Morgunblaðið - 29.08.1963, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIO
Fimmt'udagur 29. ágúst 1963
wwbSkwwwiIW
Maðurinn í Silfurtúni fluttur af slysstað. Ljósm. Sv. Þ.
Fjögur slys í gær
IJM kl. 7.40 í gsermorgun varð
harður árekstur í Borgartúni þar
sem tvær fólksbifreiðir komu ak-
andi hver á móti annarri. Bifreið-
in, sem vestan að kom hægði ferð
ina og hugðist bifreiðastjórinn
beygja inn í port sunnan götunn-
ar, en hleypa austan bifreiðinni
framhjá fyrst. í því skall vöru-
bifreið aftan á vestan bifreiðina
og kastaði henni á þá er að aust-
an kom með þeim afleiðingum að
báðar fólksbifreiðarnar urðu ó-
ökufærar og bifreiðastjórar
beggja slösuðust svo flytja varð
þá í Slysavarðstofuna.
Laust fyrir kl. 2 í gærdag varð
10 ára drengur, Ólafur Þór Gunn-
arsson, fyrir stórri fólksflutninga
bifreið á homi Hverfisgötu og
Barónsstígs. Ðrengurinn var á
reiðhjóli og lenti það undir fram-
hjóli bifreiðarinnar. Óttast var að
drengurinn hefði höfuðkúpu-
brotnað og var hann fluttur í
sjúkrahús.
Laust fyrir kl. 6 í gærdag
varð 7 ára drengur fyrir bifreið
á Lönguhlíð skammt sunnan Há-
teigsvegar. Drengurinn heitir
Sigurður Jóhannsson og var
hann fluttur í Slysavarðstofuna
og síðan heim til sín.
Loks varð í gærkvöldi um kl.
IMinna tjón
en talið var
— af skýstrók í
Danmörku
Kaupmannahöfn, 28. ágúst
— NTB.
LJÓST er nú að tjón hefur
orðið miklu minna en talið
var í fyrstu í þorpinu Faar-
vang á Jótlandi, en þar fór
um skýstrókur í gærmorgun
Rúður brotnuðu víða í þorp
inu, og skemmdust þar alls
um 20 hús. Komið hefur á
daginn að flestir eigendur
húsanna höfðu tryggt þau
fyrir skemmdum af völdum
náttúruhamfara, þannig að
tjónið var allt miklu minna
en í fyrstu var talið. Áætlað
er að tjónið nemi vart 1 mill-
jón danskra króna.
20.30 slys í Silfurtúni þar sem
starfsmaður á skurðgröfu var að
huga að bilun á vél sinni. Lenti
hann á jarðföstum járnteini og
hlaut af slæm meiðsli svo flytja
varð hann í Slysavarðstofuoa.
Maðurinn heitir Þórólfur Magn-
ússon til heimilis að Gnoðar-
vogi 84.
Aldarafmælis Rauöa krossins
minnzt á sunnudag
NÆSTA sunnudag, 1. september,
er aldarafmælis Rauða Krossins
minnzt hátíðlega um heim allan.
Meginhátíðin verður í aðalbæki-
stöðvunum í Genf, en í öllum
löndum, þar sem Rauði krossinn
starfar, 91 talsins, verður afmæl-
isins minnzt.
Nú eru 170 milljónir manna í
félögum Rauða krossins. Flestir
eru í Bandaríkjunum. Starfsemi
Rauða krossins hefur álls Staðar
verið árekstralaus, enda er
fyllsta hlutleysis gætt að öllu
leyti. f löndum Múhameðstrúar-
manna nefnist félagsskapurinn
Rauði hálfmáninn, en í íran
Rauða ljónið og í Japan Rauða
sólin. Rauði krossinn er fyrsti
félagsskapur kristinna manna,
sem Múhameðstrúarmenn vildu
taka þátt L
Wennerström áður
grunaður um njósnir
Öryggislögreglan fylgdist með honum
d stríðsdrunum
Stokkhólmi
NTB.
28. ágúst. —
STIG WENNERSTRÖM, hinn 57
ára gamli ofursti, sem játað hef-
ur á sig njósnir fyrir Sovétríkin
í Svíþjóð, var þegar á styrjaldar-
árunum grunaður af öryggislög-
reglunni vegna hinna tíðu sam-
skipta hans við sendimenn þýzku
nazistastjórnarinnar í Stokk-
hólmi. Svo sem kunnugt er telja
margir að Wennerström hafi
njósnað fyrir nazista, Rússar
komizt að þvi og neytt hann til
njósna fyrir sig síðar.
Upplýst hefur verið að lög-
reglan tilkynnti varnarmálaráð-
herra Svía 1959 að hún hefði á-
huga á Wennerström. Um svipað
leyti þótti ekki allt með felldu
varðandi Wennerström, en hann
gat gefið eðlilegar skýringar á
hlutunum.
í árslok 1962 vöknuðu enn
grunsemdir varðandi Wenner-
ström, og öllu sterkari en áður.
Þá var Wennerström ráðgjafi
stjórnarinnar í afvopnunarmál-
um og sótti fast að komast á af-
vopnunarráðstefnuna í Genf, þar
sem Svíar gegndu miklu hlut-
verki. Torsten Nilsson, utanríkis-
ráðherra, neitaði þá að taka
beiðnir Wennerströms um Genf-
arferð til greina.
Þessar nýju upplýsingar var
að finna í greinargerð, sem í dag
var afhent blöðum í Sviþjóð.
Er greinargerðin frá sérstakri
• ■efnd, sem rannsakað hefur mál
Wennerströms.
Öryggisráðið
*
ur Israels og
ræðir kær-
Sýrlands
Stevenson fordæmir drdp tveggja Israelshermanna
New York 28. ágúst. ,
NTB-Reuter.
ÖRYGGISRÁÐIB kom saman
til fundár í dag til að ræða
ástandið í Austurlöndum nær,
eftir árekstrana sem orðið hafa
á landamærum ísraels og Sýr-
lands. Hafa þessi lönd kært
hvort annað fyrir öryggisráðinu.
U. Thant. aðalritari S.Þ. tók
fyrstur jil máls á fundinum í
dag. Sagði hann að vopnahléð
virtist nú að mestu haft í heiðri
af báðum aðilum. Sagði hann að
vopnahlésnefnd S.Þ. hefði geng
ið úr skugga um að ekki væru
fleiri hermenn baggja vegna
landamæranna en leyfilegt væri
samkvæmt vopnahléssamningun
um frá 1949. Vopnahlésnetfndin
rannsakaði svæðin beggja vegna
landamæranna sl. mánudag.
Adlai Stevenson, fulltrúi
Bandaríkjanna, tók einnig til
máls. Taldi hann að öryggisráð-
inu bæri að taka afstöðu til
þess að tveir ísraelskir hermenn
hefðu verið skotnir til bana 20.
ágúst sl. Sagði Stevenson að
dráp þessi bæri að fordaema með
tilliti til virðingar fyrir alþjóða-
lögum.
Stevenson sagði að staðreynd
irnar mótmæltu kæru Sýrlands
á hendur ísrael. Taldi hann það
miður farið að bæði löndin
hefðu skotið málum sínum beint
til öryggisráðsins án þess að
um þau væri fjallað af vopna-
hlésnefnd samtakanna. Bætti
Stevenson því við að Banda
ríkjastjórn liti ekki einungis
þann atburð alvarlegum augum
að tveir ísraelsmenn hefðu verið
drepnir, heldur einnig þá stað
reynd að sýrlenzkir hermenn
hefðu rænt þremur borgurum
ísraels, þar af tveimur stúlkum.
Dey Ould Sidiibaba, fulltrúi
Marokkó, sagði að skýrsla sú,
sem formaður vopnahlésnefndar
innar, norski hershöfðinginn
Slysavarnakonur
í heimsókn
Akranesi 28. ágúst.
RÚMLEGA 20 slysavamar-
konur sunnan úr Garði komu
hingað í bæinn kl. 3 í dag. Var
þeim tekið með kostum og
kynjum og veizla haldin að
að Hótel Akranesi. Hópur slysa
varnakvenna héðan fylgdi þess-
um góðu gestum héðan inn að
Ferstiklu. Þar verður drukkið
kaffi og skipzt á kveðjum.
— Oddur
Sir Charles
Hambro látinn
London 28. ágúst.
NTB-Reuter.
SIR Charles Hamtoro, stjórnar-
formaður hins þekkta Hambros-
banka í London, lézt í dag 65
ára gamall. Sir Charles hefur
einnig verið bankastjóri við
Englandsbanka í 35 ár. Er hann
tók við þeirri stöðu var hann
yngsti maður, sem það hefur
gert. — Svo sem kunnugt er
hafa íslendingar haft mikil við-
skipti við Hambrosbankann.
Odd Bull, hefur lagt fyrir ör-
yggisráðið, benti til þess að
kæra ísraels væri komin til
vegna grunsemda en ekki stað
reynda. Sagði fulltrúinn að svo
virtist sem kæran hefði verið
lögð fram í flýti. Að vísu væri
það sorgleigt að tveir menn hefðu
látið Hfið, en það eitt væri ekki
næg ástæða til þess að valda
nágrannaríki örðugleikum, og
til þess að kalla saman skyndi-
fund í Öryggisráðinu.
Þrír fulltrúar Rauða kross fs-
lands sitja afmælishátíðina 1
Genf, Þorsteinn Scheving Thor-
steinsson, dr. Jón Sigurðsson,
form. Rauða kross íslands, og
frú Ragnheiður Guðmundsdóttir,
læknir.
Rauði kross íslands gengst fyr-
ir samkomu í Þjóðleikhúsinu á
sunnudagskvöld vegna afmælis-
ins. Lúðrasveit Reykjavíkur leik
ur á tröppum leikhússins frá kL
20 til kl. 20.30, en þá verður há-
tíðin sett. Ávörp flytja heilbrigð-
ismálaráðherra, Bjami Bene-
diktsson, landlæknir, Sigurður
Sigurðsson, og borgarstjóri, Geir
Hallgrímsson. Valur Gíslason,
leikari, flytur þætti úr aldar-
sögu Rauða krossins. Um hljóm-
list sjá Einar Sveinbjömsson,
fiðluleikari, Guðmundur Jóns-
son, óperusöngvari, Rögnvaldur
Sigurjónsson, píanóleikari, og
Þorkeli Sigurbjörnsson, píanó-
leikari. — AUir félagar Rauða
krossins em velkomnir, svo og
allir vinir hans, meðan húsrúm
endist.
Áí■ ■ ■•«:*****>> ' ■
, 'y''§*s, -
ValdimarS.Lofts
son, rakarameist-
ari, látinn
SÍÐASTLIÐINN þriðjudag lézt
að Landakotsspítala Valdimar S.
Loftsson, rakarameistari. Valde-
mar varð 92 ára gamall og einn
af kunnari eldri borgurum
Reykjavíkur.
Hann var fæddur að Mölshús-
um á Álftanesi 28. apríl 1871.
Valdimar var í hópi fyrstu
manna er gerðu rakstur að ævi-
starfi. Hann stundaði þá iðn allt
fram til 72 ára aldurs, fyTst á
Vitastíg og síðar í rakarastofu
þeirri er enn starfar á Lauga-
vegi 65.
Valdimar var kvæntur Ólafíu
Magnúsdóttur, sem látin er fyrir
10 árum. Þeim varð 4 barna
auðið.
í gærmorgun var hæg rign
ing á Suðvesturlandi og allt
norður um Borgarfjörð, en
létti í lofti er leið á daginn.
Á Vestfjörðum var enn sem
fyrr hið fegursta veður, logn
og sól, en skýjað í öðrum
héruðum og þokuslæðingur
um rismál á Norðurlandi. —
Lægðirnar renna ennþá eina
slóð austur fyrir sunnan
land, en við V-Grænland er
ný lægð, sem kann að end-
urnýjast á Grænlandshafi og
valda suðlægri átt.