Morgunblaðið - 31.07.1963, Side 6

Morgunblaðið - 31.07.1963, Side 6
9 1UORCV1SBLAÐ1Ð Miðvikudagur 31. júlí 1963 Átti eftir að hitta úheiðarlegan Islending — Það hefur verið anzi kalt hér og hálfgerð Ieiðindaveðrátta, en maður venst þessu. Við hjón- in fórum með ms. Esju kringum land, fórum suður og austur, og við Vestmannaeyjar var háarok og kuldi. Okkur leizt ekkert á blikuna, en svo vöndumst við þessu. Þannig komst Páll Einarsson frá Winnipeg að orði, en hann hefur dvalizt hér að undanförnu ásamt konu sinni, frú Hrefnu. Biaðamaður Mbl. hitti þau hjón skamma morgunstund og rabbaði við þau, meðan hann naut kræsinga á hinu vistlega heimili Sveins Einarssonar, raf- virkja, og frú Steinvarar Gísla- dóttur, konu hans, en þar dvöld- ust gestirnir að véstan. — Hvaðan ertu ættaður, Páll? — Ég er fæddur hér í Reykja- vík árið 1909, en alinn upp á Patreksfirði. Faðir minn var Guðfinnur Einarsson, trésmiður hér í borg, en hann fluttist vest ur. Árið 1928 hélt ég svo vestur, 19 ára gamall. — Af ævintýraþrá? — Nei, það var erfitt að vera á íslandi á þessum árum. Vinnu- leysi var yfirleitt mikið, og mað ur þurfti að eiga sérstaka kunn- ingja, til þess að hljóta góðar stöður. Ég fór til Eyjafjarðar, var þar í skóla, en svo hugðist ég fara í verzlunarskóla í Skoc- Óskarsstöð hæsta söltunarstöðin Á RAUFARHÖEN er búið að ( salta í rúmar 44 þús. tunnur það sem af er síldarvertíð- inni. Hæsta söltunarstöðin er Ósk arsstöð, sem hefur saltað í sam tals 10560 tunnur, og er jafn- 1 framt hæsta söltunarstöð á landinu. Annars skiptist sölt unin á Raufarhöfn þannig á milli stöðva. Óðinn, Norður- síld og Hafsilfur allar með u.þ.b. 8500 tunnur, Borgir með !rúmar 5 þús. Gunnar Halldórs son með tæpar 3 þús Skor með 600 og Hólmsteinn með á annað hundrað tunnur. 100 laxar á þrem- ur dögum AKRANESI, 29. júlí. — Nýlega fóru átta menn saman til lax- veiða í Miðfjarðará og dvöldust þrjá daga við veiðarnar. Alls veiddu þeir 100 laxa. Flestir lax anna voru allvænir. — Oddur. landi. Eg var þrjár vikur í Skot- landi, en hafði ekki efni á því að fara í skólann. Svo fór ég til Ameríku og hélt vestur á slétt- urnar miklu. Þótt ég skildi ensku, var ég stirður að svara fyrir mig. Ég vissi, að það var lífsnauðsyn fyrir mig vestra að vera vel fær í ensku, svo að ég vildi ekki vera innan um íslend- inga, meðan ég var að liðkast í málinu. — Svo hélt ég norður til vatnanna miklu. — Hvað gerðir þú þar? — Ég rak þar útgerðarfyrir- tæki í fjögur ár, fram til ársins 1934. Þá hélt ég til borgar, sem nú er samgróin Winnipeg. Eftir tíu ára dvöl þar hélt ég aftur norður til vatnanna, þar sem ég rak útgerð og verzlun. Fyrir sjö árum fluttist ég til Winnipeg. Ég kaupi fisk og flyt hann með eigin bílum suður á milljóna- markaðinn í Bandaríkjunum. — Hvers konar fiskur er þetta? — Mest vatnafiskur, hvítfisk- ur, pikkur og vatnasilungur. — Er ekki erfitt að koma hon- um óskemmdum á markaðxnn? — Það er aðalvandamálið, en ég flyt hann ísaðan í kælibílum, og þetta hefur lánazt ágætlega. — Ertu ekki ánægður með að hafa farið vestur? — Jú, mér hefur gengið vel. Mér var líka vel tekið, fólk var mér almennilegt. Ég held, að það hafi haft mikil áhrif, að ég er af íslenzkum ættum. íslendingar voru löngum í miklu áliti í Kanada vegna gömlu landnem- anna. Þeir voru kjarkmiklir og heiðarlegir. Menn gátu treyst þeim. Ég fékk fljótlega alla þá peninga í bönkum, sem ég þurfti vegna fyrirtækisins. Eitt sinn kom ég til eins stærsta verzlun- arfyrirtækis í Kanada og bað um vörulán. Ég var leiddur inn til aðalforstjórans, aldraðs manns. Hann sagði þegar í stað: Þetta er sjálfsagt; þú skalt fá allt, sem þig vantar. Ég varð hálfundr- andi yfir þessum góðu móttök- um, svo að hann bætti við, eins og til skýringar: Ég hef staðið í viðskiptum alla ævi, og ég hef átt viðskipti við íslendinga frá því fyrsta. Eg á enn eftir að finna einn óheiðarlegan íslending. ★ — Frú Hrefna talar jafngóða íslenzku og ómengaða og maður hennar, þótt hún sé fædd vestra. Hún segir, að faðir sinn hafi ver ið séra Guðmundur Árnason. sem fluttist tvítugur vestur. Hann var frá Vatnsleysuströnd. Móðir Hrefnu er Sigríður Sæ- mundsen (systir Einars). Hún fór vestur sex ára og er enn á lífi, 78 ára gömul. Hrefna er hjúkrunarkona. Hún kom hingað fyrir tveimur árum og kunni þá svo vel við sig, að hún ákvað að koma hingað aftur. — Já, segir Páll, landið er fag urt og frítt, fólkið gott, og gam- an er að sjá þessar stórkostlegu breytingar. Okkur hjónunum finnst, að fólki hljóti að líða vel hérna. Hugsa sér húsakynnin hér á landi nú orðið, bæði til sjávar og sveita! — Hvernig heppnaðist hring- ferðin umhverfis landið? —-"Ágætlega. Við fórum víða í land og lituðumst um, fórum t. d. allt í Hallormsstaðaskóg og ókum inn Eyjafjörð. Við sáum eitt mérkilegt fyrir norðan, sem ekki allir íslendingar hafa séð sem betur fer: Við Horn mætti okkur hafís. Á Patreksfirði fór- Páll Einarsson frá Winnipeg og frú Hrefna. um við af „Esju“, og við eigum þakklátar minningar um áhöfn- ina á skipinu, sem reyndist okk- ur framúrskarandi vel. Til Pat- reksfjarðar þótti okkur gaman að koma, og þar dvöldumst við í þrjá daga. Síðan sótti Björn Pálsson okkur í flugvél sinni, og var mikið gaman að sjá Breiða- fjörð, Snæfellsnes, Mýrar og Borgarfjörð úr lofti. Hér geta allir unnið, sem vettl ingi geta valdið. Það er gaman að sjá skólapiltana vinna í fisk- iðjuverum. o.s.frv. Það er ágætt að láta unglingana vinna í stað þess að slæpast á sumrin, en það finnst mér alltof algengt í Kanada. Þar getur líka verið verra að fá vinnu, því að þar er alltaf nokkurt vinnuleysi, að vísu mismunandi eftir stöðum og árstíma. Það finnst mér aðalböl- ið í þessu ríka og frjósama landi. Annars líður fólki vel þarna vestra. Bændurnir höfðu það gott, meðan Diefenbaker sat að völdum. Þá gátu þeir selt alla framleiðsluna. — Páll ræddi nú nokkra stund um fiskmál okkar íslend- inga og lagði aðaláherzluna á, að vöruvöndun mætti aldrei vera í neinu áfátt. Ef eitthvað brygði út af með hana, væri ameríski markaðurinn ekki lengi að 1 ’c- ast, og erfitt gæti verið að kom- ast inn á hann aftur. Þau Páll og Hrefna eiga fjög- ur börn, Margréti 23ja ára, Lilju 20 ára, Guðmund 17 ára og Guð- finn 14 ára. Margrét kom hingað með móður sinni fyrir tveimur árum og líkaði mjög vel, enda eru þau hjónin sammála um, að íslendingar séu alveg eins frjáls legir og Ameríkumenn. íslend- ingar séu einnig sérstaklega vin gjarnlegir, þegar útlendingar eigi í hlut. Allir fari strax að tala ensku eða bjóða aðstoð sína, ef þeir sjái útlending í vandræð- um vegna ókunnugleika hans. Lilju langar að koma til íslands og vinna hér í eins og sex mán- uði, og Guðmundur er líka far- inn að hugsa um að bregða sér austur yfir haf. — Er íslenzka þjóðarbrotið ekki að hverfa smám saman vestra? — Jú, það er ekki hægt að bú- ast við öðru. Þetta er líka orðið svo dreift, að samheldnin hlýtur að verða minni. Ég man eftir einu stræti í Winnipeg, þar sem eintómir íslendingar bjuggu. Nú mætir maður e.t.v. einstaka ís- lendingi þarna. Hinir eru dreifð- ir á tvist og bast. Spurul sendir eftirfarandi bréf, og getum við ekki annað séð að það sé sanngjarnt. Hins vegar væri fróðlegt að fá um það frásögn frá t.d. Slysavarna- félagi Islands hver greiðir fyrir sleitir að týndu fólki. Við höf- um heyrt að hinn týndi sé á- byrgur. Auk þess er vitað að margir leggja fram lið sitt til slíkra leita án þess að krefjast endurgjalds. En hér kemur svo bréf' „Kæri Velvakandi. Nú finnst mér of langt geng- ið. í Vísi 29. júlí er sagt að leit- in að Sigríði Jónu Jónsdóttur hafi kostað um 100 þúsund krónur. Aldrei hefur verið á það minnzt fyrr, hvað leitir að mönnum hafi kostað. Ekki fyrr, en gamallar einstæðings konu er leitað. Þar að auki fundu leitarmenn hana ekki. Hún kom sjálf til veiðimannatjald- anna. Hún sagði áður en hún fór, að það þyrfti ekki að leita að sér. Hvers vegna er fyrst nú farið að minnast á kostnað leit- ar á fólki, sem týnzt hefur? Spurul.“ 0 NAFNBIRTINGAR ENN. Enn er hér bréf um nafn- birtingar hið eilífa vandamál blaðanna. Við sjáum ekki á- stæðu til að bæta við þær gam- alkunnu umræður, en teljum að bréf þetta megi birtast, þó finnst okkur ástæðulaust að veitast að vinnuveitandanum að órannsökuðu máli. Sjálfsagt hefir rannsókn á þessu máli sinn gang og sá sem raunveru- lega er sekur fær þá á sinum tíma sinn dóm. Bréf „Lesanda" hljóðar svo: „Kæri Velvakandi! Hvernig er eiginlega ástatt með löggjafarvaldið í þessu blessaða landi, þ.e.a.s. nafn- birtingar. Það stóð ekki á þvi að birta nafn þess, sem talinn var vald- ur að milljónatjóni í ÍSAGA á dögunum, meðan nöfn ýmissa manna, sem brjóta á móti lögum landsins, sjást aldrei á prenti, svo opinbert sé. Sem betur fór, varð ekki manntjón í þessum eldsvoða, en hefði slíkt orðið, hefði fyr- greindur piltur verið talinn bera ábyrgð á því. Jffi ]pff J ? oi Þess má geta, að opinberum aðiljum er ekki alltaf jafn laus tungan, þegar um mál er að ræða, sem allur almenningur ætti að eiga kröfu á að fá að vita, og á ég þar sérstaklega við, að nöfn nauðgara og þeirra, sem berja saklausa vegfarend- ur niður á götum úti, komast sjaldnast á prent. Um helgina var skýrt frá því í útvarpi, að ákveðið hefði verið að láta lausa nokkra fanga í tilefni af vigslu Skál- holtskirkju, sem ef til vill er sjálfsagt. Til gamans leitaði ég að nöfn um þessara manna í blöðum borgarinnar eftir helgina, en gat hvergi séð þau. Kannska eru þessir fangar hættulausir umhverfi sínu, en engu að síð- ur varð mörgum órótt við slík- ar fréttir. Svo ég víki málinu aftur að fsögu, þá hefðu blöðin gjarnan mátt gera sér meiri mat úr því, hvernig búið var að þessum starfsmanni. Skyldi fj>rirtækið ekki geta búið þannig að ein- um starfsmanni sinum, að hann hefði til afnota passanlegan lykil til lokunar á hylkjunum, fyrir utan það að vera með sprengiefnaframleiðslu í miðii borginni. Á meðan hið opinbera gengur á undan að hlífa mönnum þeim, sem vísvitandi brjóta lög lands- ins, en er ósárt að eyðileggja framtíð fólks, sem við skyldu- störf sín, veldur tjóni, þótt ó- viljandi sé, furðar mig lítið á, þótt við missum fólk á bezta aldri fyrir fullt og allt til ann- ara landa, og þá þýðir lítið fjálglegt tal um fólksfæð lands- ins. Með fyrirfram þökkum, LesandLM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.