Dagskrárlok. * Teiknari: Fred Harman SOME FOLkS MI&HTTWWKYOU SHOTSAM, YOUESELF, FORTH’BLACKMAILMOMEY' BUT WHENTHEY FIWDA .45 SLU& IN HIM, IT'LL PRCVE YOU DIDN’T DOIT/ n—- — Svo að gamli maðurinn skaut — Jæja, til þess að tryggja að hinn — Ýmsir kynnu að halda að þú Sam með hans eigin byssu nr. 45. Númer hvað er byssan þín, Jimmie? i— Ja .... mín er nr. 38. rétti morðingi náist ætla ég að segja New hreppstjóra, að hann verði að láta grafa Sam Aiken upp. hefðir sjálfur skotið Sam vegna fjár- kúgunarpeninganna. En ef kúla nr. 45 finnst í Sam þá sannar það að þú drapst hann ekki LAUGARDAGUR 6. JÓLÍ: 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 Óskalög sjúklinga. 14:30 Úr umferðinni. 14:40 Laugardagslögin. 16:30 Veðurfr. — Fjör í kringum fón- inn: Úlfar Sveinbjörnsson. 17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Hannes t>orsteinsson velur sér plötur. 18:00 Söngvar í léttum tón. — 18:55 Tilknyningar — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Svona ljúga silungar, fyrri hlutl smásögu eftir Roland Pertwee. 20:25 Á götum og torgum Kaupmanna- hafnar: Músikalskur ferðapistill Jónasar Jónassonar. 21:00 Leikrit: Grallarinn Georg, eftir Michael Brett; 2. þáttur: Gátan um málverkið. 21:40 Chopin: Andante spianato • grande polonaise í Es-dús, op. 22 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.