Morgunblaðið - 29.08.1963, Qupperneq 6
6
MORGUU*! AOIÐ
Fimmtudagur 29. ágúst 1963
Norðlenzk iyndni og ierskeytlni
Ásmundur Sveinsson og Korn erup-Hansen við listaverkið í g arðinum við Suðurgöíu 10.
_ Ljósm. Mbl. Sv. >.
Fuglinn Fönix í Suðurgötu
„ÉG VONA, að Reykvíkingum,
og þá sér í lagi yngri kynslóð-
inni, takist senn að skilja, að
listaverk eru til þess að horfa á
og njóta þeirra, en ekki til að
hanga í og róla sér,“ sagði Ás-
mundur Sveinsson, myndhöggv-
ari í gser, er Kornerup Hansen,
stórkaupmaður, bauð fréttamönn
um og fleiri gestum að sjá lista-
verk Ásmundar, fuglinn „Éönix“,
sem komið hefur verið upp í
hinum smekklega garði Korner-
up Hansen og fjölskyldu hans í
Suðurgötu 10.
Sem kunnugt er hefur Korner-
up Hansen rekið umboðsverzlun-
ina Fönix hér í bæ um 28 ára
skeið og á sextugsafmaeli hans í
fyrra ákvað fjölskylda hans að
gefa honum listaverx Ásmundar
í afmælisgjöf. Gerði listamaður
inn drög að því fyrir tveim ár-
um og hafði Andrés Kornerup
Hansen fengið hugmyndina um
að gerð yrði eftirmynd af skiss-
um „Ásmundar af Fönix, sem
birtust á mynd í dagblöðunum,
þannig að fjölskyldan gæti síðan
gefið föður hans myndina. Hefur
Ásgeir Matthíasson, starfsmaður
blikksmiðjunnar Glófaxa haft
veg og vanda af að smíða „Fön-
ix“ úr stálrörum eins og hann
birtist gestunum í gær. en fugl-
inn er um þrír metrar á hæð og
breidd. Hafði Kornerup Hansen
orð á því, að hann vonaðist til
að Glófaxi gæti fengið fleiri slík
verkefni í framtíðinni og minnk-
að við sig um sinn gerð niður-
fallsröra, ef svo vel til tækist að
fleiri einstaklingar og fyrirtæki
fengju áhuga á að skreyta um-
hverfi sitt með eftirmyndum af
skúlptúr, sem listamenn okkar
hafa þegar gert skissur að, og
koma almenningi þannig í nánari
snertingu við listina og veita
listamönnunum flein tækifæri.
Kvaðst hann hugsa vel til þeirra
móttaka, er fuglinn Fönix fengi
hjá bæjarbúum, Sjálfur sagðist
hann þegar vera bújnn að fá
mikið dálæti á horium og finn-
ast hann njóta sín vel, þar sem
honum hefur verið fyrir komið.
í sama streng tók listamaður-
inn Ásmundur. er hann þakkaði
Kornerup Hansen og fjölskyldu
hans fyrir það tækifæri er þau
hefðu veitt honum með því að
láta gera eftirmynd af þessari
mynd sinni. Kvaðst hann eiga
fjölda slíkra mynda, en „Fönix“
og „Rafmagn“ við Steingríms-
stöð hjá Efra-Sogi, eru þær
einu, sem hingað til hafa verið
settar upp á almannafæri.
jEgyptarnir fornu hafa löng-
um haft áhrif á mig í list sinni
— ég hefi hrifizt af þeim, jafn-
vel meir en af Grikkjunum, af
því að þeir eru svo óskiljanleg-
ir. Fólkið segir í dag: „Ég skil
ekki þessa list“ — en það er
einmitt þetta óskiljanlega, sem
alltaf er að gefa eitthvað nýtt-
Ég hefi mikið hugsað um Fönix,
ai því að hann er svo stór, hann
er eilífðarhugmynd Egyptanna.
Ég þakka Kornerup Hansen og
fjölskyldu hans, mér finnst stað
urinn vera upplagður og mynd-
in njóta sín vel. Abstraktið á að
vera stórt, þá nýtur það sín, því
að það spennir rúmið svo miklu
betur“, sagði Asmundur Sveins-
son að lokum.
NÝLEGA er komið út fjórða
hefti af norðlenzkri fyndni og
ferskeytlum. Ber það titilinn
,Nú er ég mátulegur". Áður eru
Viðskipti við
Tékkóslóvakíu
UNDANFARIÐ hefur dvalið
hér á landi viðskiptanefnd frá
Tékkóslóvakíu til að semja um
viðskipti landanna fyrir tíma-
bilið 1. september 1983 — 30.
september 1966.
Samkvæmt vörulistum sem
nú hefur verið samið um, er
gert ráð fyrir, að ísland selji,
eins og áður: Fryst flök, frysta
síld, saltsíld, fiskimjöl, lýsi, fisk
niðursuðu auk fleiri vara. Frá
Tékkóslóvakíu er m.a. gert ráð
fyrir kaupum á vefnaðarvöru,
skófatnaði, búsáhöldum, sykri,
rúðugleri, járni og stálvörum,
margs konar iðnaðarvélum og
verkfærum, bílum, auk fleiri
vara.
Af íslands hálfu önnuðust
þessa samninga: Dr. Oddur
Guðjónsson, sem var formaður
nefndarinnar, Björn Tryggva-
son, Pétur Pétursson, Yngvi Ó-
lafsson og Árni Finnbjörnsson.
Samningur um framangreind
viðskipti var í dag undirritaður
af utanríkisráðherra, Guðmundi
í. Guðmundssyni, og Ing. Jaro-
slav Kohout, varautanríkisverzl
unarráðherra Tékkóslóvakíu.
Viðstaddur undirritunina var
einnig sendiherra Tékkóslóvak-
íu á íslandi, Dr. Alexej Voltr.
(Frá utanríkisráðuneytinu)
Frá undirskrift samninganna.
• Hraðfrystir
karlmannamagar
Eftirfarandi bréf hefir okkur
borizt frá langþreyttrj eigin-
konu og þarf það ekki skýr-
inga.
„Elskulegi Velvakandi!
>ökk sé þér, sem leyfir kvart
andi sálum rúm í dálkum þín-
um. Mig langar til að létta á
mínu áhyggjufulla hjarta, í
þeirri von að þú ljáir áhyggj-
um minum eyra. Tilefni þessa
pistils er grein sem ég las í
tímaritinu Úrval fyrir all löngu.
Grein þessi fjallaði um maga-
sár, of háar sýrur í maga og
lækningu á þessum sjúkdóm-
um. í greininni var sagt, frá
nýrri aðferð til lækningar á
magasýrukvillum sem eta gat
á magann af mikilli grimmd og
útkoman vérður magasár. Lækn
ing þessi er fólgm * því ' að
frysta maga sjúkbngsins í 1
. klukkutíma. Strádrepast þá hin
ar herskáu sýrur og sjúklingur
inn hleypur syngjandi út, al-
bata og má borða allt sem
hann langar í og drekka allt
nema alkohol. Ég er ein þeirra
langþreyttu eiginkvenna, sem
fóðra verða karlinn sinn á soð-
inni ýsu, hafragraut og græn-
meti (sem hann kallar kanínu-
fóður), sem kunnugt er eru
komin út þrjú hefti í þessu safni.
Hét hið fyrsta þeirra „Nú er
hlátur nývakinn", annað hefti
hét „Nú er grátur tregur", og
hið þriðja „Nú er ég kátur nafni
minn“. Rósberg G. Snædal, rit-
höfundur á Akureyri, hefur safn
að þessum kímnissögum og
kveðlingum og kemst m. a. að
orði um þær á þessa leið í for-
mála fyrir síðasta heftinu:
„Hér er um að ræða samtíning
af ýmsum toga spunninn og mis-
jafnan að gæðum, fyndni og
sannleiksgildi. Viðvíkjandi þvi
síðasttalda vil ég taka það skýrt
fram, að ekki má leggja sagn-
fræðilegt mat á þær sögur, sem
hér eru sagðar. — Og tilgangur
með skrásetningu þeirra er i
rauninni alls ekki sá að höfða
til staðreynda, heldur að segja
sögur, sem skemmt geti lesand-
anum eða áheyrandanum. Staða
og mannanöfn skipta hér engu
meginmáli í flestum tilfellum,
því ekki nema fáir af þeim, sem
þetta lesa, þekkja svo vel til, að
staðhættir og persónur geti hald-
ið sögunni uppi, ef annað kemur
ekki til. Það er frásögnin öll og
hápunktur hverrar sögu — rúsín
an í þylsuendanum, mætti segja,
sem gefur þeim gildi ef nokkurt
er“.
Bergen, 26. ágúst NTB
• Það, sem af er þessu ári,
hafa um það bil 90.000 banda-
rískir ferðamenn komið til Nor-
egs og hafa þeir aldrei fyrr ver-
ið svo margir. Fjölgunin frá 1
fyrra nemur um 20%.
karlmenn erfiðustu og verstu
sjúklingarnir, þeir kvarta há-
stöfum yfir meðferðinni á sér
þó maður sé aðeins að fram-
kvsema skipanir læknis um
matarkúr. Núverandi lækning
samanstendur af matarkúr í
nokkur ár og að endingu Hara-
kiri og brottnám magans að %.
Þetta eru ekki sem hugguleg-
astar horfur, enda fara fórnar-
lömbin ekki undir nnífinn fyrr
en í síðustu lög. Hvenær meg-
um við eiga von á að hægt
verði að hraðfrysta magann í
þeim magaveiku? Vonandi fljót
lega. Enginn sannur karlmaður
hefur á móti því að rennt sé
ofaní hann alkohoii í lítratali,
jafnvel þó það sé gert með
slöngu og vökvinn langt undir
frostmarki. Tæki þessi ættu
ekki að vera ofsalega dýr, þar
sem sagt er í greinmni að þau
samanstandi af 2 slöngum,
sekk sem er mátulegur í mag-
ann, frystivél pum.pu og nokkr-
um lítrum af alkoholi, auk þess
rafhitað teppi svo sjúklingur-
inn frjósi ekki allur. Hingað
þarf þetta galdratæki endilega
að koma sem fyrst, þar sem
annar hver maður er með of
háar sýrur í maga. í marg-
nefndri grein stóð að yfir 50
sjúkrahiis í U.S.A. hefðu tekið
þetta tæki í notkun og árang-'
urinn væri 100 prósent. En
Ameríkuferðir eru nokkuð dýr-
ar svo ég sé mér ekki kleift að
senda karlinn minn þangað, og
Harakiri aðferðina er hann mjög
hræddur við. Framvegis verður
því soðin ýsa hér á borðumll
Langþreytt eiginkona.
BOSCH
Höfum varahluti
í flestar tegundir
Bosch
BOSCH
startara
og dynamóa.
Kaupfélag Eyf., AkureyrL
Véladeild
BOSCH