Morgunblaðið - 31.07.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.07.1963, Blaðsíða 3
M’ft,7'Viida£fur 31 iúlí 19c MORCVNBLAÐ1Ð n Afstaða de Gaulle hafa verndað Evrópu Tregða hans til að gerast aðili að hinu takmarkaða tilrauna- banni Bandaríkjamanna, Breta og Rússa er þannig sprottin af allt öðrum rótum en hin nei- kvæða afstaða kínversku komm- únistastjórnarinnar, sem vill koma sér upp kjarnorkuvopnum til að geta svalað heimsvalda- fýsn sinni, en ekki til að tryggja eigið öryggi, eins og vakir fyrir Lýðræðisríki Evrópu hafa sízt ástæðu til að vantreysta Banda- ríkjamönnum eða vilja þeirra til að vernda frelsi Evrópuþjóð- anna. Án verndar og aðstoðar Bandaríkjamanna er sennilegast, að þau hefðu öll orðið heims- valdástefnu sovétleiðtoganna að bráð eftir heimsstyrjöldina síð- ari, eins og grannríki þeirra í Austur-Evrópu. Stefna de Gaulle og annarra franskra ráðamanna í varnarmálum Evrópu virðist hins vegar fyrst og fremst byggj ast á því áliti þeirra, að Evrópu- rikin geti ekki treyst neinum nema sjálfum sér til að vernda öryggi sitt, þegar til lengdar lætur. Afstaða de Gaulle Frakkiands forseta og stjórnar hans til sam- komulags Bandaríkjamanna, Breta og Rússa um bann við til- raunum með kjarnorkuvopn í andrúmsloftinu, geimnum og neðansjávar hefur orðið á þann veg, sem almennt var fyrirfram gert ráð fyrir. Á blaðamanna- fundi de Gaulle sl. mánudag kom fram, að Frakkar hafa ekki í hyggju að gerast aðilar að sam- komulaginu og munu halda áfram viðleitni sinni til að koma sér upp sjálfstæðum kjarn orkuherafla. Þessi afstaða hans byggist á því, að vegna heims- valdastefnu kommúnistaríkj- anna sé Evrópurfkjunum — og þá fyrst og fremst Frökkum — nauðsynlegt að geta á eigin spýt ur svarað kjarnorkuárás; Evrópa geti ekki treyst því til frambúð- ar, að Bandarikin muni kalla hættuna á kjarnorkuárás yfir sínar eigin borgir með því að svara kjarnorkuárás á Evrópu. í Evrópuför sinni fyrir skömmu fullvissaði Kennedy Bandaríkja- forseti Evrópuþjóðirnar um, að Bandarikin muni standa með þeim í blíðu sem striðu — og jafnvel leggja sitt eigið land í hættu til að verja frelsi Evrópuþjóðanna. Heitstrenging- ar Kennedys juku vafalaust traust evrópskra þjóðaleiðtoga á Bandarikjunum, einkum Þjóð- verja. Jafnvel de Gaulle virtist á blaðamannafundinum sl. mánu dag bera meira traust til Banda i ríkjamanna en áður og lagði , áherzlu á úrslitaþýðingu hern- j aðarstyrks þeirra fyrir framtíð hins frjálsa heims. Bandaríkin Menntaskólakennararnir Hermann Stefánsson og Jón Árni Jónsson eru þarna að reyna að koma vitinu fyrir vélina í trillunni, sem þeir eiga ásamt tveimur siarfsbræðrum. SJÓMANNSEÐL.I og sævar- þrá á djúpar rætur í mörgum landkrabbanum. Margir Akur eyringar stunda línuveiðar, skak ag skemmtisiglingar 1 tómstundum sínum og eiga all vænan flota smábáta, bæði trillur og skemmtisnekkjur. Margir hafa líka atvinnu af smábátaútgerð. Smábátahöfn hefir verið gerð rétt hjá dráttarbrautinni á Oddeyrartanga, og er að- staða smáútgerðarmannanna Juuti af smábátaeign Akureyringa. (Ljósm. Mbl. Sv. P.) Skammt fyru: sunnan smábátahöfnina heíur stórútgeroin bæki- stöð sína. Verið er að búa Hrímbak á veiðar við Togarabryggj- una. Hraðfrystihús ÍJtgerðarfélags Akureyrar í baksýn. Haukur Sigurðsson hugar að veiðarfærum sínum. þar hin ágætasta. Mangir þeirra hafa komið sér þar upp beituskúrum og veiðar- færageymslum. Þar er líka al geng sjón að sjá aldraða sæ garpa koma saman og minnast hinna góðu gömlu daga, áður en heimurinn gekk úr skorð- um, svaðilfara og aflamoks. Þessir gömlu menn finna enn ánægju í að fá sér í nefið sunnan undir vegg, anda að sér sjávarilmi og þaralykt, bregða sér út á sólstafaðan fjörðinn og renna fyrir þann gula eða fylgjast með alfa- brögðum yngri mannanna, þeg ar þeir koma að. Enn er gam an að vera til, þegar „gullnum bárum glitrar sær, gullnum márinn vængjum slær. Gullinhár er glóey hlær, gullnum órum húskarl rser.“ Hinir yngri láta sér hins veg ar ekki nægja draum horfinna daga og ilm líðandi stundar, þeirra líf er starf og athöfn. Eyjafjörður er oft gjöfull, og þaðan hefur margur góðfisk- urinn verið dreginn á disk Akureyringa. Trillurnar koma oft með dávænan afla inn í kvína, og sigurbros hins féngsæla breiðist um andlit fiskimannsins, meðan hann varpar aflanum á land og stendur í aðgerð. Stundum hefir lítill drenig ur fengið að fdjóta með pabba sínum í góða véðrinu, stendur nú sigri hrósandi og manna- legur á bryggjunni í ailt of stórum klofstígvélum og virð ir fyrir sér kösina. „Þegar ég er orðinn stór, skal ég svei mér...— Sv. P. VEÐR/Ð Um hádegi í gær var all- djúp lægð skammt fyrir sunn an ísland og virtist að þessu sinni stefna norðvestur á bóg- í inn — vestur í Grænlandshaf. 7 Vindur var allhvass A við suð J urströndina og talsverð rign ing, en norðan lands var ým- ist NA- eða SA-gola, þufrt veður og 12—13 st. hiti í inn sveitum. Tveir sækja um Mosfelli ÚTRUNNINN er frestur um Mos fellsprestakall í Grímsnesi. Um- sækjendur eru tveir, sr. Óskar Finnbogason, sóknarprestur að Staðarhrauni og sr. Ingólfur Guð mundsson. Embættið hefur verið laust um nokkum tíma, en sr. Lárus Hall dórsson, farprestur þjóðkirkjunn ar, hefur þjónað þar í vetur og fram á sumar. Ekki hefur verið ákveðið hve- nær kosning fer fram. Frökkum, þó aff afstaða Frakka geti vissulega veriff varhugaverff. Kristinn hræddur? í nokkrum löndum Vestur- Evrópu standa áhangendur Sovét stjórnarinnar í deilu hennar viff Kínverja fyrir miklum hreinsun um innan kommúnistaflokk- anna. ÆtU Kristni E. Andrés- syni og öðrum stuðningsmönn- um kínverskra kommúnista inn an kommúnistaflokksins hér i landi hafi ekki brugðið i brún viff þessar fregnir og búi sig ná uiil., j versta?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.