Morgunblaðið - 31.07.1963, Side 23

Morgunblaðið - 31.07.1963, Side 23
Miðvikudagur 31. júlí 1963 TUORGVJSB14Ð1Ð 23 Poytr Pospelov fínnn felldi Aksel Larsen; telur nú stefnu Kínverja hættulega POYTR Pospelov, sá, er ræðst á stefnu kínverskra kommún- ista í Moskvublaðinu Pravda í gær, er ekki óþekktur maður í kommúnistaríkjxmum. Um langt árabil hefur hann verið talinn fremstur í hópi hugmyndafræðinga sovézka kommúnistaflokksins. Hann hefur víða komið við, og því er öllu meiri ástæða til þess að veita orðum hans athygli, er hann lætur opinberlega til sín heyra um deilu kínverska og sovézka kommúnistaflokks ins. Pospelov varð kunnur á Norðurlöndum, er hann var sendur frá Moskvu til Kaup- mannahafnar 1958, er deilan stóð um Aksel Larsen, sem þá hafði verið formaður danska kommúnistaflokksins í rúman aldarfjórðung. Það var á flokksþingi danskra kommúnista það ár, sem örlög Aksels Larsen voru ákveðin. Pospelov flutti þar ræðu, sem sérstaklega var beint til Larsen, og sagði þar m.a.: „Marx-Leniniskur flokk- ur má aldrei verða sáttfús við endurskoðunarmenn og sundr ungarsinna, sem vilja teyma flokkinn frá mikilvægum verkefnum. Einingu og sam- heldni er aðeins hægt að tiyggja með ófrávíkjanlegu miðvaldi, sem verður að halda uppi með sterkum aga meðal flokksmanna, án undantekn- ingar. . . Vald Pospelovs má af því marka, að eftir ræðu hans framtíð mannkyns treystist enginn til að halda uppi vörnum fyrir Larsen. í sömu ræðu hélt Pospelov því fram, að Tító væri endur- skoðunarsinni, og stefndi að endurskoðun Marx-Lenin- isma. Margt hefur breytzt í skoð- unum æðstu manna Sovétríkj anna frá þessum tíma, og nú eru það Kínverjar, ekki Tító- istar, sem taldir eru hættu- legir. Hitt er athyglisverðara, að Pospelov, sem enn nýtur ó- skerts álits í Sovétríkjunum, skuli gerast jafn harðorður í garð kínverskra ráðamanna, og raun ber vitni. f>ar er stefna Kínverja sögð vera styrjöld, er tryggja eigi kommúnismanum lokasigur. Fellur það saman við kenning- ar þær, sem fram hafa komið á Vesturlöndum að undan- förnu, og jafnvel hefur verið lýst í yfirlýsingum sovézkra kommúnista: Að Kínverjar ætli sér að sameina gula menn og þeldökka í baráttunni gegn hvíta kynstofninum. Nægilega margir þeirra fyrr nefndu muni lifa ai stórstyrj- öld til að leiða sannan komm- únisma fram til lokasigurs, að henni lokinni. Þetta álítur Pospelov tilræði við mannkyn, og telur, að það eina, sem hindrað getur sigur kommúnismans, sé kjarnorku- styrjöld. Augljóst er því, að ágrein- ingurinn innan alheimskomm- únismans er djúpstæður. Árekstur bifhjóls og vörubíls á Laugavegi Okumaður bifhjólsins missti meðvitund LAUST EFTIR kl. 5 síðdegis í gær varð harður árekstur milli Vespa-bifhjóls og vörubíls innar lega á Laugavegi, með þeim af- leiðingum að ökumaður hjólsins, Jens Olsen, Skeiðarvogi 35, slas eðist og var fluttur í Slysavarð etofuna. Slysið bar að með þeim hætti að vörubíl var ekið upp Laug ernesveg og hugðist bílstjórinn aka suður yfir Laugaveginn. Bíl etjórinn segist hafa hugað að um ferð, en engan bíl séð eða farar tæki, og hafi hann því ekið út á götuna. Sagði hann að árekst urinn hefði komið sér mjög á óvart Vespuhjólið skall á hægra fram hjóli bílsins, klesstist saman, og ökumaður þess lenti á fram- bretti bílsins með þeim afleið ingum að hann missti meðvit- und. Var brettið töluvert dæld að eftir líkama mannsins. , Lögregla og sjúkralið kom þeg ar á vettvang, og fluttu Jens i Slysavarðstofuna. Komst hann tii Háskólafyrir- / lestur REKTOR landbúnaðarháskóla Danmerkur, prófessor Aksel Milthers, flytur fyrirlestur í boði Háskólans n.k. fimmtudag 1. égúst kl. 5,30 e.h. í I. kennslu- Btofu. Fyrirlesturinn hefnist „Organisatioh af lahdbrugsviden skábelig uddanriélse" og verður flúttur á dönsku. öilum ér heim iUaðgangur meðvitundar á leiðinni þangað. Ekki var frekar kunnugt um meiðsli hans í gær. — Ný árás.... Framh. af bls. 1 stöðvunum, sem Kinverjar hefðu farið inn á slík svæði, heldur einnig í Ladakh-hér- aði. í Nýju-Delhi flaug það fyr- ir í dag, að stjórn Sovétríkj- anna hefði boðið Indverjum nýjar tegundir eldflauga (gegn flugvélum), auk rat- sjártækja og flutningaflug- véla. Sagt er í óstaðfestum fréttum, að Sovétríkin muni taka indverska mynt fyrir greiðslu. Fregnir frá Peking í dag herma, að yfirlýsingar indversku stjórnarinnar um herflutninga séu uppspuni einn. Indverjar sjálfir séu nú að styrkja aðstöðu sína við landamæri Kína. Þá er þess krafizt í yfirlýsing- um kínverskra ráðamanna í dag, að Bandaríkjamenn verði þegar á burt með allt lið sitt frá S-Kóreu. Svo sé nú komið, að bandarískir heimsvaldasinnar standi að baki útsendurum þjóðernissinna á Formósu, er hafi það markmið eitt að senda launmorðingja og undirróðursmenn inn á megin- land Kína. Dvöl Bandaríkjamanna í S- Kóréu sé og öllu hættulegri fyrir það, að hún komi algerlegá í veg fyrir sameiningu Kóreu. Stjórn N-Kóreu fýlgir stefnu kínverskra kommúnista í deilu þeirra við ráðamenn í Moskvu. Reytmgsafli í Seyðisfjarðardypi Raufarhöfn 30. júlL YEÐUR er óhagstætt á miðun- um frá Langanesi og suður úr, þungur sjór og vindur. Bátarnir hafa verið að kasta annað slagið í Seyðisfjarðardýpi og Reyðar- fjarðardýpi. Vitað er um afla hjá eftirtöldum skipum: Þjóðhátíðin í Eyjum um helgina HIN árlega þjóðhátíð Vest- mannaeyja verður um næstu helgi, hefst föstudaginn 2. ágúst í Herjólfsdal. Það er íþróttafélagið Týr, sem sér um hátíðina að þessu sinni, og verður margt til skemmtunar að vanda, þar á meðal bjargsig, ræður, knattspyrnukeppni milli Vestmannaeyinga og Akureyr- inga og keppni í frjálsum íþrótt- um. Þá leikur Lúðrasveit Vest- mannaeyja. A kvöldin verða kvöldvökur og dansað á pöllum og á föstudagskvöldið verður brenna á Fjósakletti og flug- eldasýning. íþróttafélagið Týr hefir gefið út myndarlegt þjóðhátíðarblað fjölbreytt að efni og myndskreytt Nú sem undanfarið mun marga fýsa til Eyja um þjóðihátíðina og hefir nú þegar margt fólk pant- að far með flugvélum Flugfélags íslands, sem fljúga munu marg- ar ferðir milli lands og Eyja um hátíðina. — Nýtt og betra... Framhald af bls. 1 Næsta skrefið, að dómi Sovét- ríkjanna, ætti hins vegar að verða griðasáttmáli Atlantshafs- og Varsjárbandalagsins. — Taldi hann það vænlegt til árangurs, að þeir, sem hefðu forystu innan bándalaganna, könnuðu hug ann- arra meðlimaþjóða. Af öðrum ráðstöfunum, sem Zarapkin nefndi, voru minnkuð útgjöld stórveldanna til hernaðarútgjalda og ráðstafanir til að hindra skyndiárásir. Meginstarf fulltrúa ráðstefri- unnar næstu daga verður að at- huga Móskvusamkomulagið, með tilliti til þess, hvaða þjóðir aðr- ar vilja undirrita bað Guðrún Þorkelsdóttir 150, Sæ- úlfur 70, Reynir AK 300; Hann- es Hafstein 300; Oddgeir 100; Björgvin 350; Hólmanes 200; Bergvík 250; Ólafur Tryggvason 200; Helgi Helgason 750; Hof- fell 800; Hafþór NK 250; Árni Magnússon 800 Sigurður Bjarna- son 450; Þorlákur 250; Ásúlfur 300 Seley 750; Björn Jónsson 200; Guðmundur Þórðarson 150 og Guðmundur Pétursson 250 tunnur. Fréttamaður átti f dag tal við Jón Einarsson skipstjóra á Pétri Thorsteinssyni, sem er nú við síldarleit í Húnaflóa. Engrar síldar hefir orðið vart, en sjávar hitastigið er mjög lágt og hefir komizt niður í 1,4 gráður, 2,2 og 3,3 : er algengt. Til Raufarhafnar kom eitt skip í dag með 900 tunnur, Jón Jónsson frá Ólafsvík. Engin veiði hefir í dag verið í Héraðs- flóadýpi. Hin síldin fer á suður hafnirnar á Austfjörðum. — FréttaritarL — Utan úr heJmi Framhald af bls. 12. um, sem leitað höfðu til hærri staða eftir mikil flóð í landinu. Farartæki framtíðarinnar á loftkoddum? í tímariti Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar, „ICAO Bulletin", segir að farartæki, sem svífi á loftkoddum, eigi sennilega eftir að gegna veigamiklu hlutverki, bæði fyrir fólks- og vöruflutn- inga, á sléttu yfirborði eins og vegum og vötnum. Þessi farar- tæki loftsins voru notuð töl reynslu árið 1962. Framleidd hafa verið sýnishorn til tilrauna, ekki aðeins í Bretlandi og Banda ríkjunum, heldur einnig í Frakk- landi, Svíþjóð, Japan og Sovét- ríkjunum. Farartæki, sem fram- leitt var í Bretlandi, getur flutt 38 farþega með 80 hnúta hraða á klukkustund. í Bandaríkjxm- um hafa menn áhuga á farartækj um, sem flutt geti mörg hundr- uð farþega og farið enn hraðar en brezki „loftpúðabíllinn". Ekki er óhugsanlegt, að þessi nýju far artæki útrými með öllu hefð- bundum farþega- og vöruflutn- ingabílum. í tímaritinu er einnig skýrt frá ört vaxandi notkun „loft- strætisvagna“ í ýmsum löndum (véla sem fara reglulega milli staða og ekki þarf að panta sæti í). Ennfremur eru flugvélar æ meir notaðar í viðskiptaferðum, landbúnaði Á FIMMTUDAGINN kemur 'leggur Sumarleikhúsið af stað í leikför um landið. Leik ritið, sem sýnt er að þessu sinni, er Ærsladraugurinn, en það er gamanleikur af létt- ustu gerð eftir leikskáldið Noel Coward, — þýðandi er Ragnar Jóhannesson. Leikrit þetta mun Reykvíkingum ekki með öllu ókunnugt, því Leik- félag Reykjavíkur sýndi það hér í bænum fyrir nokkrum árum — og naut það geysi vinsælda. Leikstjóri er Jón Sigur- björnsson, en leikendur eru: Sigríður Hagalín, Þóra Frið- riksdóttir, Gísli Halldórsson, Nína Sveinsdóttir, Áróra Hall dórsdóttir, Margrét Magnús- dóttir og Guðmundur Pálsson. Leiktjöldin eru gerð af Stein þóri Sigurðssyni. „Ærsladraugurinn“ er eins. og áður segir ósvikinn gaman leikur, fullur af fjöri og gáska — og atburðarásin hröð og lif andi. Frumsýningin verður á Akranesi á fimmtudagskvöld, en næstu sýningar að Loga- landi og Borgarnesi. Þaðan mun svo leiðin liggja um Snæ fellsnes og síðan vestur og aorður um land. Sýningar munu standa óslitið til 1. sept ember, en þá hefja leikararn- ir störf við leikhúsin hér í borginni. Óþarft mun að kynna leikarana fyrir fólki úti á landsbyggðinni, því þeir hafa flestir tekið þátt í þeim sýningum, sem hvað mestar vinsældir hafa hlotið úti & landi, svo sem Tengdamömm- unum, Hart 1 bak og Deleri- um Bubonis. Myndin er af leikurunum á- samt leiktjaldamálaranum. * Islendingunum gengur illa á skákþingi IMorðurlanda KAUPMANNAHÖFN, 30. júlf. - Atta umferðum er nú lokið í land liðsflokki á skákþingi Norður- landa. Staðan er sem hér segir. Manne Joffe, Svíþjóð, 614 vinn ing, Erinck Claussen, Danmörku 6, Eigil Pedersen, Dánmdrku 5, Ragnar Hoen, Noregi 414 og biðskák Arne Gulbrandsen, Nor- dgi 414, Sigfrid From, DanmÖrku 4, Heikki Koskinen, Finnlandi 314 og biðskák Sigurður Jónsson íslandi 314, Lárus Johnsen, ís- landi 3, John Ljíingdal og Leko Laurine 2. — Rytgaard

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.