Morgunblaðið - 31.07.1963, Page 2
2
MORCVNnrsniB
Miðvikudagur 31. júlí 1963
>ara ef veðriö skánar,
segja síldveiðimennirnir
SÍÐASTLIÐINN sunaudag
predikaði biskupinn yfir ts-
landi hr. Sigurbjörn Einarsson
í Niðaróssdómkirkju á hátíð
Ólafs helga, sem þar er árlega
haldin.
Biskupinn var á ferð til
Finnlands á þing Lútherska
heimssambandsins, sem hald-
ið er um þessar mundir í Hels
ingfors.
Syndið
200
metrana
AÐ undanförnu hefur lítið veiðzt
af síld. í gær var megnið af flot-
anum fyrir austan land. Þar hafði
létt til um nóttina, en var aftur
að koma bræla síðdegis. Um það
leyti náði Morgunblaðið tali af
Jakobi Jakobssyni, fiskifræðingi
og tveimur síldarskipstjórum,
þeim Sigurði Sigurðssyni á Jóni
Garðari frá Landgerði og Hálf-
dáni Einarssyni á Einari Hálfdáns
frá Bolungarvík. Ekki var þó
mjög slæmt í þeim hljóðið. Þeir
kenndu veðrinu um þetta síldar-
leysi, en töldu allir að þetta gæti
lagast „bara ef veðrið vildi
skána“.
Verðmunur meiri
en aflamunur
Jakob Jakobsson sagði að
veður hafi verið þannig óslitið í
hálfan mánuð, að ekki hafi verið
hægt að vera við veiðar. Norð-
menn hafi t.d. legið óslitið í vari
í 3 vikur og ekkert veitt. Og þó
íslenzku bátarnir séu alltaf að
kasta, þá sé þungur sjór og í raun
inni ekkert vinnuveður.
Eitthvert síldarmagn væri á
miðunum, en þó taldi hann það
Fjölmenn héraðsmót
í Króksfjarðarnesi
og V. Skaftafellssýslu
HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna
í Austur-Barðastrandarsýslu var
haldið síðastliðinn sunnudag að
Vogalandi í Króksfjarðarnesi. —
Húsfyllir var og fór mótið ágæt-
lega fram.
Samkomuna setti og stjómaði
siðan Sveinn Guðmundsson,
bóndi, Miðhúsum.
Dagskráin hófst með einsöng
Kristins Hallssonar, óperusöngv-
Lax tók maðk hjá 2
veiðimönnum í einu
- og veiðimaður veiddi stöng félaga síns
AKUREYRI, 30. júlí. —
Svo undarlega vildi til ný-
lega að tveir Akureyringar,
sem voru við laxveiðar í
Hofsá í Vopnafirði veiddu
báðir sama laxinn og drógu
hann á land. Þeir Birgir Stef-
ánsson og Jón Steinbergsson
voru við laxveiðar í Hofsá
framan við byggð og stóðu á
klöpp við ána, Birgir á syllu
á klöppinni en Jón efst á
henni um 30 metrum neðar
við ána. Sér Jón þá hvar lax
rennir sér á maðk Birgis og
bítur á. Þegar Birgir hafði
fengizt við laxinn í 3 mínút-
ur og leikurinn borizt niður
ána snýr laxinn við rennir
sér upp í strauminn og gleyp-
ir til viðbótar öngul Jóns, sem
einnig beitti ánamaðki. Hjálp
uðust þeir félagar síðan við
að koma laxinum á þurrt og
skiptu fengnum bróðurlega á
milli sín. Laxinn var 8 pund
nýgenginn.
Sjaidgæft mun að laxar
veiðist á tvær stengur sam-
Við þessa skemmtilegu veiði
sögu má bæta annarri, sem
fréttamaður Mbl. heyrði, er
hann var staddur norður við
Laxá í Þingeyjarsýslu fyrir
mánuði.
Maður nokkur sunnan úr
landi var að veiðum við Kistu-
kvísl í júnímánuði sl. Hafði
hann hresst sig töluvert á dýr-
um veigum og raunar meira
en talið er ráðlegt á þessUm
slóðum. Fór svo, að á Hell-
unni tók lax hjá veiðimann-
inum, sem beitti garðflugu,
svo sem þeir veiðimenn, sem
vandir eru að virðingu sinni,
nefna eitt vinsælasta agnið.
Veiðimaðurinn var ekki við
búinn þessu og hrataði stöng-
in út í ána á eftir laxinum.
Veiðifélagi hans stóð nokkru
neðar við kvíslina, og kast-
aði. Vissi hann ekki fyrri til
en tekið var í hjá honum.
Dró hann þá inn línu sína,
en „fiskurinn“ reyndist þá
vera hin glataða stöng félag-
ans sem ofar stóð. Tók veiði-
maðurinn upp stöngina, og var
tíipis og kpmi að landi með
tvo öngla í munm en þó vita laxinn ennþá fastur á. Tókst
menn þess dæmi i Laxá í Suð að landa honum, en ekki fara
ur-Þingeyjarsýslu fynr nokkr sögur af þyngdinni, né á hvers
' ""úrii árum. Sá var 3já punda. nafn fiskurinn var skráður í
:•■■■» i Sv. P. veiðibækur!
ara, undirleik annaðist Ólafur
Vignir Albertsson, píanóleikari.
Þessu næst flutti Jóhann Haf-
stein, bankastjóri, ræðu. Að lok-
inni ræðu Jóhanns söng Sigur-
veig Hjaltested, óperusöngkona,
einsöng.
Þá flutti Sigurður Bjarnason,
alþingismaður, ræðu. Kristinn
Hallsson söng síðan nokkur lög.
Næst var leikþáttur, er Bryn-
jólfur Jóhannesson, leikari, fór
með, en síðan sungu þau Krist-
inn Hallsson og Sigurveig Hjalte-
sted tvísöngva við undirleik Ól-
afs V. Albertssonar.
Að lokum söng Brynjólfur Jó-
hannesson gamanvísur.
Ræðumönnum og listafólki var
ágætlega tekið.
Mótiru lauk svo með dansleik.
EYRARLAND 1 V-SKAFT.
Síðastliðið sunnudagskvöld
efndu Sjálfstæðismenn í Vestur-
Skaftafellssýslu til héraðsmóts,
er haldið var í félagsheimilinu
við Eyrarland. Var mótið ágæt-
lega sótt og komu menn á það
víðsvegar að.
Samkomuna setti og stjórnaði
síðan Gísli Skaftason, bóndi,
Lækjarbakka.
Dagskráin hófst með einsöng
Guðmundar Guðjónssonar, óperu
söngvara, undirleik annaðist
Skúli Halldórsson, píanóleikari.
Þá flutti Gunnar Thoroddsen,
fjármálaráðherra, ræðu. Er ráð-
herrann hafði lokið máli sínu,
söng Guðmundur Guðjónsson
öðru sinni.
Þessu næst flutti Steinþór
Gestsson, bóndi að Hæli, ræðu.
Síðast á dagskránni var gam-
anþáttur, er þeir fluttu leikararn-
ir Árni Tryggvason og Klemens
Jónsson.
Vár gerður mjög góður rómur
að máli ræðumanna og einnig
var listafólkinu ágætlega tekið.
Lauk síðan þessari samkomu með
dansleik. Fór héraðsmót þetta hið
bezta fram or vac öUum aðilum
til sóma
minna en í fyrra. Torfurnar væra
orðnar sundurtættar í þessum
veðrum, en ef skánar ætti að vera
hægt að ná síldinni.
Annars hefði reynsla fyrri ára
sýnt að þegar kalt er í sjónum,
eins og núna, þá er seinni hluti
síldveiðitímans oftast betri.
Úthaldið hjá sumum bátunum
væri orðið slæmt, sem kunnugt
er. Þó væri bót í máli, að ÖU sú
síld sem fæst, fer í söltun og því
hlutfallslega ekki eins mikiU
verðmunur og aflamunur. Síldin
sem fæst syðst á austursvæðinu
væri svolítið blönduð, en gæti
lagast, norðar á austursvæðinu
væri ágæt sUd og það litla sem
veiðzt hefði af Norðurlandssíld-
inni væri prýðisfallegt. Hún væri
bara svo dreifð ennþá.
Sem sagt, Jakob taldi að þetta
gæti staðið til bóta, ef veður
breyttist og því nær að tala við
veðurfræðinga en fiskifræðinga.
Of snemmt aS vera
svartsýnn
Einar Hálfdáns frá Bolungar-
vík var í vikulokin búinn að fá
4304 mál og tunnur. Við náðum í
skipstjórann, Háldán Einarsson, á
Seyðisfirði.
Hann kvaðst lítið hafa að segja
um síldina. Nei, nei, hann væri
ekkert svartsýnn. Þó ekki of
ánægður. Maður yrði bara að
vona það bezta. Sérstaklega ef
veðráttan færi nú að batna. Það
væri eitthvað dálítið af síld í
sjónum, a.m.k. úti af Austfjörð-
um. Veðrið væri bara svo óhag-
stætt og þessvegna leitaðist líka
illa. Þó þeir væru að reyna að
kasta, mætti veðrið ekki vera
verra.
Hvort síldveiðimenn væru
nokkuð farnir að tala um að
hætta. Nei, hann hafði engan
heyrt minnast á það. Það væri nú
of snemmt. Allir vonast eftir að
þetta lagist.
Hálfdán kvaðst ætla strax út
aftur, þegar harin væri búinn að
landa þessum 250 tunnum, sem
hann kom með í söltun, þó veðr-
ið væri ekki sem bezt.
mss. Síldin liggur niðri
i þessu veðri
Jón Garðar frá Sandgerði er
4. hæsti bátur á síldveiðunum,
hafði í vikulokin fengið 10.411
tunnur og mál. — O-o, það er
ekki gott að segja, svaraði Sig-
urður Sigurðsson, skipstjóri á
Jóni Garðari, þegar við spurðum
hann í símtali hvernig honum lit-
ist á síldarvertíðina. — Veðrið er
alltaf svo slæmt, það eyðileggur
allt.
Kannski er líka lítið síldar-
magn í sjónum, það er ekki gott
að segja. Þó öll tækifæri séu
gripin til að kasta, þá er alltof
mikið af landlegum. Alltaf er þó
verið að skælast við þetta, það
gera nýju tækin. En síldin liggur
niðri við botn í þessu veðri og
kemur bara ekki upp.
Sigurður sagði að mest hefði
verið saltað af síldinni í sumar,
og lítið farið í bræðslu. Fái sjó-
menn auðvitað betri hlut þess-
vegna. Síldin fyrir austan væri
þó misjöfn, smásíld innan um, og
væri ekki borgað fyrir síldina
fyrr en uppsaltaða.
Þó lengi hefði ekki komið
nema nokkurra klukkutíma sæmi
legt veður í einu, þá telur Sigurð-
ur ástæðulaust að vera svartsýnn.
Þetta gæti lagast af veðurfarið
batnaði.
Ingeborg Finsen látin
Var jarðsett í kyrrþey nýlega
Einkaskeyti til Mbl., —
Kaupmannahöfn, 30. júlí, —
Frú Ingeborg Finsen, ekkja Niels
Finsens, Iézt fyrir skömmu á 95-
aldursári. Fór útför hennar fram
í kyrrþey.
Ingeborg var dóttir C. F. Bal-
slev í Ribe í Danmörku. Hún
kvæntist Niels Finsen tveimur
árum eftir að hann lauk embætt
isprófi í læknisfræði. Var hún
stoð og stytta manns síns í braut
ryðjendastarfi hans að því, er
varðar notkun ’msgeisla við
lækningar.
Hún stóð jafnan við hlið
manns síns, á þeim tímum, er
hann varð fyrir hvað harðastri
gagnrýni, einkum í Danmörku,
áður en kenningar hans hlutu al
menna viðurkenningu.
Aldamótaárið gengu þau hjón
in hlið við hlið, er ljóstækni-
stofnun sú, sem kennd er við
Finsen, var opnuð í Kaupmanna-
höfn, en fjórum árum síðar lézt
Niels Finsen, aðeins 44 ára að
aldri.
í 59 ár lifði hún mann sinn og
síðustu árin lifði hún mjög kyrr
látu lífi.
Er 100 ár voru liðin frá fæð-
ingu Niels Finsens, brá Inge-
borg þó út af venju sinni, og
lýsti manni sínum og störfum
hans í mörgum blaðaviðtölum.
— Rytgaard.
SL. FÖSTUDAG lenti bíll sá,
sem mynd þessi er af, í á-
rekstri við aðra fólksbifreið í
Bröttubrekku skammt neðan
við efri stórbrúna, sem er á
veginum upp frá Dalsmynni
vestur í Dali. Afleiðingin varð
sú, að Opel-bifreiðin sem
myndin er af, hentist út af
veginum og rann niður brekk-
una og stöðvaðist fáa metra
frá hengiflugi, sem þarna er
niður í gljúfrið, um 40 metra
fall. Mátti því litlu muna að
þarna yrði stórslys. Myndina
tók B. Ólafsson.