Morgunblaðið - 14.07.1963, Page 15
MORGVISBLAÐIÐ
15
tíunnudagur 14. júlí 1963
Sextugur i dag:
Svanbjörn Frímanns-
son bankastjóri
í DAG er Svanbjörn Frímanns
son, bankastjóri í Landsbanka ís-
lands, sextugur a3 aldri. Hann
er faeddur á Akureyri 14. júlí
1903 og þar ólst hann upp.
Að loknu gagnfræðaprófi á
Akureyri vorið 1920 hóf hann
störf við útibú íslandsbanka þar
á staðnum. Síðan hefur Svan-
björn nær óslitið starfað að
bankamálum eða um fjörutíu ára
skeið. Fyrst starfaði hann hjá
íslandsbanka og síðan Útvegs-
bankanum á Akureyri frá 1920
til 1935. Þá sagði hann starfi
sínu lausu og dvaldist um hríð
við nám í London.
Svanbjörn gerðist starfsmaður
Landsbanka íslands 21. marz
1936. Árið 1938 varð hann aðal-
féhirðir bankans. Þegar hann
var skipaður formaður Viðskipta
ráðs í ársbyrjun 1943 fékk hann
leyfi frá því starfi. Arið 1945
tók hann svó við aðalbókara-
starfi í Landsbankanum og
gegndi því til ársins 1957 að
hann var ráðinn bankastjóri.
En sem aðalbókari bankans hafði
hann oft verið settur-bankastjóri
og var því starfinu þá þegar vel
kunnugur.
Starfsferill Svanbjörns er mjög
óvenjulegur. Ungur að árum og
reynslulítill hefur hann banka-
störf. í dag er hann einn reynd-
asti bankamaður, sem við eig-
um, með víðtæka þekkingu á
öllum atvinnuvegum þjóðarinn-
ar. Hann hefur þrætt öll þrep
bankastarfseminnar, frá hinu
lægsta til hins æðsta. En fyrir
þá, sem þekkja Svanbjörn, þá
er það ekkert undrunarefni, því
afkastamaður er hann með af-
brigðum, áhugasamur um lausn
verkefna, samvizkusamur, geð-
prúður og hinn bezti drengur.
Það er ekki lítið lán fyrir Lands-
banka íslands að njóta starfs-
krafta manns, sem á slíka mann-
kosti.
Áður en Svanbjörn gerðist
bankastjóri tók hann mikinn þátt
í félagslífinu í Félagi starfs-
manna Landsbanka íslands. En
þótt hann sé ekki lengur í okk-
ar hóp, þá lætur hann sig starfs-
fólkið miklu varða, fylgist vel
með félagsstarfseminni og tekur
þátt í ferðalögum og hátíðarhöld-
um starfsfólksins, þegar hann á
þess kost.
Starfsfólkið í Landsbanka Is-
lands skiptir nú hundruðum, en
Svanbjörn kann skil á hverjum
manni og þekkir til verka hans.
Þrátt fyrir erilsamt starf og lang-
an vinnudag þá gefur hann sér
tíma til að fylgjast með í þessu
efni. Og starfsfólk Landsbankans
kann vel að meta slíkan yfir-
mann og virðir hann mikils.
Svanbjörn hefur hið mesta
yndi af útiveru og hefur tekið
miklu ástfóstri við Þingvalla-
vatn, en við það byggði hann sér
sumarbústað fyrir mörgum ár-
um. Laxveiðar stundar hann,
þegar hann á þess völ og á yngri
árum var hann hinn mesti ferða-
garpur.
Svanbjörn er kvæntur Hólm-
fríði Andrésdóttur og eiga þau
þrjú börn. Hann dvelur nú er-
lendis ásamt konu sinni.
Ég leyfi mér að senda Svan-
birni Frímannssyni mínar beztu
heillaóskir með von um að Lands
banki íslands og starfsfólk hans
megi njóta starfskrafta Svan-
björns sem lengst.
V.K.L.
•? ?-■
-
.
. ð
■ ■
Richard Öbacz, Mary kona hans og synir þeirra tveir. Mnydin er tekin á Tempelhof flugvelli.
Eiginkonan vissi ekkert
um flóttaundirbúninginn
EINS og frá var skýrt í
blaðinu fyrir helg'ina, flýði
pólsk fjölskylda til Vestur-
Berlínar á miðvikudaginn í
kennsluflugvél. Er þetta í
fyrsta skipti, sem flóttamenn
koma til Vestur-Berlínar í
flugvél.
, Fjölskyldufaðirinn Richard
Obacz, majór í pólska flug-
hernum, hefur verið tilrauna-
flugmaður undanfarin ár.
Hann á' sjálfur kennsluflug-
vélina, er hann notaði til
flóttans. Obacz, sem er 34
ára, felldi sig ekki við þjóð-
félagshætti í Póllandi og á-
kvað að gera tilraun til flótta.
Ekki ræddi hann ákvörðun
sína við nokkurn mann, jafn-
vel ekki konu sína. Þegar
hjónin lögðu af stað til Vest-
ur-Berlínar með syni sína tvo,
hélt konan, að þau vaeru að-
eins að fara í -stutt skemmti-
flug eins og oft áður. Þegar
flugvélin var komin á loft,
sagði maður hennar hénni
hvað hann ætlaðist fyrir og
var hún samþykk ákvörðun
hans. Frú Obacz er fædd og
uppalin í Þýzkalandi.
Flóttamennirnir voru rúma
klukkustund á leiðinni til
Tempelhof flugvallarins í
Vestur-Berlín. Obacz flaug
mjög lágt til þess að reyna
að koma í veg fyrir, að flug-
vélin sæist á ratsjám. Þetta
heppnaðist þar til hann flaug
inn yfir Berlín. Þá urðu sex
sovézkar orustuþotur varar
við flugvélina, en engin skot
heyrðust.
Þegar Obacz hafði lent flug-
vélinni á Tempelhof flugvell-
inum, steig fjölskyldan út
og hann hrópaði, „Það heppn-
aðist, það heppnaðist“. Þeg-
ar fjölskyldan gekk á fund
eins yfirmanna flugvallarins,
lýsti Obacz. ánægju sinni með
því að faðma hann að sér og
kyssa hann á báðar kinnar.
Obacz var í einkennisbún-
ingi pólska flughersins á flótt-
anum. Hann hefur verið í
hernum frá 1948.
VBIR
V0IR
FOAM BACK
SPORT JAKKINN
ÞÆGILEGUR
FISLÉTTUR
KLÆÐILEGUR
SVAMPFÓÐRAÐUR
5986 SPORTJAKKINN
MEÐ SÖÐULSTUNGU SAUMUM