Morgunblaðið - 05.07.1963, Side 24

Morgunblaðið - 05.07.1963, Side 24
r m sparið og notið Sparr m —v v ^dve^\fyx^ harkrem 4ra ára drukknar Vestmannaeyjum, 4. júlí. ÞAÐ hörmulega slys varð .hér í kvöld, að 4 ára drengur, Baldur Björn, féll í höfnina og drukkn- aði. Hann var sonur hjónanna Kristínar Ólafsdóttur og Guðjóns Kristinssonar, Urðarvegi 17. Ekki er kunnugt um orsakir slyssins, en fullvíst er talið, að Baldur Björn hafi fallið í höfn- ina. Enginn sá til ferða drengsins, en lík hans fannst í fjörunni laust eftir klukkan 8 í kvöld. 161 hvalur á land Akranesi, 4. júlí. HUNDRAÐ sextíu og einn hval hafa hvalveiðibátarnir veitt á þessari vertíð, á slag- inu kl. 6.45 í kvöld. Á sama tíma í fyrra höfðu 165 hvalir veiðzt. Gegnum sneitt er hvalastærðin svipuð og þá. Hvalategundin, sem mest hefur veiðzt í ár er lang- reyður. Aflahæstur er Hvalur VI. með 47 hvali, annar Hvalur V. með 40, Hvalur VII. og Hvalur VIII. eru jafnir með 37 hvali hvor. Þoka er á hvalamiðum og meira að segja oft svarta- þoka. — Oddur. Eara heimleiðis á suimudags- kvöld VESTUIÍ-fslendingarnir, sem aetla heimleiðis nk. sunnudags- kvöld, eru beðnir að mæta við Hótel Borg ki. 9.15 síðdegis. Þeir, sem fara með vinafólki til Keflavikurflugvallar, eru beðnir að vera mættir þar kl. 10.30 um kvöldið. Snorvendingor- stýri d Hnllveigu? Bæjarútgerðin mun vera að láta fara fram athugun á kostn- aði við að setja sérstakan stýr- isútbúnað til að snúa skipum á sem þrengstum hring á eitthvert af skipum Bæjarútgerðarinnar. En nýlega var hér í blaðinu skýrt' frá siíkum útbúnaðL Hefur Benedikt Blöndal full- trúi hjá Bæjarútgerðinni rætt við Kjartan Kjartansson, starfsmann Heklu h.f. og’ Zacharias, þýzkan fulltrúa firmans Pleuger í Ham- borg og fékk Zacharias teikn- ingu af „Hallveigu Fróðadóttur“, í þeim tilgangi að gera útgerð- inni tilboð um að setja þennan stýrisútbúnað í skipið. drengur í Eyjum Það voru trésmiðir,.sem vinna að byggingu síldarverksmiðju fyrir norðan Hfaðfrystistöðina, sem komu auga á líkið í fjör- .unni, er þeír komu til vinnu eft- ir klukkan 8 um kvöldið. Þeir höfðu verið að vinnu þarna fyrr um daginn. Héraðsmót Sjálfstœðis- manna víðsvegar um land 1 SUMAR efna Sjálfstæðbmenn til héraðsmóta víðsvegar um landið. Er ákveðið að halda 24 héiaðsmót á tímabilinu 13. júlí til 14. sept. Á samkomum þessum munu forystumenn Sjálfstæðisflokksins mæta að venju og verður síðár slfjll ll'á'noðuiuönnum á hverjum stað. Á héraðsmótunum skemmta leikararnir Árni Tryggvason, Brynjólfur Jóhannesson og Klemens Jónsson. Ennfremur verður til skemmtunar einsöngur og tvísöngur. — Flytjendur verða óperusöngvararnir Guðmundur Guðjónsson, Krist- inn Hallsson og Sigurveig Hjaltested og píanóleikararnir Fritz Weisshappel og Skúli Halldórsson. Héraðsmótin verða á þeim stöðum, sem hér segir: Kirkjuhvoli, Saurhæ, Dala- sýslu, 13. júlí. Hólmavik, 14. júlí. Flateyri, 27. júlí. Sat á stól í verzliminni í FYRRINÓTT sást maður fara inn í verzlunina Teppi h.f. í Austurstræti. Var lögreglunni gert aðvart, og er hún kom á staðinn sat maðurinn á stól inni í verzluninni og hafðist ekki að. Kom á daginn að hann var með um 14,000 krónur í vasanum, en ekki varð’ séð að neinu hefði verið stolið í verzluninni. Á dag- inn kom að hér var um að ræða geðsjúkan mann, og peningana átti hann sjálfur, nýkominn úr atvinnu. Maðurinn var fluttur á hæli í gær. Raufarhöfn, 4. júlí — SÍIDVEIÐ- ARNAR voru mjög tregar s.l. sól arhring. Alls er vitað um afla 44 skipa með samtals um 20 þús- und mál og tunnur. Hellu, Rangárvöllum, 27. júlí. Króksfjarðarnesi, 28. júlí. Eyrarlandi, Vestur-Skaftafells- sýslu, 28. júlí. Sauðárkróki, 10. ágúst. Laugabakka, Vestur-Húna- vatnssýslu, 11. ágúst. Flúðum, Árnessýslu, 17. ágúst. Bíldudal, 17. ágúst. Reykjanesi, Norður-fsafjarðar- sýslu, 18. ágúst. Borgarnesi, 24. ágúst. Skúlagarði, Norður-Þingeyjar- sýslu, 24. ágúst. Stykkíshólmi, 25. ágúst. Akureyri, 25. ágúst. 19 tonn af humar Akranesi, 4. júlí HUMARBÁTAR fjórir að tölu lönduðu hérna í dag. Aflahæst- ir og jafnir voru Fram og Bjarni Jóhannnesson RE með 6 tonn hvor, þá Ásmundur með 5.3 tonn og Hrefna EA með 1.4 tonn. sem síldar hefur oröio v<*-. í sumar. Veður er gott á miðunum og flotinn allur að leita sildar. Siglufirði, 31.vágúst. Ólafsfirði, 31. ágúst. Blönduósi, 1. sept. Dalvík, 1. sept. ísafirði, 7. sept. Eskifirði, 7. sept. Bolungarvík, 8. sept. Búðum, Fáskrúðsfirði, 8. sept. Höfn, Hornafirði, 14. sept. Nánar verður skýrt frá tilhög- un hvers héraðsmóts, áður en það verður haldið. Slökktu eld- inn með sandaustri Akranesi, 4. júlí. UNGUR maður fór á bil sínum í gærkvöldi með kunningja sin- um að aka sér til skemmtunar. Á heimleiðinni var félaginn sof- andi í aftursætinu og vaknaði hann skyndilega og kallaði: eld- ur! eldur! Ökumaður snarstöðvaði bílinn og var ekki að sökum að spyrja. Teppi á gólfinu voru logandi. Þeir félagar þustu út og jusu í gríð og erg sandi á gólf bílsins og ókst þannig að slökkva eldinn. Eldur kviknaði út frá útblásturs- röri. — Oddur. Taka varð af fót- inn um ökla Akranesi, 4. júlí. í gærmorgun, er þeir voru að draga inn nótina á Sigurði AK á síldarmiðunum norðanlands, slas aðist maður á fæti. Það var fyrsti vélstjóri, Helgi Guðmundsson, sem er um fertugt, og búsettur á Akrensi. Bolti hafði brotnað, sem festur var í þilfar, eða þá reim slitnað og slegizt í ökla á öðrum fæti Helga. Sjúkraflugvél frá Akureyri sótti Helga til Kópaskers og flutti hann á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, þar sem taka varð af honum fótinn nokkru ofan við ökla. — Oddur. 44 skip með 20 þúsund mai FUNDUR landlækna Norður- landa hófst í Reykjavík í gær- dag. Er þetta í fyrsta sinn, sem landlæknarnir koma sam- an til fundar hér á landi, en þeir halda sameiginlegan fund árlega. Myndin var tekin af fundi læknanna í gær. Þeir eru, fremri röð, talið frá vinstri: Arthur Engel, generaldirekt- ör, Svíþjóð, Esther Amund- sen, medicinaldirektör, Dan- mörku, dr. Sigurður Sigurðs- son, landlæknir, Karl Evang, helsedirektör, Noregi, Niilo Pesonen, generaldirektör, Finnlandi. Aftari röð, frá vinstri: Dr. med. O Hjaltested, K. E. Lind- er, medicinalrád, Sviþjóð, A. Skovgaard, kontorchef, cand. jur., Danmörku, Vartianinen, medicinalrád, Finnlandi, Jón Sigurðsson, borgarlæknir, og Benedikt Tómasson, skólayfir læknir. ForselLa skoðar bldmasýningn FORSETI íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, skoðaði í gær blóma- sýningu Þórðar Þorsteinssonar í blómaskálanum í Fossvogi. Lauk forsetinn miklu lofsorði á sýning- una og k.vaðst hafa haft mikla ánægju af að skoða hana. Blómasýningin verður opin fram að helgi. Smíða stórhýsi fyrir kaupfélagið KÓPASKER, 4. júlí: Nú er hér staddur bygginarvinnuflokkur frá Akureyri, en hann tók að sér smíði stórhýsis fyrir kaup- félagið og íbúðarhúsbyggingar, Hús kaupfélagsins er fóður- geymsla og fóðurblöndun getur farið þar fram í tækjum sem sett verða upp í húsið. íbúðar- húsin sem Akureyringarnir byggja eru allt einbýlishús þrjú talsins og eiga allar byggingarn- ar að vera tilbúnar til afhend- ingar næsta haust. — jósep. Kfaradómur ákvað á gær laun ráðherra eg hæstaréttardómara Veiðisvæðin voru aðallega tvö 50-60 mílur austur af Norðfjarð- arhornL Síldin sem kom til Raufar- hafnar var sæmileg söltunarsíld og var saltað á öllum plönum hér í gærdag og nótt. í dag hefur ekkert veiðzt og lítillar síldar orðið vart. Þó er vitað að Eldborg frá Hafnarfirði var búin að fá 300 tunnur 16 mílur út af Norðfjarðarhorni. Þá hefur einnig fregnazt að Sigrún frá Akranesi hafi kastað 32 sjó- mílur norð-norð-austur af Gríms ey og er það með því vestasta, SAMKVÆMT lögum, skal Kjaradómur einhliða ákveða laun ráðherra og hæstaréttar- dómara. Á fundi Kjaradóms í gær voru laun þessara aðila ákveðin, að því er Sveinbjörn Jónsson, formaður dómsins, tjáði Morgunblaðinu í gær- kvöldi. Sagði Sveinbjörn, að fyrr- greindum aðilum yrði í dag til- kynnt ákvörðun dómsins og yrði birting launa þeirra að bíða þar til svo hefði verið gert. I lögunum um saksóknara ríkis ins er ákveðið, að hann skuli hafa sömu laun og hæstaréttar- dómarar. Hins vegar ákveður Kjaradómur ekki laun saksóknar ans, en líklegt verður að teljast, að hann muni hafa sömu laun og hæstaréttardómarar. Laun forseta íslands eru á- kveðin af Alþingi, svo og laun alþingismanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.