Morgunblaðið - 14.07.1963, Side 20

Morgunblaðið - 14.07.1963, Side 20
20 monCVNBLAÐin r ©unnudagur 14. Júlí 19R3 "* — I>að er víst ekki einungis vegna dóttur okkar, sem þessl ungi maður venur komur sínar hingað. IIIÍLBIÍÍI FOOTIUER: H Æ T T U 4 L E G U R FARMUR 33 — í fyrsta sinn sem ég hitti Grober skipstjóra, vissi ég, að hann var fantur og mundi hjálpa xnér gegn gjaldi. Hann var ein- mitt maðurinn, sem ég var að leita að, af því að hann varð aldrei hræddur. Við urðum smám saman ásáttir. Hann setti upp milljón dali, sem áttu að greiðast af arfinum, þegar ég fengi hann. Af þessari upphæð átti hann að greiða öðrum, sem þurfa kynni til að hjálpa okkur um borð. Hann ætlaði að sjá um aiiar framkvæmdir. — Þá var það Grober, sem kveykti í hjá mér, sagði frú Storey. -— Já, hann lét gera það. Við vorum ekkert hræddir um, að Horace myndi komast að þessu Það þurfti ekki annað en gera hann vondann, þá sá hann hvorki né heyrði. En þegar við heyrðum, að hann hefði ráðið þig, urðum við hræddir. Við komumst aldrei að því, hver hafði aðvarað Hor- ace. Og Grober tók að sér að sjá um, að þú yrðir strandaglópur. — Og það var Grober, sem tók að sér að láta myrða mig í Willemstad? sagði .íún þurrlega. — Það veit ég ekki um. Grober sagði bara, að hann ætlaði að láta tefja fyrir þér þar, þangað til skipið væri á bak og búrt. — Jæja, haltu áfram. — Harry Holder kom þarna eins og verkfæri tilbúið í hend urnar á okkur, og Grober kom því svo fyrir, að hann var ráðinn sem háseti. Ekkert annað en fá Holder byssu í hendur, þá fram kvæmir hann verkið fyrir okkur sagði Grober. Afbrýðisamur eig inmaður og allt það. Engin á- hætta fyrir okkur. Þú náðir svo í Holder og komst honum aí stað til New York, en hann læddist aftur um borð, og Grober faldi hann og fékk honum byssu í hönd.. _ Það mistókst líka. Þá ætlaði Grober að fá Les Farman til að fiamkvæma verkið. Þú veizt hvað þá skeði. Við komumst a'drei að því, hver varaði Hor- ace við. Farman sveik okkur og við Grober vorum lokaðir inni, hvor fyrir sig. Eg héit, þá að nú væri úti um allt. — Aðra nóttina, sem ég var lokaður inni, vaknaði ég við að eitthvað barði í rúðuna hjá mér. Eg opnaði og sá þá blað, sem hékk í bandi úti fyrir. Það var járnbolti festur við það til að Þyngja það niður. Á blaðið var skrifað með blýanti. Það var óundirskrifað, en vitanlega hélt i að það væri frá Grober eða einhverjum hans manna. — Hefurðu blaðið enn — Nei, ég lærði utanbókar það sem á því stóð og fleygði því síðan fyrir borð. — Hvað stóð á því? — Þar stóð. „Horace veit allt Það þýðir sama sem ævilangt fangelsi fyrir þig, nema þú sért maður til að berjast fyrir frelsi þínu. Sendu eftir lækninum á morgun og biddu jann um með alasprautu. Segðu, að þú sért van ur að gefa sjálfum þér sprautu öðru hverju og hafir lyfið en enga sprautuna — þú hafir brot ið þína. Læknirinn er klókur karl. Hann segir ekki frá neinu, ef þú getur látið hann skilja, að hann skuli ekki hafa verra af því að þegja. Þegar þú færð sprautuna, segðu honum að stinga hendinni bak við púðann í vængjastólnum, sem stendur til hægri víð arininn frammi í saln um, og þá fái hann sitt. Ef þú n»rð í sprautuna, skal ég fá þér það sem þarf með hanni'og svo geturðu setið fyrir Horace í ein hverjum fataskápnum við sund laugina. Þetta er síðasti möguleik inn þinn. Svaraðu mér og segðu mér, hvort hú hefur mannsmóð ti: ..ess arna. Eyðileggðu blaðið." — Og þú svaraðir, að þú skyld ir gera það, sagði frú Storey. Hann kinkaði kolli. — Eg var eins hræddur við Grober og ég var við Horace, tautaði hann. — Eg gat ekki hugsað mér að fara í fangelsi. Það hefði gert mig brjálaðan. Eg er það reyndar n ’stum hvort sem er.. svo mik ið er ég búinn að brjóta heilann um þetta. Eg þurfti ekki nema herzlumuninn. Eg hefði engan frið fengið fyrr en Horace var dauður. — Haltu áfram! sagði hún. — Við fengum óveður næsta dag og ég hafðist ekki að, af því að ég vissi, að Horace myndi ekki fara í laugina. En seinni- partinn í gær, þegar veðrið var orðið gott, sendi ég eftir læknin um. Þú veizt hvað svo gerðist. Hann fékk mér prautuna. Og undir dögun í morgun heyrði ég aftur frá Grober, eða hver það nú var. Hann sendi mér lítið glas með eitri og lykilinn að her berginu í bandi. Það fylgdi þessu miði, þar sem mér var sagt að fylla sprautuna og kasta svo af- ganginum af eitrinu fyrir borð. Á miðanum var mér líka skip að að fara úr klefanum mínum klukkan hálfsjö og fela mig í fataskápnum, sem var næst stökk brettinu. Að verkinu ’.oknu átti ég svo að fara aftur til klefa míns, kasta sprautunni í sjóinn og binda lykilinn í bandið, svo að hægt væri að skila honum aftur til Jims, og rjúfa þannig allt sam band milli mín og Horace. — Og þú hlýddir þessum skip unum? sagði frú Storey. Adrian kinkaði kolli og skalf er hann minntist þess. — Eg fór svo úr klefanum mínum. Guð minn góður, hvað ég var hrædd ur. Eg var hræddur við að fara og hræddur við að vera kyrr. Eg dó hundrað sinnum á leiðinni að lauginni. En enginn varð mín var. Það voru ekki nema nokkur skref frá dyrunum mínum og að dyrunum að stiganum að fram- an. — Eg faldi mig í fataskápnum, skar gat á tjaldið, svo að ég gæti séð. Þegar Horace kom niður stig ann, skalf ég svo mikið, að ég gat ekkert aðhafzt. Hann hlýtur að hafa heyrt eitthvað, því að hann rykkti tjaldinu frá og sá mig. Hann sló mig, og það var þí. sem ég missti sprautuna úr hendinni. Eg veit ekkert hvað af henni varð. — Eg tókst á við Horace til þess að verjast höggum hans. En ég hafði ekkert við honum. Eg bjóst við, að hann myndi drepa mig. En meðan við vorum að fljúgast á, varð hann allt í einu máttlaus. Hann hneig niður á gólfið og dró mig með sér í fall inu. Þegar ég losnaði frá honum sá ég að hann var dáinn. Eg gat ekki trúað mínum eigin augum. Hann var dauður. Hann hlýtur að hafa fengið einhverskonar slag. — Eg hljóp aftur í klefann og læsti að mér. Bandið hékk nú ekki fyrir gluggann hjá mér, en svo kom það von bráðar. Eg batt lykilinn í það og svo var það dregið upp. Þetta er nú öll sagan — Þu ert viss um, að líkið hafi legið á laugarbarminum, þegar þú sást það síðast? spurði frú Storey. — Það fannst sem sé niðri í lauginni. — Já, alveg viss. Mér gæti ekki skjátlazt um það. — Og þú ert viss um, að hann hafi verið dauður? — Fullkomlega. Augun voru starandi opin og hjartað hafði stöðvazt. Ef þú hefðis séð hann mundirðu vita, að þar var ekk- ert um að villast. Augun í Les leiftruðu af fyr- irlitningu á Adrian ræflinum. — Já það vantaði ekki, að hann er sæmilegur lygari, sagði hann. — Segir satt alveg aftur að sögulok uiium og heldur, að hann geti sloppið með það. — Hver veit nema sagan sé öll sönn, sagði frú Storey. — Hún lætur að minnsta kosti trúlega í eyrum. — Hvað? æpti Les, steinhissa Og eitt eða fleiri okkar tóku und ir það. — Til hvers ætti hann að vera að ljúga því, að hann hafi skil- ið við líkið á þurru Hann hefur ekkert að vinna við það. — En eitrið var tæmt úr sprautunni! ámálgaði Les, — oig þér funduð stungu á fætinum á Horace. — Vissulega. Það er énginn vafi á því, að hann var drepinn En það gæti einhver annar hafa gert það. —. Hvaða ástæðu hafið þér til að segja það? — Það bendir ýmislegt til þess að þarna hafi annar maður verið á staðnum samtímis. — Æ, guð blessi þig fyrir þetta Rosika! æpti Adrian í tryllingi. Hann greip hönd hennar og gældi við hana. — Enginn getur blekkt þig! Hún losaði höndina. — Ef þu ert ekki morðingi, svaraði hún með kuldalegu augnatilliti, — þá er það bara af því að þú ert svo mikil raggeit. XXV. Kafii. Frú Storey lét áheyrendur sína fara og lét þess getið um leið, að hún mundi halda rannsókninni áfram eftir hálftíma í salnum. Á- heyrendurnir fóru upp stigann, en með illu geði, því að þeir vildu helzt ekki missa af neinu. Adrian mótmælti því að vera lok aður inni aftur, en húsmóðir min benti honum á, að enn sem komið væri hefði engin sönnun komið fram á sögu hans. — Hvaða mismun gerir það? sagði hann. — Eg get hvort sem er ekkert komizt, nema þá íyrir borð. Og ef ég gerði það, myndi það spara ríkinu annan réttar- kostnaðinn. — Það er nokkuð til í því, svaraði hún þurrlega. — En svo mundu yfirvöldin víta mig og Farman skipstjóra fyrir að láta þig sleppa undan réttvísinni. Þegar hin voru farin, benti hún Les Farman á það, að stálhurðin úr lest nr. 1 og inn í fimleikasal- inn væri óiæst. Les sór sig og sárt við lagði, að hann hefði læst henni fyrir fjórum dögum, Þegar hann gekk um, og að eng inn hefði átt þarna erindi Síðan. Ef skipið yrði fyrir áfalli, gæti líf okkar hangið á þess.ari hurð, sagði hún. Þar eð hurð þessari var læst hinumegin frá, urðum við að fara upp á B-þilfarið til að kom ast að stiganum niður í lest núm er eitt. Við fórum gegn um búrið og eldhúsið. Matsveincrnir, sem voru þegar önnum kafnir að út- búa kvöldverðinn, gláptu á okk- ur með ódulinni forvitni. — Það getur vel hafa verið einn þessara djöfla, tautaði Les. — Hver getur vitað, hvar þeir hafa njósnara? Syndið 200 metrana ailltvarpiö SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ. 8:30 Létt morgunlög. — 9:00 Fréttir. 9:10 Morguntónleikar. 11:00 Messa í Hallgrímskirkju (Prest- ur: Séra Bjarni Jónsson vígslu- biskup. Organleikari: Páll Hall- dórsson). 12:15 Hádegisútvarp. 14:00 Miðdegistónleikar: a) „Aida‘, óperuatriði eftir Verdi. b) ,,Petrúsjka“, balletttúnlist eftir Stravinsky. 15:30 Sunnudagslögin. — 17:30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur): a) ‘Leikrit: „Brjóstseykurnám- an“ eftir Rune Petterson. —. Leikstjóri: Balvin Halldórsson, b) Upplestur: Helga Bachmann og Helgi Skúlason lesa ævin- týrið um Mídas konung og kafla úr bókinni „Óli Alexand- er fær nýja skyrtu.'* 18:30 „Kvöldið er fagurt", Gömlu lögin sungin og leikin. 18:55 Tilkynningar. — 19.20 Veður« ^ fregnir 19:30 Fréttir. 20:00 Frönsk tónlist á bastilludaginn. 20:20 Tónlistarlíf i Bandaríkjunumj Guðmundur Jónsson innir Árna Kristjánsson tónlistarstjóra frétta úr för hans vestur um haf; — einnig tónleikar. 21:00 í borginni, — nýr þáttur með viðtölum og skemmtiefni (Ás- mundur Einarsson blaðamaður hefur stjórn á hendi). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. — 22:10 Danslög. — 23:30 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 15. JÚLf. 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Lög úr kvikmyndum. — 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Vfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn (Helgl Sæmundsson ritstjóri). 20:20 Kórsöngur: Stúdentakórinn I Uppsölum syngur. Söngstjóri; Nils-Olof Berg. 20:45*Erindi: Á þingi og í leikhúsi 1 Varsjá (Sveinn Einarsson fiL kand). 21:05 íslenzk tónlist: Tvö verk eftir Jón Leifs, flutt í fyrsta sinn. 21:30 Útvarpssagan: „Alberta og Jakob“ eftir Coru Sandel; XIV, (Hannes Sigfússon). 22:00 Fréttir, síldveiðiskýrsla og veður- fregnir. 22:20 Búnaðarþáttur: Um votheysgerð (Agnar Guðnason ráðunautur ræðir við tilraunamenn á Hvann eyri). 22:40 Kirkjutónlist: Anton Heiller prófessor frá Vínarborg leikur. 23:10 Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 16. Júlí. 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 Við vinnuna4*: Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 J>jóðlög frá ýmsum löndum. —• 18:50 Tilkynningar. 10:20 Veðurfregnir. — 19:30 Fréttir. 20:00 Einsöngur: Bassasöngvarinn Nico lai Ghianrov syngur ítalskar og rússneskar óperuaríur. 20:20 Erindi: Aldarminning Sigurðar Thoroddsen landsverkfræðing* og yfirkennara (Einar Magnúa<* son yfirkennari). 20:40 Tónleikar: Fiðlusónata nr. 3 f d-moll op. 108 eftir Brahms (Yehudi Menuhin og Louis Kentner leika). 21:05 Frá Japan; I. erindi (Kjartaa Jóhannsson verkfræðingur). 21:30 Tónleikar: Hornkonsert nr. 3 í Es-dúr (K447) eftir Mozart. 21:46 íþróttir (Sigurður Sigurðsson), 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Guðný A ð a ls te insdót tir). 23:00 Dagskrárlok. KALLI EKI -X — -X Teiknari: Fred Harman — Láttu mig fá þessar skítugu spjarir, svo ég geti soðið úr þeun ó- þverrann. Ertu búinn að þvo upp óhreinu diskana? Og búinn að sópa gólfið? — Já, frú mín góð. Og taktu nú í guðanna bænum lífinu með ró. — Jæja, þvoðu þá ííóKið — og gluggana líka. Seinna. — Æ, ég er allur úr lagi genginn. Hún er spilvitlaus yfir því að hún komst við þegar hún hélt að ég hefði lent í vandræðum. Það var svei m.ér 'gott að ég giftist aldxei.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.