Morgunblaðið - 29.08.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.08.1963, Blaðsíða 8
8 MORCU N BLADID Fimmtudagur 29. ágúst 1963 niður tvö „dekk" Steyptist á hötu&ið SÓLARHRING eftir a» Gull- foss hélt úr höfn í Reykjavík áleiðis til Leith og Kaup- mannahafnar fyrir hálfum mánuði, lenti skipið í leiðinda veðri og talsverðum sjó. Vildi þá það slys til að svissneskur maður, Xheodore Martin, 73 ára féll milli stigahandriða af C-dekki niður á E-dekk, eða tvær hæðir. Steyptist Martin á höfuðið niður á stóla í gangi framan við borðsal fyrsta far- rýmis. f fyrstu var ekki vit- að hve meiðsli hans væru al- varleg, því enginn læknir var um borð. Við komuna til Leith kom í ljós að hann var óbrotinn en illa marinn. Nánari atvik eru þau að Martin stóð við útgöngudyr bakborðsmegin og ræddi við bandarískan farþega. Skyndi- lega kom hnútur á skipið. Martin mun ekki hafa haft sem öruggasta fótfestu og kastaðist að stigahandriðinu. Ekki náði hann taki á hand- riðinu, en steyptist fram yfir sig niður milli stiganna, nið- ur á stól og fram á gólf. Þar lá hann rotaður og blóðugur, þegar að var komið. Þar sem enginn læknir var um borð bauðst skipstjóri til að sigla til Færeyja með Mar- tin, en þar sem hann virtist óbrotinn kaus kona hans, sem var með 'í förinni heldur að bíða þar til komið væri til Leitlh. Þau hjón höfðu verið á ferð um ísland ásamt syni þeirra, sem hafði orðið fyrir því ó- happi að fóbbrotna í fjall- göngu hér. Eftir að Martin hafði verið borinn til káetu sinnar kom frúin fram í reyk- sal og svaraði þar fyrirspurn- um meðfarþega sinna um líð- an manns síns. Einhverjum varð þá að orði að ekki hefðu þau hjón góðar endurminn- ingar eftir Islandsförina, mað- urinn stórslasaður og sonur- inn fótbrotinn. Þá svaraði frú Martin: „En ísland er svo fallegt." Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Eimskipafélagsins mun í ráði að setja upp grind ur við stigann á C-dekki til að fyrirbyggja að slys sem þetta geti komið fyrir aftur. Nýja radartækið á Leitinu við Hnífsdal og starfsmenn við uppsetningu þess. Frá vinstri: Guð jón Tómasson, deildarstjóri hjá Flugmálastjórninni, Gilbert G uðjónsson, Andrés Már Vil- hjálmsson, Grímur Jónsson og Birgir Valdimarsson. Ný ratsjártæki fyrir ísafjart- arflugið sett upp í Hnífsdal fsafirði, 21. ágúst. f GÆR var lokið við að setja upp mjög fullkomin radartæki fyrir aðflugið til ísafjarðar. Fréttamaður Mbl. hefur átt tal við Guðjón Tómasson, deildar- stjóra hjá Flugmálastjórninni, um þessar framkvæmdir og sagð ist honum svo frá í höfuðdrátt- um: uirgir r.marsson Skortur á lyfjafræðingum er orðinn tilfinnanlegur Rætt við formann Apótekara- félags íslands ERFIÐLEIKAR hafa skapazt hér á landi undanfarin ár sökum skorts á lyfjafræðing- um og hefur orðið að fá er- lenda menn til starfa í ís- lenzkum apótekum. Morgun- blaðið hefur snúið sér til Birgis Einarssonar, formanns Apótekarafélags íslands, og beðið hann að segja frá þessu vandamáli í höfuðdráttum. — Birgi fórust svo orð: — Apótekum hefur fjölgað mjög upp á síðkastið, einkum í Reykjavík, en þó bætast einnig við apótek úti á landi, t. d. Dalvík nú nýlega. — Fyrir nokkru hafa verið veitt leyfi fyrir þrem nýjum apótekum í Reykjavík og taka leyfin gildi frá 1. ágúst 1965. ----- Skortur á lyfjafræð- ingum er þegar orðinn all- tilfinnanlegur og fyrirsjáan- legt að hann fer vaxandi á næstu árum. Astæðurnar eru fyrst og fremst fjölgun apó- teka og stækkun þeirra. — í hverju apóteki er ekki hægt að komast af með færri en tvo lyfjafræðinga — í allra fæsta lagi. Eftir því sem apótekið er stærra þarf fleiri lyfjafræðinga. — Þá gekk í gildi 1. júlí sl. ný löggjöf um lyfjasölu. Það er fyrsta heildarlöggjöfin um þau mál hér á landi, því áður hafði verið í giidi konungleg tilskipun um lækna og lyf- sala frá árinu 1673, að vísu með ýmsum síðari tíma reglu gerðum. — Þessi nýja löggjöf mælir svo fyrir, að enginn megi stunda verzlun með lyf án þess að lyfjafræðingur hafi við hana fullt starf. Aður gat hver sem var verzlað með lyf í heildsölu eða pantað erlend- is frá. —Allt þetta gerir að verk- um, að skortur á lyfjafræð- ingum verður stöðugt tilfinn- anlegri og erfiðara vandamál. — Apótekin hafa neyðzt til að leita til útlanda til að fá lyfjafræðinga, en það hefur oft og tíðum reynzt erfitt að fá þá erlendis. Það hefur einna helzt verið hægt í Finn- landi og nú munu vera starf- andi hér 4 eða 5 fínnskar stúlkur, sem lokið hafa fyrri- hlutaprófi í lyfjafræðL — Eina lausnin, sem er ein- hvers virði, er að fleiri ís- lenzkir stúdentar leggi fyrir sig lyfjafræðinóm, en það er í tveim hlutum. — Hægt er að taka 3 ára nám við Háskóla íslands og í apótekunum, sem veitir leyfi til iyfjafræðistarfa. Er þetta nám hentugt fyrir þá, sem geta aðeins varið fáum árum til framhaldsnáms, eins og t. d. margar konur. í öðru lagi er hægt að taka 2 ára nám við H.í. og í apó- teki, en fara síðan utan til háskólanáms, sem tékur yfir- leitt um 3 ár. .. d. í Dan- mörku. Eftir þetta lengra nám öðlast stúdentinn rétt til að verða apótekari. Þeir, sem lokið hafa fyrri hluta, geta hvenær sem er haldið áfram námi, en þó með þvi að hafa fórnað einu ári. — Háskóli íslands hefur undanfarin ár takmarkað þann fjölda nemenda sem tek- inn hefur verið. Nú standa vonir til, að hægt verði að rýmka um inntöku nemenda. — Að lokum má geta þess, að lyfjafræðineminn má treysta á að fá vinnu hér heima. Bæði Apótekarafélagið og Lyfjafræðingafélagið eru að láta fara fram könnun á því, hversu mikillar fjölgun- ar lyfjafræðinga er þörf á næstu árum. Sú könnun mun tryggja, að stúdentarnir viti < að hverju þeir ganga. Framkvæmdir við þetta nýja aðflugskerfi til ísafjarðar hófust i júlíbyrjun. Var fyrst reist hús fyrir radíóvita á svonefndu Leiti austanvert við Hnífsdal, sem jafn framt hýsir sjónskífu radarsins. Þessu næst var unnið að því að setja upp möstur fyrir radíó- vita. Aðflugskerfi þetta er þrí- þætt. í fyrsta lagi er mjög full- kominn radar, þá er radíóviti hjá Hnífsdal og annar í Ögri. Sjónhringur radarsíns, sem nú hefur verið settur upp hjá Hnífs- dal, er 25 mílur og upp í 24—25 þúsund feta hæð. Er radar þessi sérstaklega útbúinn til notkunar í snjókomu og úrkomu þannig að alltaf er hægt að fá hreina mynd á sjónskífunni af flugvél í aðflugi, sem er mjög mikilvægt atriði. Radar þessi er frá Decca og er jafn fullkomin og slík tæki í Reykjavík, á Akureyri og á Egils stöðum. Kostaði hann um tvær milljónir króna. Radióvitinn, sem verið hefur á ísafirði, verður nú fluttur út í Hnífsdal, en nýr viti settur upp í Ögri, sem verður hafður í gangi vegna aðflugs. Verður kom ið upp sérstakri rafstöð fyrir hann og til hennar hafa verið keyptar 2 nýjar dieselvélar frá Þýzkalandi. Kostnaður við þessi mann- virki mun verða um fjórar millj. króna. Flugmálastjóri, Agnar Kofeod-Hansen, hefur lagt sér- staka áherzlu á að þessu verki verði hraðað og vornr standa til að þetta aðflugskerfi verði kom- ið í fulla notkun um eða upp úr áramótum. Hefur Flugmála- stjóri komið nokkrum sinnum hingað til ísafjarðar til þess að fylgjast með verkinu. í septemiberbyrjun koma hing- að til ísafjarðar sérfræðingar frá Decca til þess að taka út verkið og gera fullkomna prófun á ná- kvæmni mælitækjanna Síðan hefst þjálfun í aðflugi og radar- gæzlu, en yfirumsjón þessara tækja mun Grímur Jónsson loft- skeytamaður hafa á tiendi. Verð- ur hann þjálfaður í meðferð tækjanna og stjórn á tækjum, en jafnframt munu flugmenn verða þjálfaðir í aðflugi eftir þessu nýja kerfi. Yfirumsjón með þessum fram- kvæmdum hefur verið í höndum Leifs Magnússonar verkfræðings, framkvæmdastjóra Flugöryggis- þjónustu Flugmálastjórnarinnar, en umsjón með verkiegum fram kvæmdum hefur Guðjón Tómas- son deildarstjóri haft á hendi. Aðflugskerfið nýja hefur samið Bergur P. Jónsson, deildarstjóri hjá Flugmálastjórninni. Mjög aukið öryggi mun skap- ast við tilkomu þessa nýja kerf- is. Það miðast við það, að flug- vél, sem ætlar til Isafjarðar, flýgur blindflug ofar skýjum og eftir hljóðmerkjum og stefnu- virkum merkjum, en þegar kom- ið er yfir radíóvitann í Hnífsdal, tekur flugvélin stefnu inn til Ögurs og þá fylgist radarinn með henni. Á þeirri leið lækkar vélin flugið. Þegar vélin kemur yfir Ögur, tekur hún beygju og stefnir út Djúpið, en radarinn sendir henni upplýsingar um fjar lægð frá radarstöðinni með vissu millibili. Flugmaðurinn má fljúga niður í 800 feta hæð og séu þá skil- yrði til sjónflugs inn til ísa- fjarðar er allt í lagi, en að öðr- um kosti verður hann að snúa við og klifra upp í fulla flughæð og halda aftur til Reykjavíkur. Eins og er, verða flugmenn að fljúga í stefnu á radíóvitann á ísafirði og ef lágskýjað er, verða þeir að leita að glufum eða „göt- um“ í skýjaþykkninu til þess að komast í sjónflugi inn til ísafjarð ar, sem oft vill bregðast. Tíðum sveima vélarnar lengi yfir Djúp- inu og finna enga glufu og verða þá að snúa við. Með þessum nýju tækjum geta flugmenn fengið gefnar upp tvær stefnur í aðflugi og vita með miklu öryggi hvar þeir eru staddir þegar þeir fá stefnumerki frá báðum vitunum. Eykst með því öryggi flugmanna við að á- kveða staðsetningu sína, en að auki er svo radartækið, sem er mesta hjálparhellan. Með tilkomu þessarra tækja skapast stórlega aukið öryggi i flugi til Vestfjarða og aukast möguleikar á flugi til ísafjarðar þótt skilyrði séu slæm. Stóri radarinn getur eirjnig komið að gagni fyrir siglingar um Djúpið. I HT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.