Morgunblaðið - 31.07.1963, Side 1

Morgunblaðið - 31.07.1963, Side 1
24 siður 50 árgangur 170. tbl. — Miðvikudagur 31. júlí 1963 Prentsmiðja Morgunblaðsins árás Kína á Indland ? Nýja-Delhi, 30. júlí. AP — NTB — AFP N E H R U, forsætisráðherra Indlands, beindi í dag þeim tilmaélum til indversku þjóð- arinnar, að hún sýndi í hví- vetna árvekni, og væri við öllu búin, vegna þeiwar hættu, sem nú er talin stafa frá Kína. Undanfarið hefur orðið vart við mikla herflutninga og annan undirbúning við landamæri Kína og Indlands, og óttast menn jafnvel,.að Kínverjar hyggi á nýja innrás í Indland. Vék Nehru að þessu hættu- ástandi í ræðu, sem hann flutti í dag. Hann kvaðst ekki vita, hvað vekti fyrir Kín- verjum nú, en vart gæti það verið neitt gott. Lýsti forsætisráðherrann því, hvaða svæðum indversks lands Kínverjar réðu enn yfir, eftir innrásina í fyrrahaust. Þau svæði liggja í Ladakh-héraði. Sagði Nehru, að ekki væri hægt að loka augunum fyrir því, að Kínverjar drægju saman her- lið við landamæri Indlands. — Væri nú svo komið, að kínversk- ir hermenn hefðu tekið í sínar hendur 20 km breitt svæði, sem ákveðið hefði verið, að herir beggja héldu sig frá. Hefðí verið gert um það samkomulag, er bar- dagar hættu í vetur. Forsætisráðherrann skýrði enn fremur frá því, að það væri ekki aðeins á norðurvíg- Framh. á bls. 23. Óvenju mikið hefur verið um bifreiðaslys að undanfömu og framundan er ein mesta umferða- helgi sumarsins. Blaðinu fannst ástæða til að birta þessa mynd til aðvörunar ökumönnum en frétt er um þetta á bls. 24. Hér sést hvemig hliðin er rifin úr Morris-bifreiðinni, þar sem hún stendur á hjólunum eftir eina eða tvær veltur. Ljósm. Kristinn Guðmundsson. Ráðamenn í Peking: „Þriðja heimsstyrjöldin mun færa kommúnismanum lokasigur kk Fremsti hugmyndafræðingur Sovetríkjanna telur afstöðu Kínverja tilræði við mannkyn Tokyo, 30. Moskva, London, júlí — AP-NTB SOVÉZKI kommúnista- flokkurinn réðst í dag enn gegn kínverskum kommún- Nýtt og betra and- rúmsloft í Genf, er afvopnunarráðstefna 17 ríkja hefst á ný Genf, 30. júlí — AP — NTB í DAG hófst aftur í Genf af- vopnunarráðstefna 17 ríkja, en hlé hefur verið á störfum hennar um nokkurt skeið. — Enn' ríkir sama afstaða Frakka til ráðstefnunnar, og taka þeir ekki þátt í samn- ingatilraunum. Meiri bjartsýni þykir nú ríkja um árangur, en oft áður. Þakka menn það Moskvusam- komulaginu, um takmarkað tilraunabann. Aðalfulltrúar Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna lýstu í dag ánægju sinni yfir árangr- inum á þríveldaráðstefnunni, sem lauk í Moskvu í fyrri viku. Bandaríski fulltrúinn, Charles Stelle, lýsti því yfir, að gerbreyting á alþjóða- ástandi kunni að vera á næsta leiti. Fréttamenn, sem viðstaddir voru fyrsta fund ráðstefnunnar í dag, voru á einu máli um, að and- rúmsloftið í fundarsölum væri allt annað og betra, en þekkzt hefði um mjög langt skeið. Þó bú ast menn ekki við því, að sam- komulag náist á næstunni, um bann við tilraunum neðanjarðar, þar sem vísindamönnum ber ekki saman um, hvort tryggilega sé hægt að framfylgja slíku banni, með • eftirliti utan landamæra kj arnorkuveldanna. Stelle, bandaríski fulltrúinn, bar lof á aðalfulltrúa Sovétríkj- anna, Zarapkin, og taldi starf hans á afvopnunarráðstefnunni til þessa mikið og gott. Lýsti Stelle því enn fremur yf- ir, að þótt afstaða Sovétríkjanna til neðanjarðartilrauna sé ó- breytt, þá sé svo kveðið á í Moskvusamningum, að megintil- gangur samningsaðila sé fast- ákveðinn: Þeir beiti sér fyrir alls- herjartilraunabanni, og haldi á- fram samningatilraunum um það mál. í ræðu sinni sagði Zarapkin, að Moskvusamningurinn hefði „opn- að dyrnar“ fyrir frekara sam- komulagi. Lagði hann áherzlu á, að lokatakmarkið hlyti að vera endanleg afvopnun. Framh. á bls. 23. istum. Er þar gengið feti fram ar í ásökunum, en áður hefur verið gert. Þekktasti hugmyndafræð- ingur sovézka kommúnista- flokksins, Pyotr Pospelov, lýsti því yfir í grein í „Pravda“ í dag, að leiðtogar kínverskra kommúnista séu annað hvort svo fáfróðir, að aigerri undrun sæti, eða þeir séu haldnir glæpsamlegri ævintýramennsku. Er því haldið fram, að sú skoðun ráðamanna í Peking, að þriðja heimsstyrjöldin muni tryggja lokasigur komm ú.iismans í heiminum, sé al ger léttúð með tilliti til örlaga mannkyns. í grein Pospelovs segir: Það er erfitt að segja, hvaða dóm á að leggja á yfirlýsingar kínversku leiðtoganna; furðu- leg fáfræði um afleiðingar kjarnorkustyrjaldar, glæp- samleg ævintýramennska, eða alger léttúð varðandi ör- lög mannkynsins." (Sjá grein á bls. 23). Sovézka fréttastofan Tass lýsti í dag afstöðu Fospelovs, eins og hún kom fram í grein „Pravda“. 1 tilkynningu fréttastofunnar segir, orðrétt eftir hugmynda- fræðingnum: „Þýðingarmesta tak markið nú er, að koma 1 veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Ekkert nema slík styrjöld getur komið í veg fyrir sigur kommúnismans, að náð verði lokamarkmiðinu, sem stefnan var tekin að, er októ- berbyltingin var gerð.“ Tass segir Pospelov hafa kvart að yfir því, að kínverskir ráða- menn beri sovézkum kommún- istum það á brýn að hafa glatað öllum byltingaranda. Um þetta segir Pospelov: „Það er ekkert nýtt í þessum ásökun- um... þær eru sömu, sem Trot- skyistar settu fram á sínum tíma.“ Segir Pospelov enn frem- ur, að rógburður kínverskra kommúnista skipi þeim í hóp þeirra manna, sem styðji af- stöðu sína svipuðum rökum og heiftúðugustu öfgasinnar. Alþýðublaðið í Peking segir í dag, og ver til þess tveimur síð- um af fjórum, að stefna Krús- jeffs nú sé hrein kúvending frá því, sem áður var. Rekur blaðið ummæli Krús- jeffs við ýmis tækifæri undan- farin 4 ár, og kemst að þeirri niðurstöðu, að forsætisráðherr- ann hafi áður verið á móti sams konar tilraunabanni, og samið var um í Moskvu s.l. fimmtudag. Alþýðudagblaðið heldur því fram, að nú séu haldnir fundir um gervallt Kína, og sé þar gerð grein fyrir andstöðu kínverskra ráðamanna gegn Moskvusamn- ingnum. í kvöld bárust frekari fregnir af skrifum í „Pravda" í dag. Þar birtist yfirlýsing undirrituð af 258 samtíðarmönnum Lenins, og kommúnistum, sem segja, að kln- verskir ráðamenn stefni inn á brautir, sem sovézkir kommún- istar hafi löngu vikið af Rusk og Home til Moskvu London, 30. júlí — AP — NTB. , TALIÐ er nú víst, að utan- J ríkisráðherra Bandaríkjanna, Dean Rusk, og utanríkisráð- herra Bretlands, Home lávarð ur, muni halda til Moskvu síðar í þessari viku til að undirrita Moskvusamninginn um takmarkað tilraunabann. Tekið er þó fram í frétt- um, að utanríkisráðherrarn- ir muni ekki undirbúa fund æðstu manna. Þó mun Rusk taka með sér bréf frá Kenn- edy, Bandaríkjaforseta, til Krúsjeffs, forsætisráðherra Sovétríkjanna. Er það svar við boðskap Krúsjeffs, þeim er hann lét frá sér fara í fyrri viku, en þá lýsti hann ánægju sinni yfir þríveldasamkoinu- laginu. 1000 lík fundin í Skoplje I gær Jarðskjálfta enn vart í gærkvöldi Skoplje, 30. júlí — NTB SEINT í kvöld var tilkynnt, að tala látinna, sem fundizt hefðu í Skoplje, væri 1000. I þann mund, er tilkynningin var gefin út, varð aftur vart jarðskjálfta í borginni. Hrundu nokkur hús, en ekki er vitað um frekara manntjón. 6000 börn hafa verið flutt til annarra borga, en meginhluti borgarbúa, 66.000 manns, býr nú í tjöldum umhverfis rústir borg arinnar. Jarðfræðingar hafa fundið allt að 180 m langar og 10 sm breiðar sprungur í jörðinni í Skoplje.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.