Morgunblaðið - 05.07.1963, Síða 23

Morgunblaðið - 05.07.1963, Síða 23
Föstudagur 5. júlí 1963 MORGVNBLAÐIÐ 23 Krúsjeff hopar hvergi Aðstaða hans heima sterkari en áður AÐ afloknum fundi miðstjórn ar kommúnistafíokks Sovét- ríkjanna, er ljóst, að aðstaða Krúsjeffs er sterkari en áður, og stefna hans samrýmist stefnu framfaraaflanna innan flokksins. Hættunni, sem Krúsjeff virtist stafa af ný- Stalínistum eftir Kúbudeiluna í haust, hefur nú verið bægt frá Ljósasta dæmið um að- stöðu forsætisráðherrans er, að tveir tryggir stuðnings- menn hans voru liækkaðir í tign á miðstjórnarfundinum og hafa nú báðir tekið sæti í flokksstjórninni. Annar þessara manna, Le- onid Ilich Brehznev, forseti Sovétríkjanna, hvarf úr flokks stjórninni 1960 Og hefur síðan verið valdalítill á stjórnmála- sviðinu. Hinn, Nikolai Yikt- orovich Podgorny, er 60 ára, aðalritari kommúnistaflokks Úkraínu. Meðan Krúsjeff starfaði í Úkraínu voru bæði Brehznev Og Podgorny undir- menn hans og nánir samstarfs menn. Undanfarin ár hefur Krúsjeff fengið þessum fylgis- mönnum sínum erfið verkefni og þykja þeir nú báðir koma til greina sem eftirmenn hans. Krúsjeff og samstarfsmenn hans tveir frá Úraínu geta nú haft stjórn kommúnistaflokks Sovétríkj anna í hendi sér. Hvarf Kozlovs Froil Kozlov, sem eitt sinn var oftast nefndur, er rætt var um eftirmann Krúsjeffs, er nú horfinn af sjónarsviðinu. — Kozlov fékk snert af slagi fyrir skömmu, en talið er, að mál njósnarans Penkovskys hafi valdið falli hans. Haft er eftir áreiðanlegum heimild- um, að undarlegt samband hafi verið milli fjölskyldna Penkovskys og Kozlovs. Það er ekki aðeins i n n a n Eftir Edward Crankshaw brezku ríkisstjórnarinnar, sem hneykslismál skjóta upp koll- inum, en munurinn er sá, að í Sovétríkjunum er engin stjórn arandstaða. Undanhald ný-Stalínista var augljóst, áður en miðstjórnar- fundurinn hófst, og kom það greinilega fram í ræðu, sem Ilychef, ritari miðstjórnarinn- ar, hélt á fundinum. Árásirnar á menn, sem v e r j a tjáningarfrelsi, hafa ekki verið látnar viðgangast. Rithöfundarnir, sem fyrir ár- ásunum urðu, hafa ekki hlotið refsingu, * og listamenn og menntamenn standa einhuga að baki þeim. Hver, sem skoðun Krúsjeffs er á þessum málum, hefur hann orðið að viðurkenna tilveru framfara- aflanna og mátt þeirra, og hann hefur ekki látið þar við sitja, heldur gengið í lið með þeim. Þegar Krúsjeff stendur nú andspænis Kínverjum eftir hina stormasömu mánuði frá lausn Kúbudeilunnar, er að- staða hans heima fyrir sterk- ari en áður. Kínverjar gera sér án efa grein fyrir því, að stefnubreytingar er ekki að vænta af Krúsjeffs hálfu, og þeir koma með brugðna branda til fundarins, sem út- kljá átti deilumálin og sætta Kínverja og Rússa. Árásir Kínverja á Sovétrík- in og Tító marskálk (hann nefna þeir, er þeir vilja nefna Krúsjeff) hafa harðnað mjög að undanförnu. Kvöldið áður en miðstjórn- arfundurinn hófst, barst sov- ézka kommúnistaflokknum bréf frá Kínverjum. Kínverj- ar hafa haldið bréfi þessu mjög á lofti Og gert sitt ítr- asta til þess að auglýsa efni þess. Bréf þetta inniheldur ekki aðeins hinar venjulegu ásak- anir á hendur endurskoðunar- sinnum, heldur dulbúnar hót- anir. Ekki er einungis ráðizt á stefnu Sovétríkjanna í utan ríkismálum. Stefna Krúsjeffs í innanríkismálum' er gagn- rýnd harðlega, og segja Kín- verjar hana frávik frá grund- vallarkenningum hins alþjóð- lega kommúnisma. í bréfinu er m. a. þessi óheillavænlega setning: „Ef leiðtogar ein- hvers flokks gerast and-bylt- ingarsinna og taka upp end- urskoðunarstefnu, þá munu Marx-Leninistar bæði innan flokksins og utan, víkja leið- Qbi Fyrsta skrefið til framkvœmdar Pa rísarsáttmálanum De Gaulle rœðast og við Adenauer Bonn i I Bonn, 4. júlí (NTB). I dag kom deGaulIe, Frakk- landsforseti, til Bonn ásamt sjö frönskum ráðherrum og hafa þeir í dag rætt við Adenauer kanzl- ara V-Þýzkalands og þýzka ráð- berra. Slíkir fundir vestur-þýzkra og franskra ráðamanna hafa aldrei áður verið haldnir og eru þeir fyrsta skrefið í átt til fram- kvæmdar samvinnusáttmála Frakka og V-Þjóðverja, sem und irritaður var í París í vetur. De Gaulle ræddi bæði við Ad- enauer og Ludwig Erhard, efna- bagsmálaráðherra, sem tekur við af kanzlaraembættinu í haust. Aðrir ráðherrar ræddu m.a. sam- ræmingu kornverðs innan Efna- hagsbandalags Evrópu, varnar- mál og menningarmál. Samkomulag náðist ekki um samræmingu kornverðs en það mál hefur staðið í vegi fyrir því að V-Þjóðverjar og Frakkar taki upp sameiginlega stefnu í land- búnaðarmálum innan EBE. Að afloknum viðræðunum í dag sagði deGaulle, að þær hlytu að gleðja bæði Frakka, V-Þjóð- verja og aðrar V-Evrópuþjóðir. Adenauer sagði, að viðræðurn- ar væru sögulegur viðburður. Haft var eftir áreiðanlegum heimildum, að Erhard hefði gert tilraun til þess að sannfæra de Gaulle um, að stefna V-Þýzka- lands fæli ekki í sér, að velja Kvikmyndasýning Varðbergs á laagard. NÆSTKOMANDI laugardag kl. 2 e. h. mun félagið Varðberg halda kvikmyndasýningu í Nýja Bíói. Verða þar sýndar nokkrar kynningar- og fréttamyndir frá ýmsum löndum. Félagið hefur áður haft kvik- ihyndasýningar fyrir almenning og voru þær mjög fjölsóttar. Hef ur því verið ákveðið að gera sýningar þessar að föstum lið í starfsemi félagsins cg verða þær í sumar haldnar mánaðarlega, en tvisvar í mánuði í vetur. — Starfsemi þessi hefst með því, að sýndar verða þrjár myndir: 1. Kúba bíður. Sýnir hún, er einvaidanum Batista var steypt af stóli með þjóðbyltingu Kúbu- búa og einnig, hvernig byltingin var svikin af Castro og komm- únistahjörð hans með fulltingi rússneskra vopna. Myndin er með íslenzku tali. 2. Bændur undir ógnarstjórn kommúnista. Fjallar sú mynd um aðgerðir hinna kommúnísku yfirvalda í Austur-Þýzkalandi gegn sjálfseignarbændum. Mynd- in er með ensku tali. 3. Suð-Austur-Asiubandalagið. Kynnir sú mynd hinar ýmsu þjóðir bandalagsins og siðu þeirra. Er hún í iitum og með íslenzku tali. Ókeypis aðgangur að sýning- um þessum er öllum heimill, meðan húsrúm leyfir, en börn- um þó einungis í fylgd með full- orðnum. (Frá Varðberg). þyrfti milli vináttu Frakka og Bandaríkj amanna. Guttormur Gutt- ormsson, skáld, heiðraður DÓMNEFNDIN fyrir Heiðurs- verðlaunasjóð Daða Hjörvar hef- ur, hinn 28. júní 1963, einum rómi ákvarðað að veita Guttormi skáldi Guttormssyni heiðursverð- laun sjóðsins úr gulli, (eftir 12. gr. skipulagsskrárinnar), til góðra minja um komu skáldsins heim á ættland sitt, þá er hann var nær hálfníræður, og flutti þá enn þjóð sinni kvæði sín og tal- aði til hennar á tungu feðra sinna með þeim ágætum, að ein út- varpsstund varð hjartnæmur at- burður í sögu íslenzkrar tungu. Skáldið tók við heiðursverð- lanuunum í gær (4. júlí) hún ekki ætla að birta bréfið þegar í stað, því að það yrði aðeins til þess að gera ástand- ið enn alvarlegra. Þetta var fyrsta vísbending- in, sem sovézka þjóðin fékk um, hve alvarlegur ágrein- ingurinn er, og í ræðu á mið- stjórnarfundinum gerði Ads- hubei, tengdasonur Krúsjeffs, lýðum ljóst, að forsætisráð- herrann myndi ekki sýna Kín verjum undanlátssemi og ekki hvika frá stefnu sinni. — Adshubei réðst í ræðu sinni á þá, er hann kallar rykfallna hugmyndafræðinga, sem eyða öllum tíma sínum í samningu kerfisbundinna kenninga í stað þess að reyna að bæta hag fólksins. Menn, sem væru aðeins merkilegir í sjálfs sín augum. Sagði Adshubei, að Marx og Lenin myndu snúa sér við í gröfum sínum, heyrðu þeir kenningar þess- arra manna nefndar Marx- Leninisma. Þessi ummæli Adshubeis eru bergmál hinnar frægu ár- ásar Krúsjeffs á Mao Tse- tung á fundi bræðraflokkanna fyrir þremur árum, en þá sagði Krúsjeff, m. a., að Mao væri maður, sem slægi um sig með kenningum, er ekkert UTAN UR HEIMl Krúsjeff togunum úr embætti og leiða þjóðina til byltingar.“ Miskunnarlaust stríð Það er miskunnarlaust stríð, sem stendur fyrir dyrum. Þeg- ar miðstjórn kommúnista- flokks Sovétríkjanna barst bréf Kínverja, varð hún að viðurkenna opinberlega mót- töku þess, en um leið sagðist ættu skylt við raunveruleik- ann. Bæði vígahugur Kínverja og hin sterka aðstaða Krús- jeffs heima fyrir, benda til þess, að átök verði á fundin- um um hugsjónaágreininginn, sem nú er að hefjast. (OBSERVER— öll réttindi áskilin). UnnSð að ilugvallar- gerð á Kópaskeri KÓPASKERI, 4. júlí — Undan- farið hefur verið jarðýta að verki við hinn fyrirhugaða flug- völl hér á Kópaskeri. Um er að ræða einnar brauta flugvöll, og verður hann um 1000 metra langur og breiddinn 50 metrar. Til þessarar flugvallargerðar eru veittar í ár um 100 þúsund krón- ur og mun nú vera búið að vinna fyrir það fé. Þetta er þriðja sumarið sem unnið er við flugbrautina, en enn sem komið er mun hún tæplega hálfn uð. Hér á Kópaskeri eru miklar vonir bundnar við flugvöllinn. Snjólétt er þar sem hann verður og gætu flugvélar þá haldið uppi áætlunarflugi hingað árið um kring, í stað þess að heita má að flug hingað liggi niðri vetr- arlangt. Önnur byggðarlög myndu eðli lega njóta góðs af hinum nýja flugvelli, til dæmis Raufarhöfn. — Jósep. Martelli hafði ekki hatib njósnir London, 4. júlí (NTB). Réttarhöld eru nú hafin í Lon- don yfir ítalska vLsindamannin- um Giuseppe Martelli, sem sak- aður er um að hafa undirbúið njósnastarfsemi í þágu Sovét- ríkjanna í Bretlandi. í dag mætti Leit að frumriti „Divina Commedia** Verona, 4. júlí (AP). veggja í húsi afkomanda hans. Nokkrir bókmenntafræðing- Húsið er í Gargagno, tæpum ar á' Ítalíu hafa farið þess á ^ Verona, og þar leit við afkomanda hins mikla ejr<^úi Dante mörgum árum, miðaldarithöfundar, Dante, að meðan hann var í útlegð frá hann leyfi nákvæma leit í húsi ^eima*í?r® smn*’ Florence. sjnu Þo að húsið hafi oft verið lagfært og ýmsir hluar þess Bókmenntafræðingarnir endurnýjaðir, hefur nokkur telja mögulegt, að frumrit hluti verið óhreyfður frá því Dantes af „Divina Commedia“ að húsið var byggt, í byrjun kunni að leynast milli þils og 14. aldar. fyrir réttinum Stratton, fulltrúi Scotland Yard. Sagði Stratton, að lögreglan hefði ekki með hönd um gögn, er bentu til þess, að Martelli hefði látið erlendum að- ilum í té upplýsingar, er vörð- uðu öryggi Bretlands. Stratton sagði hins vegar full- sannað, að Martelli hefði unnið að undirbúningi njósnastarfsemi að tilhlutan sovézka sendifulltrú- ans Nikolaj Karpenkov, en Karp enkov hefði einnig staðið að baki njósnastarfsemi brezka flota- málafulltrúans John Vassal. Vassal hefur verið dæmdur í 18 ára fangelsi, sakaður um njósnir í þágu Sovétríkjanna. Syndið 200 metrana

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.