Morgunblaðið - 31.07.1963, Side 15
TUORGVPiBLAÐIÐ
i*: Miðvikudagur 31. júlí 1963
Óvissa ríkir
kjólasíddina
TÍZKUKÓNGARNIR í París
eru ekki á einu máli um hver
kjólasíddin næsta vetur skuli
vera. Balmain og Jacques
Heim hafa síkkað kjólana um
8 cm. en tízkuhús Diors held-
ur sig við hnésíddina, en mörg
minni tízkuhúsanna fylgja
honum að málum. Og nú er
bara eftir að vita, hvaða
stefnu tízkukóngarnir taka í
þessum efnum.
í>að vakti undrun manna,
hversu kjólarnir á tízku-
sýningu Diors voru flegn-
ir í hálsinn. Hálsmálið er
mjög niðurskorið að framan,
og af mörgum talið á mörk-
um velsæmisins.
Önnur einkenni Diorstízk-
unnar eru þessi: Breiðar axl-
ir, breið og mjó belti, háir
kragar og lausir treflar. For-
stöðumaður tízkuhússins,
Marc Bohan, hefur ekki gefið
tízku sinni neitt heiti, aldrei
þessu vant, en tízkufregnrit-
arar segja hún minni á rjóma
ís eða pálmatré.
Samkvæmiskjólarnir eru
Klukkuermar
ýmist öklasíðir eða ná alveg
niður á gólf, mittislínan er
rétt fyrir neðan brjóstin og
kjólarnir flegnir. Þeir eru yfir
leitt ísaumaðir. Dragtirnar
eru með síðum jakka, tví-
hnepptum, og gjarnan með
loðkraga og belti yfir mjaðm
irnar.
Yfirleitt hafa tízkuhúsin í
Paris lagt mikla áherzlu á
skófatnaðinn að þessu sinni,
hnéhá skinnstígvél í stað hálf-
háu stígvélarma sem voru í
tízku í fyrra. Skórnir eru heil-
ir og ná hærra upp á ristina
en verið hefur.
Eitt er svo að lokum, sem
virðist falla öllum vel í geð,
og það eru klukkuermarnar
eða trompet-ermarnar, eins og
margir vilja kalla þær. Þær
eru gjarnan prýddar slaufum.
☆
Eitthvað á þessa leið er
Diors-línan nú.
LMIKIÐ átak hefur verið gert i
skólamálum á Islandi allt frá því
seint á síðustu öld, svo að fram-
úrskarandi má teljast. Almenn
skólaskylda er mikil stofnun.
öllum börnum skal koma til
■nokkurs þroska. Það skal fá
þeim nesti til farar og nýja skó-
Ekki er það ætlun mín í dag að
Tæða fyrst og fremst það þrek-
virki að koma á fót stóru og
margbrotnu skólakerfi nútímans,
■gæði þess eða galla. Ég vil aðeins
minna á aðra skólaskyldu, sem
íslenzk þjóð tók á sig árið eitt
þúsund, þegar heiðnir menn ját-
uðust undir það skipulag, að þeir
skyldu allir kristnir vera og
skírn taka. Þeir innrituðyst í
■kristinn skóla. En slíkir læri-
sveinar verða að játast undir það
að læra, svo að þeir taki fram-
förum í kristilegu hugarfari og
líferni, eins og það er orðað í
kirkjunni í hayranda hljóði.
En hefur þá hinn kristni siður
■komizt á með réttum hætti á ís-
landi? Sjáum við ekki hin ver-
aldlegu átök og viðsjár bak við
kristnitökuna? Voru ekki þessa-
(heimslegir höfðingjar að berjast
fyrir þessaheimslegum hagsmun-
um sínum Sizt er að synja fyrir
það. Hitt er einnig vitað, að ýms-
ír heiðnir menn voru orðnir leið-
ir á ófriði og öryggisleysi og blóð
ugum sverðum hjaðningavíg-
enna, og fundu, að betri tímar
*biðu framundán, ef þjóðin
þekkti sinn vitjunartíma. Þeir
tfundu að guðsríki var í nánd,
«ins og nýjatestamentið orðar
það. Þegar krossinn, tákn hins
krossfesta Krists, var hafinn á
loft og borinn fyrir sjö kenni-
mönnum, er héldu í skrúðgöngu
ú Lögberg árið eitt þúsund, þá
endurómaði standberg Þingvalla
einnig raddir erlendra manna,
sem mæltu eindregið með trú á
IKrist. Ræður þeirra bergmáluðu
og í hjörtum margra íslendinga.
5 umræðum um málið bar frá,
!hve vel þeir töluðu, sem mæltu
með kristninni, segir Ari fróði.
Þegar eftir að þjóðin hafði
innritazt í skóla kristinnar árið
þúsund, hófst nokkur viðleitni
um að fræða hana Og ala upp í
hinum nýja sið, en mjög var það
S molum fyrsta kastið. Rúmri
hálfri öld eftir kristnitökuna var
tfslenzkur biskupsstóll stofnaður
og þar með lagður hornsteinn að
hinum kristilega þjóðarskóla.
Nokkrum árum síðar rís einnig
starfsstöð hins kristna þjóðar
skóla í Norðurlandi, þegar bisk-
upsstóll var stofnaður á Hólum.
Og fólk fræddist í kristnum dómi
og lærði fagran kristinn söng í
ógætum skóla Jóns Ögmundsson-
ar biskups. Á biskupssetrunum
báðum rísa upp kennimanna-
skólar — kennaraskóla má líka
kalla þá, því að þeir, sem mennt-
uðust þar, skyldu veita fólki
nokkra almenna menntun í krist
inni trú á þeirrar aldar vísu.
Þetta hefur sennilega ekki tekizt
eins vel og æskilegt hefði verið,
og er ekkert einsdæmi um skóla,
að árangur verði ekki eins og
bezt verður óskað. Miðað við að-
stæður hygg ég, að mikið hafi
áunnizt fljótlega í þessum kristni
boðsskóla. það varð grózkumikill
vöxtur í okkar íslenzku kristni
strax og hún fór að festa rætur.
Og menn hikuðu ekki við að
taka á sig köstnaðarbyrðar
vegna þessa nýja skólahalds
þjóðarinnar. Ég á við tíundina,
sem Gissur ísleifsson biskup
fékk komið á í sinni biskupstíð,
alllöngu áður en slík tíund hafð-
ist fram í Noregi og Danmörku.
Ein grein á þessum kristna
skólastofni voru hin kristnu
klaustur, sem allir geta verið
hreyknir af, hvar sem þeir í fylk
ingu standa trúarlega, vegna
þeirrar einstæðu sögumenntunar
og söguritunar, sem þar átti sér
stað. Það er gaman að hugsa um
það, að orðið skóli, sem er grískt
orð, skuli þýða tómstund eða
tækifæri, sem tómstund veitir.
Kristnir skólar voru þeir einmitt
'í þeim skilningi, þessir griða-
staðir klaustranna, þar sem há-
vaði og hafrót aldarinnar var
útilokað. Þetta skólahald var svo
eðlilegur ávöxtur kirkju og
kristni í þá daga. Og svokallaðir
klausturskólar voru líka kjarni
■skólafræðslu alþýðunnar í
Evrópu um langt skeið.
Þá vil ég víkja að hinum upp-
haflega ferli hins kristilega
skól.a í heiminum, minnast nokk-
uð á skólameistarann og læri-
sveina hans.
Þegar við flettum guðspjöll-
um, sjáum við jafnan tekið svo
ti’ orða um daglegt starf eJsú,
að hann kenndi þeim eins og
hann var vanur, settist niður og
Helgi Tryggvason.
kenndi, o. s. frv. Hann var hinn
mikli kennari, kenndi í orði og
verki. Menn lærðu af því, sem
þeir heyrðu og sáu til hans. Þeg-
ar Jesús hóf starf sitt, og yfir-
leitt þegar hann starfaði, nota
guðspjöllin jöfnum höndum að
kenna og að predika. Hinn mikli
kennari og lærimeistari eignað-
ist að sjálfsögðu lærisveina, all-
stóran hóp í allt. Nokkrir af
þessum lærisveinum urðu nán-
ustu samstarfsmenn hans. Oft
'hafa þeir verið kallaðir fáfróðir
fiskimenn. Það er fávíslegt að
segja slíkt. Jesús boðaðj og
kenndi fagnaðarerindið um Guð,
eins og komizt er að orði, og þá
framar öllu postulum sínum, sem
voru samvlstum við hann í þrjú
atburðarík ár, meðan hann gerði
ekkert annað en hafa slíka boð-
un með höndum og átti svo ann-
ríkt, að hann gat stundum
naumast fundið tíma fyrir mál-
tíðir og svefn. Postularnir námu
fagnaðarerindið um Guð, og það
á hverjum degi í þrjú ár, eftir
alla þá fræðslu, sem þeir höfðu
notið frá barnsaldri hjá þjóð
sinni, þjóð, sem öðrum fremur
fræddi æskuna um Guð og mann
inn, — hvernig gátu þeir þá ver-
ið fáfróðir eftir að hafa verið
svo lengi í þessum góða skóla?
Þeir urðu skólalærðir í bezta
lagi. Satt er það, að seint gekk
þeim að læra sum atriði, svo
sem það, að Jesús, Messías,
skyldi þurfa að ganga götu kvala
og útskúfunar. En hinn mikli
kennari gat einnig glætt skilning
þeirra á þessu máli með nokkr-
um kennslustundum þegar eftir
páskaatburðina. Hann lauk upp
'kennslubókinni, gamlatestament-
inu, svo að lærisveinarnir skildu,
að þetta var fyrirhugað, að Jesús
léti líf sitt fyrir mennina.
Nú tók til starfa skóli, sem
varð hinn víðækasti. Skólafor-
stöðu höfðu á hendi postular
Jesú, lærðir úr hans skóla. Og
trúnemaskólar voru stofnaðir
víðs vegar. Góður og mikill skóla
maður bættist í hópinn og varð
manna stórvirkastur, Sál frá
Tarsus, Páll postuli. Söfnuðir
trúnema voru stofnaðir í Litlu-
Asíu, Grikklandi og víðar. Nám-
ið var ekkert kák. Það náði innst
í hugskot hvers manns og breytti
öllu lífsviðhorfi og hugsunar-
'hætti. Þetta er vel ljóst af bók-
um nýja testamentisins, bæði
postulasögunni og bréfum, og af
útbreiðslu kristninnar. Mikið
samstarf var meðal einstaklinga
í þessum skólum, hinum nýju
söfnuðum.
Kristin kenning heldur mjög
■fram skólahugsjóninni, því að
tiún talar ávallt um lærisveina
og um börn Guðs. Það er gagn-
stætt kenningu kristindómsins,
ef menn halda, að þjóðir eða
einstaklingar eigi að vaxa upp
úr þörfinni fyrir þessa barns-
legu afstöðu til verndar og valds
guðlegrar veru. Orð Jóhannesar
skírara bera ekki vott um þroska
leysi, heldur trúarþroska, er
hann sagði um Jesúm: Hann á að
vaxa, en ég að minnka. En okkar
samtíð hættir til að segja:
„Mannlegur vísdómur" er að
vaxa, en Guð að minnka. Og eftir
'því sem þú stækkar, nútíma
æskumaður, verður þú óháðari
því, sem þér var kennt um Guð.“
'En staðreyndin er sú, að hin
raunverulega guðstrú þolir ekki,
að við ýtum Guði til hliðar á
afvikinn stað, til þess að hann
verði ekki á vegi okkar í ys og
önnum virkra daga. Höfundur
kristinnar trúar sagði, að menn-
irnir þurfi að eiga barnslegan
’hugsunarhátt gagnvart Guði, til
þess að komast inn í guðsríki. Ef
við, sem komin erum af æsku-
árum, gerum okkur grein fyrir,
að við eigum cll að vera börn,
lærisveinar, nemendur í hinum.
mikla skóla kristinnar trúar, þá
verður okkur auðveldara að fá
æskuna til að stillast inn á þá
bylgjulengd, sem barnslegum
huga æskunnar sæmir. En ef
foreldrar eða hið fullveðja fólk
álitur sig vaxið upp úr barns-
legri afstöðu til Guðs, er sjálf
hin kristna trú í veði, ekki ein-
ungis hjá miðaldra kynslóðinni,
heldur æskumönnum líka, sem
þeirra bendir þeim. Þannig
vængstýfist hin himinleitandi
sannfæra kristna menn um það,
að þeir væru ein heild, samstarf-
andi eins og hlutar af heilbrigð-
um líkama. Hans spaklegu orð
eru ávallt í gildi. Páll leggur
áherzlu á, að líkaminn sé einn
og hafi marga limi, og að allir
limir líkamans, þótt margir séu,
eru einn líkami. Þannig er og
Kristur, þ. e. líkami hans, söfn-
uðurinn. Litlu seinna segir hann:
Ef fóturinn segði: Fyrst ég er
ekki hönd, heyri ég ekki líkam-
anum til, þá er hann ekki fyrir
það likamanum óviðkomandi.
Niðurstaða hans er sú, að lim-
irnir eigi að bera sameiginlega
umhyggju hver fyrir öðrum, og
bætir við: Hvort heldur einn lim
ur þjáist, þá þjást allir Jimirnir
með honum, eða einn limur er í
hávegum hafður, samgleðjast all
ir limirnir honum.
Ég hef rætt um kirkjuna sem
skóla í kristindómi frá öndverðu.
Hins vegar skal aðgætt, að rikis-
skólinn, þar með sérstaklega tal-
in skyldufræðslan í kristnum
fræðum, starfar innan vébanda
þjóðkirkjunnar hér á landi. Skól
unum er einmitt ætlað að vinna
allmikið kirkjulegt starf meðal
barna og unglinga, og allt skal
þetta reist á grundvelli þeim,
sem heimilin hafa lagt á for-
skólaaldri. Þessir aðilar, sem
starfa að því sama, eiga að vera
samstarfandi í orðsins fyllsta
skilningi. Þeir þurfa að tala
rækilega saman, ef þeim er annt
um árangur af viðleitni sinni.
Hér er um EINN skóla að ræða,
hinn kristilega, almenna skóla,
'hina kristilegu uppfræðslu og
iðkun. Við getum líka sagt EITT
HEIMILI, heimili okkar sjálfra
og heimili barna okkar. Sam-
starfsmenn eiga alltaf að vera
fúsir til að tala saman. Ef þeir
eru það ekki, þá er eitthvað
verulegt að. Það er ekki nóg, að
menn tali hverjir um aðra, menn
verða að tala hverjir við aðra,
tala saman. Þeir, sem óska eftir
meiri kristilegri uppfræðslu og
uppeldi barna í landinu fyrir
áhrif heimila, skóla og kirkju,
þurfa að ráðgast hverjir við
aðra um málin og starfa saman,
eins og Páll postuli sagði, að all-
ur líkaminn eigi að starfa sam-
an. Ef við gerum I að ekki, mun
okkur ekki vegna vel, og ég
held, að um það megi visa til
reynslu undanfarins tíma. Það
é að vera hægt að segja með
sannfæringu og gleði innan tíð-
ar: Hinn kristilegi skóli er starf-
andi jafnt í heimilinu, í skóla-
kerfinu og í kirkjunni. Og enn
fremur: í kristinni uppfræðingu
og iðkun eiga börnin okkar í
viðbót við sitt fyrsta heimili tvö
önnur heimili í kristilegum skiln
ingi — en það er skólaheimilið
og kirkjuheimilið, því að þar
ríkir einn og sami andi. Og siðast
en ekki sízt: Kristin kirkja starf-
ar ennfremur á heimiliunum.
Margir mun óska, að þannig
mætti hinn kristilegi þjóðarskóli
hinnar ört vaxandi íslenzku
þjóðar þróast og blómgast, og.
■hann getur það, ef við öll beruni
.í brjósti verðuga lotningu fyrir
mikilvægi málefnisins.
Slys við höfnina
A SUNNUDAG kl. 8,30 varð
slys við höfnina. Verið var að
draga lyftara í ganig við vöru-
geymslu nr. 4, en hann rann til
og lenti á eldri manni, Guðmundi
Jónssyni, Múla við Suðurlands-
braut. Meiddist hann á fæti og
féll við. Var hann fiuttur í Slysa-
varðstofuna.